Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 25 MIKIÐ er fjallað um læknastéttina þessa dagana. Mál LSH hafa verið í deiglunni og hafa samskiptamál lækna og yfirstjórnar LSH þar verið þar efst á baugi. Jafnframt hafa samskipti lækna við Tryggingastofnun Ríkisins vakið athygli og þær einkennilegu leiðir sem þar hafa verið farnar til að leysa ágreiningsmál tímabundið með tilvís- unarkerfi. Vandamálin sem af þessum ágreiningsmálum spretta eru mikil og dýr fyrir þjóðfélagið. Engum dylst að heilsugæsla og lækningar séu mikilvægar. Þar gegna læknar lykilhlutverki ásamt öðrum heilbrigðisstéttum. Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að læknir stjórnaði læknisverkum og gegndi þar einskonar hlutverki karlsins í brúnni. Fáum dettur í hug að setja marga skipstjóra á eitt skip. Slíkt myndi enda í peningafrekri ringulreið og skipið yrði í besta falli stefnulaust. Um það stórskip sem heil- brigðiskerfi kallast ættu sömu lögmál að gilda. Á síðustu öld hafa hins vegar aðrar starfstéttir bæst í brúna, sem telja sig betur til þess færar að stjórna en læknastéttin. Þær koma ávallt með þau loforð um að þær muni ná meiri sparnaði í krafti viðskiptaþekkingar, stjórna betur í kraftir MBA-gráðanna og skipuleggja betur í ljósi þekkingar þeirra á spítalastjórnun. Þær lofa því að þetta verði framkvæmt í ríkulegu samráði við lækna. Deila má um efndir loforðanna. Vafasamt er að þessar stéttir hafi náð þeim árangri sem til var stefnt. Þvert á móti virðist framúrakstur heilbrigðiskerfisins í fjármálum sjaldan hafa verið meiri en nú, aldrei meiri atgervisflótti úr heilbrigðisstofnunum og sjaldan hefur ríkt meiri óvissa um framtíðarskipulagningu heil- brigðismála. Í þessari grein verður rætt um þær hömlur sem settar hafa verið jafnt og þétt á lækna með því að takmarka völd þeirra og starfsemi á ýmsa vegu. Þegar þetta mál er skoðað ofan í kjölinn kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós. LSH Sú heilbrigðisstofnun sem hvað mest hefur verið fjallað um á undanförnum misserum er Landspítali Háskólasjúkrahús (LSH). Á síð- ustu árum hefur þessi stóri spítali verið búinn til úr ýmsum stofnunum, bætt við hann úr öll- um áttum þar til hann er kominn að því að kikna undan því álagi sem á honum er. Sam- eining spítalanna var vanhugsuð. Undirrit- aður vann á Landakotsspítala á árum áður og kynntist því að vinna á spítala þar sem fólkið sem vann þar fékk einhverju ráðið. Þar sem fólk talaði saman, vann saman og hafði á til- finningunni að loknum vinnudegi að það væri að vinna á stofnun þar sem hlustað væri á það og borin virðing fyrir því. Þessu er ekki að heilsa á LSH, enda virðist óánægja starfs- fólks vera þar mikil, a.m.k. á mörgum deild- um spítalans. Margar ástæður kunna að liggja fyrir þessu. Ein þeirra er sú að rödd læknanna drukknaði. Í kringum árið 1990 voru læknar Landakotsspítala enn áberandi í stjórnun og mikið til þeirra leitað við dag- legan rekstur spítalans. Þarf ekki annað en að lesa ágætar greinar Ólafs Arnar Arn- arsonar, þáverandi yfirlæknis Landakots- spítala um hetjulega mótspyrnu læknaráðs spítalans gegn sameiningu spítalanna sem þá stóð fyrir dyrum. Reyndar var síðar farið út í sameiningu Landakotsspítala og Borgarspít- ala og sagðist Jóhannesi Gunnarssyni, þáver- andi formanni læknaráðs Borgarspítalans svo frá í samtali við Mbl. þann 15. ágúst 1991: „Um hugsanlega sameiningu allra þriggja sjúkrahúsanna í Reykjavík, segir Jóhannes að mönnum ógni stærð þeirrar stofnunar sem þá yrði til. Eins segir Jóhannes að rann- sóknir erlendis hafi sýnt að rekstur mjög stórra sjúkrahúsa hafi ekki reynst hag- kvæmur.“ Þessi forspá hefur ræst. LSH er langt frá því að vera eins hagkvæmur og til var stefnt. Það er erfitt að skipuleggja þenn- an spítala og þrátt fyrir frábært starfsfólk sinnir hann ekki sínu hlutverki nægilega vel. Raddir lækna sem og annars starfsfólks sem þar vinnur heyrast eru þráfalt hunsuð. Læknaráð LSH hefur verið rúið stórum hluta ákvarðanavalds síns með innsetningum á nýjum óréttmætum stjórnunarlögum í skipurit sem beinlínis unnu gegn stjórnunar- áhrifum yfirlækna og læknaráðs. Góða um- fjöllun um þetta atriði er að finna í grein Páls Torfa Önundarsonar, yfirlæknis og varafor- manns Læknaráðs LSH í grein hans í fjórða tölublaði Læknablaðsins á þessu ári sem nefnist: „Alfaðir ræður – er það góð stjórnun að skerða stjórnunaráhrif lækna á Landspít- alanum?“ Því miður hafa heilbrigðisráðherrar veitt embættismönnum LSH óskoraðan stuðning sinn og stutt viðleitni þeirra til að draga úr áhrifum lækna. Spyrja þarf þeirrar áleitnu spurningar: Hver greinir sjúkdóm sjúklings- ins, hver ákveður meðferð hans og hver út- skrifar hann? Margir læknar hafa sér- fræðiþekkingu í skipulagningu ýmissa verkefna, svo sem meðferð á hópslysum, viðbrögð við sjúkdó- mafaröldrum og fyrirbyggjandi aðgerðir við ýmsum sjúkdóm- um. Þrátt fyrir víðtæka þekk- ingu lækna á einmitt því sem skiptir mestu máli á spítala – greiningu og meðferð sjúkdóma – virðast ráðherrar heilbrigð- ismála ekki þora öðru en að taka málstað stjórnenda spítalanna. Sem betur fer er nú hægt að framkvæma fleiri læknisverk en nokkru sinni fyrr utan hinna dýru spítalaveggja. Þess vegna var leiðinlegt að heyra málflutn- ing ráðherra um daginn í fjöl- miðlum þegar hún gaf í skyn að ástæða einkareksturs lækna væri fólgin í gróðavon þeirra. Nú er hægt að framkvæma fjölda að- gerða utan spítala sem sparar ríkinu stórfé. Sem dæmi má nefna að 70% aðgerða við skýi á augasteini, sem er algengasta aðgerð sem framkvæmd er á Vesturlöndum, eru fram- kvæmd utan spítala í nágrannalöndum okkar - en allar innan spítalaveggja hér á landi. Heilbrigðisráðherrar verða að mynda skjól- borg utan um kerfið og veita því sanngjarnan stuðning líkt og t.d. samgönguráðherra gerir gagnvart samgöngumálum og þurfa að forð- ast að taka undir óverðskuldaða gagnrýni á kerfið, biðja starfsfólk spítalanna að herða sultarólina en lofa yfirstjórn þeirra gagnrýn- islaust. Sú sjálfsagða sparnaðarráðstöfun að flytja læknisverk út af spítalanum er tor- tryggð og gefið í skyn að þar sé verið að út- búa tvöfalt heilbrigðiskerfi. Því fer fjarri. Tímar risasjúkrahúsanna eru að líða undir lok í vestrænum samfélögum vegna þess að mörg læknisverkanna er hægt að fram- kvæma á ódýrari hátt á læknastofum. Ein- hverra hluta er þessu öfugu farið hér á landi. Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á einu af dýrustu verkefnum Íslandssögunnar, hinu svokallaða Hátæknisjúkrahúsi, og var sá aðili settur til að stýra verkefninu sem öðrum fremur stuðlaði að því að hækka verðmiða Orkuveituhússins úr 2 milljörðum í 6 millj- arða. Þetta var gert í samráði við stjórn LSH í stað þess að bæta þá aðstöðu sem fyrir er og nýta byggingar sem eru ekki nýttar sem skyldi. Það sem fyrst og fremst vantar er aukið legupláss fyrir álagstíma og sjúkra- hótel og hafa fjölmargir bent á hvernig nýta má það húsnæði sem fyrir er í því skyni. Á það er ekki hlustað en sem betur fer hefur Læknafélag Íslands tekið af skarið í nýlegri ályktun sinni þar sem settar eru fram skyn- samlegar tillögur um hvernig megi koma upp einkasjúkrahúsi á gamla Borgarspítalanum. Tryggingastofnun ríkisins LSH er orðið þungt í vöfum. Trygg- ingastofnun Ríkisins á við svipuð vandamál að etja og hefur ekki þróast eðlilega í tímans rás. Endurgreiðslur Tryggingastofnunar fyr- ir læknisverk eru bundnar í kvótaklásúlur sem eru í litlu samræmi við stóraukinn fjölda læknisverka síðustu ár og þá hratt vaxandi þróun sem hefur orðið á flestum sviðum lækninga undanfarna áratugi. Ný læknisverk eru ekki tekin inn á gjaldskrá lækna og beiðnir þess efnis eru virt að vettugi af sam- ráðsnefnd TR. Spyrja má hvernig hægt sé að framkvæma 21. aldarlækningar eftir lækn- isverkalista sem voru samdir áður en int- ernetið var fundið upp. Það er það sama uppi á teningnum hér: Ekki er hlustað á lækna og þeir jafnvel sakaðir um eiginhagsmunasemi og fégræðgi. Þessi rök lýsa fáu öðru en fá- kunnáttu þess sem þau koma frá. Læknar eru hvorki betri né verri en aðrar stéttir þessa þjóðfélags. Þeir vinna störf sín í sam- ræmi við það sem þeim var kennt í sérnámi sínu. Hvernig eiga þeir að gera það þegar rík- isstjórnin viðurkennir ekki hluta starfs þeirra og neitar að greiða fyrir læknisverk sem löngu eru orðin viðurkennd í nágrannalönd- unum – og sakar þá um eiginhagsmunasemi fyrir að biðja um það? Því miður eru grasrót- arsamtök sjúklinga á Íslandi of fá og þekking sjúklinga á sjúkdómum sínum oft minni en halda mætti í menntuðu þjóðfélagi. Því er þrýstingur á yfirvöld of lítill af sjúklinga hálfu og virðist oft sem læknar séu gagnrýnni á TR en góðu hófi gegnir. Svo er þó alls ekki og má fremur gagnrýna lækna um of mikla kurteisi í þessum efnum. Gagnrýni hags- munasamtaka og þrýstihópa mætti vera enn háværari þar sem hún á oftast við gild rök að styðjast. Eins er það með lækna. Hjarta- læknar eiga hrós skilið fyrir það frumkvæði sem þeir sýndu þegar þeir sögðu sig af samn- ingum við TR. Það er ekki auðvelt fyrir heila sérgrein lækna að taka slíka ákvörðun en þegar samningaviðræður steyta ávallt á sama skerinu er ekki um annað að ræða. Bet- ur væri ef fleiri sérgreinar lækna myndu taka af skarið og segja upp samningi sínum við nátttröllið á sama hátt og hjartalæknar. Það myndi neyða TR til naflaskoðunar og til að svara þeirri grundvallarspurningu: Ætlar stofnunin ekki að greiða fyrir þá þjónustu sem fólkið á að fá samkvæmt lögum? Auglýsingar Samkvæmt læknalögum er lækni óheimilt að auglýsa starfsemi sína að mestu. Þegar ný læknastofa er opnuð eða læknir fer til starfa á nýrri stofu má auglýsa það þrisvar í sorg- arramma í blöðum en allt umfram það kallar á aðgerðir Landlæknis. Læknar hafa hingað til ekki haft mikið við þetta að athuga, enda starfa þeir margir hverjir innan spítala, hafa nóg að gera og þurfa ekki að auglýsa starf- semi sína. Mörgum finnst gott að þurfa ekki að taka við „auglýsingaskrumi“ frá læknum, nóg sé nú samt af þessum í fjölmiðlum allt í kringum okkur. Menn hafa bent á virðuleika lækna, nánast eins og þeir séu yfir alla hafnir hvað þetta varðar, og bent á að lækningar séu of viðkvæmt og vandmeðfarið mál til að það sé auglýst á svipaðan hátt og önnur þjónusta. Þessi viðhorf eru að nokkru leyti skiljanleg. Á þessu fyrirkomulagi er þó einn stór ljóður. Rödd lækna heyrist illa eða ekki og auglýs- ingabannið er orðið að helsi sem hamlar allri opinni umræðu um lækna og starfsemi þeirra, einkum utan sjúkrahúsa. Fjöldi lækna sem starfar á eigin sjúkrastofnunum hefur aukist mjög. Engin leið er að koma vitneskju til fólks um starfsemi sína og veit almenn- ingur mjög lítið um það sem læknar bjóða upp á. Þetta kom glögglega fram á heilsusýn- ingu sem var haldin hér fyrir stuttu. Þar var læknum bannað að mestu að kynna starfsemi sína á grundvelli auglýsingalaga. Hins vegar gat fólk úr öllum geirum „hliðarlækninga“, sem landlæknir kallar gjarnan skottulækn- ingar, óáreitt auglýst sína starfsemi án nokk- urra vandkvæða. Þarna er vegið að réttlæt- inu. Þetta gengur jafnvel svo langt að læknar fjalla sjaldnast um sérfag sitt í fjölmiðlum og greinar um einfalda sjúkdóma, hvernig þeir séu meðhöndlaðir og hvernig ber að forðast þá, eru sjaldséðar. Einn af algengustu smit- sjúkdómum hér á landi, slímhimnubólga í augum, hefur aldrei fengið umfjöllun í Morg- unblaðinu frá stofnun þess, svo dæmi séu tek- in. Hins vegar viðgengst víðtæk umfjöllun og auglýsingar á svokallaðri lithimnugreiningu, sem er algjörlega staðlaus „fræðigrein“. Auð- vitað má gagnrýna okkur lækna fyrir að vera ekki meira áberandi í umræðu um sjúkdóma og vandséð að landlæknir myndi atyrða okk- ur fyrir fræðilega grein um sjúkdóma. Það er á hinn bóginn orðið rótgróið í okkur lækna að okkur sé réttast að vera lítið áberandi, berja okkur ekki á brjóst og sitja stilltir á okkar bás í bakgrunni þjóðfélagsins. Læknar eru hvað þetta varðar eins og múslimakonur þjóðfélagsins – þrátt fyrir að við höfum tals- verð völd og njótum virðingar innan ákveðins ramma eins og múslimakonan nýtur innan eigin fjölskyldu, sérstaklega með aldri og auknum þroska, þá verðum við að bera yfir okkur skuplu og andlitsdúk þegar við förum út í þjóðfélagið. Lög um bann við auglýs- ingum lækna eru tímaskekkja og má velta því fyrir sér hvort hér sé ekki um mannréttinda- brot að ræða. Nágrannalönd okkar leyfa læknaauglýsingar og tel ég miklu fremur að landlæknir ætti að taka þátt í að viðhalda banni á áfengisauglýsingum sem hafa raun- veruleg skaðleg áhrif á þjóðfélagið en að halda í bann við kynningu á starfsemi og heil- brigðisþjónustu sem almenningur hefur full- an rétt á að vita um. Í þessari grein hafa verið leidd nokkur rök að því að mannréttindum lækna séu takmörk sett í þjóðfélaginu. Læknar eru hópur fólks sem hefur það að markmiði að greina, lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Þeir sinna hlutverki sínu best þegar þeir fá að ráða starfsumhverfi sínu og gjörðum til samræmis við aðrar stéttir í landinu. Það er engum greiði gerður að hamla starfsemi þeirra á þann hátt sem hefur tíðkast hér í áratugi. Þetta ástand þarf að lækna. Um mannréttindi lækna Eftir Jóhannes Kára Kristinsson » Þeir sinna hlutverki sínubest þegar þeir fá að ráða starfsumhverfi sínu og gjörð- um til samræmis við aðrar stéttir í landinu. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er augnlæknir og doktor í læknisfræði við Háskóla Íslands. urinn lét ekki á sér standa og rafmagns- notkun vegna sendingarmóttakara á heimilum fólks minnkaði um 50% á stuttum tíma. Um átta milljónir slíkra tækja eru í notkun daglega og orku- sparnaðurinn, sem náðist með einföldum aðgerðum, því umtalsverður að sögn Anderson. Eiga enn margt ólært „Þetta er aðeins hluti af þeim breyt- ingum sem Sky hefur staðið fyrir að undanförnu,“ segir Anderson. „Stór iðn- fyrirtæki hafa smátt og smátt áttað sig á þeim fjárhagslega ávinningi sem felst í orkusparnaði en stærsta breytingin er hins vegar sú að stjórnendur fleiri og fleiri fyrirtækja eru farnir að spyrja sig að því hvernig þeir geti hjálpað við- skiptavinum sínum að nota minni orku og skilja eftir sig færri koltvísýr- ingsský.“ Hann segir að tilgangur fund- arins hafi einmitt verið að leita nýrra leiða til að koma heimsþekktum fyr- irtækjum í skilning um að hófsemi í kol- efnisnýtingu sé allt í senn skemmtileg, spennandi og nauðsynleg. „Við erum á byrjunarreit og eigum margt ólært. Starfsmenn fyrirtækisins hafa gefið okkur byr undir báða vængi, þeir tóku hugmyndum okkar opnum örmum og ákveðin menning skapaðist innan fyr- irtækisins, þar sem allir lögðu sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn voveif- legri þróun loftslags jarðarinnar,“ segir Anderson. Ísland þungvægur þátttakandi í þróuninni Þeir Howard og Anderson segja að fundurinn á Íslandi hafi opnað augu þeirra fyrir ýmsum nýjungum og enginn vafi leiki á því að Íslendingar séu mjög framarlega á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. „Á árum áður reiddi íslensk- ur efnahagur sig mjög á brennslu kola, en nú er svo komið að endurnýjanlegir orkugjafar á borð við jarðvarma sjá ykk- ur fyrir orku. Í þessu tilliti er Ísland mjög mikilvægt og hróður þess mun aukast á næstu árum þar sem það hefur rutt braut vistvænnar orkunýtingar undanfarin ár,“ segir Howard. „Þið eruð kannski ekki fjölmennasta þjóð heims- ins, en þegar Íslendingar halda í víking til Indónesíu til að kynna innfæddum að- ferðir við vistvæna orkuvinnslu, þá er landið orðið stór þátttakandi á heims- vísu,“ segir hann og tekur í því samhengi fram að það hafi glatt hans litla hjarta að sjá mynd af forseta Kína, eins stærsta iðnveldis heims, kynna sér kosti jarð- varma í íslenskri jarðhitavirkjun. And- erson tekur heilshugar undir með félaga sínum og segir að heimsóknin hafi verið mjög gefandi og hvetjandi. „Nú getum við haldið aftur til okkar heima, vitandi það að við erum á réttri braut,“ segir Anderson að lokum. orku, þannig að í ó-útblástur fyr- “ segir Matthew astjóri Sky, sem á landi vegna fund- r að aðgerðir fjöl- afi beinst að þremur iðskiptafélögum og rja með hafi orku- rið minnkuð til ngum þess var hag- rð skilvirkari. Auk um fyrirtækisins, oðið að safna fríð- ar til gert „kolefn- ktar fengust fyrir kun s.s. með því að a samstarfs- essu vildum við emmtilegan og að fólk liti á sparn- ir Anderson. nn og birgðasala derson að þeim hafi a á erindi Al Gore ar og hvers vegna ita þeim athygli. við viðskipta- ð ef þeir vildu halda fram, yrðu þeir að kusparnaði innan kja.“ Nú er svo ar sem starfsmenn u blendingsbílar (e. Sky er að ganga ndiferðabílum sem r. „Í þriðja lagi er- æki og þriðju etlandi berast sjón- r. Við spurðum við gætum hafið jölskyldur um orku- ær gætu haft áhrif nnar hófsemi við Anderson. Árang- t braut nýtingar“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti gslífi og stjórnmálum komnir saman til að stilla saman mtök ungra forystumanna á heimsvísu. rson fannst mikið ma að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.