Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 38

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLT SEM við gerum á hverjum tíma hefur áhrif inn í framtíðina, með einum eða öðrum hætti. Hver svo sem niðurstaðan verður um Kárahnjúkavirkjun hefur Ómar Ragn- arsson nú þegar slegið þann tón, sem mun óma langt inn í framtíð- ina. Þegar allar hrak- spár um þetta stærsta klúður Íslandssög- unnar hafa ræst, munu orð hans, um hvað hefði verið hægt að gera, verða í minnum höfð. Og einsog hann bendir á, þá er ekki of seint, að mynda þjóð- arsátt um þetta um- hverfisslys ríkisstjórn- arinnar. Hugsjónamenn eru sjaldgæfir nú á tímum í öllum greinum íslensks þjóðlífs. Þess vegna fagna nú hundruðir þúsunda Íslendinga framgöngu Ómars Ragnarssonar, sem er sá aðili þessarar um- ræðu sem á engra hagsmuna að gæta, nema landsins sem hann elskar; landsins, sem hann færði höfuðborgarbúum bókstaflega heim í stofu í áratugi. Og Reykvíkingar uppgötvuðu að handan við Ártúnsbrekkuna var Ísland, í allri sinni dýrð. Engin efast um heilindi Ómars, jafnvel hans verstu andstæðingar geta ekki annað en nagað sig í hand- arbökin yfir því að þeir hafi valið svo vondan málstað að verja, á meðan hann getur talað hreint og beint út frá eigin hjarta. Ég óska Ómari ekki þess að enda starfsferil sinn inn á hinu lága Al- þingi. Hans er himininn yfir Íslandi. Þar þurfum við á honum að halda í bráð og lengd, með myndavélina á lofti, að skrásetja það sem fyrir augu hans ber, og færa okkur af því tíðindi, með þeim hætti sem honum er einum lagið. Nýr formaður Framsóknarflokks- ins sá ástæðu til að reyna að tala nið- ur til Ómars um daginn. Hann sagði sem svo að hann liti á hugmyndir Ómars sem gamansemi. Öll þjóðin hefur dáð Ómar sem skemmtikraft í áratugi; við höfum elskað hann í því hlutverki. Nýr for- maður Framsóknar ætti að gæta tungu sinnar, ef hann er að reyna að vera fyndinn. Þjóðin hefur nefnilega þurft að þola hörmungar Framsókn- arflokksins lengur en hún hefur notið skemmtunar Ómars Ragnarssonar. For- manni Framsóknar væri réttast að þegja, ef hann ætlar ekki að láta annað út úr sér en skæting. Þjóðin hefur þolað hans flokk nógu lengi til að vita út í hörgul hvers konar „gamansemi“ hann hefur að geyma. Ómar Ragnarsson á meira en heiður skilinn fyrir hugmyndir sínar og framgöngu. Hann á það skilið að athafna- og áhrifamenn með þjóð- inni veiti hugmyndum hans brautargengi, hver á sínum stað, svo eftir verði tekið. Ómar þarf engan stall; hann hefur Frúna. En hann þarf, einsog allir þeir landsmenn sem honum fylgja að mál- um, að sjá eitthvað gerast, ekki seinna en strax. Við öll, sem aldrei vorum spurð um eitt né neitt varð- andi Kárahnjúka, kvóta, fjölmiðla- frumvarp, eða hvað eina sem flokk- arnir hafa þrýst í gegn, sjálfum sér og sínum til hagnaðar; við óskum þess eins að þeir sem hafa raunveruleg áhrif og völd í þjóðfélaginu bregðist skjótt við, svo það Ísland, sem við óskum framtíðinni, megi sem fyrst líta dagsins ljós. Ómar inn í framtíðina Friðrik Erlings fjallar um hug- myndir Ómars Ragnarssonar varðandi Kárahnjúkavirkjun Friðrik Erlings »Enginn efastum heilindi Ómars, jafnvel hans verstu andstæðingar geta ekki annað en nagað sig í handarbökin yf- ir því að þeir hafi valið svo vondan málstað að verja … Höfundur fæst við ritstörf. ÞESSI fyrirsögn er fengin að láni frá Sigurði fv. skólameistara MA. Nú sendir fv. skólameistari ML, Kristinn Kristmundsson, mér kveðju sína bls. 42 í Mbl. 23. sept. Honum er mikið niðri fyrir enda rennur honum blóðið til skyldunnar. Mér sýnist það vera fyrir neðan virðingu fv. skólameistara að fara rangt með staðreyndir. Hann segir: „Hann ræðst þar reyndar með svo raka- lausum stóryrðum að ritstjóra og útgefanda nýrrar stafsetning- arorðabókar að ekki er svara vert.“ Rökin vantar. Ritstjórinn er að sjálfsögðu ábyrg fyr- ir efnisinnihaldi þess- arrar orðabókar og hún getur ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð. Útgefandinn JPV er ekki ábyrgur fyrir efni bókarinnar en hefir augljóslega verið blekktur til að trúa því að þarna væri rétt að öllu staðið. Svo er ekki. Mér sýnist að ritstjórinn hafi unnið þetta verk samkvæmt þeim fyrirmælum sem henni hafa verið gefin við gerð bókarinnar. Þetta þarf rannsóknar við, þetta er ekki ís- lenzka. Þótt ef. flt. endi stundum á –na er það engin aðalregla svo sem nú er gert í þessarri stafsetning- arorðabók. Þannig segir ritstjórinn í formála hafa „jafnframt reynt að stuðla að stöðlun beyginga sem eru á reiki.“ Hún er þannig vísvitandi að breyta íslenzku ritmáli eftir eigin geðþótta. Þá segir KK: „Önundur gengur með þá grillu að veik kvenkynsnafn- orð eigi helst ekki að fá endinguna –na í eignarfalli fleirtölu.“ Þetta er ekki rétt hermt hjá honum. Eg benti hinsvegar á að fjöldi slíkra nafnorða væru eins í nefnifalli eintölu og í ef. flt. Dæmi um spillingu -na-postulanna er td. saga, ef. ft. saga. Fyrir skömmu síðan flutti stúlka marga þætti í út- varpinu um kvikmynda- sögur og hélt hún að fleirtalan væri „fjöldi kvikmyndasagna.“ Það hjálpar ekki KK að vitna til nemenda prófessors Halldórs Halldórssonar, því að þótt hann sé horfinn héðan lifir hans starf hér enn. Að gleyma hans hlut í varðveizlu tungunnar er ekki bara gleymska heldur einnig heimska. Eg held það væri hollt fyrir Íslenzka Málnefnd, sem stendur að baki útgáfu stafsetningarorðabók- arinnar að gera grein fyrir því hvers- vegna hans er ekki getið í formála bókarinnar. „Undirrót allra lasta, ágirndin kölluð er,“ sagði séra Hall- grímur Pétursson. Eru nútíma mál- fræðingar að gefast upp við varð- veizlu tungunnar? Eg sló upp í nýju Stafsetning- arorðabókinni af handahófi. Upp kom opnan með bls. 308 og 309. Á fyrri síð- unni voru 2 rétt skrifuð orð í ef. flt. en 6 rangt skrifuð. Á síðari síðunni var árangurinn enn ömurlegri eða 11 rangt skrifuð orð í ef. flt. Það er sam- vizkuspurning fyrir fv. skólameistara að verða valdur að slíkum fjölda vill (n)a hjá skólanemendum. Hvert leiðir stjórnun ritháttarins? Í Danmörku skilja menn ekki lengur hvað er enska og hvað er danska. Í auglýsingu á norsku á breiðbandinu er nýtízku norska töluð. Þvílíkt rugl í tungumálinu. Það er full ástæða til að menn í Íslenzkri Málnefnd taki þetta til athugunar. Það er kominn tími til að ÍM taki að kenna framburð á ís- lenzku, sérstaklega í Reykjavík og nágrenni. Þetta gæti kannske verið vettvangur fyrir fyrrverandi skóla- meistara? Eg þakka tilskrifið og fjöl- margar góðar og jákvæðar upphring- ingar. Önundur Ásgeirsson skrifar um málfar og réttritun » Það er samvizku-spurning fyrir fv. skólameistara að verða valdur að slíkum fjölda vill(n)a hjá skólanem- endum. Önundur Ásgeirsson Höfundur er fv. forstjóri Olís. Gleymska er heimska FRÁ OG með 1. október nk. mun Reykjanesbær hefja umönn- unargreiðslur til foreldra á íbúav- efnum Mitt Reykja- nes. Tilgangurinn er að gefa fjöl- skyldum aukinn möguleika á sam- vistum á mikilvægu þroskaskeiði barns- ins. Greiddar verða kr. 30.000 mán- aðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs og sækja þeir um greiðslurnar raf- rænt á Mitt Reykja- nes þar til barnið hefur leik- skólagöngu sína. Til þess að öðlast rétt á umönn- unargreiðslum þurfa foreldrar að sækja kynningu á vegum Reykja- nesbæjar innan þriggja mánaða frá því að greiðslur hefjast þar sem fjallað verður um grundvall- aratriði í uppeldi barna. Markmið kynninganna, sem gert er ráð fyr- ir að taki tvær kvöldstundir, er að foreldrar þekki skyldur sínar í uppeldishlutverkinu, grundvall- aratriði í þroska barna sinna og þá þjónustu sveitarfélagsins sem stendur fjölskyldum til boða. Í stefnumótunum sveitarfé- lagsins er lögð áhersla á fjölskyld- una og stuðning við hana. Eft- irtalin verkefni og þjónusta eru liður í fjölskyldustefnu sveitarfé- lagsins: SOS uppeldisnámskeið sem býðst foreldrum leikskólabarna að kostnaðarlausu. Starfsfólk leik- grunn- og frístundaskóla ásamt dagforeldrum sækja jafnframt þessi námskeið, má því segja að rekin sé ein samræmd uppeld- isstefna í bæjarfélaginu. Frítt í strætó fyrir alla. Þar eru markmiðin bætt umferðaröryggi og aukin þægindi fyrir foreldra og börn. Börnin í Reykjanesbæ eru öflugustu viðskiptavinir strætó, sem þau nota til að fara í skólann, á æfingar hverskonar og í tóm- stundir. Frítt í sund fyrir börn á grunn- skólaaldri. Þar er markmiðið að hvetja fjölskyldur að að njóta saman, án verulegs kostnaðar, þess aðbúnaðar sem vatnaveröldin okkar býður uppá. Auk þess að hvetja til hollr- ar hreyfingar og sporna þannig við þyngd- arvanda sem er að verða heilsufar- og fé- lagslegt vandamál. Frístundaskóli Reykjanesbæjar. Þar er markmiðið að bjóða börnum í 1. – 4. bekk upp á fjölbreytt tóm- stundastarf í öruggu umhverfi. Gjald í Fí- stundaskólann er mikið niðurgreitt, en innifalið í því er æfingargjald í einni íþróttagrein eða tómstundastarfi sem fram fer á starfstíma skólans. Starfsmenn Frístundaskólans aka börnum á æfingar sem er liður í umferðaröryggi. Forskóli Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar er felldur inn í 2. bekk grunnskólanns og er foreldrum að kostnaðarlausu. Þar er markmiðið að allir nemendur fái tækifæri til að kynnast tónlistarnámi og hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggja á því sviði. Tónlistaskóli Reykjanesbæjar býður uppá hljóðfærakennslu á skólatíma í grunnskólanum fyrir þá nemendur og foreldra sem óska að hafa samfellu í grunn- og tón- listaskólanámi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er mikið notað. Umönnunargreiðslurnar eru nýj- asta framlag bæjarins sem stuðn- ingur til fjölskyldna og eins og kom fram í upphafi þessarar greinar er tilgangur þeirra að veita foreldrum enn frekari stuðn- ing í uppeldishlutverkinu og veita þeim möguleika á auknum sam- verustundum með börnunum sín- um, því staðreyndin er jú að for- eldrar eru besta forvörnin! Stuðningur við foreldra í Reykjanesbæ Hjördís Árnadóttir fjallar um umönnunargreiðslur til foreldra Hjördís Árnadóttir » Í stefnumótunumsveitarfélagsins er lögð áhersla á fjölskyld- una og stuðning við hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar. DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur tekist að breyta Þjóðskjalasafn- inu í sérstakt leyndarskjalasafn með því að senda þangað gömul gögn um hlerun á símum nokkurra Íslendinga. Greinilegt er að ráð- herrann er að koma í veg fyrir að upplýst verði hvað er að finna í þessum gögnum og þjóðskjalavörður spil- ar með ráðherranum. Ég tek undir þau sjónarmið að svo virð- ist sem ráðamenn séu að þæfa málið og hindra eðlilega um- fjöllum um símhler- anirnar. Framkvæmdavald- ið með ráðherrann í broddi fylkingar hef- ur gögnin undir hönd- um og býr yfir vitn- eskjunni en takmarkar og skammtar aðgang að upplýsingunum, sem nota bene fjalla um athafnir fram- kvæmdavaldsins gegn einstaklingum. Meðal þeirra sem hlerað var hjá, skv. fréttum, voru menn sem voru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi. Einnig var hlerað hjá mönn- um sem beittu sér fyrir öðrum skoðunum í ákveðnum málum en þáverandi stjórnvöldum var þókn- anlegt. Fyrsta spurningin, sem vaknar, er hvers vegna kappkostar dóms- málaráðherrann að sveipa gögnin leyndarhjúpi? Og næsta spurning er hvað er verið að fela fyrir okkur hinum? Ráðherrann verður að leggja öll spil á borðið og gera grein fyrir helstu gögnum málsins á opinberum vettvangi, þar á meðal rökstuðningi þáverandi stjórnvalda fyrir hlerunum, hvaða vitneskju var aflað með þeim og hver varð niðurstaðan gagnvart þeim ein- staklingum sem í hlut áttu. Ef stjórnvöld höfðu ástæðu til þess að ætla að þeir einstaklingar, sem hlerað var hjá, ógnuðu öryggi ríkisins eða borgaranna verður að skýra það og rökstyðja, svo ekki sé talað um ef hlerun símanna rétt- lætti gruninn og þá þarf að upplýsa hvernig við var brugð- ist. Í framhaldi af því verða núverandi stjórnvöld, með dóms- málaráðherrann í broddi fylkingar, að upplýsa hvort þessar starfsaðferðir eru enn viðhafðar og á hvaða forsendum. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að mikilvægast er að traust ríki milli stjórn- valda og almennings. Þetta mál grefur und- an traustinu, leyndin og vífilengjurnar vekja grunsemdir sem ekki verða kveðnar niður nema með því að upp- lýsa alla þætti málsins, a.m.k. gagnvart þeim sem í hlut áttu. Sér- staklega þarf fram- kvæmdavaldið að gera hreint fyrir sínum dyr- um gagnvart Alþingi. Það er sér- staklega alvarlegt að njósnað hafi verið um alþingismenn, eftir því sem best verður séð eingöngu vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er full ástæða til þess að taka þetta mál alvarlega. Þau við- horf, sem talin voru réttlæta hler- anir á síðustu öld, geta enn verið uppi eða geta orðið það síðar. Til dæmis má nefna að dóms- málaráðherra er farinn að tala fyrir sérstakri leyniþjónustu. Sú tillaga verður sérstaklega fráhrindandi þegar frammistaða ráðherrans í hlerunarmálinu er höfð í huga. Leyndarskjala- safnið og leyniþjónustan Kristinn H. Gunnarsson skrifar um gömul gögn um hlerun á símum nokkurra Íslendinga »… að svovirðist sem ráðamenn séu að þæfa málið og hindra eðli- lega umfjöllum um símhler- anirnar. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.