Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINGAÐ til Þýskalands hefur mér borist grein Þórs Whiteheads er hann birti í Morgunblaðinu á sunnu- dag. Á undanförnum dög- um og vikum hefur hann reynt að telja fólki trú um að allt frá 1924 og fram undir 1970 hafi íslenskir kommúnistar og sósíal- istar átt í fórum sínum leynileg vopnabúr, ætl- uð til þess að steypa landsstjórninni af stóli með ofbeldi. Allt er þetta upp- spuni frá rótum, settur fram í þeim tilgangi að búa til grýlu og reyna þannig að réttlæta þau grófu mann- réttindabrot sem íslenska dóms- málaráðuneytið hafði forgöngu um á kaldastríðsárunum með síend- urteknum símahlerunum og ótrúlega víðtækum persónunjósnum um hundruð eða jafnvel þúsundir manna, eins og Þór hefur sjálfur lýst. Að einn 18 ára unglingur í Alþýðu- flokknum hafi árið 1924 lagt til að hann og nánustu félagar hans kæmu sér upp vopnum hafði nákvæmlega engin áhrif á þróun íslenskra stjórn- mála. Hitt er vitað að í hinum hatrömmu stéttaátökum millistríðsáranna beittu íslenskir komm- únistar og aðrir bar- áttumenn verkalýðs- félaganna aldrei skotvopnum og þess varð aldrei vart að þeir hefðu slík vopn undir höndum. Allir forystumenn ís- lenska komm- únistaflokksins gerðu sér grein fyrir því að eina leiðin til að afla flokknum fylgis var að hann starfaði á lögleg- an hátt og án vopna- burðar í herlausu landi. Bréf íslensku kommúnistanna sem voru við nám í Moskvu árið 1931, og við Þór höfum báðir vitnað í, sýnir best hversu sjálfsagt þetta má vera. Engin skotvopn komu heldur við sögu í Gúttóslagnum árið 1932, sem Þór minnist á. Til þeirra átaka kom vegna þess að bæjarstjórn Reykja- víkur hafði samþykkt að lækka kaup verkamanna sem lifðu við hung- urmörk um fullan þriðjung. Einu vopnin sem verkamennirnir höfðu í hinum harkalega bardaga sem fylgdi í kjölfarið voru stólfætur sem Héð- inn Valdimarsson, formaður Dags- brúnar og bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, rétti þeim út um glugga á fundarsal bæjarstjórnarinnar. Varnarlið verkalýðsins á fjórða áratug 20. aldar var aldrei búið skot- vopnum. Á þeim árum fylktu íslensk- ir nasistar tíðum liði á götum Reykjavíkur, létu þar ófriðlega og hrópuðu Heil Hitler, skrýddir í við- eigandi einkennisbúninga. Verkefni Varnarliðs verkalýðsins var það eitt að hindra að nasistarnir næðu að hleypa upp fundum verkalýðsfélag- anna og vinstrisinnaðra stjórnmála- samtaka. Til þess hafði það einhver prik undir höndum en aldrei skot- vopn. Vopnabúr íslenskra kommúnista var því aldrei til nema sem ímyndun eða uppspuni í kollinum á Þór White- head og öðrum slíkum. Geti Þór Whitehead nefnt eitt ein- asta dæmi um ólögmæta vopnaeign manna úr Kommúnistaflokknum eða Sósíalistaflokknum á árunum 1930– 1968 skal ég ræða við hann um það en geti hann ekki nefnt slíkt dæmi lýsi ég allan hans málflutning til rétt- lætingar á símahlerunum og víð- tækum persónunjósnum fyrir sendi- ráð Bandaríkjanna á Íslandi dauðan og ómerkan. Um önnur efni í grein hans ræði ég ekki að sinni en tel að þar fari hann sums staðar litlu nær því sanna en í ákafanum við að falsa söguna með tilbúningi um leynileg vopna- búr. Að tengja hina fáránlegu „áskor- un“ 18 ára drengs frá árinu 1924 við símahleranir stjórnvalda á árunum 1949–1968 er ekkert annað en hrein sögufölsun. Illur tilgangur helgar ekki illt meðal Kjartan Ólafsson skrifar svar við grein Þórs Whitehead » Vopnabúr íslenskrakommúnista var því aldrei til nema sem ímyndun eða uppspuni í kollinum á Þór White- head og öðrum slíkum. Kjartan Ólafsson Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi alþingismaður. HUGMYNDIR Ómars Þ. Ragn- arssonar, sem hann hefur komið fram með um að hætta við Kára- hnjúkavirkjun, lýsa helst barnalegri sýn hans á markaðs- og ferðamál auk þess sem grunnhyggja hans í efnahagslegu tilliti er í besta falli brosleg. Gróft talið er heildar fjárfesting vegna þess- ara framkvæmdda, þ.e. virkjunin, álverið og uppbygging íbúðar og atvinnuhúsnæðis á mið-austurlandi auk ýmissa opinberra framkvæmda s.s. vega- mála, hafnarmála, heil- brigðis og mennta- mála, vel á fjórða hundrað miljarða. Þessar fjárfestingar, sem flestar eru vel á veg komnar, verða ekki settar í salt þar til Óm- ari og félögum hefur tekist að framkvæma „sínar leiðir“ til uppbyggingar á svæðinu. Ómar hefur svift af sér grímu hlut- leysisins, en hélt Ómar virkilega að fólk tryði því að hann værir hlutlaus í þessari svokölluðu upplýsingaherferð sinni, ríkisstyrktri? Sjálfur veit hann sennilega manna best hve myndmálið er sterkt og hve auðvelt er að dra- matisera það með tónlist og klipp- ingum. Það er hægt að fá sterk hug- hrif með myndskoti af umkomulausri jurt, blaktandi á köldum eyðisandi og spila undir hjartnæmt ættjarðarlag. Um smekk verður ekki deilt og Ómar hefur fullan rétt á skoðunum sínum varðandi náttúruna en þegar tals- mönnum náttúruverndar nægja ekki blákaldar staðreyndir í tilraunum sínum til að fá fleiri á sveif með sér þá heitir það að tilgangurinn helgi með- alið. En ég er hræddur um að slíkur málflutningur sé ekki náttúruvernd til framdráttar þegar til lengri tíma er litið heldur muni einungis koma óorði á talsmenn þessara skoðana og skaði umræðuna í heild sinni. Svo hef ég aldrei skilið þá þver- sögn að fólk skuli sjá tugmiljarða gróða í ósnortinni náttúru. Það má byggja fjallahótel, flugvelli og vegi á hálendinu en ekki hafa manngert há- lendisvatn! Einnig fannst mér at- hyglisvert þegar Ómar sagði frá því að erfitt hefði verið að koma um- hverfisráðherra á svæð- ið í skoðunarferð, m.a. vegna veðurs. Hvað ætl- ar Ómar Ragnarsson að segja við fólk sem kem- ur yfir hálfan hnöttinn til að skoða Kringils- árina, þegar illa viðrar? Þið bara komið aftur seinna? Það gleymist nefnilega oft í um- ræðunni að þarna eru veður oftar en ekki vá- lynd og heildar daga- fjöldi á ári til útiveru á svæðinu er talinn í tug- um. Og svo er þessu líkt við þjóðgarða ann- arsstaðar í veröldinni sem búa við allt annað og mildara loftslag! Ég ætla ekki að telja upp allt bullið sem sést hefur á prenti frá and- stæðingum þessara framkvæmda en nefni þó dæmi í spurningaformi frá fund- inum að lokinni Jökulsárgöngunni. 1. Hvers vegna voru birtar myndir á risaskjánum af svæðum sem ekki fara undir vatn? 2. Hvers vegna talið þið um að nú kveðjum við Dimmugljúfur, því ekki fara þau undir vatn nema efsti og grynnsti hluti þeirra? 3. Hvers vegna talið þið um að allt há- lendið á austurhluta Íslands sé að verða eyðileggingu að bráð? 4. Hvers vegna notið þið hræðslu- áróður án þess að hafa nein rök um áhrif þess að Jöklu er veitt úr far- vegi sínum yfir í Lagarfljót og að lífríkinu í Héraðsflóa sé hætta bú- in? Jökulsá á Dal heldur jú áfram að falla í Héraðsflóa. 5. Hvernig getið þið gert skoðanir ykkar að skoðunum ófæddra kyn- slóða? 6. Afhverju staðhæfið þið að meiri- hluti þjóðarinnar sé á móti þessu? Ómar Þ. Ragnars- son gríma hlutleys- isins fallin Gunnar Th. Gunnarsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun og hug- myndir Ómars Þ. Ragnarssonar þar að lútandi Gunnar Th. Gunnarsson »Hvernig get-ið þið gert skoðanir ykkar að skoðunum ófæddra kyn- slóða? Höfundur er garðyrkjufræðingur og leigubílsstjóri. Sagt var: Hann lá lengi veikur en er nú batnað. BETRA VÆRI: Hann lá lengi veikur en nú er honum batnað. Gætum tungunnar STÆRSTU og umfangsmestu umhverfisspjöll Íslandssögunnar af manna völdum verða brátt að veruleika. Ofan í hyldýpi minning- anna hverfa náttúruperlur á heimsmælikvarða og hefst þá formlega víðtæk stóriðjustefna stjórnvalda sem stað- næmist ekki við öræfi Snæfells, en mun teygja sig um allt land eftir því hvar ál- þörfin verður brýnust og neyð landsbyggð- arinnar stærst vegna kvótabrasks og ann- arrar óstjórnar for- tíðar. Skiptir þá litlu sú leið sem farin er til framtíðar í öðrum vestrænum ríkjum sem nú keppast við að losa sig við stóriðju og risavirkjanir. Þar af leiðir að stórfyrirtæki leggjast af auknum þunga á verr stödd og fátækari ríki veraldar með sínar orkukröf- ur. Á þeim lista situr Ísland. Breiðfylking íslenskra og er- lendra samtímamanna hefur reynt með rökum og ræðum að benda á að aftur verði snúið. Á frið- samlegan, málefnalegan og lýð- ræðislegan hátt hefur frá upphafi þessa ferlis verið farið fram á op- inskáa og hreinskiptna umræðu um þetta risavaxna verkefni. Þó er ljóst að upplýsingar hafa verið af skornum skammti. Spilum er hald- ið þétt að brjósti. Þjóðin, sem er nauðug sett í ábyrgðir, fær ekki allar upplýsingar um þann verkn- að sem hún ein mun standa ábyrg fyrir í tímans rás. Einstaklingarnir sem fremja verknaðinn í nafni þjóðar eru farnir – hafa skipað sig í bankastörf, utanríkisstörf og dregið sig í hlé úr skarkala stjórn- málanna. Að játa mistök er mannkostur, að játa þau á síðustu stundu er stórmannlegt. Að afstýra stórslysi með því að sjá að sér og skipta um skoðun þykir í daglegu lífi þroska- merki – en ekki meðal ráðamanna. Því miður hefur það ekki þótt góð latína meðal stjórnmálamanna að endurskoða hug sinn. Mistök jafn- gilda pólitísku sjálfsvígi í þeirra bókum. Að snúast hugur virðist veikleikamerki meðal þeirra sem halda þétt um stjórnartauma og telja hyggilegast að berja klárinn harðar áfram þegar veður versna. Því stærri sem mistökin eru því erfiðara er að játa þau og axla þá ábyrgð sem fylgir því að snúa af leið og breyta um stefnu. Í samhengi jarðsögunnar verða núlifandi stjórnmálamenn ósköp litlir, aðeins sandkorn á leið til sjávar. Það verðum við öll sem lif- um eitt augnablik á jarðarkringl- unni. Það er mikilvægt að sjá sjálfan sig af og til í því samhengi til þess að skynja þá einu ábyrgð sem á okkur er lögð þetta augna- blik í mannvistinni – að skila af okkur óskertum verðmætum til komandi kynslóða. Í tölvudagbók ný- verið lýsti núverandi utanríkisráðherra samvistum sínum á Bessastöðum við nýja stjórn álrisans á Reyðarfirði. ,,Ein- staklega skemmti- legur félagsskapur,“ ritaði ráðherra í dag- bók sína. Nú er það svo að ráðherrar eru fulltrúar og umboðs- menn sinnar þjóðar í samskiptum við þá sem hingað sækja í gull og gersemar. Það er ekki þeirra að meta skemmt- anagildi einstakra viðskiptamanna. Ráðherraembættin eru ekki til þess höfð að afla vina og félaga fyrir þá sem embættin fylla hverju sinni. Þessum umboðsmönnum þjóðar er ætlað að meta af hlut- leysi þau tilboð og gylliboð sem hingað berast og halda fjarlægð við þá sem boðin bera en nálægð við umbjóðendur sína. Ráðherra ber að vera í einstaklega skemmti- legum félagsskap sinnar þjóðar sem umboðsmaður og fulltrúi og endurspegla þau viðhorf og þá framtíðarsýn sem sú þjóð hefur. Annað býður upp á einangrun, hnignun og fall að lokum. Og fall einnar manneskju í gleymskunnar dá er sosum ósköp lítilfjörlegt og tíðindalaust í stóru samhengi hlut- anna. Þeir einir gleymast seint sem standa með stórri framtíð- arsýn og reyna að rýna lengra inn í framtíðina en sem nemur nokkr- um kjörtímabilum. Þar er ,,ein- staklega skemmtilegur fé- lagsskapur“ fólks á borð við Sigríði frá Brattholti, Halldór Laxness og fleiri afreksmenn þessarar þjóðar. Þegar hér er komið sögu, og vatnsborðið hækkar á öræfunum þar eystra, er vert að biðjast fyr- irgefningar biðja afkvæmi okkar og alla þá sem erfa þetta land löngu eftir að við erum komin undir græna torfu fyrirgefningar á okkar stuttu framtíðarsýn, biðjast fyrirgefningar á því að hafa ekki snúist hugur, biðjast fyrirgefn- ingar á þröngsýni, úrræðaleysi, hugmyndaskorti og getuleysi. Fram undan eru enn mikil áform um að stóriðjuvæða Ísland og áfram mun hálendi Íslands blæða og færa fórnir á því altari. Langisjór, Kerlingarfjöll, Héraðs- vötn, Torfajökulssvæði, Brenni- steinsfjöll og lengi má telja. Nátt- úrverndarsamtök Íslands ættu undir eðlilegum kringumstæðum að vinna dagana langa með stjórn- völdum að þjóðgarðagerð, skipu- lagi og verndun dýrmætra svæða, stefnumótun í loftslagsmálum og alhliða náttúruvernd til framtíðar. Í stað þess er verkefnaskráin að reyna að koma í veg fyrir óaft- urkræf náttúruspjöll á vegum hins opinbera, að opna augu manna fyrir því augljósa og sjálfsagða – að afstýra stórslysum. Sú barátta er löngu liðin hjá sambærilegum samtökum víða í hinum vestræna heimi. En mátturinn býr í marg- menninu og löngu orðið tímabært að þjóðin sameinist undir einum hatti og stöðvi þann stóriðjubolta sem nú rúllar hringinn í kringum landið. Skráning í Náttúruvernd- arsamtök Íslands er á heimasíðu félagsins, www.natturuvernd- arsamtok.is Af framtíð og félagsskap Kristín Helga Gunnarsdóttir fjallar um umhverfisspjöll og náttúruvernd » Að játa mistök ermannkostur, að játa þau á síðustu stundu er stórmannlegt. Að af- stýra stórslysi með því að sjá að sér og skipta um skoðun þykir í dag- legu lífi þroskamerki – en ekki meðal ráða- manna. Kristín Helga Gunn- arsdóttir Höfundur er rithöfundur og stjórn- armaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands.                       Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.