Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA-átt, víða 10–15 m/sek. en 15–23 m/sek. á SA-landi. Dálítil él norðaustantil, annars úrkomulítið. » 8 Heitast Kaldast 7°C 0°C GUÐBJARTUR Hann- esson, skólastjóri á Akranesi, sigraði í próf- kjöri Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjör- dæmi sem fram fór í gær og fyrradag. Karl V. Matthíasson varð í öðru sæti, Anna Kristín Gunnarsdóttir í því þriðja og Sigurður Pét- ursson í því fjórða en aðeins var kosið um fjögur efstu sætin á listanum. Alls greiddu 1668 atkvæði en kosið var á sextán kjörstöðum. Guðbjartur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri afar ánægður með niðurstöðuna enda hefðu fimm aðrir sóst eftir fyrsta sætinu. Hann sagði að listinn væri sterkur og að hann teldi möguleika flokksins góða fyrir þing- kosningarnar í vor. Í reglum prófkjörsins var kveðið á um að auglýsingar væru bannaðar og að sögn Geirs Guðjónssonar, formanns kjördæmis- ráðs, nam heildarkostnaður við prófkjörið um 1,3 milljónum króna. Geir sagði að þetta kynni að hafa komið niður á kjör- sókn en á móti kæmi að frambjóðendurnir væru ekki háðir þeim sem gæfu fé. | 11 Guðbjartur leiðir lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Guðbjartur Hannesson TILRAUN var gerð til nauðgunar á veit- ingastað í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dagsins. Um var að ræða hóp útlendinga sem gerði sig líklegan til nauðgunar inni á veitingastaðnum. Til mannanna sást og af- stýra tókst nauðguninni og var lögreglan strax kölluð á staðinn. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru „nokkrir menn“ handteknir, sem tengdust málinu, hvort sem var að miklu eða litlu leyti og voru þeir fluttir í fangageymslur. Þeir voru yfirheyrðir af rannsóknarlög- reglunni í gær en ekki liggur fyrir hvort eða hversu margir kunna að verða ákærð- ir í tengslum við málið. Tilraun til nauðgunar á skemmtistað Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra, telur sig hafa unnið varnar- sigur eftir harða sókn að sér utan flokks og innan. Hann segir að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna og átök í kringum þau geti leitt til viðvar- andi sundrungar. Björn beið lægri hlut fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni í barátt- unni um 2. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem lauk á laugardag. Guðlaugur Þór hlaut afgerandi kosningu í 2. sætið, fékk 5.071 at- kvæði en Björn Bjarnason hlaut 3.858 atkvæði í annað sætið. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, fékk afar góða kosningu í 1. sæti en hann hlaut 88,8% gildra atkvæða í það sæti og er það einhver besta útkoma sem formaður í flokknum hefur fengið í prófkjöri. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðlaugur Þór að Björn hefði hlot- ið afar góða kosningu í 3. sætið sem væru skýr skilaboð um að hann ætti að vera áfram í forystusveit flokksins. Hann sagði kosninga- baráttuna hafa verið stutta og snarpa og vissulega harða á köfl- um. Hann þakkaði keppinautum sínum fyrir drengilega kosninga- baráttu. Í pistli á vef sínum í gær sagði Björn, að prófkjör væru ekki besta leiðin til að þétta raðir flokks- manna og hvetja þá til samstöðu, því í eðli þeirra fælist krafa um átök. Slík átök gætu leitt til viðvar- andi sundrungar og reyndi þá mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hóp- inn á ný til samstöðu og samheldni. Hann sagði að útkoma sín væri góður varnarsigur. „Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysi- harða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sæti og raunar mikinn stuðn- ing í annað sætið.“ Átök í prófkjöri geta leitt til viðvarandi sundrungar Formaður hlaut góða kosningu og nýliðar skutust upp í 4. og 5. sæti /   &  &    (       0 1  1  2 2   3  0  4 5  2 4  ) 6&  '  7 8 9 $ " 0  :  :   0   2   6; 1 2   <& <&  4=  - 0 >  5  ?@ '  7 8 9 $ " A  ##    #    Miðopna | Niðurstaðan SÝNINGUNNI Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur lauk í gær og skoðaði mikill fjöldi gesta sýninguna á lokadeginum. Um var að ræða stóra sölusýningu og markað með ís- lensku handverki og listiðnaði þar sem gat að líta fjölbreytta íslenska hönnun, handverk og listiðnað. Það var Handverk og hönnun sem stóð fyrir og skipulagði þennan viðburð en verkefnið hefur verið rekið með fjárhags- legum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félags- málaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Sérstök valnefnd valdi sextíu þátttakendur og það voru listamennirnir sjálfir sem kynntu og seldu vörur sínar, t.a.m. muni úr leðri og roði, skartgripi, glermuni, nytjahluti úr leir, hús- gögn, fjölbreyttar textílvörur, hluti úr hornum og beinum og fjölbreytta trémuni. Morgunblaðið/ÞÖK Fjölmenni á handverkssýningu í Ráðhúsinu VILHJÁLMUR Ari Arason, dokt- or í heimilislækningum, telur að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að draga úr óþarfri notkun sýklalyfja hér á landi. Í doktorsritgerð sinni skoðaði Vilhjálmur hvaða áhrif mismunandi venjur lækna við ávísun sýklalyfja hafa á útbreiðslu sýkinga sem sýklalyf vinna illa á. Unnið hefur verið að því á ýmsum stöðum á landinu, t.d. Egilsstöð- um, að draga úr notkun sýklalyfja að oft geti verið óskynsamlegt að grípa til slíkra lausna, sem sýkla- lyfin geti oft verið, því annars stefni í óefni hér á landi. Miklar líkur séu á að lyfjaónæmir sýklar skjóti rótum í börnum sem oft noti sýklalyf en einnig verði að hafa í huga að börn sem séu á sýklalyfj- um geti verið hættulegir smitber- ar. „Í Svíþjóð er það t.d. venjan að börn fari ekki á leikskóla á sama tíma og þau eru á sýklalyfjum.“ | 6 Egilsstaða, þar sem ástandið var mjög svipað fyrir 10 árum,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt sé að sýklalyfjum sé ekki beitt gegn sýkingum sem lík- aminn ráði sjálfur við því þá skap- ist svigrúm fyrir ónæma sýkla til að magnast upp. Börn nota hlut- fallslega meira af sýklalyfjum en fullorðnir því oft er talið að beita þurfi lyfjum sem víst sé að virki. Fræða þurfi lækna og foreldra um og benda niðurstöður Vilhjálms til þess að á þeim svæðum hafi dregið úr sýkingum af völdum lyfja- ónæmra sýkinga og t.d. hafi eyrnabólgutilfellum fækkað veru- lega. Á öðrum stöðum eins og Vestmannaeyjum sé enn verið að gefa mikið af sýklalyfjum og þar komi upp mikið af eyrnabólgutil- fellum. „Þannig að það hefur orðið mikill aðskilnaður milli svæða, eins og á milli Vestmannaeyja og Minnka þarf notkun sýklalyfja SUMARIÐ í ár hefði í gamla daga verið kallað óþurrkasumar, að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bænda- samtökum Íslands. Það var töluvert erfitt heyskaparsumar, en ótíðin var á Suður- landi, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og jafnvel á stærri svæðum. Ólafur segir að baggatækni, þar sem heyi er pakkað í plast áður en það er fullþurrt, hafi bjargað miklu og að hún hafi aukið mjög öryggi við heyskap. „Það hefði orðið mjög slæmt ástand ef við hefðum verið með tæknina sem var fyrir svona 20 árum. Baggatæknin hefur gjörbreytt stöðunni,“ segir Ólafur. Í heildina var grasspretta ágæt í sumar en Ólafur segir menn hafa kvartað nokkuð yfir lélegum slætti. Haustið hefur síðan verið alveg einstakt alveg fram undir þetta, að sögn Ólafs. Menn hafi víða slegið góða há á túnum og jafnvel dæmi um að menn hafi slegið þrisvar. Hefði verið kallað óþurrkasumar Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.