Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag mánudagur 30. 10. 2006 fasteignir mbl.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt að reikna greiðslubyrði. 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Lánstímialltað40ár Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Kynjadýr voru sérstaklega vinsæl í útsaumi miðalda » 59 fasteignir NÝJAR LÓÐIR Í GARÐABÆ MIKILL EFTIRSPURN SEGIR ARNBJÖRN VILHJÁLMSSON SKIPULAGSSTJÓRI BÆJARINS >> 34 Á verslunarsvæðinu Kauptúni er risin glæsileg IKEA-verslun þar sem mikið framboð er af hverskyns heimilisvörum. » 38 Nýtt IKEA – stærra og betra Morgunblaðið/Árni Sæberg Rókókó- húsgögn eru dýr Rókókó-stíllinn er eftirsóttur um alla Evrópu segir Berglind Sigurð- ardóttir. Kjarni stíltegundarinnar var að þóknast munaði og lífs- gæðum og skrauti. » 42 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 29 Staksteinar 8 Minningar 30/33 Veður 8 Leikhús 38 Vesturland 12 Dagbók 40/45 Viðskipti 13 Myndasögur 40 Erlent 15 Staður og stund 42 Menning 16, 36/39 Víkverji 44 Daglegt líf 18 Velvakandi 44 Forystugrein 24 Bíó 42/45 Umræðan 26/29 Ljósvakar 46 * * * Innlent  Listar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sigurstranglegir eft- ir prófkjör flokksins um helgina að mati Geirs H. Haarde, formanns flokksins. Helstu tíðindi prófkjörs- ins eru að Guðlaugur Þór Þórð- arson hlaut afgerandi kosningu í 2. sæti listans. Hlaut hann 5.071 at- kvæði í það sæti en Björn Bjarna- son sem einnig sóttist eftir 2. sæt- inu fékk 3.858 atkvæði. » 24  Framtíðarlandið, samtök um framtíðarmöguleika Íslands, héldu haustþing í gær. María Ellingsen, stjórnarmaður í samtökunum, seg- ir að samtökin muni bjóða fram til Alþingis í vor, losi stjórnvöld sig ekki úr hjólförum stóriðjustefn- unnar. » 10  Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fór fram í gær og hreppti Guðbjartur Hann- esson 1. sætið með 477 atkvæði. Alls kusu 1.668 manns í prófkjör- inu og lágu lokatölur fyrir á ellefta tímanum í gærkvöldi. Algjört bann var við auglýsingum frambjóðenda í prófkjörinu og var kostnaður vegna þess því í lágmarki, 1,3 milljónir króna. » 11 Erlent  Breska stjórnin hefur nú til at- hugunar að setja á svokallaða „græna skatta“ í baráttunni við mengun og alvarlegar loftslags- breytingar af hennar völdum. Kom þetta fram í Mail on Sunday í gær en blaðið komst yfir bréf frá David Miliband, umhverfisráðherra Bret- lands. Þar talar hann um,að berj- ast verði gegn bílnum og notkun hans og vill einkum skattleggja akstur og stóra bíla. » 1  Líklegt er, að um 100 manns hafi farist er Boeing 737-þota fórst í Nígeríu í gær. Ekki er ljóst hvað slysinu olli en veður var slæmt. Hrapaði vélin rétt eftir flugtak í Abuja, höfuðborg landsins. Flug- slys eru mjög tíð í Nígeríu og er þetta þriðja slysið þar á 12 mán- uðum. » 15  Allar kannanir í Bandaríkj- unum benda til, að demókratar hafi verulegt forskot á repúblikana fyrir kosningarnar 7. nóvember. Margt getur þó gerst á viku en nú er ekki óhugsandi, að þeir nái meirihluta í báðum deildum þings- ins. » 15 Viðskipti  Vöruskiptahallinn við útlönd hefur minnkað hratt undanfarið. Aukinn útflutningur í september ræður miklu um þetta en þá var hallinn 7,6 milljarðar króna sam- anborið við 12 milljarða á sama tíma í fyrra. Talið er að draga muni jafnt og þétt úr vöru- skiptahalla með auknum álútflutn- ingi og frekari samdrætti í inn- flutningi á fjárfestingarvörum. » 13  Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green fær ekki greiddan arð frá tískuvörukeðjunni Arcadia sem hann á 92% hlut í, vegna nýliðins rekstrarárs. Ástæðan er sú að hagnaður keðjunnar var fimmtungi minni en árið áður. Arcadia er keðjan sem Baugur missti af í kjölfar húsleitar ríkislögreglu- stjóra. » 13 Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MAÐUR á fertugsaldri lést í gær- morgun þegar eldur kom upp í rað- húsi við Heiðarhraun í Grindavík en tvær fimmtán ára stúlkur sem voru í húsinu komust út. Tilkynning um eldsvoðann barst á áttunda tímanum í gærmorgun. Eldsupptök eru ekki kunn en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni og hefur verið óskað eftir sérfræðingi frá öryggissviði Neytendastofu til að rannsaka vett- vanginn. Stúlkurnar sem voru á heimilinu voru dóttir hins látna og vinkona hennar og urðu þær varar við eldinn. Stúlkan sem var gestkomandi á heimilinu býr í nærliggjandi húsi og hljóp hún þangað og gerði faðir hennar þegar viðvart um eldsvoð- ann. Slökkvilið Grindavíkur og lögregla fóru á staðinn og fundu reykkafarar manninn skömmu síðar í stofunni. Hann var meðvitundarlaus þegar hann fannst og báru endurlífgunar- tilraunir ekki árangur. Við komu á slysadeild í Reykjavík var maðurinn úrskurðaður látinn. Talsvert mikill eldur braust út í húsinu en hann náði þó ekki til nær- liggjandi húsa. Að sögn lögreglu í Keflavík er málið nú í rannsókn og mun tækni- deild lögreglunnar í Reykjavík að- stoða við rannsóknina. Ekki var unnt að hefja vettvangs- rannsókn í gær þar sem grunur leik- ur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en í slíkum tilfellum er kallaður til sérfræðingur frá örygg- issviði Neytendastofu. Stofnunin er þó ekki með bakvaktakerfi og sér- fræðingur því ekki til taks um helg- ar. Lögregluvörður var við húsið í gær en vettvangsrannsókn verður framkvæmd í dag. Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða Tvær fimmtán ára stúlkur sem voru í húsinu komust út Í HNOTSKURN »Lögreglan í Keflavík ogslökkviliðið í Grindavík voru kölluð út á áttunda tím- anum í gærmorgun vegna elds- voða. »Reykkafarar sem komu ástaðinn fundu mann á fer- tugsaldri meðvitundarlausan inni í húsinu og var hann úr- skurðaður látinn skömmu síðar. »Eldsupptök eru ókunn engrunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni og mun sérfræðingur frá Neyt- endastofu annast rannsókn á vettvangi. »Tæknideild lögreglunnar íReykjavík mun aðstoða lögreglu við rannsóknina. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Eldsvoði Eldur kom upp í þessu húsi við Heiðarhraun í Grindavík á áttunda tímanum í gærmorgun. Maður á fer- tugsaldri lést en dóttir hans og vinkona hennar sem voru í húsinu komust út af sjálfsdáðum og gerðu viðvart. SÓLVEIG Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum lést í fyrrakvöld á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði. Hún var elst allra Íslendinga, 109 ára og 68 daga gömul en hún varð jafnframt elsti Íslend- ingur sem sögur fara af sem hefur alið aldur sinn hérlendis. Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason er sá Íslend- ingur sem lifað hefur lengst, í 109 ár og 310 daga, en hún lifði lunga ævi sinnar í Vesturheimi. Sólveig Pálsdóttir fæddist á Keldunúpi í Skaftárhreppi 20. ágúst 1897. Árið 1923 hóf hún búskap á Svínafelli ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Jónssyni. Rak hún býlið ásamt honum og hafði sérstakan áhuga á hestum. Sólveig þótti mikil reiðmanneskja og fannst mörgum í þá tíð djarft að kona riði klof- vega líkt og hún gerði. Eftir andlát Gunnars árið 1967 tók elsti sonur þeirra Sólveigar við bú- skapnum og starfaði Sólveig á Svínafelli allt þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Skjólgarð árið 1993, þá 96 ára gömul. Á síðustu árunum sem húsmóðir sá hún enn um barna- pössun og pönnuköku- bakstur fyrir heimilis- fólk og gesti. Hún var mikið fyrir prjóna- og saumaskap en þegar hún náði 101 árs aldri neyddist hún til að hætta þeirri iðju að sauma milliverk í sængurföt og lét sér nægja að prjóna peysur og sokka. Gunnar og Sólveig eignuðust sjö börn og 16 barnabörn og eru afkomendur þeirra nú orðnir 67 í fjórum ættliðum. Andlát Sólveig Pálsdóttir VATNSLEKI kom upp á Smára- torgi í gærmorgun og lak inn í þrjár verslanir í húsinu. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliði Reykjavíkur stafaði lekinn af því að vatnslögn í lofti gaf sig. Tilkynnt var um lekann um tíu- leytið í gærmorgun og sendi slökkvi- liðið dælubíl á staðinn. Var hann um tvær og hálfa klukkustund að dæla upp vatni og ganga frá. Vatn lak inn í útibú KB banka og veitingastaðina Rikki Chan og Food Station. Þá var slökkviliðið kallað að Kaffi- barnum við Bergstaðastræti eftir hádegi í gær vegna vatnsleka í kjall- aranum. Talsvert af vatni hafði safnast saman en greiðlega gekk að dæla því út. Ekki er vitað hverjar ástæður lekans voru. Þá var slökkviliðið kallað út um hádegisbilið í gær vegna eldsvoða í kjallaraíbúð við Hagamel. Eldurinn reyndist stafa frá rafmagnstöflu. Íbúum varð ekki meint af en slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina. Vatnsleki á Smáratorgi EINN slasaðist alvarlega og tvennt minniháttar eftir bílslys nærri Kirkjubæjarklaustri í gærkvöldi. Voru þau flutt með þyrlu Landhelg- isgæslunnar á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Reykjavík. Aðdragandi slyssins var sá að verið var að umferma fé af vagni dráttar- vélar yfir á fjárflutningabíl á sjötta tímanum í gærkvöldi á þjóðveginum austan við Kirkjubæjarklaustur. Ökumaður bílaleigubíls sem keyrði eftir sömu akrein varð dráttarvélar- innar ekki var fyrr en of seint, með þeim afleiðingum að hann keyrði ut- an í dráttarvélina og á ökumann dráttarvélarinnar sem stóð fyrir utan hana. Var bílaleigubíllinn á tæplega 80 km hraða á klst. og varð það öku- manni dráttarvélarinnar til happs að bílaleigubíllinn keyrði utan í eitt dekk dráttarvélarinnar áður en hann skall af fullum krafti á manninum. Áreksturinn varð við Kálfafell í Fljótshverfi, u.þ.b. 25 km austan við Kirkjubæjarklaustur, og fóru lög- reglu- og sjúkrabílar frá Vík í Mýrdal á vettvang. Ökumaður dráttarvélar- innar slasaðist alvarlega en farþegar og ökumaður bílaleigubílsins voru í beltum og sluppu án alvarlegra meiðsla. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sótti hina slösuðu. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan tíu. Sam- kvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni var ökumaður dráttarvélarinn- ar lagður inn á gjörgæsludeild. Árekstur bíls og dráttarvélar Ökumaður dráttarvélarinnar á gjörgæslu alvarlega slasaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.