Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 4. okt–8. okt verð nú verð áður mælie. verð Ferskir kjúklingabitar ............................ 299 477 299 kr. kg KF lambasaltkjöt blandað ..................... 299 449 299 kr. kg KB frosið kjötfars ................................. 299 399 299 kr. kg KS lambafillet m. fitu ........................... 2398 2998 2398 kr. kg Myllu jólakaka 420 gr .......................... 198 298 471 kr. kg Bónus kornbrauð 1 kg .......................... 98 129 98 kr. kg Rækja Búhnykks 1 kg........................... 599 699 599 kr. kg Bónus þurrkaðir ávextir 250 gr .............. 159 0 636 kr. kg Bónus pylsur ....................................... 479 539 479 kr. kg Krónan Gildir 5. okt–8. okt verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri sneitt í poka, Goða .............. 998 1249 998 kr. kg Kjúklingabringur frosnar 900 gr ............. 1498 1799 1664 kr. kg Kjötbúðingur ....................................... 199 398 199 kr. stk. Dönsk sælkerasteik Goða ..................... 839 1398 839 kr. kg Brauðskinka Gæðagrís ......................... 799 1338 799 kr. kg Eðalf. túnfisksalat 200 gr ..................... 169 255 845 kr. kg Eðalf. rækju & reykt. laxasalat 200 gr .... 169 255 845 kr. kg Ali bjúgu 4 stk ..................................... 349 539 87 kr. stk. Sprite Zero 2 ltr ................................... 79 194 40 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 5. okt–7. okt verð nú verð áður mælie. verð FK lambaofnsteik................................. 1168 1669 1168 kr. kg FK reyktar svínakótelettur ..................... 1198 1710 1198 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1298 1855 1298 kr. kg Ný lambalifur úr kjötborði ..................... 178 298 178 kr. kg Ný lambahjörtu úr kjötborði .................. 198 368 198 kr. kg Ný lambanýru úr kjötborði..................... 98 158 98 kr. kg Tropical mix grænmeti frosið 2,5 kg ....... 998 1265 399 kr. kg Frosin jarðarber 2,5 kg ......................... 898 1149 359 kr. kg Ananas ............................................... 119 198 119 kr. kg Perur .................................................. 98 219 98 kr. kg Nóatún Gildir 5. okt–8. okt verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m/fiturönd .......................... 2398 3498 2398 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu ....................... 899 1598 899 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu.................. 998 1698 998 kr. kg Lambasúpukjöt af nýslátruðu ................ 298 599 298 kr. kg Lambageiri m/sælkerafyllingu............... 2498 3198 2498 kr. kg Nóatúns saltkjöt blandað pakkað .......... 539 899 539 kr. kg Lamba Rib-eye hvítl/rósmarín............... 2698 3298 2698 kr. kg Grísalundir m/sælkerafyllingu ............... 2398 2798 2398 kr. kg Indónesískur ýsuréttur .......................... 998 1398 998 kr. kg Goða beikon bunki............................... 824 1498 824 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 5. okt–8. okt verð nú verð áður mælie. verð Goði lambasúpukjöt blandað 1,5 kg...... 374 534 374 kr. kg Goði lifrarpylsa soðin............................ 499 768 499 kr. kg Gourmet ofnsteik lamb m/hvítlauk/bas . 1189 1698 1189 kr. kg Goði Baconbúðingur ............................ 468 668 468 kr. kg Borgarnes villikryddað hátíðarlamb........ 1338 1912 1338 kr. kg Goði hangiálegg ódýrt .......................... 2164 3092 2164 kr. kg Keebler Townhouse Saltkex................... 149 239 149 kr. stk. Orv. örb.popp venjul. 298 gr ................. 99 185 99 kr. stk. Myllu Orkubrauð .................................. 149 249 149 kr. stk. Egils Orka 1/2ltr .................................. 99 130 198 kr. ltr Hagkaup Gildir 5. okt–8. okt verð nú verð áður mælie. verð Nautalundir innfluttar ........................... 2799 3998 2799 kr. kg Svínalundir innfluttar frosnar................. 1818 2598 1818 kr. kg Svínahnakki úrb.í sneiðum úr kjötborði .. 998 1579 998 kr. kg Svínabógur úr kjötborði ........................ 499 690 499 kr. kg Fyrirtakspizza m/skinku & sveppum ...... 399 559 997 kr. stk. Fyrirtakspizza pepperoni ....................... 399 559 997 kr. stk. helgartilboðin Lambalifur og hjörtu Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is M atvæla- og lyfjastofn- un Bandaríkjanna (FDA) sendi fyrir rúmlega tveimur mánuðum frá sér til- kynningu um að erfðabreytta hrís- grjónið LL601 hefði fundist í banda- rískum hrísgrjónauppskerum. Hrísgrjónið var þróað og ræktað á vegum líftæknifyrirtækisins BayerC- ropScience á tilraunaökrum í Bandaríkjunum á árunum 1998–2001. Tilgangurinn var sá að plantan myndi þola betur úðun illgresiseyðisins glu- fosenate sem sama fyrirtæki fram- leiddi undir vöruheitinu Liberty, þannig að aðeins illgresið dræpist en ekki plantan. Geni, sem ætlað var að þola betur Liberty illgresiseyðinn, var því splæst í erfðamengi hrís- grjónaplöntu á tilraunastofu. Líf- tæknifyrirtækið mun hafa gert rann- sóknir á hrísgrjóninu og ákveðið, af ástæðum sem ekki eru enn kunnar, að sækja ekki um leyfi fyrir því til manneldis heldur taka það úr fram- leiðslu. Erfðabreytta hrísgrjónið hef- ur því ekki hlotið samþykki stofn- unarinnar. Bandaríkjamenn eru stærstu framleiðendur erfðabreyttra matvæla í heiminum og þar þarf ekki að merkja erfðabreytta vöru sér- staklega eins og innan Evrópusam- bandsins. Í maí síðastliðnum tilkynnti banda- ríska dreifingarfyrirtækið Riceland líftæknifyrirtækinu að það hefði fundið hið óleyfilega hrísgrjón, LL601, í bandarískri hrísgrjónaupp- skeru. Svo virðist sem erfðabreytta tilraunaræktunin hafi mengað hefð- bundna ræktun hrísgrjóna. BayerCropScience lét tvo mánuði líða áður en það tilkynnti Matvæla- og lyfjastofnuninni um fundinn hinn 31. júlí síðastliðinn sem átján dögum síðar gaf út opinbera tilkynningu. Sendu ekki út viðvörun Elín Guðmundsdóttir, for- stöðumaður á matvælasviði Um- hverfisstofnunarinnar, segir stofn- unina hafa fengið ábendingu frá Evrópska matvælaeftirlitinu (Euro- pean Food Safety Authority, EFSA) um málið. „Síðar kom fréttatilkynn- ing þar sem tekið var fram að það sé mat EFSA að erfðabreytta hrís- grjónayrkið sé ekki hættulegt heilsu manna eða dýra. Umhverfisstofnun taldi þar með ekki ástæðu til þess að senda út sérstaka viðvörun eða ábendingu, hvorki til íslenskra hrís- grjónainnflytjenda né neytenda. Hér á landi eru ekki nein lög sem ná yfir markaðssetningu erfðabreyttra mat- væla eða merkingu þeirra. En ef raunveruleg hætta hefði verið talin á ferðinni þá hefði Umhverfisstofnun gert viðvart.“ Engar fréttir var að finna um málið á heimasíðu Um- hverfisstofnunar í fyrradag en úr því hafði verið bætt í gær. Innflutt hrísgrjón frá Bandaríkj- unum eru um þessar mundir undir sérstöku eftirliti landa víða um heim, eins og Noregs, Danmerkur, Bret- lands, Japans og Rússlands. Vottorð Bandaríkjamanna um að sendingar séu lausar við hrísgrjónayrkið eru ekki tekin gild í þessum löndum og fleirum, þar sem annað hefur komið í ljós. Þau hafa tekið eigin sýni af hrís- grjónunum, rannsakað og stöðvað innflutning á sendingum ef nið- urstöður hafa verið jákvæðar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands voru tæplega 1.300 tonn af hrísgrjónum flutt til landsins í fyrra, þar af um 850 tonn í smásölu- umbúðum sem vógu minna 5 kg. Tæp 30% af innflutningi þeirra síð- arnefndu voru frá Bandaríkjunum. Umhverfisráðherra vill merkja Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra segist taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort sérstök reglu- gerð verði sett um merkingu erfða- breyttra matvæla. ,,Ég lýsti því yfir á þingi Neytendasamtakanna að ég væri á þeirri skoðun að íslenskir neytendur ættu rétt á því að vita hvert væri innihald þeirra matvæla sem þeir legðu sér til munns. Það hefur verið unnið að því að taka þetta í EES-samninginn en það hefur dregist vegna þess að við höfum lagt áherslu á að þetta félli undir megin- reglur samningsins um tveggja stoða kerfið. Það hefur hins vegar mætt andstöðu innan Evrópusambandsins. – En hvernig er hægt að verja ís- lenska neytendur þangað til? ,,Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að bíða eftir að reglurnar verði hluti af EES-samningnum heldur eigum við að setja reglur fyrir okkur sjálf líkt og Noregur hefur gert. Við höfum lagastoð í mat- vælalögum, sem kveður á um að heimilt sé að setja reglur um merk- ingar og aukefni í matvælum, svo að reglugerð myndi nægja. Þann hluta reglugerðarinnar sem gæti fallið undir „tæknilegar viðskipta- hindranir“ verður að tilkynna til eft- irlitsstofnunar ESA. Ferlið tekur þrjá mánuði og hámark sex mánuði ef það koma fram athugasemdir frá aðildarríkjunum.“ – Og ætlar þú að setja slíka reglu- gerð? „Ég ætla að taka ákvörðun um það á allra næstu dögum.“ Alþjóðleg fyrirtæki hætta sölu bandarískra hrísgrjóna Erfðabreytta hrísgrjónið er ekki aðeins órannsakað og óleyfilegt í Bandaríkjunum, það er heldur ekki á lista yfir Evrópusambandsins yfir leyfilegar erfðabreyttar vörur. Í raun er ekki vitað hvort eða hvernig hrísgrjónayrkið LL601 hefur áhrif á heilsu fólks eða hvort almenningi geti stafað hætta af því að borða það því engar opinberar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þess. Banda- ríska matvælastofnunin hefur talið að hættan sé ekki alvarleg þar sem hrísgrjónayrkinu svipi til tveggja annarra sem þegar hafa verið sam- þykkt en þau eru ekki á markaði. Erfðabreytta prótínið sem finnst í LL601 hrísgrjónunum er leyfilegt í nokkrum erfðabreyttum matvælum sem framleidd eru í Bandaríkjunum og hafa gengist undir rannsóknir samkvæmt lögum þar í landi. Í fréttatilkynningu á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sem EFSA sendi til fjöl- miðla vegna málsins og birt var þann 11. september síðastliðinn, segir að af 162 innfluttum hrísgrjónasýnum frá Bandaríkjunum, sem hafi verið rannsökuð á vegum sambandsins, hafi 33 reynst innihalda LL601 eða um 20%. Íslenskir hrísgrjónainnflytjendur fengu ekki tilkynningu um erfða- breytta hrísgrjónayrkið frá Um- hverfisstofnun. Sigurður Þór Björg- vinsson, markaðsstjóri hjá heildsölu- fyrirtækinu Innnes ehf., sem flytur inn hrísgrjón frá fyrirtækinu Tilda, segir að það fyrirtæki hafi sjálft tek- ið ákvörðun um að hætta kaupum af birgjum í Bandaríkjunum vegna erfðabreytta yrkisins og leitað til annarra landa. „Fyrirtækið leggur áherslu á gæðavöru og greip því til þessara ráðstafana. Það tók eina vöru af markaði sem nefndist ,,Am- erican Long Grain Rice“ jafnvel þótt engar rannsóknir hefðu sýnt að hrís- grjónayrkið fyndist í þeim.“ Varasöm erfðabreytt hrísgrjón AP Útbreitt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur sent frá sér tilkynningu um að erfðabreytta hrísgrjónið hafi fundist í hrísgrjónauppskerum. Óleyfileg og órannsökuð erfðabreytt hrísgrjón, LL601, hafa á undan- förnum vikum fundist í bandarískum hrísgrjóna- sendingum víða um heim. Í kjölfarið hafa þær verið sérstaklega kannaðar og jafnvel stöðvaðar. Íslensk yfirvöld töldu ekki ástæðu til að senda ábendingu eða viðvörun til íslenskra hrísgrjóna- innflytjenda eða neyt- enda. Umhverfisstofnun til- kynnti ekki íslenskum hrísgrjónainnflytjendum um ábendingu evrópska matvælaeftirlitsins um erfðabreytta hrísgrjóna- yrkið LL601. Ákvörðun væntanleg um hvort sett verður reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla hérlendis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.