Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 35
UMRÆÐAN
Bændur – Landeigendur
Skúlagata 17, 101 Reykjavík
Sími 566 8800 - Fax 566 8802
vidskiptahusid@vidskiptahusid.is
Okkur hefur verið falið að leita að jörð í rekstri,
kúabú, fjárbú, fyrir erlendan aðila.
Rétt eign verður staðgreidd. Fullum trúnaði heitið.
Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Halldórsdóttir í gsm 868 4112.
www.vidskiptahusid.is
Jóhanna Halldórsdóttir
sölumaður
noa@vidskiptahusid.is
STEFÁN Ólafsson prófessor
fjallaði um skattamál og þróun vel-
ferðarkerfisins á Íslandi í viðtali við
NFS 2. september sl. Stefán sagði,
að meiri hægri stefna hefði verið
rekin hér sl. 11 ár en hefði verið und-
ir stjórn Thatchers og Reagan í
Bretlandi og í Bandaríkjunum. Báð-
ir þessir erlendu
hægri foringjar,
Thatcher og Reagan,
lækkuðu skatta á fyr-
irtækjum og há-
tekjumönnum eins og
stjórnir Davíðs Odds-
sonar gerðu en þeir
hækkuðu ekki skatta á
launafólki eins og hér
hefur gerst. Þess
vegna hefur verið hér
á landi meiri hægri
stefna en í Bretlandi
og Bandaríkjunum
undir stjórn Thatchers
og Reagan. Ójöfnuður
hefur á þessu 11 ára
tímabili aukist meira á
Íslandi en í nokkru
öðru vestrænu landi.
Og velferðarkerfið ís-
lenska hefur dregist
aftur úr velferðarkerfi
hinna Norðurlandanna
og nálgast nú það sem
gerist í Bandaríkj-
unum þar sem ástand-
ið í velferðarmálum er
verst. Kjör aldraðra
og öryrkja hafa dreg-
ist aftur úr kjörum
þessara hópa á hinum Norðurlönd-
unum.
Framsókn tekur upp stefnu
íhaldsins
Aukinn ójöfnuður og aukið mis-
rétti í skattamálum er í samræmi við
stefnu Sjálfstæðisflokksins. En
Framsókn segist vilja aðra stefnu.
Þess vegna er það undravert, að
Framsókn skuli hafa hjálpað íhald-
inu að koma hér á íhaldsþjóðfélagi,
þar sem ójöfnuður er meiri en í ná-
grannalöndum okkar og misrétti í
skattamálum miklu meira en þar.
En hafa lífskjör ekki batnað hér
mikið síðustu 11 ár? Hefur hag-
vöxtur ekki verið mikill? Jú. En ef
við lítum til baka til síðustu áratuga
þá eru lífskjörin ávallt betri á líðandi
áratug en á áratugnum á undan. Það
hefur verið stöðug framþróun á Ís-
landi og í Vestur-Evrópu og hag-
vöxtur hefur ekki verið meiri á síð-
asta áratug en t.d. á áratugnum
1970-1980 en þá var hagvöxtur 5%.
Það sem er hins vegar að á áratug
núverandi stjórnarflokka er það, að
gæðunum hefur verið
misskipt. Allir lands-
menn hafa ekki notið
góðærisins. Stórir hóp-
ar hafa verið skildir eft-
ir, svo sem aldraðir, ör-
yrkjar og láglaunafólk.
Á uppgangstímum búa
þessir hópar við mjög
slæm lífskjör. Það er til
skammar fyrir íslenskt
samfélag. Fátækt hefur
aukist mikið í góðærinu
en hópur fólks hefur á
sama tíma getað rakað
til sín peningum og
margir hinna nýríku
greiða aðeins 10%
skatt, þ.e. aðeins fjár-
magnstekjuskatt á
meðan allur almenn-
ingur og þar á meðal
láglaunafólk verður að
greiða 36% skatt. Þetta
er gífurlegt misrétti.
Jafnvel ríkisskattstjóra
hefur ofboðið svo mjög
þetta misrétti, að hann
hefur gefið yfirlýsingu
og gagnrýnt þetta. Þó
er hann aðeins hlutlaus
embættismaður.
Koma verður stjórninni frá
Það er orðin alger nauðsyn að
koma ríkisstjórn ójafnaðar og mis-
skiptingar frá völdum og koma í
staðinn að ríkisstjórn jafnaðar og
velferðar. Það er búið að stór-
skemma velferðarkerfið og það tek-
ur tíma að lagfæra það. Kvótakerfið
hefur einnig farið mjög illa með
byggðir landsins. Víða úti á landi er
sem sviðin jörð eftir afleiðingar
kvótakerfisins. Það er mikið verk að
vinna fyrir nýja ríkisstjórn, einnig á
sviði fiskveiðistjórnunar.
Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur hafa bú-
ið til íhaldsþjóðfélag
Björgvin Guðmundsson
skrifar um þjóðfélagsmál
Björgvin Guðmundsson
» Það er orðinalger nauð-
syn að koma
ríkisstjórn
ójafnaðar og
misskiptingar
frá völdum og
koma í staðinn
að ríkisstjórn
jafnaðar og vel-
ferðar.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
NÝLEGA ritaði Kristján Möller
alþingismaður greinarstúf í Morg-
unblaðið um söluverð á 15 kg dilka-
skrokki og hvernig verðið skiptist
milli aðila.
Verðmyndun matvæla og mögu-
legra breytingar á matvælaverði eru
nú mjög til umræðu og grein Krist-
jáns þannig innlegg sem gefur tilefni
til frekari umfjöllunar um málefnið.
Því fara hér á eftir fyrirliggjandi
gögn um nýtingu 15 kg dilka-
skrokks, söluverð hans í skrokk-
hlutum frosnum eða ferskum og ætl-
uð skiptingu verðsins:
Þekkt er að skipting
dilkaskrokka í skrokk-
hluta er nokkuð mis-
munandi eftir gæða-
flokkum og er stuðst
við meðaltöl úr Kjöt-
bókinni sem er við-
urkennt fræðirit um
þetta efni. Söluverð
var kannað á frystu
kjöti í lágverðsverslun
og fersku í verslun
með mikið úrval í kjöt-
borði. Notað er skráð
verð í viðkomandi
verslunum en frá því verði eru stöku
sinnum gefnir afslættir (helg-
artilboð) Valið er framleiðendaverð
dilkakjöts hjá Norðlenska á þessu
hausti miðað við góða flokkun, sjá
töflu.
Af því sem fram
kemur í töflunni virðist
Kristján Möller hafa
ofmetið mjög mögulega
nýtingu á 15 kg dilka-
skrokki. Sá mismunur
sem hann nefnir er því
allt annar en látið er í
veðri vaka og mun
minni í frystu kjöti en
fersku sem Kristján
mun hafa miðað við í
sinni umfjöllun.
Fróðlegt er að skoða
þessar tölur í ljósi um-
ræðu um tollabreytingar og mögu-
lega lækkun matvælaverðs.
Framleiðendaverð dilkakjöts hér-
lendis er svipað og í nágrannalönd-
umun, ríkið þarf sitt og nær því með
skattheimtu í einhverju formi og
verslunin hlýtur að þurfa meira fyrir
að versla með innflutt dilkakjöt en
innlent, vegna flóknara birgðahalds
og aukins flutningskostnaðar.
Því verður að telja ólíklegt að
tollabreytingar lækki söluverð á
dilkakjöti svo nokkru nemi.
Hverjum greiðir neytandinn
fyrir dilkakjötið?
Ari Teitsson skrifar um verð og
nýtingu á dilkaskrokkum
Ari Teitsson
» Af því sem framkemur í töflunni
virðist Kristján Möller
hafa ofmetið mjög
mögulega nýtingu á 15
kg dilkaskrokki.
Höfundur er fjáreigandi með
brennandi áhuga á landbúnaðar-
og þjóðmálum.
Þyngd Lágverðsversl. frosið Úr kjötborði ferskt
Skipting í skrokkhluta og verð: skrokkhl verð pr.kg. kr. alls verð pr.kg. kr. alls
Læri 5,0 kg 1.165 5.825 1.498 7.490
Hryggur 2,1 kg 1.365 2.867 1.598 3.356
Framhryggjarsneiðar 1,9 kg 1.726 3.279 1.698 3.226
Súpukjöt 3,8 kg 534 2.029 398 1.512
Slög, afskurður, rýrnun 2,2 kg 0 0
Samtals 15,0 kg 14.000 15.584
Skipting lokaverðs: Kr. % Kr. %
Framleiðandi 5.303 38 5.303 34
Vsk til ríkis 1.719 12 1.914 12
Sláturleyfishafi (áætl.) 2.250 16 2.250 15
Kjötvinnsla og versl. (áætl.) 4.728 34 6.117 39
Samtals 14.000 100 15.584 100
ÞÆR veiðar sem stundaðar hafa
verið á hrefnu á Íslandsmiðum und-
anfarin ár hafa m.a. leitt í ljós að
skíðishvalurinn hrefna er tækifær-
issinni í fæðuvali, þ.e. hrefnurnar
sem ekki fá nægju sína af ljósátu,
loðnu eða sandsíli sem
ætla mætti að væri
kjörfæðan, velja sér
það sem kjafti er
næst. Reyndar er það
sammerkt með öllum
dýrum að viðhalda sér
og í því ljósi ætti ekki
að koma á óvart þó
hrefnan færi að éta
botnfisk, þorsk, ýsu,
ufsa og annan fisk til
þess að halda sínum
vexti í hafi. Það getur
enginn sett kvóta á
það sem hvalir og selir
taka úr nytjastofnum. Eina sem við
getum gert er að taka upp skyn-
samlegar og sjálfsagðar veiðar í
samræmi við tillögur um hvað sjáv-
arspendýrastofnar þola að úr þeim
sé veitt.
Tugþúsundir við Ísland
Líklegt er að helmingur af fæðu
hrefnunnar sé botnfiskur, þ.e.
þorskur, ýsa og fleiri nytjafiskar.
Talið er að hér við land séu tugþús-
undir af hrefnu. Veiðar á 200 – 400
hrefnum á hverju ári vega þannig
ekki að viðhaldi stofnsins. Ef hér við
land eru 50 þúsund hrefnur í 200
daga á hverju ári og hver og ein
þeirra étur aðeins 10 kíló á dag af
botnfiski, þannig að 2% af fæðunni,
er botnfiskur sem er lítið miðað við
útkomu úr rannsóknum, þá tekur
hrefnustofninn 100 þúsund tonn á
hverju ári af botnfiski, þorski, ýsu
og ufsa sér til viðurværis. Hér er
auðvitað um tilbúið dæmi að ræða
og át hrefnustofnsins margfalt
meira úr fiskveiðistofnum hér við
land. Ef 50% af fæðu hrefnunnar er
botnfiskur, sem er sennilega nærri
lagi að komi út úr rannsóknum á
magainnihaldi hrefnunnar, erum við
með þá niðurstöðu að hrefnustofn-
inn einn og sér, éti tvær milljónir
tonna af botnfiski hér við land á
hverju ári. Stærðirnar í afráni fiski-
stofna hver af öðrum eða af eigin
tegund eru svo stærð sem getur
verið ennþá stærri í tonnum talið ef
vöxturinn væri framreiknaður úr
smærri í stærri fisk.
Hvalaskoðun er vaxandi atvinnu-
grein í ferðamennsku
og sjálfsagt að skipu-
leggja hrefnuveiðar
þannig að veiða ekki á
sýningarsvæðum, enda
ætti ekki að þurfa þess
til þess að veiða sjálf-
bært úr hrefnustofn-
inum. Það er hinsvegar
algjör óþarfi að stuðla
áfram að miklum vexti
stofnsins með því að
stunda ekki veiðar.
Reyndar tel ég að ört
stækkandi hnúfubaks-
stofn við Ísland sé orð-
inn meiri afræningi á nytjastofnum
okkar en hrefnan, enda um miklu
stærri einstök dýr að ræða en
hrefnuna.
Engar veiðar í 50 ár
Hnúfubakurinn þarf einnig að éta
mörg hundruð þúsund tonn úr fiski-
stofnum við landið á hverju ári. Ég
er sannfærður um það að hnúfubak-
urinn, sem hefur verið alfriðaður
hér við land í 50 ár er samskonar
tækifærissinni í fæðuvali og hrefn-
an, enda oft á sömu slóð jafnvel inn-
fjarða í Ísafjarðardjúpi og í flóum
og fjörðum norðarlands og austan,
en einnig oft í Breiðafirði og Faxa-
flóa. Veiðar á hnúfubak eru ennþá
bannaðar en nauðsynlegt væri að
veiða nokkur dýr í tilraunaskyni til
þess að kanna fæðuvalið.
Langreyður og sandreyður ásamt
búrhval voru veiddar í vel skipu-
lögðum veiðum af Hval hf. í áratugi
án þess að gengið væri á stofna
þessara dýra umfram eðlilega nýt-
ingu. Árum saman liggja fyrir til-
lögur Hafró um hvað megi veiða
mörg dýr á ári án þess að þeim sem
eiga skip og búnað til veiða séu
leyfðar veiðar. Eitt er víst að stjórn-
völdum landsins er ekki stætt á því
að mínu mati, nú þegar allt er tilbú-
ið til þess að hefja stórhvalaveiðar
að nýju að meina Kristjáni Lofts-
syni að gera út á veiðar á stofnum
sem mælt er með að séu nýttir með
veiðum eins og gert er í tillögum
Hafró á hverju ári um langreyði og
sandreyði. Stjórnvöld geta ekki orð-
ið annað en skaðabótaskyld ef þau
meina Íslendingum áfram veiðar á
tegundum sem ekki eru aðeins van-
nýttar, heldur eru að minnka veiðar
okkar með afráni á þeirri sömu líf-
keðju og nytjastofnum sem við höf-
um rétt á að veiða með sjálfbærum
hætti.
Vöxtur nytjastofna í hafinu er
háður náttúrufari og samspili teg-
unda sem lifa hver á annarri. Veiði-
maðurinn var og er oftast minnsti
örlagavaldurinn um afkomu teg-
unda. Sónartæknin við fiskveiðar
hefur gert veiðimanninn að mjög af-
kastamiklu drápstæki sem getur
stýrt veiðarfærinu að hverri torfu
en svo merkilegt sem það er, þá eru
hvalirnir sérhönnuð drápstæki frá
náttúrunnar hendi, sem fara eins að
og veiða í hópum.
Hvalveiðar
Guðjón A. Kristjánsson fjallar
um hvalastofninn »Eina sem við getumgert er að taka upp
skynsamlegar og sjálf-
sagðar veiðar í sam-
ræmi við töllögur um
hvað sjávarspendýra-
stofnar þola …
Guðjón A. Kristjánsson
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000
Fréttir
í tölvupósti