Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 281. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fylgstu með reykingarátaki í 6 til sjö í kvöld milli kl. 18 til 19 á SKJÁEINUM. AF LISTALYST FLUGAN SVEIMAR UM MENNINGAR- LENDUR ÍSLANDS UM HVERJA HELGI >> 36 SUNDSYSTUR FJÓRAR AFREKS- KONUR Í SUNDI ÁHUGAMÁLIÐ >> 22 „ÞAÐ sem hefur komið á óvart er hin mikla þátttaka útlendinga í vinnunni við að byggja þetta,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor við Háskólann á Ak- ureyri, en hann rannsakar ásamt fleirum samfélagsáhrif virkjunar- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Kjartan segir fjölda útlendinga við framkvæmdirnar skiljanlegan í ljósi efnahagsástandsins í landinu en ekki hafi verið gert ráð fyrir honum í upp- hafi. „Mér þykir einnig mikilvæg sú niðurstaða hversu áhrif af virkjunar- og stóriðjuuppbyggingunni ná skammt út fyrir miðsvæði Austur- lands,“ segir Kjartan, en niðurstöðu- skýrslu er að vænta fljótlega. Stærsta glataða tækifærið Kjartan segir samstöðu ekki hafa náðst um það meðal sveitarstjórnar- manna hvar miðja svæðisins ætti að vera. „Ég held að það muni til lengri tíma litið verða stærsta glataða tæki- færið, að reyna ekki að þjappa Aust- urlandi meira saman.“ Að sögn Kjartans hefur alltof mikil áhersla verið lögð á íbúafjölgun sam- hliða framkvæmdunum. Íbúafjöldi út af fyrir sig sé ekki mælikvarði á lífs- gæði. Hann segist spá áframhaldandi fækkun Íslendinga á svæðinu út árið. „Ég tel ekki að stórir hópar fólks bíði í ofvæni eftir að fá að flytja austur. Það eru sjálfsagt einhverjir tugir, en það er bullandi uppgangur í samfélaginu og hver er þá hvatinn fyrir fólk að rífa sig upp og fara austur? Það er til fullt af könnunum sem segja að fólk sé já- kvætt gagnvart því. En eitt er að vilja og annað að geta, til dæmis hvað varð- ar börn og maka. Það er svo margt sem þarf að ganga upp.“ Þung áhersla á íbúafjölgun Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Í HNOTSKURN »Rannsóknir á samfélags-legum áhrifum fram- kvæmdanna á Austurlandi hafa verið gerðar frá upphafi og halda áfram til ársins 2009. »Æskilegt er talið að haldaþeim lengur áfram til að meta þau áhrif sem eru lengur að koma fram í samfélaginu og hversu miklu róti fram- kvæmdirnar hafa raunveru- lega valdið í því.  Ný tegund | 11 Peking. AFP. | Hjálparstofnanir segj- ast hafa áhyggjur af því að refsiað- gerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu bitni meir á blásnauð- um almenningi í landinu en komm- únistastjórninni í Pyongyang. Talsmenn hjálparstofnana sögðust óttast að refsiaðgerðirnar ýttu undir matarskort í landinu og torvelduðu hjálparstarfið. Þeir sögðu að ástandið væri farið að minna á aðdraganda hörmunganna sem gengu yfir landið um miðjan síðasta áratug. Rúm millj- ón manna svalt þá í hel. Talsmaður suður-kóresku hjálpar- samtakanna Góðir vinir sagði að margir Norður-Kóreumenn þyrftu nú að borða næringarsnauðari mat en áður og væru farnir að eigra um í leit að fæðu.  Deilt um eftirlit | 14 Óttast mannfelli Peking. AFP. | Yfirvöld í Kína ætla að hefja herferð gegn þýðingavillum á skiltum á ensku í Peking fyrir ólympíuleikana sem haldnir verða þar árið 2008. Yfirvöldin ætla að gefa út leið- beiningar um þýðingar á skiltunum fyrir lok ársins. Ástæðan er sú að ferðamenn hafa lengi hlegið að ýmsum furðulegum þýðingavillum á skiltunum. Garður þjóðernisminnihluta fékk til að mynda nafnið „Garður kynþátta- hatara“ og á neyðarútgangi á al- þjóðaflugvellinum í Peking stóð: „Enginn aðgangur á friðartímum.“ Herferð gegn þýðingavillum Kaíró. AFP. | Egypsk kona, sem gerði sér upp fæðingarhríðir, lék það svo illa við tollskoðun á alþjóða- flugvelli í Kaíró að tollverðir ákváðu að leita á henni og komust strax að því að hún hafði ekki þykknað undir belti vegna þess að hún væri barnshafandi. Konan hélt að sér yrði hlíft við leit, en tollverði þótti undarlegt hversu margir nýlegir stimplar væru í vegabréfi konu sem virtist komin á steypinn. Í ljós kom að hún var „þunguð“ að 48 farsímum. Reyndist vera með 48 síma undir belti ÞAÐ lét nærri að það rigndi eins og hellt væri úr fötu í Reykjavík í gær. Af þeim sökum gekk um- ferðin frekar hægt fyrir sig, sem betur fór, því akstursskilyrðin voru ekki með besta móti. Spáð er rigningu eða súld um mestallt land í dag og von er á slyddu á Norðurlandi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á rauðu ljósi í rigningu ♦♦♦ Jerúsalem. AFP, AP. | Lögreglan í Ísrael mælti með því í gær að forseti landsins, Moshe Katsav, yrði ákærður fyrir nauðg- anir, kynferðislega áreitni, svik og embætt- isglöp. Búist er við að ríkis- saksóknari Ísraels, Meni Mazuz, ákveði á næstu dögum hvort birta eigi ákærur á hendur forset- anum. Eru þetta alvarleg- ustu ásakanir sem nokk- ur hátt settur embættis- maður í Ísrael hefur staðið frammi fyrir. Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglan hafi mælt með ákærum vegna mála fimm kvenna sem störfuðu á skrifstofu forsetans eða í landbúnaðarráðuneytinu þegar hann starfaði þar sem ráðherra. Fimm aðrar fyrrverandi samstarfskonur forsetans hafa kært hann fyrir að hafa nauðgað þeim eða notfært sér stöðu sína til að þvinga þær til samræðis, en lögreglan komst að þeirri nið- urstöðu að sök væri fyrnd í málum þeirra. Lögreglan telur ástæðu til að saksækja Katsav fyrir svik og embættisglöp í tengslum við náðanir og fyrir ólöglegar sím- hleranir. Hún hefur ekki enn lokið rann- sókn á því hvort forsetinn hafi lagt stein í götu réttvísinnar og áreitt vitni í málinu. Moshe Katsav er 61 árs, fæddist í Íran og þingið kaus hann forseta í júlí 2000. Forsetinn hefur neitað sök. Vill ákæru gegn for- seta Ísraels Moshe Katsav

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.