Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNU- MÖNNUM SÖGUNNAR / KRINGLAN BEERFEST kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. THE THIEF LORD kl. 6 - 8 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 - 10:10 B.i.12.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. ZIDANE kl. 6 - 8 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 10:10 Án texta B.i. 16.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 8 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:10 Tilboð 400kr. B.i. 12.ára. SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG eee BBC eeee EMPIRE eee ROLLING STONE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HEFUR MYNDIN AFTUR VERIÐ TEKIN TIL SÝNINGA. eeeeV.J.V. TOPP5.IS á mánudögum MoggaBíó í bíó1fyrir2 * sjá miða framan á morgunblaðinu í dag* inn. Að vísu var ákveð- ið síðar að láta S-5 ganga á annatímum á virkum dögum. Á öðr- um tímum þurfa Árbæ- ingar að nota S-6, sem stoppar við Ártúns- brekkuna, og strætó nr. 19 sem fer um Árbæinn. Þennan laugardag fór Víkverji með dætr- um sínum með S-6 frá Lækjartorgi og ætlaði að taka strætó nr. 19 við Ártúnsbrekkuna. Um leið og hann steig út úr S-6 sá hann núm- er 19 aka í burtu. Næsti vagn átti að koma hálftíma síðar en kom ekki vegna þess að hann bilaði á Hlemmi. Eftir að hafa beðið á gangstétt- inni í klukkustund gat Víkverji ekki stillt sig um að kvarta yfir þessari þjónustu við vagnstjórann þegar númer 19 kom loksins. Vagnstjórinn sagði þá að bílstjórarnir hefðu ekki fengið nein fyrirmæli um að bíða eftir S-6 við Ártúnsbrekkuna. Víkverji vonar að þjónustan verði bætt aftur áður en hann gefst upp á þeirri sérvisku sinni að vilja nota strætó. Eftir biðina löngu eru dætur hans farnar að nauða um að kaupa bílinn sem þeim þótti fallegastur. Víkverji stóð ágangstétt nálægt Ártúnsbrekkunni í eina klukkustund og virti fyrir sér bílana sem fóru framhjá. Það var laugardagur og kalt í veðri. Tvær ung- ar dætur Víkverja stóðu þarna með hon- um og voru farnar að skjálfa af kulda. Þegar þær tóku að kvarta bað hann þær að horfa á bílana og velja þann sem þeim þætti falleg- astur. Nú skal tekið fram að Víkverji stóð ekki þarna í heila klukkustund vegna þess að hann hefði svo mikinn áhuga á bílum. Þvert á móti. Hann var að bíða eftir strætó en þessi langa bið varð til þess að hann gerði sér loks grein fyrir því hversu þægilegt það getur verið að aka eigin bíl í Reykja- vík. x x x Svo er mál með vexti að nýi meiri-hlutinn í Reykjavík vildi „bæta“ nýtt leiðakerfi strætisvagnanna og byrjaði auðvitað á því að skerða þjónustuna. Ákveðið var að leggja niður S-5, einu hraðleið Árbæjarins og einu leiðina niður í gamla miðbæ-             víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins : Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Í dag er mánudagur 16. október, 289. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Loksins vaknar ferðaþjónustan AÐ morgni fimmtudagsins 28. sept. sl. mátti lesa frétt í Morgunblaðinu um áhyggjur Samtaka ferðaþjónust- unnar af virkjunarframkvæmdum á Hellisheiði. Sama morgun komu líka tveir framámenn í íslenskri ferða- þjónustu í útvarpið og lýstu yfir áhuga á verndun íslenskrar náttúru. Annar þeirra talaði um Hellisheiðina, en hinn talaði um Kárahjnúkasvæðið. Þetta var á nákvæmlega á sama tíma og byrjað var að fylla Hálslón. Er þessi tímasetning tilviljun eða gerð af ásettu ráði? Ég segi bara: Loksins, loksins. All- ar ferðamálakannanir undanfarna áratugi hafa sýnt að óspillt íslensk náttúra er það afl sem dregur flesta erlenda ferðamenn til landsins. En hingað til hafa engin samtök í ís- lenskri ferðaþjónustu eða einstakir ferðarekendur látið í ljósi áhyggjur af þeim náttúruskemmdum sem þegar hafa átt sér stað á landinu eða þeim sem fyrirhuguð eru. En batnandi fólki er best að lifa. Fjallageit. Fúskari - Regnbogaplast ÉG sé mig knúna til að vara fólk við manni sem rekur fyrirtækið Regn- bogaplast á Kársnesbraut 19 í Kópa- vogi. Hann auglýsir listmuna- og hús- gagnaviðgerðir. Ég fór með sófaborð til hans í við- gerð og bað hann um að laga plötuna á því þar sem komnar voru djúpar rispur í hana. Það var nú ekki mikð mál. „Ég tek 10 þúsund fyrir.“ Allt í lagi. Borðið fékk ég hins vegar ónýtt tilbaka. Áður var það úr ljósbrúnum við, nú eru fæturnir einungis ljósbrúnir en borðplatan nánast svört, með áber- andi penslaförum og hrufótt. Margir hafa skoðað borðið hjá mér eftir þessi vinnubrögð og eru sammála um að borðið líti hryllilega út eftir þetta. Ég hringdi í eigandann og gerði at- hugasemd við þetta og nefndi m.a. að á einum borðfætinum hafði lekið nið- ur svört olía. Ekki mjög fallegt. Það óð svo mikið á blessuðum manninum og var hann ekki sáttur við að verið væri að gera at- hugasemdir við vinnubrögð hans. Ég rétti því dóttur minni símann sem tal- aði við hann í dágóða stund og út- skýrði að borðið liti mun verra út nú en áður, þetta væru forkastanleg vinnubrögð. Ekki var hann neitt sátt- ari við þessar athugasemdir og eftir nokkurt þras og tilraunir til að firra sig ábyrgð segir hann við dóttur mína orðrétt: „Taktu þetta borð og troddu því upp í rassgatið á þér!“ Ég vil taka það sérstaklega fram að hvorki ég né dóttir mín sýndi þess- um manni neinn dónaskap heldur út- skýrðum við að mikil óánægja væri með fráganginn á borðinu, búið væri að borga honum 10 þúsund fyrir að eyðileggja borðið og við vildum að hann tæki það aftur og lagaði það. Vil ég því ráðleggja þeim sem þurfa að fara með húsgögn í viðgerð að halda sig fjarri þessu fyrirtæki. 130134-2469. Morgunblaðið/RAX árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60 ára afmæli. Ídag, 16. októ- ber, er sextug Ólína Erla Leonharðs- dóttir. Hún fagnar þessum tímamótum á Hawaii í faðmi fjöl- skyldu sinnar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Það vakti að vonum talsverða at-hygli þegar leikarinn Bill Murray mætti óvænt í partí hjá skandínavískum nemum er stunda nám í St. Andrews í Skotlandi. Leik- arinn tók meira segja í þvottab- urstann og aðstoðaði við uppvaskið, að því er segir í breska dagblaðinu Sunday Telegraph í gær. Í kvikmyndinni Lost in Transla- tion leikur Murray miðaldra og ein- mana leikara í Japan sem vingast við unga bandaríska konu og fer m.a. með henni í teiti. Segja má að lífið hafi hermt eftir listinni þeg- ar Murray, sem er 56 ára, fór í partí með norska nemanum Lykke Stavnef, sem er 22 ára gömul. „Enginn trúði sínum eigin augum þegar ég kom í partíið með Bill Murray,“ sagði Stavnef, sem stundar mann- fræðinám í Skotlandi. „Hann var ná- kvæmlega eins og persónan í Lost in Translation.“ Hún segir að hann hafi ekkert haft á móti því að drekka vodka úr kaffikönnu og hjálpa til við upp- vaskið í þröngu eldhúsinu. Með frétt Sunday Telegraph fylgir mynd af manni sem virðist vera Murray íklæddur köflóttri skyrtu og brúnu vesti að þvo pott í vaskinum. Þegar það fréttist að Murray hafi mætt í partíið þá fylltist húsið fljótt af fólki sem vildi berja stjörnuna augum. „Hann var að grínast með að hita upp pastaafgang og með það hversu fullir allir væru,“ sagði Agnes Huitfeldt, sem var í teitinu. Eftir að hafa lokið uppvaskinu hvarf Murray á braut að sögn nem- endanna.    Leikarinn og leikstjórinn MelGibson segir að uppákoman þar sem hann lét ýmis miður falleg orð falla um gyðinga í júlí sl. hafi mögulega staf- að af því hve honum gramd- ist sú gagnrýni sem beindist gegn kvikmynd hans The Passion of the Christ. Myndin, sem kom út árið 2004, segir frá því þegar Jesús Kristur er krossfestur og var harð- lega gagnrýnd meðal leiðtoga gyð- inga, en þeir vildu meina að myndin myndi ala á hatri í garð gyðinga. Í viðtali í sjónvarpsþættinum Go- od Morning America sagðist Gibson skammast sín fyrir það sem hann sagði. „Ég sætti frekar harkalegum op- inberum árásum. Ég hélt að ég hefði náð að takast á við þá hluti,“ sagði Gibson. „En mannshjartað getur borið á sér ör gremjunnar, og hún mun koma út þegar maður er yfirspennt- ur og búinn að drekka nokkur glös,“ sagði hann við Diane Sawyer, fréttakonu ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar. Í viðtalinu, sem er skipt í tvo hluta sem sýndir eru á tveimur dög- um, segir Gibson að yfirlýsing hans við lögregluna – „Gyðingar bera ábyrgð á öllum stríðum í heiminum“ – hefði stafað af áhyggjum hans Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.