Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 49
menning
Einstakt umhverfi, metnaðarfull matargerð og bráðskemmtileg dagskrá.
Sveit-Ungarnir sjá um frábæra tónlistardagskrá og halda uppi brosmildri stemningu.
Jólafjöldasöngur - undir stjórn Valda í Brekkukoti og Bjarna Guðmundssonar.
Tröllafossar upplýstir og heilsar upp á tröllskessuna í klettinum.
Tónmilda Ísland - Einstök og hrífandi sýning um íslenska tónlist og náttúru.
Reykjavík - Fossatún 88 km eða um 1 klst. akstur.
Beygt er út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni inn
á veg nr. 50 - Borgarfjarðarbraut, sem liggur að Hvanneyri, Reykholti
og Húsafelli. Fossatún er í um 18 km fjarlægð eftir að beygt er og blasir
við þegar farið er yfir brúna á Grímsá.
Nánari upplýsingar í s. 433 5800 - www.steinsnar.is - www.fossatun.is
Forréttir:
1. Hátíðarsíld
2. Jólasíldarsalat
3. Grafinn lax
4. Reyktur lax
5. Hunangskryddleginn lax
6. Koníakslax í kryddostahjúpi
7. Laxamús með kavíar
8. Heitreykt gæsabringa
9. Tvítaðreykt hrátt hangikjöt
með suðrænum ávöxtum
10. Heimalagað sveitaapaté
11. Heimalagað sviðapaté
12. Rjúpusúpa
Aðalréttir:
1. Hátíðarhangikjöt
2. Sveitaskinka
3. Villikryddað jólalamb
4. Heilsteiktur fylltur kalkúnn
5. Léttreykt sykursaltað
grísalæri
6. Innbakaður lax með spínati
og gráðosti
7. Heitt humar og laxasalat
Meðlæti:
1. Brún villikryddsósa
2. Brún gráðostasósa
3. Hunangsdijonsósa
4. Piparrótarsósa
5. Graflaxsósa
6. Köld sjávarréttasósa
7. Pannerað rótargrænmeti
8. Rauðkál
9. Rauðrófur
10. Grænar baunir
11. Maísbaunir
12. Ferskt blandað salat
13. Waldorfsalat
14. Kartöfluuppstúf
15. Sykurbrúnaðar kartöflur
16. Heimalöguð rabarbarasulta
17. Rifsberjahlaup
18. Laufabrauð
19. Heimabakað rúgbrauð
20. Heimabakað kanelbrauð
Eftirréttir:
Eplasalat
Súkkulaðiterta hússins
Jólaís
Sörur
Piparkökur
Jólahlaðborð - Matseðill
24. og 25. nóvember ● 1., 2., 8. og 9. desember
Verð 4.900 kr. ● Borðapantanir í síma 433 5800
Tíminn og vatnið
SKUGGALEIKUR, ný íslensk
ópera, verður frumsýnd í Óperunni
18. nóvember. Tónlistin er eftir
Karólínu Eiríksdóttur og textinn er
eftir Sjón. Leikstjóri og leik-
myndar- og búningahöfundur er
Messíana Tómasdóttir.
Óperan er byggð á sögunni
Skugganum eftir H.C. Andersen,
dæmisögu, þar sem skáldið felur
skugga sínum að finna skáldgyðju
sína, sem reynist ekki þrautalaust.
Sagan er margræð, vekur siðferði-
legar spurningar og á ekki síður er-
indi í nútímanum en þegar hún var
skrifuð. Hér eru Sverrir Guð-
jónsson og Ásgerður Júníusdóttir í
hlutverkum sínum, en aðrir söngv-
arar eru Eyjólfur Eyjólfsson og
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Ljósmynd/Salbjörg Rita Jónsdóttir
Skugginn og prinsessan
LEIKKONAN Helen Mirren þykir
sýna afburða góðan leik í hlutverki
sínu sem Elísabet II Englands-
drottning í kvikmyndinni The
Queen. Mirren hlaut meðal annars
verðlaun sem besta leikkona í aðal-
hlutverki á aðþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum sem
haldin var á dögunum.
The Queen segir frá viðbrögðum
drottningar við sviplegu fráfalli
Díönu prinsessu. Drottningin lok-
aði sig og fjölskyldu sína af í kjöl-
farið meðan breska þjóðin þráði
huggun.
Myndin var á dögunum sýnd á
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð og var
jafnframt opnunarmynd hátíð-
arinnar. Með önnur hlutverk fara
James Cromwell sem leikur Philip
drottningarmann, Alex Jennings
sem Karl Bretaprins, Sylvia Syms
sem drottningarmóðirin og Michael
Sheen sem Tony Blair.
Leikstjóri The Queen er Stephen
Frears. Myndin hefur víðast hvar
hlotið lof gagnrýnenda en hún er
frumsýnd í Háskólabíói á morgun.
Úr myndinni Philip drottningarmaður, Elísabet og Tony Blair.
Frumsýning | The Queen
Drottningin Mirren
Erlendir dómar:
Metacritic: 90/100
New York Times: 100/100
Hollywood Reporter: 90/100
Variety: 90/100
Allt skv. Metacritic.
OKTÓBERFEST Þjóðverja er hátíðahöld sem smitað
hafa út frá sér víða um heim. Ár hvert er þessi hátíð öls
og gleði haldin ekki bara í Þýskalandi heldur í mörgum
öðrum Evrópuríkjum.
Í gamanmyndinni Beerfest (Bjórhátíð) segir af tveim-
ur bræðrum sem ferðast frá Bandaríkjunum til Þýska-
lands til að taka þátt í herlegheitunum.
Bræðurnir Jan og Todd uppgötva í Þýskalandi leynd-
armál, samkvæmisleik sem að sögn má best lýsa sem
samblandi af kneyfun öls í bland við slagsmál með berum
hnefum.
Leikstjóri myndarinnar er Jay Chandrasekhar sem
hefur gert myndir á borð við The Dukes of Hazzard og
Super Troopers.
Beerfest er frumsýnd í Sambíóunum á morgun, föstu-
dag.
Frumsýning | Beerfest
Bjór Um er að ræða gamanmynd um tvo bræður.
Bjórhátíðin mikla
Erlendir dómar
Metacritic: 50/100
Variety: 50/100
New York Times: 50/100
Hollywood Reporter: 30/100
HRYLLINGSMYNDIN Texas Chainsaw Massacre:
The Beginning verður heimsfrumsýnd hér á landi sem
og í Bandaríkjunum á morgun.
Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni sagan
af því hvernig eitt frægasta illmenni kvikmyndasög-
unnar varð til, keðjusagarmorðinginn.
Áður en vinirnir Eric og Dean eru sendir til herþjón-
ustu í Víetnam ákveða þeir að sletta aðeins úr klaufunum
ásamt kærustunum Chrissie og Bailey. Þau verða fyrir
slysi á vegum úti en þegar lögreglustjóri svæðisins ætlar
að aðstoða þau verða aðstæðurnar skyndilega martrað-
arkenndar.
Texas Chainsaw Massacre: The Beginning er frum-
sýnd í Laugarásbíói og Regnboganum.
Frumsýning | Texas Chainsaw Massacre: The Beginning
Byrjunin Sögð er saga keðjusagarmorðingjans.
Upphafið
Erlendir dómar:
Metacritic: 50/100
Hollywood Reporter: 50/100
Bæði skv. Metacritic.com