Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 17
VESTURLAND
Alþingismennirnir Birgir Ármannsson (D)
og Helgi Hjörvar (S) takast á um heitu málin
næsta vor á kappræðufundi
á CaféVictor (efri hæð)
nú í kvöld kl. 20.00.
Stjórnandi verður
EyrúnMagnúsdóttir.
Allir velkomnir,
ókeypis aðgangur.
VÍGLÍNAN
næsta vor
Umhvað verður kosið
í alþingiskosningunum?
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
gve@ismennt.is
Borgarnes | Sigríður Ævarsdóttir er hómópati
manna og hesta og rekur stofuna Heilsubót í
Borgarnesi. Hún ólst upp í Kópavogi en flutti
vestur þegar hún var að eltast við manninn
sinn, Benedikt Líndal. Þau búa á Staðarhúsum
og eiga fjögur börn á aldrinum 2 til 22 ára.
„Ég opnaði stofuna í mars, þegar yngsta
barnið fékk pláss á leikskólanum, en áður hafði
ég stundað þetta heima frá því ég kláraði nám-
ið 2002. Mér fannst að ég þyrfti að fara með
þetta nær fólkinu og verða sýnilegri.
En hvers vegna fór hún að læra hómópatíu?
„Mig langaði alltaf að læra eitthvað heilsu-
tengt og velti fyrir mér sjúkraþjálfaranámi
eftir stúdentspróf. Í staðinn fór ég að eiga
börnin og hafði á þeim tíma ekki hugmynd um
að hómópatía væri til. Við rákum ferðaþjón-
ustu á Staðarhúsum, hestaferðir og slíkt, og þá
kom til okkar mikið af útlendingum. Við áttum
hest sem var með að því er virtist ólæknandi
sýkingu, hann hafði fengið hefðbundna með-
höndlun í eitt og hálft ár, sýklalyf og smyrsl,
en ekkert virkaði. Þá var það manneskja frá
Sviss sem fékk mér glas með litlum kúlum til
að gefa hestinum. Ég tók við þessu og gaf hon-
um, mest fyrir kurteisissakir, en hestinum
batnaði.“ Eftir þetta segir Sigríður að áhugi
sinn hafi verið vakinn og fór hún að læra
hómópatíu fyrir hesta. Það var fjarnám frá
þýskum skóla en þegar hún sá auglýst nám
hérlendis í hómópatíu ákvað hún að drífa sig í
það líka. „Það var eðlilegt framhald fyrir mig
að læra þetta. Þetta er breskur skóli sem heitir
„College of Practical Homeopathy“ og er með
útibú hér. Námið tekur fjögur ár og ég varð al-
veg frelsuð ef svo má segja. Það var virkilega
skemmtilegt og vinnan við þetta er það einnig.
Ég er algjörlega komin á rétta hillu.
Meðhöndlar ójafnvægi
Hómópatía er yfir 200 ára gömul aðferð og
byggir á lögmálinu að lækna líkt með líku. Ef
heilbrigðum einstaklingi er gefið ákveðið efni
framkallar það einkenni og læknar sömu ein-
kenni hjá sjúkum einstaklingi þegar það er
gefið sem hómópatalyf. „Íslenska orðið yfir
hómópatíu er smáskammtalækningar og er
gamalt heiti alveg eins og grasalækningar, en
við megum ekki kalla okkur lækna. Það mega
bara þeir sem eru menntaðir í vestrænum
læknisfræðum. Ég má heldur ekki auglýsa en
verð að segja að ég get ekki verið annað en
ánægð með viðtökurnar,“ segir Sigríður. Stof-
an er opin alla virka daga kl. 9–15. En er hægt
að lifa á því að vera hómópati?
„Ég veit ekki hvort ég má segja að þetta sé
dýrt áhugamál, því ég lifi ekki á þessu. Að-
sóknin kemur svolítið í bylgjum, en þetta er lít-
ið samfélag og þetta spyrst úr. Ég er með tæki
sem tengt er við tölvuna, það er bæði orku-
greining og orkumeðferðartæki. Með því er
hægt að nema fíngerðar breytingar í líkams-
starfseminni, orkustíflur og nema orkuflæðið
og hvert líkaminn er að beina orkunni. Svo
meðhöndla ég þetta ójafnvægi sem það finnur.
Fólk kemur voða mikið til mín ef það er þreytt
eða orkulaust.“
Í Heilsubót er ein spennandi nýjung, Óson-
klefinn. „Já, þetta er ein aðferð af mörgum til
að nota óson, þessi klefi er þægilegur í fram-
kvæmd, eins og gamaldags gufubað. Fólk sest
inn í klefann, höfuðið stendur upp úr. Inni í
klefanum er hiti og gufa og svo er ósoni dælt
inn. Það fer í gegn um húðina og hefur reynst
gagnlegt fyrir ýmsa húðkvilla, sveppasýk-
ingar, síþreytu, gigt, þetta er svona alhliða
hreinsun. Óson hefur verið notað erlendis af
læknum og dýralæknum en lítið hérlendis.
Sigríður segist vera að taka klefann í gagnið
og bendir á að notkun hans sé hættulaus með
öllu, passa þurfi bara að anda þessu ekki að sér
þar sem óson erti lungun.
Vill fá uppbyggingar-
miðstöð á Vesturland
Sigríður segist hafa mikinn áhuga á heilsu
barna. „Það virðast vera svo mörg vandamál
tengd heilsufari barna, bæði andleg og lík-
amleg og ekki síst atferlisleg. Ég hef verið
með á mínum snærum einhverfan strák sem er
fimm ára. Foreldrar hans eru að meðhöndla
hann samkvæmt minni forskrift, ég ráðlegg
alls kyns bætiefni, úthreinsanir á eiturefnum,
athuga þarf með fæðuóþol og meðhöndlun með
hómópataefnum. Það eru miklar framfarir hjá
drengnum, hann er farinn að segja setningar
og mynda tengsl við önnur börn. Ég er sann-
færð um að það hægt að gera gríðarlega margt
fyrir börn, athuga t.d. með fæðuofnæmi og
fleira í þeim dúr sem hefur áhrif á heilsu.“
Hvað varðar framtíðarsýn hugsar Sigríður
stórt og segir það vera sína von að fá uppbygg-
ingarmiðstöð á Vesturlandi fyrir fólk með
króníska sjúkdóma. „Ég tel að það sé hægt að
meðhöndla svo margt sem erfiðlega gengur að
meðhöndla núna, s.s. gigtarsjúkdóma, síþreytu
og jafnvel krabbamein með annarri nálgun og
meira uppbyggjandi aðferðum en nú er gert og
ná betri árangri.“
Hómópatíumeðferð við erfiðum sjúkdómum
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Önnur nálgun Sigríður Ævarsdóttir í Heilsubót í Borgarnesi meðhöndlar menn og hesta.
ÖRYRKJABANDALAGIÐ hefur
krafist þess að fjármálaráðherra,
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins og aðrir starfsmenn ráðuneytis-
ins víki sæti við meðferð máls er lýt-
ur að staðfestingu samþykkta
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda frá
því fyrr á þessu ári. Í tilkynningu
bandalagsins, dags. 10. okt. sl., er
vísað til þess að ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins sé formaður
stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisrétt-
inda og því vanhæfur við meðferð
málsins hjá ráðuneytinu.
Vegna umræddrar kröfu Öryrkja-
bandalagsins vill fjármálaráðuneytið
taka eftirfarandi fram:
Fyrir liggur að starfsmenn ráðu-
neytisins hafa fyrir hönd ráðherra
staðfest breytingar á samþykktum
nokkurra lífeyrissjóða, m.a. Söfnun-
arsjóðs lífeyrisréttinda, en breyting-
arnar lúta m.a. að ákvæðum um ör-
orkulífeyrisgreiðslur. Um stað-
festingar á breytingum samþykkta
er fjallað í 28. gr. laga nr. 129/1997,
um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða. Þar kem-
ur fram að allar breytingar á sam-
þykktum lífeyrissjóðs skuli tilkynna
fjármálaráðherra og að þær öðlist
ekki gildi fyrr en ráðherra hefur
staðfest að þær fullnægi ákvæðum
laganna og ákvæðum gildandi sam-
þykkta fyrir viðkomandi lífeyrissjóð,
að fenginni umsögn Fjármálaeftir-
litsins. Staðfesting ráðuneytisins á
breytingum samþykkta fer því eftir
lögákveðnu ferli þar sem annað
stjórnvald leggur efnislegt mat á
breytingarnar hverju sinni.
Samkvæmt framansögðu er ljóst
að svigrúm fyrir ómálefnaleg sjón-
armið við afgreiðslu mála er lúta að
staðfestingum á breytingum á sam-
þykktum lífeyrissjóða er ekki til
staðar. Sú staða að ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins sé jafnframt
stjórnarformaður þess lífeyrissjóðs
sem biður um staðfestingu fjármála-
ráðuneytisins á breytingum á sam-
þykktum sjóðsins getur því ekki að
neinu leyti haft áhrif á þau sjónar-
mið er að baki slíkri staðfestingu
liggja.
Þá vill ráðuneytið benda á að
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins ritaði ekki undir staðfestingu á
breytingu á samþykktum Söfnunar-
sjóðs lífeyrisréttinda. Aðrir starfs-
menn ráðuneytisins gerðu það fyrir
hönd ráðherra. Hið staðlaða orðalag
,,fyrir hönd ráðherra“ merkir að þeir
sem skrifa undir viðkomandi bréf
gera það í umboði ráðherra. 3. málsl.
5. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga
kveður skýrt á um að verði undir-
maður vanhæfur til meðferðar máls
leiði það ekki til þess að næstu yf-
irmenn hans verði vanhæfir til með-
ferðar þess. Þar sem ráðherra er
ekki vanhæfur til meðferðar þess
máls er hér um ræðir geta undir-
menn hans því eðli máls samkvæmt
ekki verið vanhæfir til að afgreiða
það fyrir hönd ráðherra.
Burtséð frá ofangreindu verður
ekki séð að í ljósi þeirra aðstæðna
sem uppi eru í umræddu máli eigi
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins sérstakra og verulegra hags-
muna að gæta í skilningi 5. tölul. 1.
mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Ráðu-
neytisstjóri er skipaður af fjármála-
ráðherra sem stjórnarformaður
sjóðsins á grundvelli laga nr. 155/
1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisrétt-
inda. Hlutverk stjórnarmanna er
lögákveðið, samanber ákvæði 4. gr.
fyrrgreindra laga og ákvæði laga nr.
129/1997, um skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda og starfsemi lífeyris-
sjóða.
Með vísan til framangreindra
raka hefur fjármálaráðherra hafnað
kröfu Öryrkjabandalagsins um að
fjármálaráðherra, ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins og aðrir
starfsmenn ráðuneytisins víki sæti
við meðferð máls er lýtur að stað-
festingu á breytingum á samþykkt-
um Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
Fjármálaráðherra
víkur ekki