Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞRÆLSÓTTINN, hræðslan, hafa
verið grunnorð þeirra sem áttuðu sig
á því að eitthvað væri að gerast í um-
hverfismálum utan höfuðborg-
arsvæðisins undanfarin misseri. Hinn
hversdaglegi Íslendingur, sem sum-
um finnst lepja dauðann úr skel en
öðrum finnst líða nokkuð vel, veit
ekki hvar á hann stendur veðrið. Ótt-
inn hefur aldrei verið fylgifiskur
sannleikans en sumir hafa meira vit á
honum en aðrir.
Herinn er farinn á eigin for-
sendum, Kárahnjúkavirkjun er risin
á forsendum náttúruverndarsinna því
Landsvirkjun var hrakin af Eyja-
bakkasvæðinu vegna óska þeirra sem
„umhverfinu“ unna og það sem meira
er þá samþykkti Alþingi Íslendinga
þessa framkvæmd. Drottinn bless-
aður er dreginn inn í umræðuna í pré-
dikun í minni ástkæru Laugarnes-
kirkju þar sem ég fermdist og steig
mín fyrstu kristilegu spor. Nokkuð er
ég viss um að sá sem ég hef alltaf stól-
að á, Guð almáttugur, kærir sig lítið
um að dragast inn í þessa deilu.
Ég er guðhræddur en ekki haldinn
þrælsótta við einn eða neinn. Ég verð
að játa að með því að rita þessa grein
þá á ég yfir höfði mér reiði þeirra sem
á virkjun eru móti og líklega velþókn-
un þeirra sem þessar framkvæmdir
styðja. Ég segi í fullri hreinskilni að
hvorki Friðrik Sophusson, Valgerður
Sverrisdóttir, né nokkur annar auð-
lindanýtingarsinni hefur haft áhrif á
skrif þessi og hef ég engan ótta af
þeim. Upplifað hef ég Blönduvirkjun
og deilur heima í héraði hennar
vegna.
Margt var rætt og ritað og sitt
sýndist hverjum en Ómar Ragn-
arsson kom flestum andstæðingum
virkjunar heima í héraði í skilning um
það að þetta væri ekki vitlaus fram-
kvæmd, einfaldlega með því að fljúga
yfir svæðið, mynda það og sýna hvað
færi undir vatn og hvað ekki. Dóms-
dagsspár voru viðhafðar í Blöndu-
deilu án afskipta að sunnan, til að
mynda að ríkja myndi eilífur jökull á
Auðkúluheiði því vötn myndi aldrei
leysa og heljarkuldi þessara fram-
kvæmda myndi leggja hramm sinn
yfir nálægðar byggðir. Heið-
argæsastofninn myndi hrynja og
beitargildi heiðarinnar myndi rýrna.
Þegar horft er yfir sviðið og ára-
tuga reynsla blasir við þá eru afleið-
ingarnar þær að minna berst af aur-
burði til sjávar til að viðhalda
sandfjöru við Blönduós en í staðinn er
þessi jölulá ein af bestu fluguveiðiám
landsins. Landeigendur í Langadal
hafa öðlast ný búsvæði því hin óút-
reiknanlega Blanda rennur nú beisl-
uð til sjávar og bændur geta treyst
því og er farið að rækta korn þar sem
Blanda flæddi áður yfir í vorleys-
ingum.
Lokaorð mín eru einfaldlega þessi:
Til hamingju, Austfirðingar, með
bjartari framtíðarsýn og það er ykkar
gæfa að nýta orkuna heima í héraði.
JÓN SIGURÐSSON,
umboðsmaður á Blönduósi.
Guðhræddur en ekki
haldinn þrælsótta
Frá Jóni Sigurðssyni:
SIÐFERÐI hverrar þjóðar
verður best metið með því að
kanna hvernig búið er að öldr-
uðum, börnum og
þeim sem lotið hafa
í lægra haldi fyrir
sjúkdómum og
áföllum. Líklega
skorum við Íslend-
ingar hátt á þeim
skala en betur má
gera, miklu betur.
Óásættanleg staða
Mikið hefur verið gert í upp-
byggingu þjónustu fyrir aldraða.
Dvalar- og hjúkrunarheimili
byggð og skipuleg þjónusta við
þann hóp sem býr sjálfstætt verið
aukin. Það hefur hins vegar ekki
haldið í við fjölgun í þeirra hóp
eða aukna þörf fyrir þjónustu
sjúkra aldraðra. Þeir biðlistar sem
nú eru til og lengjast sífellt eru
samfélagi okkar til skammar.
Flestar fjölskyldur þurfa að takast
á við þau vandamál sem þeir
skapa fyrir utan þá vanlíðan og
hörmungar sem þeir leiða yfir
hinn aldraða sjálfan. Við höfum
skilgreint þarfir aldraðra þannig
að þeir eigi kröfu á góðri þjónustu
og við eigum að vera nógu kjörkuð
til þess að standa undir þeim kröf-
um. Aldraður einstaklingur í þörf
fyrir þjónustu sem ekki fæst, er
sviptur þeim lífsgæðum sem hann
á rétt til að njóta. Í verki þurfum
við að hafa í heiðri þá meginreglu,
að virða ber þá persónu sem í hlut
eins og hún er og í þeirri stöðu
sem hún er. Það þýðir að við verð-
um að skipuleggja þjónustu við
aldraða þannig að eitt þjónustu
stig taki við af öðru á vandræða-
lausan og einfaldan hátt. Sveit-
arfélögin hafa lagt mikla áherslu á
að veita öldruðum þjónustu heim
og það er vel. Hins vegar hefur
ekki tekist að manna þá þjónustu
vegna lágra launa og mikils vinnu-
álags á starfsmenn. Því þarf að
breyta. Jafnframt bítast sveit-
arfélögin og ríkissjóður um það
hver skuli borga, í hvaða röð hlut-
irnir skuli gerðir, hvenær og hvar.
Samt eru þetta allt skattpeningar
okkar. Þess vegna dregur úr gæð-
um þjónustunnar og þeim tilgangi
að gera öldruðum mögulegt að
búa sjálfstætt á eigin heimili svo
lengi sem hægt er verður ekki
náð. Þegar síðan nauðsynlegt er
fyrir hinn aldraða að fá aukna
þjónustu og ný búsetuúrræði, tek-
ur við löng og erfið bið sem oftar
en ekki sóar verðmætum árum og
heilsu þess sem í hlut á. Hátækni-
sjúkrahús breytast í öldr-
unarstofnanir og nauðsyn verður á
fleiri hjúkrunarrýmum. Vandinn
fer ekkert þó hann sé falinn og fer
vaxandi nema gripið sé til að-
gerða. Við erum í vítahring sem
siðmenntað íslenskt samfélag
verður að taka á af myndarskap.
Ríki og sveitarfélög verða að
semja sín í milli upp á nýtt um
skiptingu ábyrgðar og sameinast
um að leysa vandann það er for-
gangsverkefni sem ekki þolir bið.
Það er verk að vinna
Ég tel að Samfylkingunni sé
best treystandi til þess að vinna
þau í sátt við allt samfélagið. Ég
hvet þig eindregið til þess að taka
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi þann 4.11
næst komandi og leggja þitt af
mörkum til að móta sterkan og
frambærilegan framboðslista í
kjördæminu. Ég vil taka 2 — 3
sætið á þeim lista og óska eftir
stuðningi þínum.
Öflug og heildstæð
þjónusta við aldraða
Eftir Magnús M. Norðdahl
Höfundur er lögfræðingur ASÍ og
gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista
Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
TENGLAR
..............................................
www.mn.is
SÍÐAN farið var að tala um Kár-
hnjúkavirkjun hefur mér verið órótt
hið innra. Fundið vanmátt minn
gagnvart stjórnvöldum og að-
stæðum öllum. Nú þegar ósköpin
eru að dynja yfir hef ég fyllst djúpri
sorg, harmi hið innra
fyrir hönd náttúru,
þjóðarinnar og heims-
byggðarinnar allrar. Í
námi mínu og starfi
hef ég lært mikið um
farveg sorgarinnar.
Þegar áfallið dynur yf-
ir, missirinn er sýni-
legur þá dofnum við
upp af skelfingu. Við
trúum ekki að þetta
hafi eða sé að gerast.
Við verðum að afneita,
hlífa okkur við of sár-
um sannleika um
stund svo að við lifum af. Þannig er-
um við útbúin af náttúrunnar hendi
til þess að mannkynið geti lifað af
þrengingar, risið upp á ný og tekist
á við nýjar hættur og ógnir.
En sorgin er langt ferðalag og á
leiðinni eru áningarstaðir. Þar setj-
umst við niður um stund, hugsum
ráð okkar, hvar við erum, hvers-
vegna okkur líður svona illa, og
hvernig standi á því að við höfum
tapað því dýrmæti sem eitt sinn var
í lífi okkar. Þessum áningastöðum
getur fylgt magnleysi, óstöðvandi
þreyta, áhyggjur, kvíði. Afneitunin
fylgir okkur fyrsta vegspottann inn
í sorgina.
Að anda að sér krafti náttúr-
unnar
Ég var að uppgötva í göngunni
hans Ómars að ég er stödd í afneit-
uninni. Ég bara vil ekki trúa því að
þetta sé að verða að veruleika. Það
er hægt að endurskoða hug sinn áð-
ur en skaðinn er skeður. Það er
leyfilegt að skipta um skoðun. Hér
er það viturlegt að taka nýja stefnu
á meðan við enn höfum ráðrúm til.
Ég sting upp á að ráðamenn þjóð-
arinnar, allir saman og hver í sínu
horni setjist í fagran bolla náttúr-
unnar á þessu unaðslega hausti.
Andi að sér lyngmó, horfi á lóuna
hópast saman til brottferðar og end-
urnærist af kyngimagni náttúrunn-
ar.
Hver ætli sé annars ástæðan fyrir
því að Íslendingar streyma í þús-
unda tali úr sínu þéttbýli um hverja
helgi til að dvelja í reit náttúrnnar
um stund? Af hverju skyldi sum-
arbústöðum um allt land hafa fjölg-
að svo gríðarlega síðustu misserin?
Þurfum við kannski á
náttúrunni að halda?
Er fleirum en mér
þannig innanbrjósts að
við fullhlöðum batt-
eríin með því að dvelja
í sköpuninni? Fyrir
mér er það eins og að
stinga símanum í
hleðslu svo að ég geti
aftur haft samband við
umheiminn. Guð minn
er mér harla nærri
þegar ég rek nefið í
blóðbergslyng eða
horfi á hrikaleik jökl-
anna.
Við erum ábyrg í nýtingu nátt-
úruauðlinda
Nú er ég ekki einstrengingslegur
umhverfissinni. Það er nauðsynlegt
að við nýtum okkur náttúruna til
uppbyggingar en það verður að ger-
ast í skynsemi en ekki með offorsi
og yfirgangi eins og í þessu tilfelli.
Við erum ráðsmenn sem eigum að
annast sköpunina og nýta okkur
hana af ábyrgð. Við þurfum að
standa vörð um að við skilum henni
byggilegri til næstu kynslóðar. Þeg-
ar ég bjó úti á landi í nokkur ár sá
ég svo vel hvar skóinn kreppir.
Kaupstaðirnir líða fyrir lélegt að-
gengi að atvinnu og þjónustu.
Stjórnvöld verða að standa vörð um
þá grunnþætti. Við þurfum að
byggja upp hátækniþjónustu og
annað út á landi svo að sveitung-
arnir hafi val um að hverfa aftur til
síns héraðs að námi loknu, því það
er svo ljúft að ala börn upp í litlu
samfélagi. Síðast en ekki síst þurf-
um við að leyfa sköpunarkrafti
hvers einstaklings að finna upp skó-
inn til gangs út úr kreppunni.
Lærum af innsæi dýranna
Í sorgarferlinu getur hver ein-
staklingur verið að sveiflast fram og
aftur á milli pósta í mörg ár. Al-
gengast er þó að 7 til 8 mán. eftir
fráfall ástvinar sé viðkomandi fyrst
fær til að rísa upp og takast á við
vandann af fullum þunga. Orrust-
urnar verða nokkrar á þessu hausti.
Það er þegar farið að renna í Hálsón
en eftir 8 mánuði fáum við að kjósa.
Dýrin eru miklu nær náttúrunni
en við. Þau eru í næmari tengslum
við eðlisávísun sína en menn. Flóð-
bylgjan mikla í Suðri minnti vel á
það. Það drápust engin dýr því þau
voru löngu búin að forða sér til
fjalla. Manneskjan í borgarsam-
félaginu er að mörgu leiti orðin
mjög firrt, líka í sveitum landsins.
Við erum erum alltaf að flýta okkur
í eftirsókn eftir vindi. Við gleymum
að hlusta á innsæi okkar, hvíla okk-
ur í faðmi sköpunarinnar og endur-
nærast til anda lífs og sálar, svo að
við getum nýtt okkur tæknina af
skynsemi. Hér er stjórnlaus græðg-
in á ferð, það kann ekki góðri lukku
að stýra.
Orð spámannsins
Hugleiðum speki aldanna að lok-
um. „Og orð Drottins kom til mín,
svohljóðandi: Mannsson, tala þú til
samlanda þinna og seg við þá: Þeg-
ar ég læt sverð koma yfir eitthvert
land, og landsmenn taka mann úr
sínum hóp og gjöra hann að varð-
manni sínum, og hann sér sverðið
koma yfir landið og blæs í lúðurinn
og gjörir fólkið vart við, ef þá sá, er
heyrir lúðurþytinn, vill ekki vara
sig, og sverðið kemur og sviptir
honum í burt, þá mun blóð hans
vera á höfði honum sjálfum. „Hann
heyrði lúðurþytinn, en varaði sig þó
ekki; blóð hans hvíli á honum. En
hinn hefir gjört viðvart og frelsað líf
sitt.“ (Esekíel 33.1-5)
Stöðvum ólán stíflunnar
Bára Friðriksdóttir fjallar um
náttúruvernd, virkjanafram-
kvæmdir og sorgarferli
» Við trúum ekki aðþetta hafi eða sé að
gerast. Við verðum að
afneita, hlífa okkur við
of sárum sannleika um
stund svo að við lifum af.
Bára Friðriksdóttir
Höfundur er prestur og
meistaranemi í guðfræði.
ÞANN 28. júlí sl. fengu u.þ.b.
2.300 manns bréf frá lífeyrissjóði
sínum þar sem ýmist var tilkynnt
afnám lífeyris eða mikil skerðing
þann 1. nóv. nk. Þetta bréf, sem
náði alveg yfir eina A-4 örk, var at-
hyglivert. Hvergi í
þessu bréfi var minnst
á lögmæti þessara að-
gerða, hvorki með til-
vitnun í lög né reglu-
gerðir, enda engin
lagaheimild til fyrir
þessum ósköpum.
Greiðslum í lífeyr-
issjóði var komið á
með lagaboði og því
þarf lög til þess að af-
nema réttindin.
Stjórnarmenn 14 líf-
eyrissjóða hafa sam-
þykkt að greiðslur líf-
eyris skuli aldrei vera hærri en
sem nam framreiknuðum tekjum
lífeyrisþega þegar hann hóf að
taka lífeyri. Það eru 1.200 manns
sem fá ekki neitt samkvæmt þessu
bréfi þann 1. nóv. nk. hinir mis-
munandi mikla skerðingu. Aðrir
330 eru í skoðun, þannig að málið
varðar tæplega 2.700 öryrkja. Það
eru reikningslistir sjóðanna sem
gefa þessa útkomu þar sem þeir
taka framfærsluvísitöluna til við-
miðunar en ekki launavísitöluna
sem sýnist rökrétt og sanngjarnt
þar sem lífeyrir var tekinn af
launagreiðslum. Hvað varðar t.d.
umbjóðanda minn, þá kæmi hann
út á sléttu ef launavísitalan væri
notuð en með útreikningi sjóðanna
fær hann ekkert. Ég hef skoðað
þessi mál gaumgæfilega og sé að
flestir höfðu aldrei neina mögu-
leika til að fá hærri laun. Sumir
voru veikir frá barnsaldri en fengu
ekki sjúkdómsgrein-
ingu fyrr en tæpum
tveimur áratugum eft-
ir að þeir veiktust.
Framhaldsskóla-
menntun setur líka
strik í útreikninginn
þar sem tekjur lækka
þegar menn geta ein-
ungis unnið að sum-
arlagi. Öryrkjarnir
gátu ekki með hand-
aruppréttingu breytt
lífeyrislögum sér í hag
líkt og þingmenn.
En það eru alls ekki
bara þeir sem fram að þessu hafa
fengið lífeyri sem hanga á spýt-
unni. Þvert á móti, allar láglauna-
stéttir landsins með lágmarkslaun
sem sjóðirnir hafa ekki viljað gefa
upp hver eru, fengju engan ör-
orkulífeyri frá þessum sömu sjón-
um eftir 1. nóv. 2006. Hvorki vegna
sjúkdóma né slysa, þannig að
miklu fleira fólk verður ofurselt fá-
tækt og jafnvel örbirgð. Þegar fá-
tækt fer að ógna heilsu manna, þá
er fjandinn laus. Af hverju þarf
þetta fólk að borga í þessa lífeyr-
issjóði ef samþykktir stjórnarinnar
ákveða fyrirfram að greiða ekkert
til baka? Ekki spyrja mig! For-
ráðamenn bera fyrir sig að
greiðslur úr sjóðunum ógni afkomu
þeirra. Ekki er svo að sjá sam-
kvæmt afkomutölum sem þeir
birta. Hámarksávöxtun hefur verið
undanfarið og 18% hrein eigna-
aukning, þ.e. 220 milljarðar á milli
ára. Fjárfestingar Sameinaða líf-
eyrissjóðsins hafa allar verið í fyr-
irtækjum sem gefa góða ávöxtun
samkvæmt aðgengilegum upplýs-
ingum.
Eftir skatta fær t.d. umbjóðandi
minn næstum sömu upphæð til að
lifa á mánaðarlega eins og nefnd-
armaður Samfylkingarinnar fékk
fyrir að sækja ekki fundi í Seðla-
bankanum!
Nú þegar þessi ósköp dynja yfir
öryrkja og láglaunafólkið, fara þrír
þingmenn á lífeyri. Jafnaðarákvæði
stjórnarskrárinnar er auðvitað letr-
að gullnum stöfum í hjarta þeirra
Réttlæti og sanngirni lykilorðin.
Við getum verið þess fullviss að
þau berjist fyrir öryrkjana sem
fengu bréfið 28. júlí sl. þar sem
varnarlaust fólk er svipt réttindum
sínum. Varla eru sumir jafnari en
aðrir!
Einn réttur fyrir alla
Erna Arngrímsdóttir skrifar
um lífeyrisgreiðslur öryrkja » Þegar fátækt fer aðógna heilsu manna,
þá er fjandinn laus.
Erna Arngrímsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur.