Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 21 Morgunblaðið/Eyþór „ÞAÐ ER alls ekkert verra að gæludýr fái vítamín og fæðubót- arefni yfir vetrartímann. Þau þurfa á þessum efnum að halda rétt eins og mannfólkið,“ segir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, dýralæknir við Dýraspítalann í Víðidal, í samtali við Daglegt líf. „Hinsvegar er gæludýrafóðrið orð- ið mjög gott að þessu leyti í dag því það er sett í gæludýramatinn, bæði í þurrfóðrið og blautfóðrið, alls konar bætiefni. En hægt er að kaupa bragðgóðar fjölvítam- íntöflur, sem gefnar eru dýrunum, aðallega hundum og köttum, eins og sælgæti. Líka er hægt að fá ol- íur með vítamínum og steinefnum sem hellt er ofan á matinn. Hundar og kettir þurfa heilan helling af vítamínum og til dæmis í glasi af hundavítamínum er að finna tólf vítamín. Þau þurfa A-, B- og D-vítamín og ung dýr þurfa að fá kalk og snefilefni. Dýrin fara úr hárum tvisvar á ári, á vor- in og haustin, og þá er gott að gefa vítamín í kringum þann tíma sérstaklega til að flýta fyrir pels- skiptunum svo þau fái góða feldi aftur,“ segir Dagmar. Á góðu fóðri á að vera hægt að lesa sér til um innihald og hvaða vítamín eru til staðar í fóðrinu. Að auki á síðasti söludagur að vera skráður á pakkningarnar, sem sumar hverjar hafa nú orðið rennilás til að loka pokunum þeg- ar þeir hafa einu sinni verið opn- aðir. Það ætti að halda í gæðin frekar en ef pokarnir eru hafðir galopnir. Gæludýr þurfa líka vítamín Morgunblaðið/Árni Sæberg Næringin Hundar og kettir þurfa, rétt eins og mannfólkið, vítamín og steinefni, sérstaklega á vorin og haustin þegar feldskipti eiga sér stað. BENÍTA Dögg Guðlaugardóttir er 10 ára og í 5. bekk. „Finnst þér gaman að fá smelli?“ ,,Jáhá, mér finnst það.“ – Hvernig fær maður smelli? „Maður þarf að haga sér vel, ganga fallega um gangana og hjálpa öðrum.“ – Hvernig hjálpar maður öðrum? „Það er eins og tvær stelpur sem ég þekki í skólanum sem ég hjálpa oft þegar við erum að læra og svoleiðis. Við fáum líka smelli ef allir eru góðir í bekknum, eru vinir og leika saman.“ – Og hvað fáið þið í verðlaun? „Við fáum að fara á skauta og í bíó,“ segir Beníta og brosir allan hringinn enda fékk hún smell fyrir að vera svona dugleg í viðtalinu sem hún kveið svolítið fyrir. „Það er ekkert leið- inlegt við þetta, bara gaman.“ Morgunblaðið/Ómar Jákvæð Beníta lagði sig fram við að safna sem flestum smellum. „Bara gaman“ MÉR leist vel á þegar átti að taka upp þetta kerfi,“ segir Finnur Kristjánsson, nemandi í 10. bekk og formaður Nemendafélags Fellaskóla sem segist finna mun á skólalífinu þessi þrjú ár sem agakerfið hefur verið við lýði. „Það eru færri leiðinleg atvik og meiri samstaða í bekknum. Við reynum að safna ákveðið mörgum smellum svo við fáum umbun.“ – En fyrir hvað fáið þið smelli? Við fáum smelli fyrir jákvæða hegðun, t.d. ef við förum úr skónum og röðum þeim, sýnum tillits- semi, ábyrgð og vinsemd. – Og hvað fáið þið að gera þegar þið hafið náð smellafjöldanum? „Við höfum fyrirfram ákveðið í samráði við kennara hvað við fáum að gera þegar við höfum náð markmiðinu. Það getur t.d. verið að horfa á myndband eða fara í keilu. – Og finnst þér félagsandinn hafa breyst í kjöl- farið? „Já, mér finnst það og yfir heildina eru nem- endur sáttir við þetta kerfi. Þetta er mjög jákvætt og áhuginn hefur vaxið með hverju árinu.“ Félagsandinn betri Morgunblaðið/Ómar Ánægður Finni fannst PBS-kerfið hafa gefist vel. FELLASKÓLI í Reykjavík er annar tveggja grunnskóla í Reykjavík sem fyrstir innleiddu PBS agakerfið og hefur af því góða reynslu. „Skólasamfélagið er í heild sam- stilltara en áður þegar kemur að agamálum þar sem allir vinna nú eftir sömu verklagsreglum sem eru skýrar og markvissar,“ segir Þorsteinn Hjartarson skólastjóri. ,,Í skólanum eru um 350 nem- endur, þar af er um fjórðungur af erlendum uppruna. Það kallar vissulega á nýjar áherslur og vinnubrögð. „Hver skóli hefur sína menningu og staðlað, erlent kerfi eins og PBS-agakerfið þarf að að- laga að hverju og einu skóla- samfélagi. Við tökum því það úr þessu kerfi sem við teljum henta okkar skólamenningu. PBS er runnið undan rótum atferlisstefn- unnar, þar sem mjög skýrar regl- ur eru um viðmið, umbun og skráningu en á sama tíma erum við í Fellaskóla að stuðla að meiri sveigjanleika og fjölbreytni í kennsluháttum. Við höfum notað PSB-kerfið til þess að stuðla að betri hegðun, umgengni og sam- skiptum.“ Virðing, ábyrgð og vinsemd Kristín segir að einkunnarorð PBS í skólanum séu virðing, ábyrgð og vinsemd eins og standi á smellinum, viðurkenningarpen- ingi sem nemendur fá fyrir góða hegðun. „Stefnt er að því að nem- endur læri að sýna virðingu, ábyrgð og vinsemd í hegðun sinni og við hinir fullorðnu veitum þess- ari jákvæðu hegðun eftirtekt með því að „smella“ þá. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að taka eftir hinu jákvæða.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir að kerfið sé ágætt leysi það ekki öll mál sem upp koma í skólanum. ,,Það er fámennur hópur nemenda sem hefur mjög erfiða hegðun og þarf sértækari aðstoð. Hingað til höfum við horft á heildina, miðað við hópa og bekki og árangurinn hefur verið sá að samskipti hafa batnað og orðið jákvæðari. Næst á dagskrá er að þróa kerfið í þá átt að vinna meira með einstakling- inn.“ Jákvæðari skóla- bragur í Fellaskóla Morgunblaðið/Ómar Verðlaun Nemendur Fellaskóla fá „smell“ fyrir góða hegðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.