Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 41

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 41 var líka af lífi og sál í árlegum sum- arferðum og basar til styrktar göml- um félagskonum sem heimsóttar voru rétt fyrir jólin. Hún saumaði og prjónaði. Á haustin ilmaði húsið af slátri og kartöflugarð hafði hún í áratugi. Hún hafði sanna gleði af sláturgerð og kartöflurækt. Um það leyti sem elstu börnin gengu í hjónband og fluttu að heim- an kynntist Kristín Gísla Kristjáns- syni, verkstjóra, frá Vestmannaeyj- um. Þau gengu í hjónaband 1975 og áttu saman 20 góð ár, þar til Gísli lést 1995. Mesta gleði hafði hún af börnum sínum og þeirra sigrum, smáum og stórum. Lífsmarkmiðið var enda ætíð að koma þeim til manns og mennta. Blaðamaður spurði: „Hefur þér aldrei fundist erfitt að lúta þess- um kröfum til sjálfrar þín?“ „Ég hef bara látið það vera að gera kröfur,“ svaraði Kristín og hló. „Viltu ekki tala um að þú hafir lagt hart að þér?“ „Nei, uppskeran er svo mikil.“ Þorsteinn Haraldsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (23. Davíðssálmur/Margrét Scheving) Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Kristínar Símonardóttur. Ég hitti þig fyrst fyrir þrjátíu ár- um þegar Sigurður sonur þinn kynnti mig fyrir þér og Gísla. Frá fyrstu stundu tókstu mér opnum örmum og alltaf var gott að heim- sækja ykkur Gísla á Þorfinnsgötuna. Ég minnist þín með söknuði og trega en jafnframt með gleði í hjarta. Kristín mín, þú varst alltaf svo glöð og gefandi. Þegar von var á nýju barnabarni ljómaðir þú og gladdist með okkur. Þú prjónaðir á barnabörnin, rækt- aðir kartöflur og grænmeti. Oft komstu á hjólinu þínu í heim- sókn til okkar í Úthlíðina, gladdir okkur og laumaðir góðgæti í litla munna. Árin sem við Siggi bjuggum í Sví- þjóð komuð þið Gísli nokkrum sinn- um í heimsókn og pössuðuð dreng- ina okkar. Þegar ég las viðtal við þig í Al- þýðublaðinu í október 1987 sá ég þig í nýju ljósi. Þar segir þú frá þínu lífi, erfiðleikunum, sigrunum og gleðinni yfir börnunum þínum. Fyrirsögnin var: „Að gefa öðrum“ og á næstu síðu stóð: „Alltaf að sigr- ast á einhverju.“ „Ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera, er maður ekkert að hugsa út í erfiðleikana.“ Þetta voru þín orð sem mættu vera okkur öllum til fyrirmyndar. Kristín hlaut orðu sem nefnd er „The British Empire Medal“ frá hennar hátign Elizabeth II Breta- drottningu 8. október 1990, fyrir dygga þjónustu og vel unnin störf hjá breska sendiráðinu frá 1958. Mikið vorum við öll stolt af þér. Kristín vann hjá breska sendiráðinu til sjötugs. Síðan fór að halla undan fæti og á nokkrum árum hvarfst þú frá okkur inn í Alzheimer-sjúkdóminn. Þú átt- ir fljótt erfitt með að tjá þig en gleðin skein alltaf úr andliti þínu þegar einhver leit til þín. Síðustu ár- in naut Kristín góðrar umönnunar á Hrafnistu í Reykjavík. Nú er komið að kveðjustund. Hafðu þökk fyrir allt og ég bið al- góðan guð að blessa minningu Krist- ínar Símonardóttur. Anna Eyjólfsdóttir. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson) Svo söng Kristín amma fyrir okk- ur. Hún var, eins og Jesú, barnavin- ur mesti. Endalausar minningar rigna yfir okkur af ævintýrum sem við lentum í með henni. Hún gat búið til ævintýri úr nánast engu. Við munum eftir einu í Öskjuhlíðinni sem snerist í kringum eitt epli. Já, hún amma var nægjusöm kona sem kunni svo sannarlega þá list að gleðjast yfir litlu. Um helgar fórum við í ævintýraferðir með Kristínu ömmu og Gísla afa í Indíánagilið eða Heiðmörkina. Nestið samanstóð oft- ast af safaríkum ávöxtum frá Gísla afa en stundum fengum við ís og ávallt var Opalbrjóstsykurinn með í för. Hún var um fimmtugt þegar við systurnar fæddumst og við fengum svo sannarlega að njóta þess hversu ung og kraftmikil hún var. Einu sinni voru sex barnabörn sett í pöss- un á Þorfinns þegar foreldrarnir fóru saman í veiðiferð. Það voru skemmtilegir dagar. Við trúum ekki ennþá hvernig amma treysti sér ein með okkur öll í sund en maður man ekki eftir því að henni hafi þótt það neitt tiltökumál. Hún var aldrei þreytt eða óupplögð heldur gerði allt með glöðu geði. Það var allt hreint og fínt hjá Kristínu ömmu. Hún var alltaf að og gerði allt af mikilli umhyggju og natni. Við efumst til dæmis um að einhver geti hengt þvott út á snúru af jafnmikilli vandvirkni og Kristín amma. Á daginn hlustaði hún á Guf- una, reykti og drakk kaffi úr glasi. Á haustin tíndi hún rifs og tók upp kartöflur. Á veturna prjónaði hún á barnabörnin og á sumrin hjólaði hún. Við segjum um duglegu börnin okkar sem gefast aldrei upp að þau séu eins og Kristín amma. Þótt hún hafi verið lítil vexti var í raun stór kona á ferð með risahjarta. Í kjallaranum geymdi amma fjár- sjóði. Hún var af þeirri kynslóð sem gerði við og henti aldrei neinu sem mögulega gæti komið að gagni ein- hvern tíma síðar. Á unglingsárunum fórum við frænkurnar gjarnan með henni í kjallarann og mátuðum dýr- indis ballkjóla sem við fengum svo jafnvel að eiga. Önnur fjársjóðskista var í eldhús- inu. Hún var amerísk og risastór og úr henni kom einhver sá mesti veislumatur sem við höfum bragðað. Amma sauð bestu ýsu í heimi, besta hangikjöt og bjó til besta uppstúf, bestu rófustöppu og bestu kartöflu- mús í veröldinni! Á jóladag kom stórfjölskyldan saman heima á Þor- finns. Gísli afi spilaði jólaplötuna með Prúðuleikurunum og svo hófst veisla með hangikjöti, heimaút- skornu laufabrauði og tilheyrandi. Í eftirrétt fengum við krókantís í postulínsskálum með myndum af prinsum og prinsessum á botninum. Amma veiktist af Alzheimer eftir að Gísli afi dó og það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Við erum þakklátar því að við fengum að kynnast henni og að hún er órjúf- anlegur hluti af æskuminningum okkar. Um leið syrgjum við að börn- in okkar fengu ekki að kynnast henni og hún þeim. Elsku Kristín amma, hvíl í friði. Kristín, Hildur og Gerður. Við miðuðum hæð okkar við ömmu Kristínu í uppvextinum. Áfanga var náð þegar maður náði henni í olnboga, öðrum þegar maður náði henni í öxl. Að lokum uxu öll barnabörnin upp fyrir ömmu. Hún var smávaxin, afar létt á fæti, brosti með augunum og hló dillandi hlátri. Á haustin fór ég stundum með henni að taka upp kartöflur. Amma var mikill sérfræðingur í íslenskum kartöflum og geymdi þær í sérstakri kartöflugeymslu undir bílskúrnum á Þorfinnsgötunni. Í kjallaranum á því húsi var ævintýralegasta geymsla í víðri veröld, full af spennandi hlut- um, gömlum fötum, leikföngum og dósamat. Ég geymdi lengi plastpoka með salti og pipar í mismunandi skreyttum pappírsbréfum sem amma safnaði þegar hún vann hjá Loftleiðum og nota stundum ennþá kjólana sem hún eignaðist þegar hún var ung og geymdi handa okkur. Hún lumaði oft á framandi ávöxtum, kiwi og mandarínum sem hún skar í báta. Á góðviðrisdögum setti hún spennu í hárið, fór í stuttbuxur og gaf okkur ávextina úti á tröppum. Amma fór nær allra sinna ferða á hjóli. Þegar ég var unglingur kom amma á hverjum degi hjólandi frá Þorfinnsgötunni í Melbæ til þess að hugsa um okkur systkinin. Þá gaf hún okkur undantekningalaust hrís- grjónagraut og slátur í hádeginu, passaði upp á að við lærðum heima og hugsaði um heimilið. Amma Kristín kenndi mér margt og þótt hún sé dáin heldur krafturinn sem einkenndi hana áfram að minna mig á hvernig hægt er að takast á við líf- ið. Guð geymi Kristínu ömmu. Helga Lára Þorsteinsdóttir. Kæra amma mín. Nú ertu farin frá okkur, án efa á mun betri stað enda verki þínu lokið og tími þinn liðinn hjá. Nú færðu hvíldina sem þú hefur unnið þér fyrir með vinnu í heil 80 ár. Hvíld, sem fáir eiga jafnmikið skilið og þú. Engu að síður vildi ég í sjálfselsku minni að þú hefðir aldrei farið. Við vorum afar góðir vinir. Þú varst eiginlega besti vinur minn áð- ur en ég fór að umgangast aðra krakka, hversu undarlegt sem það kann að virðast að 63 ár skilji bestu vini að. Þó langt sé liðið gleymi ég aldrei þeim dögum þegar við dund- uðum okkur heima eða fórum á flakk, ýmist á Þorfinnsgötuna eða að heimsækja Gísla afa á spítalann, eft- ir að hann veiktist. Ég minnist hjóla- ferðanna, strætóferðanna, laganna sem þú kenndir mér, matarins sem þú framreiddir eins og besti kokkur og umfram allt návistarinnar við þig sem gerði mig að betri manneskju. Þú varst besta og hjartahlýjasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst á ævi minni og það er sárt að fá aldrei að launa þér það sem þú gafst mér. Þó síðustu árin hafi sam- band okkar verið öðruvísi, ástands þíns vegna, fann ég þó alltaf jafn- mikið fyrir lífsþrótti þínum og elju. Þú varst alltaf svo ánægð, brosandi og syngjandi, þegar ég sá þig. Því er það mjög sárt að geta ekki heimsótt þig lengur. Ég reyni þó að vera ánægður þín vegna. Nú ertu á staðn- um sem þú hefur unnið þér fyrir ferðinni á, hinum allra hæsta. Eftir stöndum við og minnumst þín. Megi minning þín lifa sem lengst. Þinn dóttursonur, Halldór. Stína móðursystir mín bjó á Þor- finnsgötu 8, ásamt foreldrum sínum á meðan þau lifðu, á efri hæð æsku- heimilis míns. Hún og móðir mín bjuggu undir sama þaki allt þar til Stína fór á spítala. Samband þeirra var einstakt og byggðist á umhyggju og umburðalyndi fyrir hvor annarri og því umhverfi sem þær lifðu í. Við vorum átta frændsystkinin sem bjuggum í húsinu og á uppvaxtarár- um okkar réðu þar ríkjum einar sjö konur. Stína var sannkölluð alþýðuhetja, ung stóð hún uppi ein með 4 ung börn, þeim kom hún öllum til manns svo sómi var að. Það er margt sem kemur upp í hugann á þessum tíma- mótum, t.d. Stína á reiðhjólinu sem hún ferðaðist um á alla sína tíð, eld- húsglugginn opnaður og kallað ,,Sig- urður, það er matur“, Stína að taka sig til á leið út með vinkonu sinni á gömlu dansana, við öll saman í kál- garðinum að setja niður eða taka upp kartöflur, sláturgerðin í kjall- aranum á Þorfinnsgötunni, jólaboðin hjá ömmu sem teygðu sig um allt húsið. Þá voru ekki síður spennandi vinnustaðir hennar, niðri í breska sendiráði, Norræna húsinu eða úti á Loftleiðum. Stína var krati af Guðs náð og lét til sín taka á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Eitt af því sem einkenndi Stínu var hennar létta lund og hlýja viðmót til allra sem henni mættu. Góða ferð á nýjar slóðir, frænka. Helgi Kjærnested. Frændi minn, ÓLAFUR EYJÓLFSSON, Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 6. október kl. 15.00 Sigríður Alexanders. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS ÓLAFSSONAR prentara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Kumbaravogi. Margrét Björgvinsdóttir, Þráinn Viggósson, Magdalena Björgvinsdóttir, Kolbrún Björgvinsdóttir, Dröfn Björgvinsdóttir, Þorgeir Jónsson, Mjöll Björgvinsdóttir, Ólafur Stefánsson, Drífa Björgvinsdóttir, Benedikt Þ. Gröndal, Hrönn Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÍSGERÐUR ÁRNADÓTTIR, Skúlabraut 16, Blönduósi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 29. september. Útför hennar fer fram frá Garða- kirkju Álftanesi föstudaginn 6. október kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Jóhannes Bjarnason, Eleuteria Bjarnason, Árni Bjarnason, Halldóra Bjarnadóttir, Guðni Kristmundsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudag- inn 6. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minning- arsjóð Sjálfsbjargarheimilisins, Hátúni 12, sími 550 0300. Jón Oddur Kristófersson, Marín E. Samúelsdóttir, Guðmundur J. Kristófersson, Inga Jóhannsson, barnabörn og langömmubörn. EYJÓLFUR JÓSEP JÓNSSON frá Sámsstöðum, verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugardaginn 7. október kl. 14.00. Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir, börn og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTJÁN J. JÓHANNESSON, Öldugötu 11, Flateyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag- inn 3. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kjartan Kristjánsson, Ívar Kristjánsson, Kristín Pétursdóttir, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.