Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 40

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Sím-onardóttir fædd- ist í Reykjavík 14. júlí 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 27. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Giss- urardóttir, f. 1888, húsfreyja frá Gljúf- urholti í Ölfusi, d. 1977, og Símon Sím- onarson, f. 1890, bif- reiðarstj. frá Bjarnastöðum í Ölf- usi, d. 1960. Systkini Kristínar eru: 1) Gissur Símonarson, f. 1920. 2) Ingunn Símonardóttir, f. 1921, d. 2001. 3) Margrét Símonardóttir Kjærnested, f. 1923, og tvíbura- bróðir Kristínar 4) Símon Þór- oddur Símonarson, f. 1926, d. 1995. Kristín giftist árið 1947 Pétri Emil Júlíusi Halldórssyni, f. 1924, vélstj. (skildu), d. 1998. Júlíus var sonur Láru V. Helgadóttur, f. 1895, húsfreyju, og Halldórs Kr. Júl- íussonar, f. 1877, sýslumanns í Strandasýslu. Börn Kristínar og Júlíusar eru: 1) Ingibjörg Júl- íusdóttir, f. 1945, kennari, maki Jón Kr. Hansen, f. 1934, kennari. dóttir, f. 2002. B) Haraldur, f. 1979, sálfr., maki Íris Richter, f. 1979, markaðsfr. C) Halldór Kristján, f. 1989 nemi. 4) Sigurður Júlíusson, f. 1956, læknir, maki Anna Eyjólfs- dóttir, f. 1956, hjúkrfr. Synir þeirra: A)Eyjólfur, f. 1979, hagfr. B) Kristján f. 1983, nemi, og C) Júl- íus Már, f. 1989, nemi. Kristín giftist árið 1975 Gísla Kristjánssyni (f. 1920, d. 1995) verkstj. frá Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Elín Oddsdóttir og Kristján Jónsson, ættuð úr Fljótshlíð. Kristín bjó frá níu ára aldri á Þorfinnsgötu 8 í fjölskylduhúsi sem faðir hennar byggði, fyrst með foreldrum sínum og systkinum ásamt nokkrum ættingjum sem bjuggu þar í lengri og skemmri tíma, síðan með börnum sínum og maka, en Margrét systir hennar hefur búið alla tíð í sama húsi. Kristín starfaði mikið utan heimilis við ræstingar á ýmsum stöðum. Lengst af vann hún við að ræsta skrifstofur í breska sendiráðinu og var hún sæmd heiðursorðu fyrir störf sín þar. Hún var virk í fé- lagsmálum og sat m.a. í stjórn verkakvennafélagsins Fram- sóknar um árabil. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Dætur þeirra: A) Kristín, f. 1973, jarð- eðlisfr., maki Pálmi Erlendsson, f. 1967, jarðfr. Þeirra börn (dóttir Pálma og Hugrúnar R. Hólm- geirsd. f. 1970, a) Álf- rún Pálmadóttir, f. 1992, b) Jón Logi Pálmason, f. 2000, c) Baldur Máni, f. 2004. B) Hildur, f. 1977, nemi. Dætur hennar og fyrrverandi eig- inmanns Ásgeirs A. Ásgeirssonar, f. 1973, rafm.verkfr. a) Valgerður, f. 1999, og b) Gunn- hildur, f. 2002. C) Gerður, f. 1979, nemi, maki Hannes Helgason, f. 1977, stærðfr. 2) Halldór Kr. Júl- íusson, f. 1948, sálfr., maki Ólína Guðmundsdóttir, f. 1957, hjúkrfr. Þeirra dætur A) Ástríður, f. 1980, nemi. B) Þórhildur, f. 1983, nemi. C) Ragnheiður Halldórsdóttir, f. 1988, nemi. 3) Lára V. Júlíusdóttir, f. 1951, lögfræðingur, maki Þor- steinn Haraldsson, f. 1949, endur- skoðandi. Börn þeirra: A) Helga Lára, f. 1977, safnafr. Barn með Guðjóni Ingva Guðjónssyni, f. 1973, eðlisfr. a) Hulda Guðjóns- Með nokkrum orðum vil ég und- irritaður votta Kristínu Símonar- dóttur tengdamóður minni þakklæti fyrir vináttu í minn garð alla tíð. Ég sá Kristínu fyrst fyrir um 40 árum er hún kom á foreldrafund í Austur- bæjarskóla vegna dóttur sinnar Láru Valgerðar. Lára var og er frá- bær námsmaður sem og systkini hennar þrjú þau Ingibjörg, Halldór Kristján og Sigurður en þessi fjögur systkini eru börn Kristínar og Júl- íusar Halldórssonar. Seinna var ég svo heppinn að kenna Sigurði, yngsta barninu í hópnum, nokkrar greinar í fyrrnefndum skóla. Hann var og er með sama hætti mjög góð- um námsgáfum gæddur og ekkert fór á milli mála um áhuga og stuðn- ing móður þeirra. Forlögin höguðu því svo til nokkru síðar að ég kynnt- ist og kvæntist Ingibjörgu, eldri dóttur hennar. Kristín var þá gift Gísla Kristjánssyni, hinum ágætasta manni. Elsta dóttir okkar Ingibjarg- ar hlaut að sjálfsögðu nafn ömmu sinnar og hefur ekki verið svikin af því. Sú móttaka sem Kristín okkar hlaut hjá ömmu sinni og þeim hjón- um hafði mikil og góð áhrif á hana alla hennar bernskutíð. Þegar yngri dætur okkar þær Hildur og Gerður fæddust mætti þeim sama hlýjan og alúðin. Alla þeirra bernsku og æsku fylgdist hún með þroska og skóla- göngunni af mikilli athygli og sýndi tónlistarnámi þeirra sérstakan áhuga. Kristín Símonardóttir gaf börnum sínum í arf þá mannkosti sem hún var svo rík af, svo sem vinnusemi, alúð, ósérhlífni og sam- viskusemi. Hún stundaði þannig mannrækt með uppeldi barna sinna og barnabarna meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrir þetta framlag hennar skulda ég henni miklar þakk- ir svo fátækleg sem þau orð eru. Kristín sem hafði verið atorkusöm svo af bar átti ekki því láni að fagna að eiga það ævikvöld sem hún átti skilið. Nú eru liðin liðlega átta ár síð- an heilsu hennar tók að hraka og greindist hún þá með þann sjúkdóm er engu eirir og síðustu sex til sjö ár- in dvaldist hún á deild A-3 á Hrafn- istu þar sem hún lést 27. september síðastliðinn. Við ævilok minnumst við hinnar stoltu konu, Kristínar Símonardóttur, með hlýju og virð- ingu. Jón Kr. Hansen. Kristín Símonardóttir var vinkona mín og tengdamóðir. Ég bættist við hennar heimilishald þegar ég var rúmlega 17 ára gömul og bjó meira og minna hjá henni í ár. Steini eig- inmaður Láru hafði búið líka á loft- inu. Þau voru þá nýflutt út. Hún var ljúf, góð og kát og allir urðu hennar vinir. Ráðagóð í lífsins ólgusjó. Hún er fyrirmynd mín að stórfjölskyldunni í stóru húsi. Hún vann við hreingerningar á hinum ýmsu tímum sólarhringsins. Lengst vann hún í breska sendi- ráðinu og er eina konan sem hefur verið sæmd orðu fyrir þau störf af Bretadrottningu. Arnarhvoll, Nor- ræna húsið, Hótel Loftleiðir, Lög- manna- og endurskoðendaskrifstofa á Skólavörðustíg nutu starfskrafta hennar. Hún hjólaði allra sinna ferða og var grönn og spengileg. Gísli og Kristín kynntust í gömlu dönsunum og fóru á hverju laugardagskvöldi að dansa. Þau voru samhent hjón og ferðuðust mikið saman og heimsóttu okkur hjónin tvisvar til Kaupmanna- hafnar. Þau voru þægilegustu gestir sem ég hef fengið. Heimili hennar var smekklegt og tandurhreint og allir í hennar hús- haldi gengu í straujuðum fötum. Ég líka. Þau hjón kunnu að nýta lands- ins gæði. Tóku slátur, ræktuðu kart- öflur, tíndu ber, ræktuðu gulrætur og kál í húsgarðinum. Sláturveisl- urnar voru ógleymanlegar. Hún eldaði oftast heitan mat í há- deginu, fisk á pönnu, t.d. með eplum eða kjöt í Gunda sem var rafmagns- pottur. Á kvöldin sagði hún: „Eigum við að hafa te og brauð úr Nátt- úrunni?“ Og ef matargestirnir urðu óvænt of margir sagði hún: „Ég tek bara upp dós.“ Allt var lagt í sölurnar fyrir börn- in og barnabörnin. Ef pening vant- aði fyrir námi eða öðru vann hún bara meira. Hún passaði barnabörn- in og var skemmtileg amma sem alltaf átti súkkulaði eða fylltan brjóstsykur í veskinu. Við litlu börn- in sagði hún: „Odd dodd dodd.“ Hún var sparsöm og nýtin og það aðallega á sjálfa sig. Hún átti eina spariskó, lakkskó síðan Siggi fermd- ist. Eiginmaður minn benti mér á þetta, því ég á víst eitthvað fleiri skó. Hún henti engu og þegar dætur mínar komust á djammaldurinn fóru þær til ömmu og fengu flotta kjóla af Ingibjörgu og Láru. Eftir að Gísli dó fór að bera á gleymsku hjá ömmu og við týndum þessari góðu konu smátt og smátt inn í Alzheimersjúkdóm. Ég þakka fyrir að hafa kynnst lífskúnstnern- um Kristínu og notið leiðsagnar hennar í lífinu. Ólína Guðmundsdóttir. Tengdamóðir mín, Kristín Símon- ardóttir, var ljúf kona, lipur og hjálpsöm. Hún var þó föst fyrir og hafði skýr markmið. Kristín fálmaði hvorki né efaðist og hafði baráttu- þrek til að ná markmiðum sínum. Markmiðin lutu fyrst og fremst að framtíð og velferð barna hennar. Hún ól börnin sín upp með því að vera þeim fyrirmynd. Á Þorfinnsgötu 8 ólst hún upp frá átta ára aldri. Foreldrar hennar byggðu húsið, sem er þrjár hæðir og ris, upp úr 1930. Það var fjölskyldu- hús því þar bjuggu foreldrarnir, börnin þeirra fimm, móðursystkini o.fl. Nokkur barnanna bjuggu þar áfram þegar þau stofnuðu heimili og eignuðust börn. Kristín bjó þar alla tíð með fjölskyldu sinni. „Það varð mér til happs,“ sagði hún, „þegar ég varð einstæð móðir, að búa í sama húsi og foreldrar mínir, móðursystk- ini og systir mín.“ Þegar Kristín varð einstæð fjög- urra barna móðir var henni ráðlagt að fá sér skúringar því sú vinna tæki minnstan tíma frá börnunum. Hún hóf sínar skúringar í ráðuneytum 1957, en sú vinna var of lítil og hún bætti við sig þrifum í breska sendi- ráðinu næsta vor. – Sendiráðið var þá í Þórshamri en flutti upp á Lauf- ásveg um haustið, sama dag og þorskastríðið braust út. Í sendi- ráðinu vann Kristín í 38 ár. 1965 bætti Kristín á sig vinnu við skúr- ingar á skrifstofum Loftleiða og vann þar í níu ár. Hún ræsti líka Norræna húsið í nokkur misseri frá 1970 og Nýja hjúkrunarskólann um skeið. Á lögmanns- og endurskoð- unarstofu ræsti hún í 18 ár frá 1980 – fyrst í húsi Nýja bíós við Lækj- argötu og síðar á Skólavörðustíg 12. Kristín vann verk sín vel. Starfs- fólkið í Lækjargötunni þóttist finna mun á heilsu sinni eftir að hún hóf þar störf, og vinnuveitandi Kristínar í breska sendiráðinu, Elísabet Eng- landsdrottning, sæmdi hana orðunni „The British Empire Medal“ fyrir framúrskarandi þjónustu. Kristín mun vera eina skúringakonan á Ís- landi sem fengið hefur orðu fyrir störf sín og það alla leið frá Buck- inghamhöll. Kristín hafði áður orðið þess aðnjótandi að hitta drottn- inguna, jafnöldru sína, og skiptast við hana á nokkrum orðum. Hún hjólaði alla daga milli vinnu- staða sinna. Hún sat á hjólinu, sama hversu hvasst var. Hún var stundvís, lipur og glaðleg. Áreiðanleiki og fag- mennska öfluðu henni virðingar og trausts og það mátti margt af henni læra, t.d. sagði Kristín einhvern tíma: „Ef þú tekur ekki ruslakörfuna þegar þú átt leið framhjá henni á réttum snúningi, ertu vís með að gleyma henni alveg.“ Vinnan varð henni ekki gróðaveg- ur til fjár en dugði og við starfslok sagði hún: „Ég skil það ekki núna en ég átti alltaf aura. Það hefur líkleg- ast verið vegna þess að ég gerði ekk- ert fyrir sjálfa mig. Maður keypti í matinn, borgaði rafmagnsreikning- inn og það sem þurfti og fötin voru nýtt aftur og aftur og engu hent. Ég hef aldrei tekið lán.“ Kristín var félagslynd og tók af fullum krafti þátt í störfum fyrir Verkakvennafélagið Framsókn. Hún var lengi í stjórn félagsins og sat mörg Alþýðusambandsþing. Hún Kristín Símonardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNA JÓNSDÓTTIR, Hlíðarstræti 3, Bolungarvík, sem lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur miðvikudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 7. október kl. 14.00. Rósa Harðardóttir, Tryggvi Þór Guðmundsson, Jón Gunnar Þórisson, Ingeborg Klausen, Kristín Margrét Bjarnadóttir, Jón Valdimar Bjarnason, Zofia Marciniak, barnabörn og langömmubörn. Okkar elskulegi HAUKUR D. ÞÓRÐARSON fyrrum yfirlæknir Reykjalundar, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. október. María Guðmundsdóttir, Pétur Hauksson, Anne Grethe Hansen, Þórður Hauksson, Kristjana Fenger, Magnús Hauksson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir, Karl Benediktsson, Dóra Guðrún Wild, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, unnusti, sonur, bróðir og mágur, BRAGI RÚNAR HILMARSSON, Hlíðarvegi 74, Njarðvík, lést miðvikudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. október kl. 14.00. Andrea Lísa Bragadóttir, Elísabet Kristín Bragadóttir, Kristbjörg Lind Bragadóttir, Birna Ýr Bragadóttir, Thelma Sif Björnsdóttir, Ólöf Sigfúsdóttir, Hilmar Arason, Brynja Hilmarsdóttir, Anthony D'Onofrio, Karen Hilmarsdóttir, Einar Árnason og aðrir vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA JENNÝ AGNES STEINDÓRSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Alda Eygló Guðmundsdóttir, Marteinn Sigurgeirsson, Sævar Þór Guðmundsson, Auður Aðalmundardóttir, Bára Dagný Guðmundsdóttir, Gunnar Leo Gunnarsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LUISA BJARNADÓTTIR meinatæknir, Sunnuflöt 37, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi mánu- daginn 2. október. Rafn I. Jensson, Auður Rafnsdóttir, Thomas Hedemann, Herdís Björg Rafnsdóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Vala Dögg, Luisa, Mikkel Andri, Rafn Viðar, Gunnar Smári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.