Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 33 Takk fyrir útilegurnar. Takk fyrir að kenna allri fjölskyldunni að syngja saman. Takk fyrir lagið sem þú ein kunnir. Takk fyrir að fara með okkur frændsystkinin í Hellis- gerði, kaupa handa okkur ís og segja okkur sögur af álfum. Takk fyrir jurta-, steina- og dýraríkið. Takk fyrir að leyfa mér að búa í kjallaranum þínum. Og takk fyrir að kenna mér að leggja kapal og meta kjúkling. Nú ertu farin frá okkur en minningarnar um þig munu ávallt fylgja okkur. Takk fyr- ir okkur. Hlynur Páll. Í dag kveðjum við elsku móð- ursystur mína, Þorbjörgu Jónsdótt- ur. Þorbjörg fæddist á Fagranesi á Langanesi 13. september 1921 og var fimmta í röðinni af sjö systk- inum. Elstir voru þrír bræður og þar á eftir fjórar stúlkur. Þau fæddust á tíu árum. Júlía, sú yngsta, lifir systkini sín, en hin eru nú öll látin á örfáum árum. Móðir mín, Anna Jónína, lést hinn 6. apríl sl. Þau ólust upp í Fagranesi, en þaðan fluttu þau í Blakksgerði, síð- ar Syðri-Grund í Svarfaðardal. Fjölskyldan upplifði mikla erfið- leika á æskuárum Þorbjargar, en erfiðleikar og sorg hafa styrkt fjöl- skylduna og þroskað og gert hana samheldnari. Það voru alltaf náin tilfinninga- tengsl milli systkinanna og hittumst við oft mörg saman á árum áður. Við Jens, sonur Þorbjargar, vorum jafnaldrar og nutum við þeirra for- réttinda að fá að vera sumarlangt saman í sveitinni hjá Sigrúnu ömmu í Svarfaðardalnum. Það er ógleym- anlegur tími. Eftir því sem fjöl- skyldurnar stækkuðu og dreifðust meira urðu þeir fundir sjaldgæfari. Það breytti því þó ekki að góðvild og hlýja var ætíð þarna á milli. Það var erfitt að kveðja Þor- björgu frænku í sl. viku og vita að þetta væri síðasta kveðjustundin í þessu jarðlífi. Hún var svo falleg og það var friður yfir henni. Mér fannst hún svo sátt við sitt hlut- skipti. Þorbjörg var einstaklega dugleg kona og alltaf sátt og ánægð með sinn hlut, grasið var ekki grænna í næsta garði. Hún var lengi ein með sex börn og lagði mikla áherslu á að þau öðluðust góða menntun. Þeim hefur öllum vegnað afar vel og fjöl- skyldan heldur vel saman. Sem dæmi um samheldni þeirra má nefna að þau fara jafnan í ferðir öll saman um verslunarmannahelgar og eru unglingarnir þar engin und- antekning. Þessar ferðir komu sjálfkrafa í veg fyrir að fjölskyldan missti unglingana út í óvissuna á útihátíðir um þessa helgi. Þetta er dæmigert fyrir Þorbjörgu sem jafn- an leysti úr málum á sinn hátt. Þeg- ar hún þurfti að koma börnunum í framhaldsskóla fékk hún sér vinnu í skólanum og tók börnin með. Það var gengið hreint til verks og ekki verið að tvínóna við hlutina. Þorbjörg frænka var mikil sund- kona, hún lærði sund í elstu inni- laug landsins, í Laugahlíð í Svarf- aðardal. Oft minntust Þorbjörg og systkini hennar sundkennslunnar og ferðanna í Laugahlíð. Síðustu ár- in fór Þorbjörg nær daglega fót- gangandi frá heimili sínu í Vest- urbæjarlaugina. Fyrir almörgum árum var ég í skóla í Reykjavík og undirbúningur prófa að hefjast. Þorbjörg vildi stuðla að því að mér gengi vel og því sótti hún mig á bílnum sínum á hverjum morgni, eldsnemma, til að taka mig með sér í sund. Það var alltaf hressilegt að heim- sækja Þorbjörgu. Hún tók á móti mér sem öðrum með opnum örmum og var ávallt tilbúin að hjálpa ef á þurfti að halda. Minningarnar um góða frænku eru hlýjar og yndislegar. Mér finnst Þorbjörg frænka hafa uppskorið eins og hún sáði. Var alltaf umvafin fjölskyldu sinni og virt sem höfuð hennar. Í veikindunum var hún aldrei ein, börnin skiptust á að vera hjá henni á nóttu sem degi. Ég og fjölskylda mín þökkum Þorbjörgu frænku samfylgdina, mikið munum við sakna hennar. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi umhyggja hennar og fyrirbænir verða þeim styrkur og leiðarljós. Sigurbjörg Pálsdóttir. Út við hálfhring eilífðarinnar stendur mælistika framtíðarinnar og telur endalaust. (Björn E. Hafberg) Nú hefur elsku Þorbjörg frænka kvatt þennan jarðneska heim og siglt inn í eilífðina. Hún var ekki að tvínóna við það frekar en annað í þessu lífi, allt gekk frekar hratt fyr- ir sig. Eftir skilur hún hóp barna sem bera henni fagurt vitni um þá væntumþykju, kraft og þor sem hún gaf þeim í uppeldinu. Í minn- ingunni var alltaf stanslaus gleði í kring um hana frænku og börnin hennar. Ekkert var of erfitt, alltaf var hún stolt af sínu og fram undir það síðasta geystist hún um á fínum bíl landshornanna á milli og naut lífsins. Hún hafði ekki mikinn tíma á hverjum stað, hver mínúta var mikilvæg. Þorbjörg frænka bar mikla virðingu fyrir menntun og lagði allt sitt í að koma börnum sín- um til mennta. Hún gat svo sann- arlega verið stolt af sínu fólki. Þegar ég hitti hana nokkrum vik- um fyrir andlátið á spítalanum reif hún sig upp og spjallaði sem aldrei fyrr. Allt var svo yndislegt og gott. Daginn fyrir andlátið leit ég til hennar. Þá var hún sofandi, svo fal- leg og yndisleg ró hvíldi yfir henni. Söknuðurinn er sár nú þegar frænka kveður og heldur til systk- ina sinna sem farið hafa eitt af öðru á svo stuttum tíma, öll nema Júlía. Þar á meðal er mamma. Við sem eftir lifum verðum að horfa til framtíðarinnar og njóta minning- anna. Lífið er þó öllu fátæklegra þegar svo miklir persónuleikar hverfa okkur sjónum, fólk sem var svo duglegt að umvefja okkur ást og væntumþykju. Hvíl í friði, elsku frænka. Þín Helena. Það húmar að kveldi. Ég sit hér í rökkrinu og horfi á stólinn sem hún Þorbjörg var vön að setjast í þegar hún kom til mín beint úr Sundlaug Vesturbæjar á eftirmiðdögum. Við vorum vanar að rifja upp gömul al- þekkt kvæði sem við kunnum báð- ar. Nú er stóllinn auður, en í huga minn koma undurfagrar ljóðlínur: „Ilmur horfinn innir fyrst, urta- byggðin hvers hefir misst.“ Við skiljum öll eftir okkur andblæ lífs okkar, sem finnst ekki til fulls fyrr en við erum farin. Eftirsjá og tóm- leiki snertir okkur öll við fráfall vin- ar. Þó veit ég að það er bless- unarleg líkn að lofa okkur að fara þegar við höfum skilað löngu og góðu lífsstarfi og erum sátt við alla. Það var hún Þorbjörg svo sann- arlega. Þessi annálaða dugnaðar- og kostakona. Hún var líka ham- ingjusöm, með farsæla stóra barna- hópinn sinn. Guð blessi hana og verndi að eilífu Guðrún Símonardóttir. Í dag kveðjum við heiðurskonuna Þorbjörgu Jónsdóttur . Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Ég kynntist Þorbjörgu þegar hún flutti i Kópavoginn með fjölskyldu sína um 1958 og fluttu þau þá á Kópavogsbrautina. Ein dóttir henn- ar hún Anna var jafngömul mér og tókst góð vinátta með okkur fljót- lega eftir flutninginn í Kópavoginn. Þessi vinátta okkar hefur haldið all- ar götur síðan. Fljótlega tók ég að venja komur mínar á Kópavogsbrautina og þótt húsrými væri ekki mikið var alltaf pláss fyrir mig þarna. Það er margs að minnast frá þessum árum og í minningu minni er Þorbjörg eins og klettur í hafinu. Hún kunni ráð við öllu og vandamál voru ekki til í hennar huga, aðeins verkefni. Það var alveg sama hvað þurfti að gera, hún Þorbjörg kunni allt og gat allt. Mikið dáðist ég að þessari konu og hef gert allar götur síðan. Þorbjörg var mikilhæf kona og hún gekk í öll þau störf sem þurfti hverju sinni og alltaf með bros á vör og allt lék í höndum hennar. Hún geislaði af lífsorku og krafti sem smitaði yfir á okkur stelpurnar. Að fá að kynnast svona konu á mótunarárum mínum var mér ómetanleg gjöf sem ég get aldrei fullþakkað. Eftir að ég var orðin fullorðin hefur mér oft verið hugsað til þessarar konu og alltaf hefur það gefið mér kraft og þor og oft hef ég hugsað: Hvað myndi hún Þorbjörg gera ef hún væri í mínum sporum? Og á eínhvern hátt hefur hún oft verið mér leiðarljós í lífsins amstri. Elsku Þorbjörg, þakka þér allar góðu stundirnar og allan kraftinn sem þú gafst mér og ég veit að nú ertu búin að fá kærkomna hvíld eft- ir annasama og árangursríka ævi. Megi góður Guð fylgja þér. Börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um Þorbjargar votta ég mína dýpstu samúð og bið að algóður Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ólína Sveinsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG FRIÐRIKKA JÓNSDÓTTIR, Aflagranda 40, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. október kl. 13.00. Sigrún J. Jensdóttir, Hilmar Logi Guðjónsson, Jens S. Jensson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Anna Friðrikka Jensdóttir, Páll Jensson, Helga Jensdóttir, Rúnar Gunnarsson, Karl Jensson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Guðrún Elísabet Jensdóttir, Baldur F. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8. október. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðakirkju þriðju- daginn 17. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Sigurður Pálsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Knútsson, Páll Sigurðsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Tómas Erling Lindberg, Guðný Sigurðardóttir, Halldór Morthens, Hildur Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓNATANSSON, vélvirki, lést hinn 9. október síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 17. október klukkan 15.00. Sævar Jóhann Bjarnason, Katrín Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Soffía Jóna Bjarnadóttir, Guðlaugur Ómar Leifsson, Agnes Helga Bjarnadóttir, Róbert Lee Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR Hrafnistu, Reykjavík, áður Laugarnesvegi 72, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 1. októbers síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, BÁRA RUT SIGURÐARDÓTTIR Fífubarði 7, Eskifirði, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Emil Thorarensen, Aron Thorarensen, Regína Thorarensen, Emil Thorarensen jr, Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, Rósa Sigríður Sigurðardóttir, Þorleifur Már Sigurðsson, Dóra Guðný Sigurðardóttir, Jón Harry Óskarsson, Elmar Örn Sigurðsson, Tinna Sigurðsson, Kristján Guðni Sigurðsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, Stóragerði 26, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakotsspítala laugar- daginn 14. október. Haraldur Ragnarsson Hulda Haraldsdóttir, Pétur H. Baldursson, Ragnar Haraldsson, Birna Garðarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.