Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 29 HALLDÓR Reynisson, verkefn- isstjóri á Biskupsstofu, svaraði þann 21. október síðastliðinn grein minni (Mbl. 15. okt s.l.) og gagn- rýni fleiri, m.a. foreldris barns í Hofsstaðaskóla sem sendi bréf til allra íbúa Garðabæjar, á þjónustu Þjóðkirkj- unnar í nokkrum grunnskólum sem kallast Vinaleiðin. Halldór vildi ekki skilgreina þjónustuna sem trúboð og sagði m.a. að „Við prestar og djáknar teljum þá sálgæslu sem við veit- um vera til þess að hlusta og styðja á for- sendum skjólstæð- ingsins sjálfs.“ og „Víst eru þeir [prestar / djáknar] fulltrúar kristninnar, en þeim ber að virða trúararf skjólstæðinga sinna og veita stuðning á for- sendum þeirra.“ Hér vil ég minna á að djáknum í þessum skólum er heimilt að fá börnin ein í viðtöl án sérstaks leyfis foreldra. Hvernig á barn að geta útskýrt trúarlegar forsendur sínar? Hér að neðan er vitnað í lýsingu á því umhverfi þar sem þessi viðtöl fara fram í Var- márskóla og Lágafellsskóla: „Faðir vor er í ramma á vegg og sjö boðorð voru í einlægni skrifuð á blátt blað. Auglýsinga- miðar um fundartíma alls barna- starfs kirkjunnar í Lágafellssókn og Jesúmyndir eru í körfu þar sem allir hafa góðan aðgang að og geta fengið miða og mynd.“ Eftirfarandi er lýsing á starf- semi djákna í skóla:  djákni er fulltrúi þjóðkirkj- unnar og kristinnar trúar  djákni veitir kristilega sál- gæslu og stuðning  djákni er tengiliður milli skóla, heimila og kirkju  djákni hefur bæna- og helgi- stundir fyrir nemendur og starfs- fólk skólanna bæði í skólunum og í kirkjum safnaðarins  djákni aðstoðar kennara og starfsfólk að taka á erfiðum mál- um og undirbúa þau.  djákni veitir áfallahjálp  djákni leiðbeinir inni í bekkjum s.s. um góðan bekkjaranda, góða siði, tillitsemi, umburðarlyndi, ræðir við börnin um kristin gildi, lífið og dauðann, svarar spurningum sem upp koma við andlát aðstandenda, stöðvar einelti o.s.frv.  djákni aðstoðar kennara við sérstök verkefni í kristnum fræðum s.s. kynningu á kirkjuhús- inu sjálfu og kirkjulegum munum. (Tilvitnun lýkur). Af þessu er ljóst að djákni er einnig með starfsemi inni í bekkj- um og leiðbeinir um siðferðislega hegðun auk þess að halda bæna- og helgistundir. Þetta er brot á jafnræðisreglu og mannréttindum barna skv. 29. gr. íslenskra laga um grunnskóla og mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meginpunktur gagnrýni minnar og margra fleiri er sú að trúarleg starfsemi, hvort sem hún kallast þjónusta eða trúboð, á ekki rétt á sér innan veggja ríkisrekinna skóla landsins. Þegar manneskja sem býður þjónustu sína í skóla er á vegum trúflokks er ekki hægt annað en að flokka þá þjónustu sem trúarlega, burt séð frá því hvert innihaldið er. Kærleikur, sálgæsla, áfallahjálp eða annað innihald skiptir ekki máli í því sambandi. Vegna aðstöðumunar sóttist Siðmennt, félag siðrænna húmanista, fyrir um 17 árum, eftir því að kynna borgaralega ferm- ingu í skólum en var hafnað (rétti- lega) á grunni þess að auglýsingar væru bannaðar í skólum og einn skólastjóri benti á að þá gætu ým- is trúfélög fylgt í kjölfarið. Sið- mennt er ekki trúfélag en með- limir þess aðhyllast ákveðnar lífsskoðanir sem byggjast á sið- rænum húmanisma og er því ekki hlutlaus aðili. Hins vegar var ekk- ert gert til að taka á viðveru presta í skólunum og þeir fá að dreifa upplýsingamiðum um kristi- lega fermingu og setja ferming- arfræðsluna í stundaskrá hjá sum- um skólum. Börn í skólum landsins eiga rétt á því að fá hlut- lausa fræðslu frá aðilum sem eru ekki á vegum neinna trú- eða lífs- skoðunarfélaga. Þetta eru grund- vallar- mannréttindi barna um all- an heim og samþykkt af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Ég vona að fulltrúum Þjóðkirkj- unnar takist að skilja þetta og setji sig í spor annarra. Þeim dug- ar ekki að vera með góðar mein- ingar. Þeir/þær þurfa, rétt eins og allir aðrir, að halda trúarstarfsemi sinni á réttum vettvangi, þ.e. í trúarlegum samkomuhúsum en ekki opinberum skólum. Einnig þurfa stjórnendur grunnskóla að taka þessi mál fyrir og vísa trúar- legri starfsemi út úr skólunum. Trúarleg starfsemi í grunnskólum Svanur Sigurbjörnsson fjallar um Vinaleið í grunnskólum » ... trúarleg starfsemi,hvort sem hún kall- ast þjónusta eða trúboð, á ekki rétt á sér innan veggja ríkisrekinna skóla landsins. Svanur Sigurbjörnsson Höfundur er læknir og stjórnarmaður í Siðmennt. Í ALLRI þeirri umræðu sem ver- ið hefir að undanförnu um símhler- anir er einkum beint sjónum að því að símar ákveðinna einstaklinga hafi verið hleraðir í vissum stjórnmála- legum tilgangi. Í því tilviki var framkvæmdavaldið talið gerandinn. Til hlerana þurfti dómsúrskurði svo löglegar gætu talist en engu að síður var álitið að þær væru á mörk- um hins löglega þar sem til þess að sími einstaklings eða sam- taka væri hleraður þyrfti gildar ástæður sem vörðuðu hag eða velferð einstaklinga. Þannig hefir komið fram á prenti að við lausn fíkniefnamála hafi símar verið hler- aðir að fengnum dóms- úrskurði. Þegar flett er í gegnum Morgunblaðið, myndað á Netinu allt frá árinu 1913 til ársins 1991, koma einvörðungu í ljós til- tölulega fáar greinar sem fjalla um sím- eða símahleranir. Um er að m.a. að ræða fræðilegar greinar þar sem fjallað er umlögmæti hlerana og aðrar þar sem þess er getið að um 1.500 hlusturum hafi verið sagt upp vinnu á Ítalíu í lok seinni heims- styrjaldar en verkefni þeirra var fyrst og fremst að hlera síma er- lendra erindreka. Á Netinu eru aftur á móti um fjörutíu þúsund íslenskar síður þar sem fjallað er um hlerarnir. Flestar þeirra draga dám af umræðu und- anfarinna vikna en einnig er vakið máls á því að áratugum saman hafi símtöl fjölda fólks vítt og breitt um land verið hleruð og þótti öllum sjálfsagt. Fátt var hægt að taka til bragðs. Fyrrgreindar hleranir lögðust síðan af með tilkomu sjálfvirka símans. Meðan handvirki síminn var alls ráðandi voru símhleranir eitt helsta tómstundagaman fólks í dreifbýlinu. Höfundur varð eitt sinn að grípa til tungumáls er öruggt væri að enginn á lín- unni skildi er hann þurfti að ræða trún- aðarmál við viðmæl- anda sinn. Dæmi eru um að það sem átti að verða tveggja manna tal hafi orðið að síma- fundi þriggja ef ekki fleiri. Teldi hlustarinn á sig hallað í umræðum viðmælenda átti hann það til að grípa inn í samræður er voru honum alls óvið- komandi. Mæltist slíkt misvel fyrir. Því var þá borið við að hringingin hefði verið svo óskýr að það sem hefði verið löng hringing hefði heyrst vera stutt. Þannig var hægt að halda því fram að hringing sem var tvær lang- ar og ein stutt hefði heyrst vera ein löng og tvær stuttar. Slíku háttalagi fylgdu yfirleitt ekki nein eftirmál þótt óviðkomandi væri oftast vinsamlegast beðinn að fara af línunni nema nærveru hans væri óskað til að ræða ágreinings- mál til lykta. Þegar margir voru komnir inn á sömu línuna urðu hlustunarskilyrði verri en ella eins og leki væri á línunni. Líklega hefir verið hlerað á öllum stundum sólarhringsins og flestir hlerað sem höfðu á því tök. Þess voru dæmi að hlerarar kæmu upp um sig vegna mæði. Var þá oftast ljóst hver væri að verki. Einnig kom fyrir að hlust- arinn gerðist svo ósvífinn að trufla samræður með tónlist eða öðru slíku. Höfundi er ókunnugt hvaða hvatir lágu þar að baki. Hnýsni virðist vera mannskepn- unni í blóð borin þannig má geta annarra hlerana sem voru fyrir opn- um tjöldum og viðmælendur gerðu sér fyllilega grein fyrir að fjöldi manns gæti hlutstað á samræður þeirra. Þar er um að ræða rásir tal- stöðva flotans sem ná mátti í gegn- um útvarp í landi ef því var að skipta. Við því var ekkert að gera þar sem rásirnar voru galopnar hverjum sem hlusta vildi og hafði til þess tæki. Í slíkum tilvikum hefir fólk væntanlega forðast að ræða trún- aðarmál sín á milli. Símhleranir Kristjón Kolbeins skrifar um símhleranir á tímum handvirka símans »Meðan handvirkisíminn var allsráð- andi voru símhleranir eitt helsta tómstunda- gaman fólks í dreifbýl- inu. Kristjón Kolbeins Höfundur er viðskiptafræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ Í aðdraganda að Alþingiskosn- ingum fara fram prófkjör hjá flest- um stjórnmálaflokkum, af því tilefni langar mig að benda á nokkra val- kosti sem hinn almenni borgari hef- ur með þátttöku í prófkjöri. Oft heyrist sagt að þessi eða hin- um stjórnmálaflokknum standi á sama um einhvern ákveðinn þjóð- félagshóp eða hagsmunafélög þrýsti- hópa, snýst umræðan þá oftast um þá stjórnmálamenn sem sitja við stjórnvölinn hverju sinni. Í slíkri umræðu koma oft fram hugmyndir um að til að ná fram breytingum verði að skipta um stjórn eða stofna nýjan stjórn- málaflokk. Reynslan sýnir að ný framboð skila oftast litlum eða í besta falli lé- legum árangri og oftar en ekki er um óánægjufylgi að ræða, og eru slík framboð því oftar en ekki nær hrein sóun á atkvæðum þrátt fyrir góðan ásetning allra er að málefninu koma. Flestir stjórnmálaflokkar halda prófkjör og þar gefst hinum al- menna borgara tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri við þá sem eru í framboði og eins að gefa kost á sér til framboðs eða hreinlega skora á góða menn til að þeir gefi kost á sér til starfa fyrir land og þjóð. Hafa ber í huga að prófkjör er að- ferð til að hafa áhrif á það hvernig við viljum að landinu okkar sé stjórnað og hverjir stjórni því fyrir okkar hönd, þess vegna er mikilvægt að taka þátt í prófkjörum flokkanna og að vanda valið á þeim mönnum sem fyrir valinu verða. Sá sem tekur ekki þátt í prófkjöri getur varla ætlast til þess að tillit sé tekið til hans skoðana ef hann lætur þær ekki í ljós, eins er það ef góður maður kemst ekki að vegna skorts á stuðningi þess sem ekki tók þátt. Þátttöku í prófkjöri fylgir einnig ábyrgð, ábyrgð á þeim mönnum sem við greiðum atkvæði okkar. Þegar um störf eins og alþing- ismanna er að ræða þarf að hafa hugfast að aðalstarf alþingismanna er að setja lög sem við eigum síðan að fara eftir, því er nauðsynlegt að hafa hugfast, að siðgæði og heið- arleiki þeirra sem við veljum sé við- unandi og mannorð þeirra óflekkað, eins mega þeir ekki hafa gerst brot- legir við gildandi lög landsins, því sá sem ekki getur hlýtt leikreglum er tæpast fær um að setja leikreglur. Þeir alþingismenn sem taka þátt í prófkjöri eru í raun að gefa kjós- endum kost á því að láta skoðun sína á störfum þeirra í ljós, þá þarf að skoða það sem alþingismaðurinn hefur gert og hvort við viljum styðja hann áfram eða ekki, segir hann eitt í hita prófkjörsins og gerir síðan þveröfugt, hefur hann reynst lítið annað en skemmtilegur brand- arakarl sem hefur svo sáralítið ef nokkuð til málefna að leggja, eða hugsar hann bara um og hefur áhuga á því er viðkemur hans einka- hagsmunum. Allt ofantalið þarf að skoða gaum- gæfilega og taka síðan ákvörðun, niðurstaðan úr prófkjörinu verður hugsanlega ekki sú sem við hefðum helst kosið, enda erum við ekki ein um að kjósa, en án þess að taka þátt breytum við engu og fáum alltaf þá menn á þing sem við eigum skilið, en ekki þá sem við viljum. MAGNÚS JÓNSSON, verktaki. Kosningar og prófkjör Frá Magnúsi Jónssyni: PÉTUR Blöndal alþingismaður spyr í fyrirsögn greinar sinnar í Morgunblaðinu 24. október: „Býr kerfið til ör- yrkja?“ Fyr- irsögn greinar hans er auðmýkj- andi fyrir það óheppna fólk sem heilsu sinnar vegna getur ekki aflað sér viðurværis á eðlilegan hátt. Mér er til efs að nokkur maður velji sjálfviljugur það hlutskipti að geta ekki unnið fyrir sér og sínum en vera í staðinn úthlutað ölm- usustyrkjum velferðarkerfis okkar. Ég get ekki ímyndað mér að ef auglýst væri laus til umsóknar staða öryrkja að nokkur myndi sækja um. Pétur virðist aftur á móti sann- færður um að öryrkjar hafi það svo gott að fólk flykkist unnvörpum af vinnumarkaðinum í þetta flotta kerfi. Allt þetta og miklu meira flaug í gegnum huga mér bara við lestur fyrirsagnar Péturs. Við lest- ur greinarinnar kom svo í ljós að þetta er ekki endilega það sem Pét- ur meinar, þó svo að hugmynd hans um að meta getu fólks til að afla tekna í stað læknisfræðilegs mats sé nokkuð af sama meiði. Þegar og ef að slíku mati kæmi yrði Pétur sennilega búinn að meta getu og vilja atvinnurekenda til að ráða fólk í vinnu sem hefur skerta getu til að sinna starfi sínu og meiri líkur á brottfalli í mætingu og sett það upp í formúlu sem vegur á móti mati hans á hæfni fólks til að afla tekna. Ég er hræddur um að öryrkjum myndi fjölga talsvert í slíkri reikni- reglu frá því sem nú er. Býr Alþingi til þjófa? Nei … – þó svo að þess séu dæmi að alþing- ismenn hafi verið dæmdir fyrir þjófnað þá býr Alþingi ekki til þjófa. Ég bið þá virðulegu stofnun velvirðingar á þessari slæmu upp- hrópun. Býr kerfið til öryrkja? Nei. Það er ekkert til sem heitir sjálf- gerður öryrki, það vita þeir sem lifa við þann veruleika. Framlengir kerfið kvöl öryrkja að óþörfu? Já og fyrir það eigum við að skammast okkar. Pétur líka. BIRGIR GUNNLAUGSSON, hugbúnaðarsérfræðingur, Leiðhömrum 17, Reykjavík. Býr Alþingi til þjófa? Frá Birgi Gunnlaugssyni: Birgir Gunnlaugsson SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.