Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðaustan 13–18
m/s á SA-landi, 8–13
annars staðar. Rign-
ing s-lands um morg-
uninn en léttir til. Skýjað á
N-landi og stök él na-lands. » 8
Heitast Kaldast
7°C -1°C
KANADÍSKI píanóleikar-
inn Angela Hewitt, sem er
talin með fremstu píanó-
leikurum heims, er komin
hingað til lands. Hewitt
hóf píanónám aðeins
þriggja ára gömul, fjög-
urra ára lék hún í fyrsta
sinn opinberlega og fyrstu
tónleikana hélt hún níu
ára gömul. Hún er marg-
verðlaunaður listamaður
og var til að mynda kjörin listamaður ársins
af lesendum tónlistartímarits Grammophone.
Í Morgunblaðinu í dag ræðir Hewitt m.a.
um dálæti sitt á Bach og Beethoven, en hún
lauk á ellefu árum við að taka upp alla píanó-
tónlist Bachs. Hewitt mun leika í Salnum í
Kópavogi í kvöld og annað kvöld í tilefni kan-
adískrar menningarhátíðar í Kópavogi. | 16
Kanadískur píanóleik-
ari í fremstu röð
Angela Hewitt
BJÖRGUNARSVEITIR fengu þrjú útköll
vegna týndra rjúpnaskyttna í gær, á fyrsta
degi rjúpnaveiðitímabilsins. Skytturnar þrjár
komu þó tiltölulega fljótt fram heilar á húfi. Sú
sem skilaði sér síðast var á veiðum ásamt fé-
laga sínum í Bröttubrekku í Borgarfirði og
hugðist hitta hann klukkan 18. Þegar ekkert
hafði spurst til skyttunnar klukkustund síðar
var farið að grennslast fyrir um hana.
Hinar skytturnar voru við veiðar hvor í sín-
um landsfjórðungnum, önnur í Bitrufirði og
hin á Lyngdalsheiði. Sú fyrrnefnda hafði farið
til veiða ásamt félaga sínum og höfðu veiði-
mennirnir mælt sér mót kl. 16. Þegar klukkan
var orðin 18 og ekkert hafði spurst til skytt-
unnar var björgunarlið kallað út og fannst hún
nokkru síðar. Í hinu tilvikinu var rjúpnaskyttu
saknað af Lyngdalsheiði en hún kom fram áð-
ur en björgunarsveitir komu á vettvang.
Þrjú útköll vegna
rjúpnaskyttna
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÞAÐ sem af er þessu ári hafa fleiri konur
komið í Kvennaathvarfið en allt árið í fyrra,
en komum í athvarfið hefur fjölgað síðustu
árin, að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur,
framkvæmdastýru Kvennaathvarfs. Í ár eru
komur í Kvennaathvarfið þegar orðnar 580,
en í fyrra voru þær alls 557 og 531 árið
2004.
„Við skýrum það fyrst og fremst með
opnari umræðu og því að fleiri vita af okk-
ur,“ segir hún.
Sigþrúður segir að um 90% þeirra kvenna
sem komi í athvarfið nefni andlegt ofbeldi
sem eina af ástæðum komunnar. Hún segir
að konur sem beittar eru andlegu ofbeldi
hafi oft lifað mjög lengi við þær aðstæður
áður en þær leita sér hjálpar. Þá nefnir hún
að fáar eldri konur komi í athvarfið vegna
ofbeldis og gildi það í raun jafnt um andlegt
sem líkamlegt. „Það er ekki svo langt síðan
það var farið að tala um hótanir og kúgun
sem ofbeldi þannig að ég held að eldri kon-
ur eigi oft erfiðara með að horfast í augu
við að þær séu beittar ofbeldi, sé það ekki
líkamlegt.“
Sigþrúður segir að andlegt ofbeldi lýsi
sér á margvíslegan hátt. Það feli m.a. í sér
að ofbeldismaðurinn einangri konuna, stýri
peningamálum hennar, hóti, niðurlægi eða
kúgi hana tilfinningalega. Sem dæmi um
þetta megi nefna að karlinn gagnrýni
konuna endalaust fyrir það sem hún gerir
og fyrir það hvernig hún er. Hann segi
henni að hún sé of feit eða of mjó, ljót
eða heimsk, að hún lagi óætan mat, sé
slæm móðir og eiginkona eða ómöguleg í
rúminu. Ofbeldið lýsi sér einnig þannig að
karlinn uppnefni konuna, geri lítið úr
henni fyrir framan annað fólk og rengi
hana þegar hún lýsi reynslu sem hún hef-
ur orðið fyrir. Hótanir eru líka algengar,
ofbeldismaðurinn hótar því að láta taka
börnin af konunni, láta loka hana inni á
geðdeild og algengt er að hann hóti
sjálfsvígi fari konan frá honum. | 6
Fleiri í Kvennaathvarfið í ár en í fyrra
90% þeirra kvenna sem koma í athvarfið nefna andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komunnar
Morgunblaðið/Ásdís
Sigþrúður: „Ekki svo langt síðan það var far-
ið að tala um kúgun sem ofbeldi.“
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
VERIÐ er að kynna fyrir bændum
þann möguleika að stofna rekstr-
arfélag um mjólkuriðnað sem sam-
anstanda mun af MS, KS og Norð-
urmjólk, ef af verður. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er búið
að kynna flestum bændum á Suð-
urlandi hugmyndir að stofnun slíks
rekstrarfélags, og kynning norðan
heiða stendur nú yfir. Engar
ákvarðanir hafa þó verið teknar,
en málið er komið í ákveðinn far-
veg.
Í vikunni verða haldnir starfs-
mannafundir hjá MS, bæði í
Reykjavík og á Selfossi, þar sem
hugmyndirnar verða kynntar
starfsmönnum, en heimildarmenn
Morgunblaðsins segja að ekki sé
um að ræða neina grundvallar-
breytingu, ef af verður, heldur yrði
þarna komið á ákveðinni umgjörð
utan um núverandi kerfi í því skyni
að ná fram aukinni hagræðingu.
Ekki samkeppnislög
Þessar hugmyndir um frekari
samvinnu mjólkurframleiðenda á
Íslandi koma fram skömmu eftir
að Samkeppniseftirlit fann að því
við landbúnaðarráðherra að mjólk-
uriðnaður á Íslandi væri undan-
þeginn samkeppnislögum og hvatti
hann til að breyta því. Landbún-
aðarráðherra hefur síðan sagt að
hann sjái ekki tilganginn með slík-
um breytingum, enda hafi kerfið
skilað góðum árangri.
Á sjötta hundrað manns starfa
hjá fyrirtækjunum þremur, en MS
var stofnað með sameiningu
Mjólkursamsölunnar og Mjólkur-
bús Flóamanna. Norðurmjólk er í
eigu eyfirskra kúabænda og
Mjólkursamlag KS í eigu Kaup-
félags Skagfirðinga.
Eins og áður segir heyrir mjólk-
uriðnaðurinn ekki undir sam-
keppnislög og er stofnun rekstr-
arfélagsins því ekki háð samþykki
Samkeppniseftirlits.
Huga að rekstrarfélagi
um mjólkuriðnað
Í HNOTSKURN
» Saman ráða fyrirtækinþrjú stórum hluta mjólk-
urvörumarkaðarins á Ís-
landi.
» Norðurmjólk varð til viðsamruna mjólkur-
samlaganna á Akureyri og
Húsavík auk Grana, einka-
hlutafélags, árið 2000.
» Mjólkursamlag KS hef-ur frá stofnun árið 1935
verið í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga.
TÓNVERKIÐ Edda I eftir Jón Leifs fékk
góðar viðtökur áheyrenda þegar það var
heimsfrumflutt í heild í Háskólabíói á loka-
degi Norrænna músíkdaga á laugardaginn.
„Mörkuðu hátíðartónleikarnir þannig tíma-
mót í okkar tónlistarsögu, því ekki kom hér
aðeins fyrir almenningseyru ein stærsta tón-
smíð að umfangi sem til þessa hafði verið
flutt eftir Íslending lífs eða liðinn, heldur
einnig líklega viðamesta verkið sem samið
hefur verið við elzta kveðskap Norðurlanda
allt frá því er Wagner lauk Niflungahring
sínum fyrir 140 árum,“ segir Ríkarður Ö.
Pálsson gagnrýnandi um tónleikana í blaðinu
í dag. | 37
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tímamót í íslenskri tónlistarsögu
FÆRÐ á heiðavegum norðvestanlands snar-
versnaði í gærkvöldi og voru vegirnir um
Klettsháls og Hrafnseyrarheiði að verða
ófærir um níuleytið í gærkvöldi að sögn lög-
reglunnar á Patreksfirði.
Á Holtavörðuheiði var þá mikil hálka og
slæmt skyggni og fóru nokkrir bílar út af
veginum í gær, án þess þó að slys yrðu á fólki.
Að sögn lögreglunnar á Hólmavík var orðið
allslæmt ástand á heiðinni vegna bíla sem
sneru þversum á veginum og töfðu fyrir
umferð. Lögreglan aðstoðaði við að koma
bílum aftur á sporið en mjög blint var á heið-
inni og ekki vogandi að stíga út úr bílum af
hættu við að verða fyrir aðvífandi bíl. Mokst-
urstæki voru að störfum langt fram eftir
kvöldi til að ryðja veginn en bílar á sumar-
dekkjum með eindrifsbúnað áttu í hvað
mestum erfiðleikum.
Öngþveiti á
Holtavörðuheiði