Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BORGHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR,
áður til heimilis í Blikahólum 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. október kl. 13.00.
Reynir Ásgeirsson, Björg Rósa Thomassen,
Baldur Gunnarsson,
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Ástkær frændi minn,
AÐALSTEINN EIRÍKSSON
bóndi
frá Villinganesi í Skagafirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks mánudaginn
2. október, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju
þriðjudaginn 17. október kl. 14.00.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Sigurjón Valgarðsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Ólafsfirði,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
fimmtudaginn 5. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. október kl. 15.00.
Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson,
Brynjar Þórðarson, Unnur Jónasdóttir,
Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KETILL EYJÓLFSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvi-
kudaginn 18. október kl. 13.00.
Guðrún Eyberg Ketilsdóttir, Sæmundur Árnason,
Sigurður Steinar Ketilsson, Sólveig Baldursdóttir,
Helga Eyberg Ketilsdóttir, Torfi Kristinsson.
✝ Þorbjörg Frið-rikka Jónsdóttir
fæddist á Fagranesi
á Langanesi 13.
september 1921.
Hún lést á líkn-
ardeild LSH á
Landakoti 7. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón
Þorsteinsson, bóndi
á Fagranesi á
Langanesi, en síðar
á Syðri-Grund í
Svarfaðardal, f. 29.
ágúst 1889, og Sigrún Sigurð-
ardóttir húsfreyja, f. 12. júní 1891.
Systkini Þorbjargar eru Sigurður
Friðrik, f. 12. október 1914, d. 3.
janúar 2003, Þorsteinn, f. 20. júní
1916, d. 2. júní 1993, Kristinn
Karl, f. 22. febrúar 1918, d. 7. sept-
ember 2005, Anna Jónína, f. 20.
janúar 1920, d. 5. apríl 2006, Sig-
ríður Dagmar, f. 6. desember
1922, d. 5. maí 1983, og Júlía, f. 29.
maí 1924.
Þorbjörg giftist Jens Kristni
Sigurðssyni frá Flatey á Skjálf-
anda, f. 24. desember 1919, d. 13.
maí 1996. Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru: 1) Sigrún Jónína,
1993, sonur Skúla Geirs og Erlu
Karlsdóttur er Óðinn Karl, f. 30.
mars 1999. c) Jens Þór, f. 28. apríl
1976, sambýliskona Alfa Lára
Guðmundsdóttir, f. 26. maí 1978.
3) Anna Friðrikka, f. 15. janúar
1948, eiginmaður Páll Jensson, f.
3. október 1947, börn þeirra eru:
a) Hildur, f. 10. október 1973, b)
Hlynur Páll, f. 6. febrúar 1977,
sambýliskona Kristborg Þórs-
dóttir, f. 7. október 1977, dóttir
þeirra Urður, f. 6. júlí 2006. 4)
Helga, f. 8. september 1950, eig-
inmaður Rúnar Gunnarsson, f. 9.
maí 1950, dætur þeirra eru: a)
Arna, f. 20. júní 1977, sambýlis-
maður Karvel Þorsteinsson, f. 16.
ágúst 1977, synir þeirra eru Arnar
Smári, f. 16. febrúar 2005, og
Haukur Freyr, f. 12. apríl 2006. 5)
Karl, f. 30. mars 1958, eiginkona
Guðrún Ingibjörg Sturlaugsdóttir,
f. 3. mars 1958, sonur þeirra Haf-
þór, f. 19. nóvember 1995. 6) Guð-
rún Elísabet, f. 25. september
1960, eiginmaður Baldur Freyr
Kristinsson, f. 11. ágúst 1952, börn
þeirra eru: a) Hjalti Már, f. 9. febr-
úar 1980, sambýliskona Anna Ýr
Böðvarsdóttir, f. 15. febrúar. 1979.
b) Aron, f. 20. nóvember 1983,
sambýliskona Berglind Rafnsdótt-
ir, f. 11. ágúst 1987. c) Birkir Frey,
f. 22. nóvember 1990. d) Birgitta
Rún, f. 18. maí 1995.
Útför Þorbjargar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
f. 13. september
1941, eiginmaður
Hilmar Logi Guð-
jónsson, f. 22. júní
1937, dætur þeirra
eru: a) Þorbjörg
Helga, f. 8. ágúst
1961, sambýlismaður
Viðar Ágústsson, f. 9.
nóvember 1950, son-
ur hennar og Jan
Mörreauneter Atli
Logi, f. 25. júlí 1987.
b) Hafdís, f. 23. októ-
ber 1962, gift Bjarna
Jónssyni, f. 12. júlí
1963, börn þeirra eru Hilmar
Daði, f. 10. september 1991, og
Sigrún Dís, f. 12. maí 1997. 2) Jens
Sigurðsson, f. 4. júlí 1944, eig-
inkona Kristín Sigurgeirsdóttir, f.
21. júlí 1947, börn þeirra eru: a)
Regína, f. 18. nóvember 1968, gift
Philippe Marc Keller, f. 31. janúar
1963, synir þeirra eru Ivan Þór, f.
12. júní 2004, og Jens Marc, f. 17.
september 2006. b) Skúli Geir, f.
11. september 1971, sambýliskona
Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 28. des-
ember 1973, dóttir þeirra er Krist-
ín Björg, f. 7. september 2006,
dóttir Skúla Geirs og Önnu Jörg-
ensdóttur er Aldís Hlín, f. 25. mars
Mamma mín elskuleg lokaði fal-
legu bláu augunum sínum í síðasta
sinn laugardaginn 7. október síð-
astliðinn. Eins og gefur að skilja er
maður sorgmæddur en þó í bland
feginn að hún þjáist ekki meir.
Mamma var kjarnakona með sterkt
hjarta sem hún hafði þjálfað vel
með sundi og heilbrigðu líferni, en
hún varð þó að lúta í lægra haldi
fyrir þessum skelfilega sjúkdómi
krabbameini. Hjartað var ekki
tilbúið að gefast upp fyrr en eftir
harða baráttu. Mín mesta og besta
fyrirmynd í lífinu er sem sagt farin
til áður farinna ástvina sem eflaust
taka vel á móti henni því hún átti
ekki illt til í sál sinni. Ég gæti
skrifað endalaust til að lýsa kostum
hennar bara ef andinn væri yfir
mér en ég er einfaldlega orðlaus af
söknuði og er bara að reyna að
átta mig á því hvernig ég á að
halda áfram án þess að hafa hana
mér við hlið, það verður erfitt. En
allt það góða sem hún skilur eftir í
minningunni fyrir okkur Balda og
börnin okkar stendur þó eftir og er
ómetanlegt svo sem það að alltaf
var hún tilbúin að koma til okkar
og gæta bús og barna ef á þurfti að
halda, hugga, hvetja og leiðbeina.
Svo var hún líka bara svo óskap-
lega skemmtileg og kát. Engum
þurfti að leiðast þegar hún var ein-
hvers staðar nálægt með spila-
stokkinn. Hún skilur eftir sig skarð
sem tekur einhverja stund að fylla
hjá mér og mínum. Ég lýk þessari
kveðju á kveðjuorðum mömmu til
mín í bréfunum hennar sem ylja
mér núna: „Guð geymi þig.“
Til allra sem sakna hennar líka
sendi ég mínar allra bestu kveðjur.
Guðrún Elísabet.
Sólin var byrjuð að klifra upp á
léttskýjaðan himininn og skein svo
fallega í gegnum rauðgyllt skýin
sem kúrðu á bak við kirkjuturninn
á Landakotskirkju. Það var á þess-
um fallega haustmorgni sem Þor-
björg tengdamóðir mín horfði frið-
sæl til himins og lauk aftur
augunum í hinsta sinn. Friður og
söknuður ríkti inni á Landakoti þar
sem afkomendur Þorbjargar höfðu
safnast saman til að kveðja hana.
Það var gott að horfa upp í him-
ininn á svona fallegum degi og leita
huggunar í því að nú væri hún í
landi ljóss og kærleika. Amma Þor-
björg var komin til Guðs og engl-
anna. Leiðir okkar Þorbjargar
tengdamóður minnar lágu fyrst
saman fyrir þrjátíu árum. Þegar ég
og Kalli komum svo hingað suður
til náms bjuggum við hjá henni um
hríð. Þá varð mér ljóst að þar fór
kjarkmikil kona sem fyrir löngu
hafði sett sér það markmið að börn-
in hennar ættu öll að fá tækifæri til
þess að mennta sig. Til þess að svo
mætti verða vann hún oft langan
vinnudag og oftar en ekki vann hún
á fleiri en einum stað í einu. Hún
var ákveðin kona sem hafði lífs-
gildin sín á hreinu. Lífsgildi sem
mér varð ljóst eftir því sem ég
kynntist henni betur að hún hafði
ræktað með sér strax í barnæsku
norður í Svarfaðardal. Hún setti
manngildin ofar veraldlegum auði.
Það var alltaf gaman að heyra
gleðina í rödd hennar þegar hún
var að segja mér frá æskuárum sín-
um og þá sérstaklega samvistum
þeirra feðgina. Pabbi hennar var
mikill söngmaður og það var hún
líka. Alltaf þegar fjölskyldan kom
saman í þorrablótum á Rifi hjá
Gunnu og Balda eða í útilegum um
verslunarmannahelgi var mikið
sungið og þá varð auðvitað að
syngja lagið hennar ömmu Þor-
bjargar sem hefur þessa síðustu
daga oft ratað fram á varir mér:
Inn milli fjallanna hér á ég heima,
hér liggja smaladrengsins léttu spor.
Hraun þessi leikföng í hellunum geyma,
hríslan mín blaktir enn í klettaskor.
Við þýðan þrastaklið
og þungan vatnanið
æskan mín leið þar sem inndælt vor.
(Guðm. Magnússon)
Ég hef einhvern veginn alltaf
tengt þetta lag við æskustöðvar
hennar, hún söng það alltaf með svo
mikilli tilfinningu og hlýju í rödd-
inni að mér datt aldrei annað í hug
en að minningar úr æsku hennar
svifu fyrir hugskotsjónum hennar á
meðan á söngnum stóð. Á kveðju-
stund sem þessari fljúga í gegnum
huga okkar allar þær góðu minn-
ingar sem við eigum um samvistir
okkar, fyrir þær viljum við þakka.
Við kveðjum hana með virðingu og
þökk fyrir allt það sem hún var
okkur og gaf á leið okkar til aukins
þroska.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Guð geymi kæra tengdamóður og
ömmu.
Guðrún og Hafþór.
Elsku besta amma mín. Nú hefur
þú lagt aftur af stað í langferð eins
og þú svo oft gerðir. Var hvert
ferðalag hjá þér frábært ævintýri
sem þú naust út í ystu æsar. Þetta
ferðalag sem þú nú tekur þátt í
verðum við öll að fara í og við vitum
það. Samt er svo erfitt að þurfa að
sjá á eftir þér og geta ekki farið
með þér á vit nýrra ævintýra því
betri ferðafélaga er ekki hægt að
hugsa sér. Þær dýrmætu stundir
sem við áttum á þessari göngu í
gegnum lífið munu alltaf dvelja í
hjarta mér. Þú varst sameining-
artákn fjölskyldunnar og munt vera
það áfram, því við vitum að þú kem-
ur með okkur í allar ferðir sem við
eigum eftir að fara.
Elsku besta og fallegasta amma
mín, ég skal muna að hafa Guð að
leiðarljósi í stafni og ganga í átt til
þín með kærleik í hjarta eins og þú
sagðir mér og öllum sem urðu
þeirrar gæfu njótandi að fá að
kynnast þér og ég veit fyrir víst að
þegar ég kemst að leiðarlokum
munt þú standa með hinum engl-
unum og taka á móti mér. Minn-
ingin um þig mun lifa að eilífu og
takk fyrir öll góðu og uppbyggilegu
frækornin sem þú sáðir í huga mér.
Hvíl í friði, elsku fallega amma mín.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín dótturdóttir
Þorbjörg Helga.
Elsku amma mín, takk fyrir að
hafa verið til. Takk fyrir að hafa
farið með mér í sund og kennt mér
að synda, leikið við mig, meira að
segja þá fórst þú með mér í stóru
rennibrautina í Laugardalanum
þegar þú varst 80 ára gömul. Þú
varst ótrúleg amma. Endalaust
nenntirðu að spila við mig og varst
svona skemmtileg og góð. Meðal
annars þá má ég ekki gleyma því að
þegar ég svaf hjá þér. Þá læddist
ég alltaf í kexskápinn og náði mér í
kex, það var alltaf eitthvað gott þar.
Ég eldaði líka alltaf hafragraut,
hann hepnaðist nú ekki alltaf, en
svo kenndir þú mér aðferðina, að
hætta aldrei að hræra í pottinum og
nú í dag er ég sko snillingur í að
elda hafragraut, allt þér að þakka,
amma mín. Þú söngst fyrir mig og
last sögur og kenndir mér bænir til
að fara með ef mig dreymdi illa. Ég
mun alltaf elska þig og mun aldrei
gleyma þér. Guð geymi þig, elsku
amma mín. Þín
Birgitta Rún.
Elsku amma, margar ómetanleg-
ar stundir sækja á hug minn í
minningunni um þig. Hríslan okkar
blaktir ábyggilega enn við kletta-
skor. Þakka þér fyrir samveruna.
Ég mun ávallt sækja hald og traust
í heilræðin og heillaráðin sem þú
áttir svo mörg og sem hjálpa á
þessari erfiðu stundu, eins og sálm-
urinn fallegi sem við fórum svo oft
með saman:
Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur,
og æðrast ei, þó straumur lífs sé þungur,
en set þér snemma háleitt mark og mið,
haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni
og stýrðu síðan beint í Jesú nafni.
(M. Joch)
Ég sakna þín af öllu hjarta.
Þín
Hildur.
Elsku amma. Takk fyrir þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Þorbjörg Friðrikka
Jónsdóttir