Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 50

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ JARKO Hakala og Haukur Grön- dal unnu oft skemmtilega saman í djasssveitinni Rodent, en sam- vinna þeirra hefur aldrei blómstr- að jafn fallega og í þessari sveit, Dialect, þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Segja má að tónleik- arnir hafi verið ein heild allt frá Fanfare Jarkos til Seinni frétta Jóels. Fanfane var dálítið í anda upphafsára Ornette og eilítill Cherry í urrandi trompetsólónum. Í kjölfarið fylgdi annar splunku- nýr ópus: Í minningu Vesala eftir Hauk og má segja að hinn þung- lyndislegi blær Edwards Vesala hafi ríkt yfir samspilinu, en finnska trommarann og tónskáldið Vesala má hiklaust telja til fremstu djassleikara Evrópusög- unnar. Næstu fjögur lög voru eftir Jarko og mátti greina vest- urstrandarblæ á því fyrsta, Þrem- ur, en Lars var undurfagurt ljóð þrungið tilfinningu og blés Hauk- ur í klarinett. Hann blés líka í bassetthorn þetta kvöld þó að- alsólóar hans væru á altóinn. Haukur er traustur blásari en með nokkuð hlutlausan stíl enn sem komið er; styrkur hans felst fyrst og fremst í tónskáldskapnum einsog svítu hans fyrir djass- kvartett sem var listilega flutt af kvintettnum. Jóel blés vel að vanda en sólóstjarna kvöldsins var Jarko. Hann hefur þroskast mikið síðan ég heyrði hann fyrst og tónninn býr yfir breidd sem mað- ur heyrir ekki nema hjá afburða- trompetleikurum. Hann á það sammerkt með Lester Bowie að ná svipaðri tilfinningu og sveifl- umeistarar fortíðarinnar – ég nefni Red Allen og Rex Stewart – og einsog Bowie er hann rótfastur frammúrstefnumaður. Tony Egl- and er óhemju traustur bassaleik- ari og Mika Kallio gengdi hlut- verki sínu óaðfinnanlega. Tónaupplifun í ísköldum NASA- salnum og þessi tónlist er þeirrar gerðar að hún á fullt við Manfred Eicher og ECM útgáfu hans. Hinn seið- andi djass norðursins Vernharður Linnet DJASS Jazzhátíð Reykjavíkur: NASA Jarko Hakala trompet, Haukur Gröndal, altósaxófón, klarínett og bassetthorn, Jóel Pálsson, tenórsaxófón, Tony Elgland bassa og Mika Kallio trommur. 29. sept- ember 2006 kl. 21:00. Dialect ÞAÐ má segja að fyrrihluti tónleika kvintetts Ásgeirs Ásgeirssonar hafi frekar höfðað til skynsemi hlustand- ans en tilfinninga, en dæmið hafi snú- ist við í seinni hlutanum. Á efnis- skránni voru sex verk eftir saxófónleikarann Chris Cheek og fjögur eftir Ásgeir, en lög Ásgeirs má finna á stórgóðri nýútkominni skífu hans, Passing Through, þar sem Cheek blæs einnig. Mér hefur löngum þótt Ásgeir skemmtilegur gítarleikari og oft hafa sólóar hrifið mig meira en þetta kvöld. Cheek er þrususaxófónleikari, sem bæði hefur leikið með sveitum Poul Motians og Seamus Blake og gefið út nokkra fína diska. Hann hef- ur fallegan persónulegan tón af Lov- anoættinni og tónhugsun hans er mjög skýr. Línur vel uppbyggðar, en stundum hefði maður viljað að hann blési heitar þetta kvöld. Sólóarnir sem hrifu mig mest voru þeir er Agn- ar Már lék á píanóið úr slagverks- herberginu í FÍH einsog gimsteinn- inn í The Final Suana eftir Cheek. Hann var síðri á rafpíanóið. Markusson og Qvick hinir sænsku léku af fagmennsku og var inngangur Markusson að The Water Mile eftir Cheeks af hinum norræna skóla og laglínan grípandi. Síðasta lagið á efn- isskránni var Sveitt efrivör eftir Ás- geir, rokkaður djömpari og grófur gítarleikur Ásgeirs frísklegur og sama mátti segja um sólóa Cheeks og Agnars á rafpíanóið. Þar reif í. Skynsemi og tilfinningar Vernharður Linnet DJASS Jazzhátíð Reykjavíkur: NASA Chris Cheek tenórsaxófón, Agnar Már Magnússon píanó og Fender Rohdes, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Thomas Mark- usson bassa og Eric Qvick trommur. 29. september 2006 kl 22:00. Kvintett Ásgeirs Ásgeirssonar RÍKI og þjóðir fyrrverandi Júgó- slavíu eru enn í sárum, Bosnía/ Hersegóvína er bakgrunnur Grba- vica, sem dregur nafn sitt af úthverfi Sarajevo. Þar er ástandið verra en víðast hvar annars staðr því landið fór illa út úr borgarastyrjöldinni. Myndin lýsir á raunsæjan hátt fjöl- þættum vandamálunum sem verald- lega og ekki síður tilfinningalega illa farnir íbúarnir eiga við að glíma. Mæðgurnar Esma (Karanovic) og Sara (Mijovic) dóttir hennar eru fjarri því að vera undantekningar. Esma er miðaldra og á í basli með að ná saman endum til að sjá þeim far- borða, en Sara er komin á tánings- aldur. Eitthvað annað og verra kvelur Esmu, sem hún reynir að leyna fyrir Söru. Það eitrar líf þeirra beggja og gerir tilveruna á köflum óbærilega. Í Grbavica er velt upp hræðilegri hlið á styrjöldum og afleiðingum þeirra, viðkvæmu máli, sem líkt og í daglega lífinu er sjaldnast rætt. Zba- nic fékk verðskuldað Gullbjörninn á Berlínarhátíðinni á sl. vetri fyrir þessa afdráttarlausu lýsingu á hryll- ingi sem fólk verður að burðast með það sem það á ólifað og hvernig hann eitrar líf einstaklinga sem ekkert hafa brotið af sér. Eftir hildarleikinn verða þeir sem eftir lifa ekki aðeins að búa við minn- ingarnar, ástvina- og eignamissi, þeir verða að meta lífið upp á nýtt. Esma, sem þrælar í tvöfaldri láglaunavinnu, og maður sem hún kynnist og vinnur skítverkin fyrir glæpamanninn hús- bónda sinn voru bæði í háskólanámi áður en hörmungarnar skullu á. Það eru smámunir í samanburði við vand- ann sem ekki er ræddur. Grbavica er framúrskarandi vel gerð og leikin. Zbanic, sem einnig er handritshöfundur, sneiðir hjá væmni og segir tæpitungulaust frá og hittir áhorfandann í hjartastað. Meðan á uppgjörinu á milli mæðgnanna stend- ur virkar það grimmt og hlífðarlaust frá hendi Esmu, en hún á ekki ann- arra kosta völ, það verður ekki þagað lengur. Eftirhreytur stríðs KVIKMYNDIR RIFF 2006: Tjarnarbíó Leikstjóri: Jasmila Zbanic. Aðalleikarar: Mirjana Karanovic, Luna Mijovic. 91 mín. Bosnía/Hersegóvína o.fl. 2005. Grbavica  Sæbjörn Valdimarsson Fréttir í tölvupósti www.leikfelag.is 4 600 200 Kortasala enn í gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 8. okt kl. 17 UPPSELT - 5. kortasýn Lau 14. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna! Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT Sun 15 okt kl. 16 UPPSELT Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 Næstu sýn: 29/10, 5/11, 12/11, Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fim 5. okt kl. 20 3. kortasýn Fös 6. okt kl. 20 4. kortasýn Fim 12. okt kl. 20 5. kortasýn RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14 Sun 22/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Fös 6/10 kl. 20 UPPS. Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 FOOTLOOSE Lau 7/10 kl. 20 UPPS. Sun 8/10 kl. 20 Fim 12/10 kl Lau 14/10 kl. 20 HVÍT KANÍNA Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir hópinn. Í kvöld kl. 20 Fös 6/10 kl. 20 Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 BANNAÐ INNAN 16 ÁRA. Engum hleypt inn án skilríkja. MEIN KAMPF Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20 Lau 14/10 kl. 20 Lau 21/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 LEIKHÚSSPJALL Leikhúsumræður á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Rætt veður um leikverkið Mein Kampf. Fim 12/10 kl. 20 Allir velkomnir. AMADEUS Lau 21/10 kl. 20 frums. UPPS. Bleik kort. Fim 26/10 kl. 20 2.sýning Gul kort. Lau 4/11 kl. 20 3.sýning Rauð kort. Sun 12/11 kl. 20 4.sýning Græn kort Lau 18/11 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 19/11 kl. 20 6.sýning VIÐ ERUM KOMIN-Íd Októbersýning Íd, 2 ný verk: Við erum komin e. Ólöfu Ingólfsdóttur og Hver um sig e.Vaðal. Fim 12/10 kl. 20 fumsýning UPPS. Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Fim 19/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Uppselt Föstudagur 6/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Uppselt Föstudagur 13/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 14/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Uppselt Föstudagur 20/10 kl. 20 Uppselt Laugardagur 21/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22/10 kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu Uppselt Eftir Benedikt Erlingsson Sýningar í september og október fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS tónleikar í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Franck Ollu Einsöngvarar ::: Loré Lixenberg og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Einleikarar ::: Stefan Östersjö og Saxófónkvartett Stokkhólms Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Kent Olofsson ::: Fascia Þuríður Jónsdóttir ::: Flow and fusion Bent Sørensen ::: Intermezzi, úr óperunni Under himlen Tommi Kärkkäinen ::: Isafold’s Eye sköpun heimsins í háskólabíói Jón Leifs ::: Edda I LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00 norrænir músíkdagar Tónleikakynning Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu. Árni Heimir Ingólfsson kynnir efnisskrá tónleikanna. Dagskráin hefst kl. 16. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Boðið er upp á súpu og kaffi. tónleikakynning vinafélagsins 7. sýning fimmtudaginn 5. okt. UPPSELT 8. sýning föstudaginn 6. okt. 9. sýning laugardaginn 14. okt. 10. sýning sunnudaginn 15. okt MÁLÞING SÝNT ER ÚT OKTÓBER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.