Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SERBNESKIR menning-
ardagar á Íslandi hefjast í dag
með opnunarhátíð í Borg-
arbókasafni Reykjavíkur kl.
17. Sendiherra Serbíu á Ís-
landi, með aðsetur í Stokk-
hólmi, Nonoslav Stojadinovic,
og rithöfundurinn Sjón setja
dagana.
Á opnunarhátíðinni mun
hinn frægi serbneski harm-
óníkuleikari Milos Milivojevic leika tónlist auk
þess sem tvær sýningar verða opnaðar. Sýningin,
Austur-Serbía: falin menning og ljósmyndasýn-
ingin Serbía – fullkomin og ólokin saga, þær munu
standa til 30. október.
Opnunarhátíð
Serbneskir
menningardagar
Sjón
KRISTJANA Stefánsdóttir og
Kvartett Sigurðar Flosasonar
halda tónleika í sal Tónlistar-
skóla FÍH, Rauðagerði 27, í
kvöld kl. 20. Sérstakir gestir
verða sjö ungar söngkonur úr
söngdeild Tónlistarskóla FÍH,
en þær syngja eitt lag hver á
tónleikunum. Þær eru: Erla
Stefánsdóttir, Erla Jónatans-
dóttir, Kristín Bergsdóttir,
María Magnúsdóttir, Sigríður
Thorlacius, Sólveig Þórðardóttir og Þóra Björk
Þórðardóttir. Flutt verður tónlist af geisladisk-
inum Hvar er tunglið? auk nokkurra nýrra laga.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Djasstónleikar
Söngkonur úr
Tónlistarskóla FÍH
Kristjana
Stefánsdóttir
Á MORGUN, þriðjudag, verð-
ur opinn fyrirlestur í Listahá-
skóla Íslands, Skipholti, kl. 17.
Þar mun Jana Stockwell fjalla
um landslag neysluhyggj-
unnar. Jana lauk mastersnámi
frá Cranbrook Academy of
Art. Hún gerir skúlptúra og
þó viðfangsefni hennar sé
kunnuglegt þá er útfærsla
hennar á margan hátt óvenju-
leg. Hún leitar innan neyslusamfélags Bandaríkj-
anna að landslagi sem hún kallar fram í þrívíð
form. Jana trúir því að í þessu brotakennda lands-
lagi megi finna rætur og óskhyggju bandarísks
menningarheims.
Fyrirlestur
Landslag
neysluhyggju
Skipholt 1.
Í
Kópavogi stendur nú sem
hæst kanadísk menning-
arhátíð en á henni kennir
margra grasa. Meðal þeirra
fjölmörgu listamanna sem
fram koma er kanadíski píanóleik-
arinn Angela Hewitt, sem er iðulega
talin með fremstu píanóleikurum
heims um þessar mundir. Hún hóf
píanónám aðeins þriggja ára gömul,
fjögurra ára lék hún í fyrsta sinn op-
inberlega og fyrstu tónleikana hélt
hún níu ára gömul. Henni hefur
hlotnast margvíslegur heiður á sín-
um listamannsferli, er margverð-
launuð og var til að mynda kjörin
listamaður ársins af lesendum tón-
listartímarits Grammophone.
Angela Hewitt á heimili í þremur
löndum, Kanada, Englandi og á Ítal-
íu, þar sem hún stýrir meðal annars
árlegri tónlistarhátíð í Umbriu-
héraði, Trasimeno. Í símaspjalli við
hana til Englands, þar sem hún var
þá stödd, ræðum við um heima og
geima áður en talið berst að upp-
tökum hennar fyrir Hyperion-
útgáfuna bresku og breyttum tím-
um í útgáfu og sölu á sígildri tónlist.
Hún tekur undir það að sígild tónlist
virðist vera á undanhaldi í plötu-
verslunum víða, en gerir því skóna
að salan sé að breytast frekar en að
hún sé að leggjast alveg af; fólk
kaupi frekar plötur á netinu og svo
sýnist henni sem litlar sérverslanir
með tónlist séu að eflast um leið og
hallar undan fæti hjá þeim stóru.
„Ég finn þó ekki svo fyrir því,
mínir diskar seljast enn mjög vel,“
segir hún, en segist merkja það að
fólk kaupi núorðið mun meira af
diskum á tónleikum hennar, sem
sýni að fólk vilji gjarnan kaupa
diska þá það kemst í þá. „Ég er líka
lánsöm að starfa hjá litlu fyrirtæki,
Hyperion, þar sem höfuðáhersla er
lögð á tónlistina en ekki endilega að
selja sem mest af plötum, en með
því móti ná þeir einmitt að selja
mikið af plötum.“
Á tónleikum sínum hér á landi
flytur Hewitt tvær efnisskrár en
Bach og Beethoven eru í aðal-
hlutverkum. Hún er nýbyrjuð á
upptökuröð fyrir Hyperion á
Beethoven, en hefur þegar lokið að
taka upp alla píanótónlist Bachs fyr-
ir fyrirtækið og fengið fyrir frábæra
dóma, en verkinu lauk hún á ellefu
árum og það kom út á átján diskum.
Alin upp við Bach
Hún segist snemma hafa hrifist af
Bach, því faðir hennar var organisti
í dómkirkjunni í Ottawa og hún seg-
ist því hafa alist upp við Bach. „Báð-
ir foreldrar mínir eru tónlistarkenn-
arar og þau byrjuðu á að kenna mér
að spila Bach og píanótækni mína
hef ég því frá því að spila Bach, en
ég lærði líka á fiðlu og spilaði þá vit-
anlega Bach.“
Eins og getið er hefur Hewitt ver-
ið lofuð fyrir Bach-spilamennsku
sína, en hún segir að þeir sem leggi
sig eftir því að spila píanóverk eftir
Bach þurfi að vera jöfnum höndum
hljóðfæraleikarar og fræðimenn
enda viti menn í raun ekki hvernig
verkin voru flutt á sínum tíma, því
ekki sé bara að hljóðfærin séu öðru-
vísi, píanóið til að mynda ekki til,
heldur sé margt óljóst með hraða og
endurtekningar. „Ég held þó að
listamaðurinn hafi notið töluverðs
frelsis í flutningnum, enda má ekki
gleyma því að á þeim tíma lærðu
menn tónsmíðar um leið og þeir
lærðu á hljóðfæri, sem er nokkuð
frábrugðið frá því sem við þekkjum í
dag. Svo má ekki líta framhjá því að
Bach var ekki bara að semja fyrir
einstök hljóðfæri, hann var að semja
tónlist sem útsetja mátti fyrir fjöl-
mörg hljóðfæri og það gerði hann
líka.“
Ekki bara Bach og Beethoven
Þótt Angela Hewitt hafi nú lokið
við að hljóðrita öll píanóverk Bachs
hefur hún ekki sagt skilið við þenn-
an helsta tónjöfur þýskrar sögu,
hún leikur verk hans enn á tón-
leikum og segist reyndar spila Bach
flesta daga, en einnig leggur hún í
ferð um heiminn á árunum 2007–
2008 með prelúdíu- og fúgusafn
Bachs, Das wohltemperierte Clav-
ier. Ekki er hún þó bara að spila
Bach, eins og getið er hyggst hún
spila Beethoven líka í Salnum í
kvöld og annað kvöld, en fyrir stuttu
kom út fyrsti diskurinn af Beethov-
en-upptökum hennar hjá Hyperion.
Hún gerir líka töluvert af því að
spila nýrri tónlist og frumflytur
reglulega verk sem samin hafa verið
fyrir hana. „Það er bara svo margt
sem mig langar að spila en hef ekki
tíma fyrir,“ segir hún, „ekki bara
Bach og Beethoven, heldur langar
mig líka til að spila mun meira af
franskri tónlist svo dæmi séu tekin
og svo myndi ég gjarnan vilja hafa
meiri tíma fyrir kammertónlist –
þrjár ævir myndu ekki duga fyrir
mig til að spila allt það sem mig
langar til að spila.“
Á tónleikum sínum í Salnum í
kvöld leikur Angela Hewitt enska
svítu nr. 6 í d-moll og franska svítu
nr. 4 í Es-dúr eftir Johann Sebast-
ian Bach og sónötu í c-moll op. 13
(Pathétique) og sónötu í C-dúr op. 2
nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven.
Annað kvöld leikur hún síðan
franska svítu nr. 4 í Es-dúr eftir Jo-
hann Sebastian Bach, sónötu í f-moll
op. 57 (Appassionata) eftir Ludwig
van Beethoven, svítu í a-moll eftir
Jean-Philippe Rameau og verk úr
„Pièces Pittoresques“ eftir Emm-
anuel Chabrier. Tónleikarnir hefjast
kl. 20 bæði kvöldin.
arnim@mbl.is
Þrjár ævir ekki nóg
Bach-unnandi Kanadíski píanóleikarinn Angela Hewitt heldur tónleika í Salnum í kvöld og annað kvöld.
Meðal listamanna á
kanadískri menning-
arhátíð í Kópavogi er
píanóleikarinn Angela
Hewitt sem leikur í
Salnum í kvöld og ann-
að kvöld. Hún sagði
Árna Matthíassyni að
þrjú æviskeið myndu
ekki duga henni til að
spila allt sem hana
langaði.
ALÞJÓÐAFLUGVÖLLURINN Bar-
ajas í Madrid, sem er hannaður af
Richard Rogers Partnership, hlaut
um helgina Stirling verðlaunin fyr-
ir arkitektúr.
Þetta eru helstu verðlaun fyrir
arkitektúr í Bretlandi og eru oft
nefnd Óskarsverðlaun arkitekta.
Það er Royal Institute of British
Architects í samstarfi við The
Architectś Journal sem tilnefnir
byggingar til verðlaunanna, þetta
var í ellefta sinn sem þau voru veitt
en verðlaunaupphæðin nemur
£20,000. Flugvöllurinn hafði betur í
baráttunni við fimm önnur verkefni
en það voru; Brick House eftir
Caruso St John Architects, Evelina
Children’s Hospital eftir Hopkins
Architects, Idea Store Whitechapel
eftir Adjaye/Associates, National
Assembly for Wales eftir Richard
Rogers Partnership og Phaeno
Science Center eftir Zaha Had
Architects.
Þetta var í fyrsta skipti sem arki-
tektastofan Richard Rogers Partn-
ership, sem meðal annars hannaði
þinghúsið í Welsh í Cardiff og
Pompidou safnið í París, hlýtur
verðlaunin.
Í umsögn dómnefndar um flug-
völlinn Barajas í Madrid segir m.a.
að hönnun flugstöðvarinnar sé ein-
staklega góð í ljósi stanslauss
straums komu- og brottfarar-
farþega og að fallegt þakið sé sér-
stakt og takist að vera bæði
ríkjandi og um leið láta lítið fyrir
sér fara.
Arkitektar, hvar sem er innan
Evrópusambandsins eiga mögu-
leika á tilnefningu til Stirling verð-
launanna fyrir byggingar innan
Evrópusambandsins.
Meðal þeirra bygginga sem hafa
hlotið verðlaunin eru tónlistarskól-
inn í Stuttgart, NatWest fjölmiðla-
byggingin í London og 30 St Mary
Axe sem er þekkt undir heitinu
„the gherkin“, sem mætti útleggj-
ast á íslensku: agúrkan.
Verðlaunin hafa þó fengið alls-
konar gagnrýni og finnst mörgum
þau vera ófullkomin þegar litið er
til notagildis og gæða bygginganna
en ekki aðeins útlits. Samkvæmt
vefriti Guardian var verðlauna-
nefndin gagnrýnd harðlega í fyrra
fyrir að veita nýrri byggingu
Skoska þingsins verðlaunin, en
fjölda vandamála komu upp við
byggingu hennar sem vörðuðu
hönnunina og gerðu þau það að
verkum að hún var mikið dýrari í
byggingu en fjárhagsáætlanir
gerðu ráð fyrir. Vandamál hafa
einnig komið upp í Peckham bóka-
safninu í London sem fékk Stirling
verðlaunin árið 2000. Starfsfólk
kvartar yfir viðstöðulausum glym
og með því að hafa bókasafnið á
fjórðu hæð eigi eldra fólk erfitt
með að sækja það. Fleiri verðlauna-
byggingar hafa fallið á þeim nota-
gildiskröfum sem gerðar voru til
þeirra. Gagnrýnendurnir segja að
arkitektar hafi fjarlægst þarfir hins
daglega lífs og vilja að verðlauna-
nefndin fari að endurhugsa þær
kröfur sem eru gerðar til þeirra
bygginga sem tilnefndar eru ár
hvert, og að það sé líka tekið með í
reikninginn hversu vel þær gagnist
því hlutverki sem þær eiga að
sinna.
Flugvöllur
fékk Stirling-
verðlaunin
Alþjóðaflugvöllurinn
Barajas í Madrid
Verðlaun Barajas-flugvöllurinn.