Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 22
Skriflegur þjónustusamningur er meðal atriða sem ber að hafa í huga þegar ráða á iðnaðar- mann í vinnu. » 28 neytendur |fimmtudagur|5. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Sextán manna gönguhópur lagði land undir fót í sumar og gekk um Katalóníu og Aragóníu. » 26 ferðalög Það er meðal annars hægt að kaupa á tilboði lambalæri og súpukjöt af nýslátruðu og lambahrygg. » 24 tilboð Börkur Gunnarsson hefur dval- ið í Írak og honum er minnis- stætt kaffihúsið á „græna svæðinu“ þar. » 27 kaffihús Órannsökuð erfðabreytt hrís- grjón hafa undanfarið fundist í bandarískum hrísgrjónasend- ingum víða um heim. » 24 hrísgrjón Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þ essi samningur gefur bæði nemum og starfandi snyrti- fræðingum gullið tækifæri til að ferðast og vinna í lúx- usumhverfi á launum, sem eru mun hærri en tíðkast á Íslandi,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir, framkvæmda- stjóri Snyrtiakademíunnar í Kópavogi. Inga Þyrí og Kristín Stefánsdóttir, eigendur Snyrtiakademíunnar, hafa gert samning við Steiner LTD, sem rekur al- hliða snyrtistofur og heilsulindir um borð í 125 skemmtiferðaskipum, sem sigla með farþega um öll heimsins höf. „Þetta er stórt tækifæri fyrir íslenskar stúlkur, sem vilja freista gæfunnar úti í heimi auk þess sem launin eru miklu hærri en sem nemur nemakaupinu hér heima. Þær stúlkur, sem hafa lokið bók- legu og verklegu snyrtifræðinámi, ýmist hér hjá okkur í Snyrtiakademíunni eða frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, geta sótt um að komast um borð í skipin til að vinna sem nemar eða fullmenntaðir snyrtifræðingar, eins lengi og þær kjósa.“ Fyrsta íslenska stúlkan, Erla Gísladóttir, byrjar að vinna fyrir Steiner í desember nk., en hún mun útskrifast frá snyrtiskóla Snyrtiakademíunnar. Búast má við því að fleiri fylgi í kjölfarið. Ingrid Borst, ráðningastjóri Steiner, kemur hingað til lands í desember til að taka ís- lenska kandidata í starfsmannaviðtöl. Kröfuharðir kúnnar „Við erum að leita að förðunarfræð- ingum, naglafræðingum, nuddurum, hár- greiðslufólki, sjúkraþjálfurum og íþrótta- fræðingum. Þeir, sem til greina koma, eru sendir í þjálfunarbúðir á vegum Steiner í London í tvær til tólf vikur áður en þeir eru sendir áfram um borð í eitt- hvert skipanna. Hver starfsmaður gerir átta mánaða samning í senn og eru laun- in að jafnaði um tvö þúsund evrur á mán- uði skattfrjáls auk árangurstengdrar söluþóknunar. Ekki þarf starfsfólkið um borð að greiða sérstaklega fyrir aðbúnað, afþreyingu eða mat um borð. Steiner byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki, en er nú orðið að stórveldi, sem hefur verið á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum frá árinu 1994.“ Auk þess að reka heilsulindir og snyrtistofur um borð í 125 skemmtiferða- skipum, sér Steiner um sömu starfsemi á um sextíu lúxushótelum vítt og breitt um heiminn undir heitunum Mandara Spa eða Elemis Spa og framleiðir eigin húðkremalínu undir heitinu Elemis. „Um borð í hverju skipi erum við með tuttugu til þrjátíu manna teymi. Við vilj- um sjálf þjálfa okkar starfsfólk fyrir þessi störf um borð í skipunum því við erum að fást við kröfuharða kúnna,“ sagði Ingrid í samtali við Daglegt líf, en hún var stödd hér á landi um síðustu helgi um leið og skemmtiferðaskipið Star Princess lá við Skarfabakka í Sundahöfn. Um borð í skipinu, sem telur átján hæðir, voru 2.600 farþegar og 1.100 starfs- menn frá 43 þjóðum. Ferðalagið hófst í Kaupmannahöfn og síðan komið við í Rússlandi, Svíþjóð, Noregi, Englandi, Skotlandi, Írlandi og Íslandi, en héðan var förinni heitið til endastöðvarinnar New York. Heilsulind Ein af fjórum sundlaugum um borð í hinu átján hæða Star Princess skemmtiferðaskipi. Lúxushótel Star Princess er eitt af 125 skipum sem Steiner mannar í stöður snyrtifræðinga, hárgreiðslufólks, nuddara og íþróttaþjálfara. Íslendingum býðst vinna í skemmti- ferðaskipum Morgunblaðið/Ómar Samningur Inga Kolbrún Hjartardóttir, skólastjóri Snyrtiskólans, Ingrid Borst, ráðningastjóri Steiner, Anna María Jónsdóttir í nemaleyfisnefnd, Inga Þyrí Kjartansdóttir og Kristín Stefánsdóttir, eigendur Snyrtiakademíunnar. TENGLAR .......................................................... www.snyrtiakademian.is www.steinerleisure.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.