Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 37
menning
NORRÆNU tónlistardagarnir í
Reykjavík 2006 náðu frá íslenzku
menningarsjónarmiði séð hápunkti
á laugardag með fyrsta heild-
arflutningi í heimi á „Eddu I“ eft-
ir Jón Leifs (1899–1968). Og raun-
ar frá norrænu einnig, því óratóría
Jóns frá 1939 byggist á hánorræn-
um bókmenntaarfi, eddukvæðum
Konungsbókar. Tónlistin stóð
sömuleiðis á fornorrænum grunni,
eða a.m.k. á kenningum höfundar
um „íslenzkt tónlistareðli“.
Mörkuðu hátíðartónleikarnir
þannig tímamót í okkar tónlist-
arsögu, því ekki kom hér aðeins
fyrir almenningseyru ein stærsta
tónsmíð að umfangi sem til þessa
hafði verið flutt eftir Íslending lífs
eða liðinn, heldur einnig líklega
viðamesta verkið sem samið hefur
verið við elzta kveðskap Norð-
urlanda allt frá því er Wagner
lauk Niflungahring sínum fyrir
140 árum. Og raunar honum til
höfuðs, þar eð Wagner hafði að
áliti Jóns rangtúlkað anda eddu-
kvæða. Ugglaust gerðu nazistar 3.
ríkisins enn betur í þeim efnum.
Það var sérkennileg tilfinning
að setjast í nærri fullsetnu Há-
skólabíói til að heyra þetta 67 ára
gamla skúffuverk við texta Völu-
spár og annarra fornkvæða vakna
til fyrsta lífs. Ekki sízt eftir und-
angengna níu tónleika með nýj-
ustu framúrstefnuverkum bræðra-
þjóðanna. Óneitanlega var maður
sumpart mótaður af fordómum í
garð einfarans sem fyrst fór að
verða kunnur utan landsteina
nærri 30 árum eftir sinn dag og
sem margir hafa kennt við „prímí-
tívisma“ í tóntaki. E.t.v. átti sú til-
finning líka eitthvað skylt við þá
spéhræðslu sem kvæðamenn milli-
stríðsára þóttust kenna gagnvart
útlendingum er skildu hvorki list
þeirra né forsendur. Enda skal
ekki yfir hylmt að ýmsir viðræðu-
menn í hléi brostu misgóðlátlega
út í annað eftir fyrri hlutann –
m.a.s. líka af innlendu bergi. Aðrir
tóku hins vegar verkinu með af-
dráttarlausum fögnuði.
Það er varla nema von að jafn-
óbilgjarn einstrengingsmaður og
Jón Leifs nái enn að skipta áheyr-
endum í tvær andstæðar fylk-
ingar. En hvernig sem mönnum
líkar annars tónlist hans, þá þekk-
ist hún þó á örfáum sekúndum, og
það er meira en sagt verður um
flesta tónhöfunda af hans kynslóð.
Sjálfur varð ég óvissari í minni
sök en nokkru sinni fyrr. Því þrátt
fyrir aðkenningu af hlustunardoða
eftir háværustu kafla fyrrihlutans,
einkum vegna þess hvað hljóma-
ferlið, stutt linnulitlum óreglu-
legum áherzlum, virtist oft slæv-
andi kyrrstætt þrátt fyrir á
köflum eitilhvassa hljóðfæra-
meðferð, þá brá á hinn bóginn
einnig fyrir áhrifamiklum og bráð-
fallegum stöðum. Aðallega þegar
hamaganginum var gefið frí, t.a.m.
í „Nótt, morgunn“ (8.) og „Viðr,
sumar, logn“ (11.). Því þó að sam-
felldustu massakaflarnir stöppuðu
fljótt nærri sjálfseyðandi ofhlæði,
þá sýndu kyrrlátt streymandi
náttúrustemningarnar í stundum
frábærri orkestrun að tónskáldið
gat einnig höfðað til hins ljóðræna
hjartalags svo eftir sat.
Hitt er svo annað mál að með-
ferð Jóns á kórmiðlinum, að víða
óskýrri textafrösun meðtaldri,
jaðraði ósjaldan við misnotkun á
mannsröddinni, jafnvel þótt
Schola cantorum skilaði sínu nán-
ast eins og það væri þeim daglegt
brauð. Fór þar því líklega glæsi-
legasta frammistaða kvöldsins, þó
að einsöngvararnir tveir stæðu sig
einnig með stakri prýði. Sama gilti
um hljómsveitina sem lék und-
antekningalítið með glæsilegri
norrænni snerpu fornri undir
vandvirkri stjórn Hermanns Bäu-
mers.
Upprisa úr ginnungagapi
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Norrænir músíkdagar –
Háskólabíó
Flytjendur: Gunnar Guðbjörnsson tenór,
Bjarni Thor Kristinsson bassi, Schola
cantorum (kórstjóri Hörður Áskelsson)
og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn-
andi: Hermann Bäumer.
Laugardaginn 14. október kl. 17.
Jón Leifs: Edda I – Sköpun heimsins
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tónleikar „Það var sérkennileg tilfinning að setjast í nærri fullsetnu Háskólabíói til að heyra þetta 67 ára gamla skúffuverk,“ segir m.a í dómnum. Hörð-
ur Áskelsson kórstjóri fagnar ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Schola cantorum að loknum tónleikunum á laugardaginn.
EFNISSKRÁ tónleika Blásara-
sveitar Reykjavíkur í Seltjarnar-
neskirkju sl. laugardag var ekki í
sömu röð og tilgreind var í litlu
bókinni sem inniheldur heildar-
dagskrá Norrænna músíkdaga.
Þetta er ekki eina dæmið um mis-
tök við gerð bókarinnar, sem þar
fyrir utan er full af stafsetningar-
og málvillum. Hefði ekki þurft próf-
arkalesara við vinnslu hennar?
Tónleikarnir, sem voru klukkan
tvö, hófust á verkinu „Overture“
eftir Ingvar Karkoff, ekki „Re-
gions“ eftir Antti Auvinen eins og
sagði í bókinni. Fyrrnefnda tón-
smíðin hljómaði fremur flatneskju-
lega í nokkuð bjöguðum leik sveit-
arinnar og var greinilega um
upphitunarstykki að ræða.
„Crescit Eundo“ eftir Atla K .
Petersen var mun skemmtilegra;
tónlistin var einstaklega fjörleg og
leystist upp í hálfgerða dansmúsík í
lokin. Flutningurinn var líka tals-
vert vandaðri.
Hið fyrrgreinda „Regions“ eftir
Auvinen var sömuleiðis magnað og
einkenndist af seiðandi stemningu
sem var prýðilega útfærð af hljóm-
sveitinni. Munaði töluvert um afar
krefjandi píanópart sem Bjarni Frí-
mann Bjarnason leysti af hendi
með glæsibrag.
„Sinfonietta“ eftir Herbert H.
Ágústsson var jafnframt áheyrileg,
allar tónhugmyndir voru settar
fram á hnitmiðaðan hátt og manni
leiddist aldrei. Og „Shapes“, „Frag-
ments“ and „Refrains“ eftir Úlfar
Inga Haraldsson var fallegt; mynd-
rænna og meira í ætt við kvik-
myndatónlist en annað á dag-
skránni.
Kjartan Óskarsson stjórnaði
Blásarasveitinni og gerði það fag-
mannlega. Margir meðlima hljóm-
sveitarinnar eru nemendur og það
heyrðist. En leikgleðin var ekkert
síður auðfundin; fyrir vikið skiptu
misfellur í flutningi minna máli en
ella.
Blásið af gleði
Jónas Sen
TÓNLIST
Norrænir músíkdagar –
Seltjarnarneskirkja
Tónlist eftir Ingvar Karkoff, Atla K. Pet-
ersen, Antti Auvinen, Úlfar Inga Haralds-
son og Herbert H. Ágústsson. Laugardag-
inn 7. október.
Kammertónleikar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni