Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heldur liðunum liðugum! Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg. Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 30/34 Staksteinar 8 Brids 35 Veður 8 Menning 36/40 Úr verinu 12 Leikhús 38 Viðskipti 13 Myndasögur 40 Erlent 14/15 Dægradvöl 41 Menning 16 Staður og stund 42 Vesturland 17 Bíó 42/43 Daglegt líf 18/23 Víkverji 44 Forystugrein 24 Velvakandi 44 Umræðan 26/30 Stjörnuspá 45 Bréf 30 Ljósvakar 46 * * * Innlent  Verið er að kynna bændum þann möguleika að stofna rekstr- arfélag um mjólkuriðnað sem samanstanda mun af MS, KS og Norðurmjólk ef af verður. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er búið að kynna flestum bændum á Suðurlandi hugmyndir að stofnun slíks rekstrarfélags og kynning norðan heiða stendur nú yfir. » 48  Það sem af er þessu ári hafa fleiri konur komið í Kvenna- athvarfið en allt árið í fyrra, en komum í athvarfið hefur fjölgað síðustu árin. Í ár eru komur í at- hvarfið þegar orðnar 580 en í fyrra voru þær 557 og 531 árið 2004. 90% þeirra kvenna sem koma í athvarfið nefna andlegt of- beldi sem eina af ástæðum kom- unnar en það getur m.a. falið í sér að eiginmaður einangri konuna, stýri peningamálum hennar, hóti henni og niðurlægi. » 48  Hin mikla þátttaka útlendinga í vinnu við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi kemur á óvart, að mati Kjartans Ólafssonar lektors við Háskólann á Akureyri sem rannsakar ásamt fleirum sam- félagsáhrif virkjunar- og stór- iðjuframkvæmda eystra. Hann tel- ur ekki að stórir hópar fólks bíði í ofvæni eftir því að fá að flytja austur og segir ekki sjáanlegan hvata til að rífa sig upp og flytja þegar mikill uppgangur er í sam- félaginu. » 1 Erlent  Norður-Kóreumenn hafa mót- mælt ályktun sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardag og kveður á um refsiað- gerðir gegn kommúnistastjórninni í Pyongyang vegna deilunnar um kjarnorkutilraunir hennar. Álykt- unin var samþykkt einróma og leiðtogar flestra ríkja heims hafa fagnað henni. Ágreiningur er þó um hvernig framfylgja eigi ákvæð- um ályktunarinnar. » 14  Forseti Ísraels, Moshe Katsav, á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðganir, kynferðislega áreitni, svik og embættisglöp. Lögreglan lagði til í gær að forsetinn yrði ákærður og búist er við að rík- issaksóknari Ísraels taki ákvörðun í málinu á næstu dögum. » 1 RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru í stóra fíkniefnamálinu sem varðar smygl á 25 kg af fíkni- efnum til landsins í apríl sl. Fíkni- efnin fundust í innfluttum bíl við Reykjavíkurhöfn við hefðbundið eftirlit tollvarða og sæta fjórir menn ákæru vegna málsins. Þess er beðið að málið verði þingfest fyrir héraðsdómi en þar verður ákærðu gefinn kostur á að tjá sig um ákæruatriðin. Þrír mannanna sátu í gæsluvarðhaldi um fimm mánaða skeið og kærðu gæsluvarðhaldsúrskurði sína til Hæstaréttar sem staðfesti úr- skurði héraðsdóms jafnóðum, eða allt þar til rétturinn taldi nóg kom- ið í byrjun september og sleppti mönnunum þar sem ekki var komin fram ákæra í málinu. Þarna er um að ræða þrjá Íslendinga en fjórði sakborningurinn er Hollendingur og situr hann enn í gæsluvarðhaldi þar sem hann hefur unað úrskurð- um héraðsdóms. Ákært vegna 25 kg af fíkni- efnum MARKARFLJÓTIÐ hafði breytt sér talsvert og lá alveg upp að bakkanum þannig að það var kannski glannaskapur að fara út í, en svona er nú lífið,“ segir Rafn Guðmundsson sem lenti í vand- ræðum á jeppa sínum í ánni á laugardag. Jeppinn fór stjórnlaust niður með ánni og valt að lokum en þremenningunum var bjargað af liðsmönnum Flugbjörg- unarsveitarinnar á Hellu og Björg- unarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Rafn hrósar björg- unarmönnum sínum. „Við héngum upp undir klukku- tíma á bílnum og það fór bara vel um okkur.“ Rafn telur að bíllinn hafi borist 100 metra niður með ánni áður en hann stöðvaðist á eyri. Þegar bíllinn valt tókst mönnunum að opna dyr og skríða upp á bílinn. Mennirnir voru á óbreyttum Pajero-jeppa og voru ásamt fé- lögum sínum í jeppalest á leið yfir ána þegar óhappið varð. Ljósmynd/Nína Karen „Kannski glannaskapur“ ALÞÝÐUSAMBANDIÐ og Neyt- endasamtökin eru sammála um að það muni skila sér í aukinni hag- kvæmni og lægra matvælaverði til neytenda ef flutt verður inn nýtt kúa- kyn hingað til lands. „Alþýðusambandið hefur að sjálf- sögðu ekkert við það að athuga að flutt verði inn nýtt kúakyn, heldur þvert á móti,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ. „Meðan svokölluð sjömannanefnd starfaði á árunum 1990 til 1995 var raunveru- legt samstarf milli aðila vinnumark- aðarins og bænda um skipulags- breytingar í landbúnaði. Í þessari nefnd var samkomulag um að flytja inn nýtt kjúklingakyn og nýtt svína- kyn og hafa þær ákvarðanir verið öll- um til gagns, enda var með þeim hætti verið að nýta þau kyn sem skil- uðu bestu hagkvæmninni og fram- leiðninni,“ segir Gylfi og segir það landbúnaðinum fyrir bestu, þegar til lengri tíma sé litið, að reynt sé með öllum ráðum að auka bæði hag- kvæmni og framleiðni, hvort sem er í framleiðslu á kjúklingum, svínakjöti eða mjólk. Mun ekki hafa mikil áhrif „Það er ljóst að það mun auka nyt kúnna og íslenskur mjólkuriðnaður yrði samkeppnishæfari, því með auk- inni nyt verður framleiðslan ódýrari og iðnaðurinn samkeppnishæfari,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. „Ég minni á að allt að 40% lækkun tolla, sem eru svo háir fyrir, mun ekki hafa nein gríðarleg áhrif á mjólkuriðnaðinn þar sem tollarnir verða eftir sem áð- ur mjög háir. Ég á því mjög erfitt með að skilja þessa taugaveiklun í mjólkurbændum,“ segir Jóhannes. Fylgjandi nýju kúakyni Jóhannes Gunnarsson Gylfi Arnbjörnsson ÁRNI Páll Árnason, sem á árunum 1992–1994 var aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar er hann var utanríkisráðherra og tekur nú þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, segist hafa fengið aðvörun varðandi það að sími hans væri hleraður á vormánuðum 1995. „Ég tók það strax alvarlega, enda ég í þannig stöðu. Ég var starfsmað- ur á varnarmálaskrifstofunni og var að fara til Atlantshafsbandalagsins,“ sagði Árni Páll. Talaði ógætilega í síma Hann sagði að nokkrum dögum síðar hefði hann talað ógætilega um þetta í síma, þ.e. hann hefði sagt undan og ofan af því að einhverjir kynnu að vera að fylgjast með eða eitthvað í þá áttina. „Þá er aftur haft samband við mig daginn eftir og ítrekað við mig að ég skuli taka þess- ari aðvörun alvarlega, því það sé ver- ið að fylgjast með mér. Eftir það tók ég þessu mjög alvarlega og gætti mín mjög vel,“ sagði hann einnig. Árni Páll sagð- ist aðspurður ekki vilja vera með getgátur um það hverjir þarna hefðu átt hlut að máli, en þarna hefði verið um innlenda aðila að ræða og hann hefði frekar gert ráð fyrir að um opinbera aðila væri að ræða. Hann sagðist ekki vita hvenær þessum hlerunum hefði verið hætt, en hann hefði nokkrum mánuðum síðar farið til starfa hjá Atlantshafs- bandalaginu. Árni Páll sagðist ekki geta upplýst það hver hefði aðvarað hann í þess- um efnum. Hann væri bundinn trún- aði varðandi það. Aðvaraður um símahlerun Árni Páll Árnason fékk í tvígang að- varanir um að sími hans væri hleraður Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.