Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
REPÚBLIKANAR Í VANDA
Meirihluti repúblikana í full-trúadeild Bandaríkjaþingvirðist skyndilega vera í
hættu og jafnvel meirihlutinn í öld-
ungadeildinni líka. Ástæðan er ekki
ástandið í Írak. Heldur ekki frammi-
staða stjórnvalda þegar fellibylurinn
Katrín gekk yfir. Ástæðan er hneyksl-
ið í kringum fulltrúadeildarþing-
manninn Mark Foley, sem varð upp-
vís að því að eiga í vafasömum
samskiptum við 16 ára vikapilt á
þinginu. Ljóst er að Foley situr ekki
áfram á þingi og annar maður mun
bjóða fram í hans stað í kosningunum í
nóvember. Talið er ólíklegt að repú-
blikanar haldi því sæti, ekki síst
vegna þess að nafn Foleys verður
áfram á kjörseðlinum, þótt annar
maður verði í framboði. En það
þrengir að fleirum og hafa komið fram
kröfur um að forseti fulltrúadeildar-
innar, Dennis Hastert, dragi sig einn-
ig í hlé. Sérstaka athygli vakti að dag-
blaðið Washington Times, sem hefur
verið afar hliðhollt repúblikönum,
krafðist afsagnar hans í fyrradag.
Ástæðan fyrir því að sótt er að Hast-
ert er sú að hann hafði frétt af því fyr-
ir mörgum mánuðum að Foley hefði
sent starfsmanninum vafasama tölvu-
pósta, en ekkert gert í málinu.
Reynslan úr bandarískum stjórnmál-
um er sú að oft er yfirhylmingin af-
drifaríkari en verknaðurinn.
Mál þetta er sérstaklega slæmt fyr-
ir repúblikana vegna þess að þeir
leggja í málflutningi sínum áherslu á
siðvendni, siðgæði og kristileg gildi. Í
fréttum var greint frá því að sex sam-
tök, sem teljast íhaldssöm í félags-
málum og leggja áherslu á aukið sið-
gæði, hafi haldið fund á mánudag og
þar hafi komið fram mikil reiði, sem
var ekki síst sprottin af því hvaða
meðferð málið hefði fengið hjá for-
ustumönnum flokksins.
Enn er mánuður þar til kosið verð-
ur í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn
kjósa á tveggja ára fresti. Kosið er um
öll sæti í fulltrúadeildinni, en þriðjung
sæta í öldungadeildinni þar sem kjör-
tímabilið er sex ár. Óánægja almenn-
ings með frammistöðu George Bush
forseta í embætti hefur farið vaxandi.
Demókrötum hefur hins vegar ekki
tekist að færa sér þessar óvinsældir í
nyt eins og þeir hefðu kosið, sem get-
ur meðal annars stafað af því að marg-
ir þeirra geta ekki svarið Íraksstríðið
af sér. En mál Foleys gæti orðið drop-
inn sem fyllir mælinn, ekki síst vegna
þess að forusta repúblikana virtist
ætla að leiða málið hjá sér.
Demókratar ættu hins vegar ekki
að fagna of snemma. Þeir vilja vita-
skuld ná meirihlutanum á þingi í
kosningunum í nóvember. Langtíma-
markmið þeirra er hins vegar að sigra
í forsetakosningunum eftir tvö ár. Bill
Clinton, fyrrverandi Bandaríkjafor-
seta, tókst á sínum tíma að færa sér í
nyt ósamvinnufúsan meirihluta repú-
blikana á þingi. Meirihluti demókrata
á þingi gæti með þvergirðingshætti
fært Bush vopn í hendur, sem nýttust
repúblikönum þegar næst verður kos-
ið um forseta.
ÖKUFANTAR OG MEÐFERÐ ÞEIRRA
Hvers konar hugarfar liggur aðbaki hjá ungu fólki, sem stefnir
lífi og eignum samborgaranna, að
ekki sé talað um þess eigin lífi og lim-
um, í stórkostlega hættu með ofsa-
akstri? Hvers konar geggjun grípur
fólk þegar það sezt undir stýri og
finnur sig knúið til að aka á hátt á
annað hundrað kílómetra hraða? Og í
hvaða blekkingarheimi lifa þeir, sem
reyna að réttlæta slíkt fyrir sjálfum
sér og komast hjá réttmætri refs-
ingu?
Þessar spurningar vakna óneitan-
lega við lestur frétta um að þrátt fyrir
öll banaslysin og örkumlin, sem fólk
hefur hlotið í umferðinni í ár, þrátt
fyrir opinbera herferð gegn ofsa-
akstrinum og þrátt fyrir að tugir þús-
unda Íslendinga hafi mótmælt þessu
athæfi opinberlega haldi hópur öku-
manna uppteknum hætti og keyri eins
og vitfirringar. Sumir þeirra eiga sér
samfélag á netinu, þar sem þeir ræða
hvernig hægt sé að komast hjá refs-
ingu fyrir athæfið.
Í Morgunblaðinu í gær er frá því
greint að hvern einasta sólarhring
mælist tugir ökutækja í Reykjavík á
120–190 kílómetra hraða. Guðbrand-
ur Sigurðsson, varðstjóri umferðar-
deildar Reykjavíkurlögreglunnar,
segir í samtali við blaðið að áróðurinn
gegn hraðakstri nái til hins almenna
borgara, sem fylgist með fréttum og
reyni að vanda sig, en ekki til hins
litla hóps, sem stundar ofsaakstur. „Á
meðan við finnum ekki úrræði til að
ná til þessa hóps, þá er öflug löggæzla
það eina sem virkar með því að menn
séu staðnir að verki og látnir sæta
ábyrgð með háum fjársektum og öku-
leyfissviptingu,“ segir Guðbrandur.
Hann vill reyndar ganga enn lengra
og leggja sólarhringsfangelsi við því
að menn aki á 140 kílómetra hraða og
yfir og að ökutækin verði gerð upp-
tæk í verstu tilvikunum.
Er nokkur furða að löggæzlumenn
séu farnir að velta slíku fyrir sér?
Hvað yrði gert við mann, sem gengi
um miðbæinn og sveiflaði í kringum
sig byssu, öxi eða barefli? Honum yrði
annaðhvort stungið í steininn eða
hann vistaður á viðeigandi stofnun.
Er einhver munur á því, út frá öryggi
almennings, að aka á yfir 140 kíló-
metra hraða?
Ungir ökumenn eru oft verstu
brotamennirnir í þessum efnum. Í
einhverjum tilvikum er um það að
ræða að þeir eru einfaldlega ungir og
vitlausir og skána þegar þeir eldast.
En er samt ekki lágmark að fullorðna
fólkið standi með löggæzlunni og
skynseminni í því að stoppa þá af?
Guðbrandur Sigurðsson segir frá því
að ekki sé óalgengt, þegar ungir öku-
menn hafi verið teknir á 140 kíló-
metra hraða eða meira, að foreldrar
þeirra komi á lögreglustöðina og
reyni að réttlæta lögbrotin, í stað
þess að styðja lögregluna í fyrir-
byggjandi aðgerðum hennar. Rökin
séu þau að börnin hafi verið nýbúin að
kaupa bílinn og ekki áttað sig á hrað-
anum. Slíkir foreldrar hafa misskilið
hlutverk sitt fullkomlega.
NORRÆNA MND ráðstefnan sem
fram fór á Hótel Selfoss 26.–27.
september var sótt af um 150
manns frá Norðurlöndunum en það
mun ekki hafa gerst áður að svo
margir hafi komið saman til að
ræða þetta málefni. Mörg áhuga-
verð og umfangsmikil erindi sem
tengdust MND sjúkdómnum voru
flutt á ráðstefnunni sem þótti tak-
ast mjög vel. Einnig var á ráð-
stefnunni kynning á ýmsum tækj-
um og búnaði sem nýtist fólki með
þennan sjúkdóm.
„Þetta er norrænt þing sem
haldið er annað hvert ár og fjallar
um MND / ALS taugahrörnun á
háu stigi. Þetta er í raun stór-
merkileg ráðstefna sem markar
tímamót fyrir fólk með þennan
sjúkdóm. Það væri ekki mögulegt
að halda þessa ráðstefnu í Kaup-
mannahöfn en hér á Selfossi er
mjög góð aðstaða og fullkomið að-
gengi fyrir fatlaða. Fólkið sem
mætti á ráðstefnuna hefur sýnt
gríðarlegan styrk að koma hingað
og takast á hendur erfitt ferðalag.
Þessi kraftur fólksins er í raun
smitandi og hvetur okkur til að
taka vel á í málaflokknum,“ sagði
Sigursteinn Másson form
yrkjabandalags Íslands.
Fyrirmyndarkerfi hjá
Hann sagði Dani hafa
á að fólk geti ekki aðeins
Horft til Danmerkur
Morgunblaðið/Sigurð
Krafturinn smitandi Sigursteinn Másson formaður Öryrkjaban
lands með einum ráðstefnugesta, Sigurði Guðmundssyni.
Eftir Sigurð Jónsson
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„OKKAR barátta hefur snúist um að
eiga raunverulegt val. Ef ég fer í önd-
unarvél í dag þá er það það sama og
að lokast inni á stofnun. Ég flokka það
ekki sem val, ég myndi frekar velja að
deyja. Það er valið sem við stöndum
frammi fyrir; að nota öndunarvél eða
deyja. Og flestir MSN-sjúklingar
velja síðari kostinn, jafnvel í Dan-
mörku. Þannig að það er ekki eins og
það verði einhver hópur fólks í önd-
unarvélum. En siðferðilega finnst mér
rétt að við höfum þetta val.“
Þannig lýsir Guðjón Sigurðsson,
formaður MND-félagsins á Íslandi,
meðferðarúrræðum MND-sjúklinga
á Íslandi í dag. Þegar sjúkdómurinn
ágerist og nauðsynlegt er að styðjast
við öndunarvél, er eina leiðin að fara
inn á stofnun. Staðan er allt önnur í
Danmörku, en þangað fór Guðjón til
að kynna sér þá þjónustu sem þar er í
boði fyrir MND-sjúka.
„Munurinn á okkur og Dönum er
fyrst og fremst sá að þar er önd-
unarvélaaðstoð boðin heima,“ segir
Guðjón. Allir MND-sjúklingar í Dan-
mörku, sem það kjósa, geta fengið
slíka þjónustu.
Guðjón segir að öndunarvélaþjón-
usta í heimahúsum hér á landi myndi
gjörbreyta lífsgæðum MND-
sjúklinga og gera þeim kleift að taka
lengur þátt í hversdagslífinu, „svo
lengi sem þeir geta og kjósa“. Guðjón
segir stuðningskerfi Dana, sem hann
telur að eigi að taka upp hér á landi,
tvíþætt. Heilbrigðisyfirvöld þurfi að
bjóða upp á öndunarvélaþjónustuna,
en einnig er málið á borði félagsmála-
yfirvalda. „Þau þurfa að bjóða upp á
hjálparhellukerfi, eins og við höfum
kallað það, sem er einstaklin
heimaaðstoð. Við höfum han
upp að mjög litlu marki í da
unarvél í heimahúsi þýðir að
andi þarf mann með sér alla
hringinn.“
Svona er kerfið upp bygg
mörku að sögn Guðjóns og
„Okkur liggur lífið
í orðsins fyllstu me
Ekkert val „Það er valið sem við stöndum frammi fyrir; að nota ö
„LANGTÍMA öndunarvélameðferð lengir líf.
Lífsgæði sjúklinga í öndunarvél geta verið
ótrúlega góð. Gefa ætti íslenskum sjúklingum,
sem kjósa langtíma öndunarvélameðferð og
uppfylla hefðbundin skilmerki um meðferðar-
þörf, kost á slíkri meðferð. Æskilegt er að
sjúklingurinn verði í fyrirrúmi við fram-
kvæmd slíkrar meðferðar, sem helst fari fram
á heimili hans, en ekki á stofnun.“
Þetta segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir
lungnadeildar Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH). Miðað við tölur frá Danmörku má
að hans sögn álykta að við undirbúning sólar-
hringsmeðferðar með öndunarvél í heimahús-
um á Íslandi mætti gera ráð fyrir 3–4 skjól-
stæðingum í lok fyrsta ársins og að eftir 3 ár
væru skjólstæðingarnir orðnir 5–7. Meðferð-
inni er beitt hjá sjúklingum með of skertan
vöðvastyrk til að anda, t.d. hjá MND-sjúkum,
sjúklingum með Duchenne-vöðvarýrnun og
sjúklingum með minnkandi öndunargetu
vegna mænuskaða.
Á Íslandi nota nú rúm-
lega tæplega 2.000 manns
sem greinst hafa með kæfi-
svefn, svefnöndunartæki
og 178 einstaklingar eru í
öndunarvélameðferð
heima af öðrum ástæðum.
Það eru einkum þeir sem
hafa skertan vöðvastyrk til
öndunar sem þurfa víðtæk-
ari öndunaraðstoð en aðeins yfir nóttina.
Þórarinn segir að í Danmörku, þar sem ára-
löng reynsla er komin á langtíma öndunar-
vélameðferð, séu yfirleitt 6 aðstoðarmenn í
fullu starfi á hverjum tíma hjá sjúklingi og
ganga vaktir. Störfin séu láglaunastörf en
ekki hafi reynst erfitt að manna þau í Dan-
mörku.
En er gerlegt að hefja þessa meðferð hér?
Þórarinn segir að þekkingin og aðstaðan að
Getur bætt lífsgæði sj
Auðve
aða ba
frá ön
(allan
Þórarinn Gíslason