Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 23
börn
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 23
HAMINGJA barnanna stendur
efst á óskalista foreldra sam-
kvæmt nýrri norskri rannsókn.
Öryggi og samvera eru mik-
ilvægir þættir eigi sú ósk að
ganga eftir.
Aftenposten greinir frá nýrri
bók þeirra Christina Oscarsson
og Jorunn Hansson þar sem kast-
ljósinu er beint að börnum og
hamingju. Könnun þeirra meðal
200 foreldra ungra barna leiddi í
ljós að foreldrar óska einskis
heitar en að börn þeirra verði
hamingjusöm.
Höfundarnir leggja áherslu á
að það megi þó ekki verða til
þess að börnunum finnist þau
verða að vera hamingjusöm öll-
um stundum því þá sé hætta á að
þau gleymi að vera þau sjálf.
„Við fullorðnu berum ábyrgð á
að hjálpa börnunum til að verða
öruggir og hugsandi ein-
staklingar sem eru í jafnvægi
þannig að þeir þoli bæði meðbyr
og mótbyr,“ segir Oscarsson sem
er sammála meðhöfundi sínum
um að eitt það mikilvægasta sem
foreldrar geti gefið börnum sín-
um sé öryggi og tími.
Verum duglegri
við kæruleysið
Uppeldisfræðingurinn Áshild
Ek Bråtane og þriggja barna
móðir er þessu hjartanlega sam-
mála. „Við þurfum að verða dug-
legri við að vera kærulaus. Besta
ráðið sem ég get gefið foreldrum
er að líta fram hjá skítnum á
heimilinu, slökkva á gemsanum
og gera eitthvað skemmtilegt
með börnunum.“
Oscarsson og Hansson hitta í
starfi sínu marga foreldra sem
ganga um með stöðugt sam-
viskubit yfir börnunum. Hansen
bendir á að dýr sumarfrí og ver-
aldlegir hlutir komi ekki í stað-
inn fyrir nærveru foreldranna.
Hún segir umræðuna um gæða-
tíma kjánalega því magn og gæði
tíma séu tvær hliðar á sama máli.
„Gæðin krefjast tíma, nærveru og
daglegra upplifana saman. Við-
getum auðveldlega lent í því að
börnin okkar þori ekki að tala
við okkur um áhyggjur sínar og
vandamál þegar við erum lítið á
staðnum.“
Æðsta takmark að
verða hamingjusamur
Nútímaforeldrar eru þó ekki
þeir einu sem setja hamingjuna á
oddinn. Grikkir og Rómverjar til
forna voru mjög uppteknir af
hamingjunni og til að mynda
staðhæfði Aristóteles að æðsta
takmark manneskjunnar væri að
verða hamingjusöm.
Hamingjan
sett á oddinn
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Forgangsröð Dýr sumarleyfi og veraldlegir hlutir koma ekki í staðinn fyrir nærveru foreldranna dags daglega.
Besta ráðið sem
ég get gefið for-
eldrum er að líta
fram hjá skítnum á
heimilinu, slökkva
á gemsanum og
gera eitthvað
skemmtilegt
vaxtaauki!
10%