Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 21
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 21
Hann Jakob er danskur og er skiln-aðarbarn. Margrét dóttir mín tókhann að sér þegar hún bjó úti íDanmörku ásamt kærastanum sín-
um og þegar þau fluttu heim til Íslands þá gátu
þau ekki hugsað sér annað en að flytja hann
með sér", segir Edda Hrönn.. „Það var mikið og
flókið mál. Jakob þurfti að vera í hálft ár í
sóttkví í Danmörku vegna þess að hann komst
ekki að hér úti í Hrísey. Loksins þegar hann
kom til Íslands þá þurfti hann líka að vera lengi
í sóttkví hér en þegar hann að lokum náði til
heimahafnar þá skildu eigendur hans og kött-
urinn varð eftir hjá okkur.“ Þessar tafir og
flutningurinn kostaði sitt og stundum hefur
heimilisfaðirinn haft það á orði að sennilega sé
Jakob dýrasti köttur á Íslandi.
Slítur hárlokka úr fólkinu
Kært er með Jakobi og heimasætunni Re-
nötu og hann skríður ævinlega uppí til hennar
þegar hún er sofnuð á kvöldin og hringar sig
um höfuð hennar og sefur þar værum svefni.
En stundum hefur hann fengið nægan næt-
ursvefn þó nokkuð fyrr en aðrir heim-
ilismeðlimir. „Hann er yfirleitt kominn á stjá
klukkan sex á morgnana og þá nennir hann
ekkert að vera vakandi einsamall og vekur okk-
ur með mjálmi eða skrölti og hættir ekki fyrr
en einhver fer framúr.“ Renata segir Jakob
sérlega hrifinn af síða hárinu hennar og hann
vekur hana stundum með því að sleikja á henni
hárið sem að lokum flækist í tungunni á honum
og þá togar hann fast á móti. „Hann hefur nag-
að af okkur heilu hárlokkana með þessum
hætti,“ segir Edda og bætir við að sjálfum
finnst honum gott að láta greiða sér og Renata
sér um þann þátt og þá eru þau miklir mátar.
„En hann er ekki alveg eins sáttur við Renötu
þegar hún og vinkonur hennar eru að leika sér
með hann og gera á honum hinar ýmsu til-
raunir, eins og að setja hann í bað og loka hann
inni í skáp. Yfirleitt er hann mjög geðgóður og
þolinmóður en fær þó stundum nóg af meðferð-
inni og sýnir þá klærnar. Einu sinni varð hann
svo reiður að hann stökk á hana og beit hana í
höfuðið.“
Opnar glugga og hurðir
Jakob elskar harðfisk og er auk þess sólginn
í hákarl og kannski er það þess vegna sem hann
býr yfir miklum krafti. „Jakob er svolítið göldr-
óttur því hann opnar glugga og hurðir sem eru
harðlokaðar. Ég held svei mér þá að hann
gangi í gegnum veggi, því hann er stundum
staddur þar sem hann á alls ekki að geta verið.“
Jakob heitir eftir hundi sem bjó á bæ þeim
sem fyrrum eigandi hans dvaldi á sumarlangt í
bernsku. „Og það merkilega er að sá hundur
var frægur fyrir að geta opnað hurðir, þannig
að hæfileikinn fylgir nafninu eða hundurinn
kettinum. En kötturinn fór ekki að opna hurðir
fyrr en eftir að hann kom til Íslands.“
Nagaði rafmagnssnúrur
Jakob er félagslyndur og hann á góðan vin í
nágrenninu.
„Hingað kemur stundum loðinn stór drjóli og
spyr eftir honum og þeir fara saman út að leika
sér.“
Jakob getur verið uppátektarsamur og eitt
af því sem hann gerði mikið af þegar hann var
yngri, var að naga í sundur rafmagnssnúrur.
„Ég sá stundum þegar hann fékk straum, en
hann lét það ekki stoppa sig og hélt bara áfram
að naga. Þetta var bölvuð árátta og hér voru öll
rafmagnstæki orðin óvirk vegna þessa. Þegar
ég sagði upphátt einn daginn að við yrðum að
losa okkur við köttinn út af þessu rafmagns-
snúrunagi, þá steinhætti hann þessu. Þetta er
ágætis sönnun þess að kettir vita lengra en nef
þeirra nær.“
Köttur sem gengur
í gegnum veggi
„Þessi köttur á sig nú aðallega sjálfur, en hann tilheyrir heimilinu
okkar engu að síður. Hann varð eiginlega óvart heimilisköttur hér,“
segir Edda Hrönn Atladóttir um köttinn Jakob sem er stærri en
flestir aðrir kettir og þó nokkuð göldróttur.
Morgunblaðið/Eyþór
Vinir Heimasætan Renata og kötturinn Jakob eru miklir mátar.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is