Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 19 Chicago. AP. | Ný rannsókn bendir til þess að grænmeti stuðli að því að heilinn haldist lengur ungur og hægi á andlegri hrörnun sem stundum er rakin til öldrunar. Þegar andlega skerpan var mæld leiddi rannsóknin í ljós að aldrað fólk, sem borðaði mikið af græn- meti á hverjum degi, virtist fimm árum yngra andlega þegar sex ára rannsókninni lauk en þeir sem borðuðu ekkert eða lítið af græn- meti. Nær 2.000 konur og karlar tóku þátt í rannsókninni sem var gerð í Chicago og nágrenni. Niðurstaða hennar sannar ekki að grænmeti dragi úr andlegri hrörnun en renn- ir frekari stoðum undir vísbend- ingar um að svo sé. Grænmetistegundir á borð við spínat og grænkál virðast sérlega hollar fyrir heilann. Vísindamenn telja að skýringin geti verið sú að þessar tegundir eru ríkar af E- vítamíni, andoxunarefni sem talið er hamla á móti efnum sem lík- aminn framleiðir og geta skaðað frumur. Í grænmeti er yfirleitt meira af E-vítamíni en í ávöxtum, sem virð- ast ekki draga úr andlegri hrörnun ef marka má niðurstöður rannsókn- arinnar. Grænmeti er oft borðað með hollri fitu á borð við salatolíu sem hjálpar líkamanum að taka upp E-vítamín og önnur andox- unarefni. Fita úr hollri olíu getur haldið kólesterólinu niðri og æðunum hreinum, en hvort tveggja stuðlar að heilbrigðum heila. Grænmeti getur hægt á andlegri hrörnun Morgunblaðið/Ómar Merkilegt Aldrað fólk, sem borðaði mikið af grænmeti á hverjum degi, virtist fimm árum yngra andlega en þeir sem borðuðu lítið af grænmeti. KONUR sem drekka kóladrykki að staðaldri gætu með því verið að auka hættu á beinþynningu, en samkvæmt niðurstöðu nýlegrar breskrar rannsóknar eru þær kon- ur sem neyta kóladrykkja með minni beinþéttni en aðrar. Svo segir á fréttavef BBC og kom einnig í ljós að þetta átti aðeins við um konur en ekki karla sem drekka kóladrykki. Ekki fannst tenging á milli neyslu kvenna á öðrum kolsýrðum drykkjum og beinþynningar. Fyrst var haldið að áhrif neyslu kóladrykkja á beinþéttni kvenna væru þau að þá drykkju þær minna af mjólk, en í ljós kom að þessar konur drukku ekki minna af mjólk en aðrar konur. Samt sem áður var almenn kalkneysla minni hjá þeim konum sem drukku hvað mest af kóladrykkj- um. Sökudólgurinn í tengslum kóla- drykkju við beinþynningu, gæti verið fosfórsýra sem er í kóla- drykkjum, en þó hefur það ekki verið að fullu sannað. Þegar neysla kóladrykkja er endurtekin daglega í langan tíma veldur fos- fórsýran sýrumyndandi breyt- ingum í blóðinu. Kenningin geng- ur út á það að þá færist kalk frá beinunum til blóðsins, til að jafna sýrustöðuna í blóðinu, en þessi kenning er þó umdeild. En það er vitað að fosfórsýra hefur áhrif á heilbrigði beina, og því er full ástæða til að benda þeim konum sem hafa áhyggjur af beinþynn- ingu á að stilla kóladrykkju sinni í hóf. En besta forvörnin gegn bein- þynningu seinna á ævinni felst í því að ungar stúlkur og konur borði holla fæðu og stundi reglu- lega hreyfingu. Kóladrykkir eru slæmir fyrir bein kvenna Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.