Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Og eins og þú sérð er Höfða-liðið ekki aldeilis búið að gleyma þér, mr. Gorbatsjov.
VEÐUR
Tónlistarþættir Jónasar Sen í rík-issjónvarpinu á sunnudags-
kvöldum eru einfaldlega frábærir.
Þar koma saman miklir tónlistar-
menn og spyrill, sem sjálfur hefur
gríðarlega þekkingu á tónlist, ver-
öld tónlistarinnar, tónskáldunum
sjálfum og sálarlífi tónlistarmanna.
Niðurstaðan af þessari samansöfn-uðu þekk-
ingu og miklum
hæfileikum eru
einhverjir beztu
þættir, sem hér
hafa sést í sjón-
varpi.
Þættirnir erubæði RÚV og
stjórnandanum til
mikils sóma.
Það er áhugavert að kynnast hug-arheimi þeirra íslenzku tónlist-
armanna, sem nú eru í fremstu röð.
Þegar Jónas Sen spurði GunnarKvaran sellóleikara í gærkvöldi
hvað tónlist væri kom merkilegt
svar sem sagði mikla sögu bæði um
tónlistina og listamanninn sjálfan.
Það er rétt hjá Gunnari Kvaran aðí tónlistinni er fólginn mikill
kærleikur og áreiðanlega rétt, að þá
fyrst, þegar egó listamannsins sjálfs
er ekki að þvælast fyrir honum get-
ur hann orðið sá farvegur, sem skil-
ar meistaraverkum tónlistarinnar til
annarra.
Samtal þeirra Jónasar Sen ogGunnars Kvaran um Róbert
Schumann var áhugavert. Schu-
mann þjáðist af geðhvarfasýki, sem
engin lyf voru til við þá. Hann samdi
sín mestu og beztu verk í maníu.
Síðustu daga og vikur hefur mikiðverið rætt um geðlyf. Gunnar
sagði réttilega að hefðu þau verið til
á tíma Schumans hefði verið hægt
að hjálpa honum. En þá stendur eftir
spurningin: hefðu sum hinna miklu
og í sumum tilvikum undurfögru
verka Schumans þá orðið til?
STAKSTEINAR
Jónas Sen
Frábærir sjónvarpsþættir
SIGMUND
!
"#
$ %&
' (
)'
* +,
- %
.
/
*,
01 0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
!!
"
!!
"
#
$##
9
)#:; %%
!
"
#
$%
&
'
(
)
) ##: )
& '( % %' %
)
<1 <
<1 <
<1
&(
! %*
!#+%, !-
= ,
<6
.%!
( % /% %
$##
%
%! !% % !
!#0
<6
.%!
( % /% %
$##
%
%! !% % !
!#0
5
1 >
7
1 ! /%%+%' %
)!#!% !%
' %(
!!% 0%2 %
/% !
)
%
% !%
0%%3 %%
%%
%# !%!!!% %' !
!#/%!!%%
%% % 0
4$ % %55
! % %2 %*
!#
2&34 ?3
?)<4@AB
)C-.B<4@AB
+4D/C (-B
0 /
/
0
0 0
0
0 06
0
60
60 60
06
0
/
/
/
/6
/
/
/6
/
/
/6
/
/
/6
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir
alþingismaður stefnir á 4. sætið í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík, sem
haldið verður 11.
nóvember næst-
komandi. Það er
sama sæti og
hún fékk í próf-
kjöri flokksins
fyrir síðustu
þingkosningar
og skipaði hún
því 2. sæti á list-
anum í Reykja-
víkurkjördæmi
suður. Prófkjör Samfylkingarinn-
ar er sameiginlegt fyrir bæði
kjördæmin í borginni.
Ásta Ragnheiður hefur setið á
Alþingi frá 1995. Hún hefur barist
fyrir auknum réttindum almenn-
ings og framförum í heilbrigðis-
og tryggingamálum og nýtur þar
yfirburðaþekkingar og reynslu
sinnar af þeim málaflokkum. Auk
þess að vera ötull talsmaður í vel-
ferðarmálum hefur Ásta Ragn-
heiður lagt mikla áherslu á um-
bætur m.a. í félagsmálum,
samgöngumálum og ferðamálum.
Hún hefur setið í ýmsum nefndum
þingsins og á nú sæti í heilbrigðis-
og trygginganefnd og umhverfis-
nefnd Alþingis.
Býður sig
fram í
4. sætið
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
HÁSKÓLI Íslands og Vinnslustöðin
í Vestmannaeyjum auglýsa á næstu
dögum eftir umsækjendum um styrk
til doktorsnáms í fiskifræði þar sem
gert er ráð fyrir umfangsmiklum
rannsóknum á veiðum og atferli
humars í því skyni að auka arðsemi
humarveiða. Verkefnið verður unnið
við Háskóla Íslands og fræðasetrið í
Vestmannaeyjum í samvinnu við
Rutgers University í New Jersey í
Bandaríkjunum. Umsjónarmaður
þess er Guðrún Marteinsdóttir, pró-
fessor í fiskifræði. Haft er eftir henni
í fréttatilkynningu að Vinnslustöðin
hafi haft frumkvæði að samstarfinu
og þetta sé fyrsta rannsóknarverk-
efnið á sínum vegum sem sjávarút-
vegsfyrirtæki hafi beinlínis óskað
eftir.
Umtalsverð afföll eiga sér stað við
humarveiðar. Allt að fjórðungur
aflans skemmist vegna þess að skelj-
ar brotna eða klær slitna af humr-
inum, sem leiðir að sjálfsögðu til
rýrnunar verðmætis þessa hluta
aflans. Rannsóknarverkefninu er
ætlað að varpa ljósi á það sem gerist
við veiðarnar, finna leiðir til að draga
úr skemmdum á hráefninu og auka
þar með aflaverðmætið.
Doktorsneminn mun njóta góðs af
reynslu manna við Rutgers-háskóla
en þeir hafa nýtt margvíslega tækni
til að skoða áhrif veiðarfæra og sjáv-
arróts á botnsamfélög út af strönd-
um New Jersey. Áhugi er fyrir að út-
færa verkefnið enn frekar síðar og
setja upp náttúrulegt umhverfi hum-
ars í rannsóknarstofu. Unnið er að
því að setja upp slíka aðstöðu með
hjálp Sandgerðisbæjar.
Rannsaka saman
atferli humars
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Ábyrgð Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir að fyrirtækið ráði yfir 16% aflaheimilda í humri og því fylgi sú
ábyrgð að umgangast auðlindir sjávarins af virðingu og ábyrgð.