Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 46
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Það var ákveðið að hafa eitt stórtkvöld á Norrænum músíkdögumþar sem nokkrum listformum yrðislegið saman; tónlist, dans, söng,
vídeólist og leiklist. Irma Gunnarsdóttir hjá
Dansleikhúsinu hafði samband við mig
þegar það kom upp og ég ákvað að slá til
og taka þátt í því,“ segir Jóhann F.
Björgvinsson dansari sem mun sýna nýtt
dansverk í tengslum við Norræna mús-
íkdaga á kvöldi sem ber yfirskriftina
Concerto.
Rauð hlauphjörtu
„Ég valdi kanadíska tónskáldið Jean
Francois Laporte til að dansa við. Hann
býr til sín eigin hljóðfæri og sinn eigin
hljóðheim, í þessu verki spilar hann m.a
á loftpressu sem blæs í blöðrur sem
blása í rör og út úr því koma ótrúleg
hljóð. Laporte verður svo með tónleika á
sama stað seinna um kvöldið. Við hitt-
umst fyrst nýlega og einhvern veginn
small þetta hjá okkur, hann spilar með
dansinum og við dönsum við tónlistina. Ég
er líka með djasssöngkonu frá Bretlandi í
verkinu, vídeómyndir á tjaldi og rauð
hlauphjörtu,“ segir Jóhann
kankvís.
Dansverkið heitir Piece
of me og fjallar um ást-
ina. „Það sem er að ger-
ast í mínu persónulega
lífi hefur alltaf áhrif á dansverkin mín og ég er
ástfanginn af lífinu. Ég fékk líka innblástur frá
texta, úr kvikmyndinni V for Vendetta, sem
fjallar um skilyrðislausa ást, að elska einhvern
sem þú hefur aldrei hitt.“
Með sofandi dansgen í tvö ár
Þrír dansarar eru í verkinu ásamt Jóhanni,
þær Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rún-
arsdóttir og Þórdís Schram. Það telst til tíð-
inda að Jóhann skuli stíga á svið nú þar sem
hann hefur ekki dansað í tvö ár. „Dansgenið
sofnaði í mér fyrir tveimur árum. Ég hafði
ekki lengur þörf fyrir það að dansa og koma
fram og fór því alfarið að semja dansverk og
kenna Pilates. En svo vaknaði dansgenið aftur
og mig langaði á svið, þetta verk er líka svolít-
ið sérstakt, það er mér hjartnæmt og mig
langaði til að koma því sjálfur til skila. Í þessi
tvö danslausu ár samdi ég mikið af dans-
verkum, í fyrra frumsýndi ég t.d. fjögur ný
verk víðs vegar um heiminn og nú er ég að
vinna að einu verki í London, þar sem ég bý,
sem er samstarf Íslands, Kanada, Svíþjóðar og
Bretlands og verður frumsýnt hér á landi eftir
ár en ég mun dansa sjálfur í því.“ Aðspurður
hvað fleira sé fram undan segir Jóhann að það
viti hann hreinlega ekki. „Mér finnst gott að
leyfa lífinu að flæða og þá gerist alltaf eitthvað
gott.“
Ásamt Piece of me verða tvö önnur dans-
verk sýnd þetta kvöld eftir Irmu Gunn-
arsdóttur og Höllu Ólafsdóttur, dönsuð við
verk norrænna tónskálda. Concerto fer fram
laugardagskvöldið 7. október í Verinu í Loft-
kastalanum og hefst kl. 20.
Dansarinn „Ég valdi
kanadíska tón-
skáldið Jean Franco-
is Laporte til að
dansa við. Hann býr
til sín eigin hljóð-
færi og sinn eigin
hljóðheim.“
Spilað með dansi
og dansað við tónlist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
|fimmtudagur|5. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
EINHVERJUM kann að þykja söngleikurinn
um Egil Skallagrímsson fjarstæðukennd hug-
mynd en þeir Hlynur Þorsteinsson og Sig-
urður J. Grétarsson eru ekki meðal þeirra.
Á dögunum kom út platan Egill Skalla-
grímsson söngbók sem hefur að geyma söng-
leik eftir þessari þekktu Íslendingasögu.
Hlynur semur öll lögin á plötunni en þeir Sig-
urður eru höfundar texta auk þess sem ljóð
eftir Egil sjálfan koma þar fyrir, meðal ann-
ars Höfuðlausn og Sonatorrek.
Í samtali við Morgunblaðið sagði Hlynur þá
félaga ekki hafa verið hrædda við að hrófla
við hinni þekktu sögu á þennan hátt.
„Okkur fannst þess virði að reyna þetta þar
sem við vissum ekki til þess að nokkur hefði
gert tilraun til þessa áður,“ sagði hann.
„Við erum harla kátir með árangurinn.
Platan er löng, jafnlöng og fimm hliðar á vín-
ylplötu. Menn verða því að vera þolinmóðir
við hlustunina en ég held að þetta eigi eftir að
renna vel eftir eitt tvö skipti.“
Söngleikurinn var hreint ekki saminn á
einni nóttu og segir Hlynur þá félaga fyrst
farið að huga að verkinu árið 1999. Það var
þó fyrst í fyrra að skriður komst á málið og
textagerð og lagasmíð hófst af alvöru.
Þó söngleikurinn liggi fullbúinn á plötunni
segist Hlynur ekki hafa áform um að setja
hann upp … allavega ekki ennþá.
Aðspurður hvort fleiri Íslendingasögur í
söngleikjabúningi séu væntanlegar svarar
Hlynur:
„Það er ekkert ákveðið enda er þetta
óskaplega mikil vinna. Textarnir voru ekki
einfaldir enda grínumst við stundum með það
að platan sé fyrir greindara fólk með húm-
or.“
Hljómsveitin Úlfar er flytjandi söngleiksins
á plötunni en hana skipa auk Hlyns, Sigurðar
og Egils Skallagrímssonar þeir Gunnar Einar
Steingrímsson, Hjörtur Guðnason, Gunnar
Kristján Steinarsson og Soffía Stefánsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngleikjasmiðir Þeir Hlynur Þorsteinsson og Sigurður Grétarsson sömdu söngleik
um Egils sögu og eru harla ánægðir með árangurinn.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Þeir Hlynur og Sigurður sömdu
söngleik um Egil Skallagrímsson
Fyrir greindara fólk með húmor
Heiða Jóhannsdóttir segir kvik-
myndina Talladega-nætur vera
eina fyndnustu gamanmynd
ársins. » 48
kvikmynd
Fjöldi fólks mætti í áheyrn-
arprufu fyrir sjónvarpsþáttinn
X-Faktor sem sýndur verður á
Stöð 2 í vetur. » 48
sjónvarp
Aparnir í Eden virðast sann-
arlega eiga upp á pallborðið hjá
þjóðinni en plata Baggalúts sit-
ur á toppi Tónlistans. » 48
tónlist