Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Roy Vi-ner-Smith Jóns- son (Óli Smith) fæddist 22. október árið 1941. Hann lést 24. september síð- astliðinn í Kúala Lúmpúr í Malasíu, 64 ára að aldri. Móðir hans, Jóna Björnfríður Jóns- dóttir (Bíbí), var ís- lensk en faðirinn, Leslie Viner-Smith, enskur. Bróðir Óla er John Viner Smith, búsettur í Alaska, hálf- systur þeirra eru Adair Bastin, býr í Kanada, og Margaret Cunn- ingham, býr í Texas. Óli var alinn upp hjá afa sínum og ömmu, Jóni Rögnvaldssyni og Jónfríði Ólafsdóttur, í Hátúni 3 í Reykjavík. Þegar Óli hafði lokið versl- unarprófi og fengist um hríð við sjómennsku hóf hann störf við flugmál sem urðu síðan hans ævi- starf. Á sjöunda tug síðustu aldar var Óli sendur til Glasgow. Þar kynntist hann Margaret McCor- mick sem var samstarfsmaður hans. Margaret og Óli gengu í hjónaband árið 1963. Þau fluttu til Íslands og þar fæddust börn þeirra tvö, Elisabet Þór- unn og Jón Gordon. Barnsmóðir Óla er Anna Guðmunds- dóttir. Börn þeirra eru Eiríkur Karl og Kristín. Árið 1974 flutti fjölskyldan til Kaupmannahafnar þar sem Óli vann hjá Flugfélagi Ís- lands (Icelandair). Eftir þriggja ára starf þar fluttist fjölskyldan síðan til London þar sem Óli tók við starfi stöðvarstjóra. Auk starfa sinna sem stöðvarstjóri á Heat- hrow var Óla falið að ferðast til Afríku og Austurlanda nær til að annast leiguflug á þeim slóðum. Sams konar störf við leiguflug tók Óli einnig að sér fyrir Arnarflug á sínum tíma og loks fyrir Air Atl- anta Icelandic. Á síðustu árum starfaði Óli hjá Air Atlanta Ice- landic í Kúala Lúmpúr, en við það félag var hann viðloðandi frá stofnun þess. Útför Óla verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Óli Smith er látinn. Móðir hans, Jóna Björnfríður Jónsdóttir, var ís- lensk en faðirinn, Leslie Viner- Smith, enskur. Á meðan faðir hans barðist á hinum ýmsu vígstöðvum í heimsstyrjöldinni síðari og móðirin beið í Englandi var Óli í fóstri hjá afa sínum og ömmu, Jóni Rögn- valdssyni og Jónfríði Ólafsdóttur. Foreldra sína hitti Óli síðan eftir stríðslok í Englandi en kom aftur til Íslands og ólst upp hjá ömmu og afa. Þegar Óli hafði lokið verslunar- prófi og fengist um hríð við sjó- mennsku tók hann til starfa við flug- mál sem urðu síðan hans ævistarf. Það var starfi í sínu sem stöðvar- stjóri á Heathrow-flugvelli sem hróður Óla sem greiðviknasti maður Íslands tók að spyrjast út. Engin leið er að hafa tölu á öllum þeim Ís- lendingum sem Óli var fús að ljá lið- sinni sitt við ýmiss konar vandamál, allt frá því að koma ofurlítilli yf- irvigt með sér heim til þess að losna úr greipum lögreglunnar. Óli varð fljótlega frægur á Heathrow innan um marga stórbrotna persónuleika eins og sjá má af því að þegar hann kvaddi þennan starfsvettvang sinn var það forsíðufrétt í tímariti þessa risaflugvallar, Skyport, og fylgdi fréttinni stór litmynd af Óla. Á starfsferli sem spannaði nær hálfa öld ávann Óli sér virðingu og hylli allra sem að flugmálum starfa á Íslandi og í fjölmörgum öðrum löndum, en meðal farþega var hann þekktur fyrir hjálpsemi sína. Í heimi flugmála voru reynsla hans og sambönd lykill að íslenskri vel- gengni á sviði leiguflugs. Óli var þekktur um víða veröld fyrir gæsku sína, kímnigáfu og vilja til að hjálpa öðrum. Það var eðli hans að gera allt sem í hans valdi stóð til að létta öðru fólki lífið án þess að hugsa um eigin hag. Margir gamlir vinir Óla eiga dýrmætar minningar um ógleymanlega sam- veru og hæfileika hans til að skemmta með frásagnargáfu sinni og nóg voru söguefnin úr viðburða- ríku lífi. Óli vissi fátt betra en að dreypa á góðu viskíi eða koníaki með vinum sínum og reykja góðan vindil þegar hann lagði flugustöngina til hliðar eftir góðan veiðidag á Íslandi. Eftir 43 ára sambúð lætur Óli eft- ir sig eiginkonu og uppkomin börn sem munu sakna hlýju hans, glað- værðar og umhyggju fyrir náung- anum. Hann var þungamiðjan í fjöl- skyldu sem dreifð er víða um veröldina og býr í Englandi, á Ís- landi, í Bandaríkjunum og Kanada. John, bróðir Óla, hálfsystur tvær og fjölskyldur þeirra sakna nú vinar í stað – eins og allir sem fengu að kynnast þessum góða dreng. Fjölskyldan í Englandi. Sæll fóstri. Ég held að það sé óhætt að segja að samband okkar hafi verið sérstakt, enda báðir óhefðbundnir í venjum og siðum. Það er hins vegar langt í frá að sam- bandið hafi verið stirt þótt við höf- um í raun ekki þekkt hvor annan. Fjarlægðin gerði það að verkum að við lifðum hugsanlega í draumi um lífið hinum megin heimsins, og sá draumur var borinn uppi af gagn- kvæmri virðingu. Fyrir vikið er það ekki söknuðurinn um það sem var sem svíður sárast, því draumur minn um líf þitt lifir alltaf. Það sem manni svíður mest er allt það sem hefði getað orðið en hvorki varð né verður. Upp á síðkastið var það einkum einn atburður sem sameinaði okkur umfram aðra. Allt frá því að við Júl- íana byrjuðum að búa saman þá hafðirðu reglulega spurt okkur um hvenær von væri á barnabarninu, þig langaði nefnilega svo að verða afi. Ég man því hversu ánægður þú varst þegar þú fréttir það í upphafi árs að von væri á þínu fyrsta barna- barni. Það leyndi sér ekki stoltið, Smith-ættinni væri við bjargandi. Án þess að hafa velt því fyrir mér áður þá fann ég þar fyrst fyrir taug föðurástarinnar, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið sérstaklega áber- andi eða sterk. Það var þarna sem við stigum fyrst niður úr skýjaborg- unum og hittum fyrir blákaldan veruleikann; þú varst að verða afi og við vorum báðir að sturlast af stolti yfir því. En eins og svo oft áð- ur þá gripu örlögin í taumana; tíu dögum eftir að Viktor Óli kom í heiminn þá kvaddir þú hann. Ég þakka þó mínum sæla að hafa náð að senda þér myndir af Viktor Óla og finna hve ánægður þú varst að sjá hann, en það er samt ólýsanlega sárt að þú hafir ekki náð að halda á honum og hitta hann. Það versta er að það munaði svo litlu, aðeins örfá- um dögum. Sjálfur var ég búinn að lifa í dagdraumum um þessi einu augnablik því ég veit hvað hann var þér mikið hjartans mál. Ég get rétt ímyndað mér hvað þú hefur verið spenntur eftir allan þennan tíma. Það mun samt sem áður ekki koma í veg fyrir að Viktor Óli muni lifa sama draum ég hef um þig. Hann á eftir að heyra allar sög- urnar, allt það skrýtna og undur- samlega við þig. Hann á eftir að heyra um öll ævintýrin sem þú lent- ir í í fluginu, allar kostulegu veiði- Ólafur Roy Viner-Smith Jónsson UMRÆÐAN ALVEG er það ótrúlegt, hvað margir láta teyma sig á asnaeyr- unum, með þeim stanslausa áróðri manna sem kalla sig náttúruvernd- arsinna, um að það megi ekki virkja. Kárahnjúkavirkjun hefur ekki farið varhluta af þessum áróði, um að það sé verið að skemma ósnortið land fyrir okkur og afkomendum okkar. Hefur þetta fólk hugsað útí það að hvert einasta hús, vegir og brýr ættu að vera í þeirra augum bölvun vegna þess að þar er verið að skemma ósnortið land. Finnst því ekki Reykjavík og nágrenni, sem alltaf breiðist út, hræðileg skemmd á ósnortnu landi, fyrir afkomendur okkar? Eða Bláa lónið sem er til- komið vegna virkjunar, eða flug- vellir ægileg sóun á ósnortnu landi? Eða er þetta fólk aðeins á móti því að breyta ósnortnu landi vegna nauðsynlegrar orku og at- vinnuuppbyggingar, ef viðkomandi land er nógu langt frá Reykjavík? Allavega ætti þetta fólk ekki að nota flugvélar smíðaðar úr áli, sem þarf rafmagn til að framleiða, ef það vill vera sjálfu sér samkvæmt. Þegar ég var lítill drengur í Keflavík fyrir um 65 árum, þá réru sjómenn til fiskjar út á Faxaflóa á smábátum og oft gerðist það á vetrarvertíðinni að bátar fórust, með kannski 5 mönnum hver. Þessir menn voru að afla tekna fyrir sig og fjölskyldu sína, og hættu lífi sínu við það. Þeir vissu það sem sumir virðast ekki vita í dag, að eitt aðalatriðið í lífinu er að hafa vinnu, til að sjá sér og fjöl- skyldu sinni farboða. Enda þurftu menn þá að stunda sína vinnu ef þeir höfðu hana. Margir muna harmagrátinn í mótmælendum virkjunar í Blöndu, hér um árið. Þeir létu þess jafnvel getið í minn- ingargreinum um látna vini sína, að þeir hafi nú verið á móti Blönduvirkjun, kanski í von um að þeir ættu þá greiðari leið til himnaríkis? Vissulega fór nokkurt land undir Blöndulón, en hver minnist á það núna? Lífið er bara þannig að það verður stundum að velja meiri hagsmuni á kostnað þeirra minni. Einnig er á það að líta að nú er ræktað korn á miklu landi á bökk- um Blöndu, sem ekki var hægt meðan hún var óvirkjuð. Blanda er líka meiri laxveiðiá en fyrir virkj- un, vegna þess að hún er hreinni, og fiskurinn veiðist þá einnig ofar. Þá má geta þess að fjöldi unglinga hefur haft vinnu vegna Blöndu- virkjunar á sumrin, og nokkrir menn hafa þar vinnu á veturna. Þá hafa sveitarfélög tekjur vegna virkjuninnar. Ég vil að lokum þakka þeim mönnum sem þorðu að ákveða gerð Kárahnjúkavirkjunnar og annarra virkjana til orkuöflunar, fyrir framsýni og áræði. Ísland væri áreiðanlega ekki orðið þetta fyrirmyndarland sem það er í dag, án þeirra. ÓLAFUR B. JÓNSSON, fyrrverandi bóndi og húsasmiður. Virkjanir á Íslandi Frá Ólafi B. Jónssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KÆRA frú Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Ég heilsa þér og vona að þessar línur mínar hitti þig heila heilsu og í góðu formi líkamlega og and- lega. Ástæðan til að ég kýs að skrifa þér opið bréf er að ég vil vekja athygli þína á viðtali við Snæbjörn Heimi Blöndal, eig- anda Heyrnarstöðv- arinnar, í Morg- unblaðinu 5. okt sl. á bls 10. En jafnframt efni viðtalsins vil ég sýna þér inntak þess í víðara samhengi og líka miðla þér af per- sónulegi reynslu minni, sem ég á lík- lega sameiginlega með fjölda annars fatlaðs fólks. Þetta geri ég ekki til að lítils- virða störf þín í almanna þágu, heldur til að auka umræðu um kjör heyrnarskertra og efla skiln- ing ráðherra og almennings á að- stæðum, sem heyrnarskertir neyð- ast til að búa við. Heyrnarskertir eru ekki hávær hópur, sem hefur ekki lánast að láta til sín heyra eða náð eyrum fjöldans, og síst þeirra, er ráðið geta hag þeirra og vellíðan. Heyrnarskerðing er fötlun eins og hver önnur hindrun á lífs- gæðum. Heyrnarskert manneskja er ekki betur sett en aðrir fatlaðir án hjálpartækja. Sárt er að vita til þess, á velferðartímum góð- æranna, að það sé staðreynd að heyrnarskertum skuli aðeins bjóð- ast 30.800 króna aðstoð til heyrn- artækiskaupa á fjögurra ára fresti, burtséð frá að heyrnartæki kosta frá innan við fimmtíu þús- und upp í kvartmilljón stykkið, eftir styrkleika og umfangi. Óeðlilegt er í hæsta máta að heilbrigðisyfirvöld geri samning aðeins við tvö fyrirtæki á Íslandi, sem ráðstafað geti þessari skamm- arlegu ögn til viðskiptavina sinna og að enginn annar komist að þeirri köku. Ástæða þess að ég sting nú nið- ur penna vegna þessa ósóma er m.a. sú að ég hef í tvígang orðið fyrir órétti vegna þessarar einok- unar, sem heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir í landi, sem státar af viðskiptafrelsi og jöfnuði borg- aranna. Marga fleiri veit ég um, sem hafa orðið fyrir þessu óréttlæti og skammsýni. Mér er tjáð að heil- brigðisráðherra hafi gert sérstakan samn- ing við tvö fyrirtæki (Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands og Heyrnartækni) um að úthluta þessari ögn til sinna viðskiptavina – á fjögurra ára fresti – en aðrir geta bara ró- ið sinn sjó. Þakkarvert er að tekist hefur að stytta þann bið- tíma, sem látinn hefur verið við- gangast eftir ríkisstyrktum heyrn- artækjum. Þessi biðtími var árið 2004 – að minni reynslu – a.m.k. níu mánuðir frá heyrnarmælingu, og augljóst er að á þeim tíma get- ur lélegri heyrn hrörnað verulega, þannig að ógnarlítill óréttlátur ríkisstyrkur – á fjögurra ára fresti – minnkaði í sama hlutfalli. Ofan á þetta bætist að heyrnarskertum stendur ekki til boða að kaupa önnur tæki en þessi forgangsfyr- irtæki hafa á boðstólum, þurfi þeir á ríkisstyrk að halda. Val heyrn- arskertra á hjálpartækjum verður að lúta forsjá og viðskiptahags- munum fyrirtækja. Smáreynslusaga: Ég er í hópi heyrnarskertra og meðlimur félagsins Heyrn- arhjálpar. Ég varð fyrir því óláni í sept. sl. að glata báðum heyrnartækjum mínum suður í Slóveníu á öðrum degi fyrirhugaðrar þriggja vikna dvalar þar. Mér var innanbrjósts eins og ég ímynda mér að löm- uðum manni væri, ef hjólastól hans væri rænt í fjarlægu landi og hann horfði fram á þrjár vikur án gagnslegs sambands við annað fólk. Ég sneri mér því til næsta um- boðsaðila heyrnartækja á þessum slóðum, sem m.a. reyndist hafa umboð fyrir svissnesk heyrn- artæki, sem mér leist vel á vegna vandaðra og fjölbreyttra hjálp- artækja. Þar fékk ég lánuð tæki, sem gátu gagnast mér þá sjö daga sem það tók að panta og smíða hjálpartækin, en þau valdi ég með aðstoð frábærra heyrnar- og heyrnartækjasérfræðinga fyr- irtækisins. Ég reiknaði með að heimkominn til landsins míns fengi ég um- rædda ríkisstyrksögn upp í þenn- an kostnað, ekki síst þar sem ég hafði ekki notið hennar frá árinu 2000–2001. En í örstuttu máli voru sömu svörin hjá „styrksforsjár- skömmtunaraðilum“ ríkisins; Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Tryggingastofnun ríkisins: „Við borgum ekki slíkt!“ – þrátt fyrir að ég hefði fyrir löngu áunnið mér þann rétt, en árið 2004 var mér neitað um endurgreiðslu fyrir heyrnartæki af HTÍ vegna þess að á níu mánuðum, sem ég þurfti að bíða eftir heyrnartækjum, var reglugerð breytt og endur- greiðsluskilyrði lengd úr þremur í fjögur ár, án þess að ég væri var- aður við og bara sagt að borga. Ég hef þá trú að vegna ættar og uppruna takir þú, Siv Friðleifs- dóttir, málefni heyrnarskertra til athugunar og úrbóta, þannig að við, eins og annað fatlað fólk, njót- um skilnings og aðstoðar þinnar og þú leiðréttir þetta óréttlæti, mér er nær að segja ósvinnu. Með virðingu og góðum óskum. Málefni heyrnarskertra Lárus Þorvaldur Guðmundsson skrifar um endurgreiðslu á heyrnartækjum »Heyrnarskerðing erfötlun eins og hver önnur hindrun á lífs- gæðum. Lárus Þorvaldur Guðmundsson Höfundur er fyrrv. prófastur og sendiráðsprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.