Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 41 dægradvöl Vertu viðbúinn vetrinum! Glæsilegur blaðauki undir heitinu „Vertu viðbúinn vetrinum“ fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 24. október 2006. Meðal efnis er: Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna, góðir skór fyrir veturinn, flensuundirbúningur, snjóbrettatíska, falleg kerti, útilýsing, mataruppskriftir og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 19. október. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. Be2 Bb4 8. Rdb5 Db8 9. a3 Be7 10. f4 d6 11. g4 O-O 12. g5 Re8 13. Dd2 a6 14. Rd4 Bd7 15. O-O f6 16. Bc4 Rc7 17. Rf5 b5 18. Ba2 Re8 19. Rxe7+ Rxe7 20. f5 Dc8 21. gxf6 gxf6 22. Bh6 Hf7 23. Kh1 Kh8 24. Hg1 d5 25. Dg2 d4 Staðan kom upp á sterku al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu á eynni Mön í Írlandshafi. Stórmeistarinn Bartosz Socko (2621) frá Póllandi hafði hvítt gegn kollega sínum frá Úkraínu, Valery Neverov (2556). 26. Rd5! exd5 27. Bxd5 og svartur gafst upp enda er hrókurinn á f7 að falla þar sem eftir 27... Rxd5 mátar hvítur með 28. Dg8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Evrópubikarinn. Norður ♠ÁG ♥ÁG105 ♦Á932 ♣G43 Vestur Austur ♠43 ♠KD109862 ♥973 ♥K ♦G876 ♦K104 ♣D752 ♣K6 Suður ♠75 ♥D8642 ♦D5 ♣Á1098 Suður spilar 4♥. Þorlákur Jónsson vakti á 1G í norður og austur kom inn á spaðasögn. Síðan varð Jón Baldursson sagnhafi í fjórum hjörtum í suður. Þetta var í leik Eyktar og Allegra í Róm. Út kom spaði, sem Jón tók með ás og sendi austur strax inn á spaða. Austur spilaði litlu laufi undan kóngnum, vestur fékk á drottn- inguna og spilaði aftur laufi. Jón drap og svínaði í hjarta. Svíningin mis- heppnaðist, en austur átti enga ókeypis leið út úr spilinu og prófaði lítinn tígul – drottning upp og unnið spil. Á hinu borðinu stökk Sverrir Ármannsson í þrjá spaða við grandopnun norðurs. Suður doblaði til úttektar og norður valdi að segja 3G. Sem er mun verra geim, en Ítalinn Vivaldi hitti á að leggja niður hjartaásinn og náði þann- ig í tíu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 hæðin, 4 súld, 7 skaut, 8 voru á hreyf- ingu, 9 streð, 11 mjög, 13 stakur, 14 angist, 15 sí- vala pípu, 17 beitu, 20 þjóta, 22 smápokar, 23 heitir, 24 romsan, 25 hitt. Lóðrétt | 1 hrukka, 2 kasta rekunum, 3 hím, 4 vettvangur, 5 andlát, 6 gyðja, 10 prókúra, 12 stormur, 13 samtenging, 15 hörfar, 16 fróð, 18 eimurinn, 19 undin, 20 heiðurinn, 21 bylgja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 vitneskja, 8 áfjáð, 9 aspir, 10 jóð, 11 tunga, 13 innan, 15 hross, 18 þroti, 21 vær, 22 grafa, 23 ábata, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 niðja, 4 Skaði, 5 Japan, 6 fást, 7 Frón, 12 gæs, 14 nær, 15 hagi, 16 otaði, 17 svall, 18 þráin, 19 okana, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Hvaða leikrit sýnir Vesturport núí London? 2 Við hvað starfar friðarverðlauna-hafi Nóbels í ár? 3 Hver er fyrsti óumdeildi heims-meistarinn í skák í þrettán ár? 4 Í hvaða íþrótt hefur Ragna Ing-ólfsdóttir náð góðum árangri? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Eftir hvern er bíómyndin Börn? Ragnar Bragason. 2. Þess var minnst í vikunni að 20 ár voru liðin frá leiðtogafundinum í Reykjavík. Allir vita að þar hittust Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, en hver var þá forsætisráðherra Íslands og hver sat í stóli borgarstjóra í Reykjavík? Steingrímur Hermannsson var forsætis- ráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri. 3. Með hvaða knattspyrnuliði ætlar Reynir Leósson að leika á næstu leiktíð? Fram. 4. Við hvaða enska knattspyrnufélag lék kvennalið Breiðabliks í Evrópukeppninni? Arsenal. Spurt er… dagbok@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.