Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is GUÐBJARTUR Hannesson, skóla- stjóri á Akranesi, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi vegna þingkosninganna næsta vor, sem haldið var um helgina en hann hlaut 477 atkvæði í fyrsta sæti listans. Karl V. Mattíasson, prestur, varð í öðru sæti, Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingmaður, varð í því þriðja og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi varð í því fjórða. Alls kusu 1668 manns í prófkjör- inu en kosið var á 16 stöðum í kjör- dæminu. Kosið var bæði í gær og fyrradag og lágu lokatölur fyrir á ellefta tím- anum í gærkvöldi en kosningavakan fór fram á Akranesi og las Eggert Herbertsson, formaður kjörstjórnar upp lokaniðurstöður. Fyrstu tölur komu um sexleytið og urðu nokkrar breytingar á röðun frambjóðenda fram eftir kvöldi. Guðbjartur var í fyrsta sætinu allt kvöldið en þegar fyrstu og aðrar tölur voru lesnar upp var Anna Kristín Gunnarsdóttir í öðru sæti, Helga Vala Helgadóttir í því þriðja og Sigurður í því fjóra. Þegar þriðju tölur voru lesnar upp var Karl hins vegar kominn í annað sætið, Anna Kristín í það þriðja og Sigurður í það fjórða og hélst sú röð- un út kvöldið. Reglur prófkjörsins kváðu á um algert bann var sett við auglýsingum frambjóðenda í fjölmiðlum og sá kjördæmisráðs flokksins alfarið um að kynna frambjóðendur og próf- kjörið sjálft. Geir Guðjónsson, for- maður kjördæmisráðs, segir að vel hafi til tekist og kostnaður við próf- kjörið hafi verið í lágmarki; alls hafi framkvæmdin kostað um 1,3 millj- ónir króna. „Það er á við prófkjör- skostnað hjá sparsömum frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir Geir. Minni kjörsókn en ella Aðspurður hvort hann telji þetta fyrirkomulag hafa haft áhrif á kjör- sókn segir hann að reglurnar hafi skilað minni kjörsókn en ella. „En á móti kemur að þetta fyr- irkomulag er miklu lýðræðislegra þegar upp er staðið. Frambjóðend- urnir eru ekki háðir fólki sem gefur þeim peninga og eru sínir eigin herr- ar,“ segir Geir og bendir ennfremur á að þessar reglur hafi til að mynda leitt til þess að fólk í námi, sem er með lítil fjárráð gat tekið þátt án þess að slíkt bitni á árangri þeirra. Ellefu gáfu kost á sér í prófkjör- inu, þar af fimm í fyrsta sætið en auk þeirra fjögurra efstu stefndi Sveinn Kristinsson á fyrsta sæti. Niður- staða prófkjörsins er bindandi en að sögn Geirs gera reglurnar ráð fyrir því að frambjóðendur af báðum kynjum verði að vera meðal þriggja efstu frambjóðendanna til að kosn- ingin sé bindandi. Svo var núna, þar sem kona lenti í þriðja sæti en karl- menn skipa fyrsta, annað og fjórða sæti listans. Guðbjartur skipar fyrsta sætið             !  " ##$                    !    " #$"%  !&& '' '( &)* Vegna banns við auglýsingum nam heildarkostnaður við prófkjörið um 1,3 milljónum króna Í HNOTSKURN »Aðeins var kosið um fjög-ur efstu sætin í prófkjör- inu og röðun frambjóðenda í neðri sæti er ekki kynnt. »Heildarfjöldi atkvæða var1668, þar af voru auð og ógild atkvæði 69 en gild at- kvæði 1599. »Alls eru um 1300 félagar íSamfylkingunni í kjör- dæminu en óflokksbundnir höfðu rétt til þátttöku ef þeir undirrituðu stuðningsyfirlýs- ingu við Samfylkinguna. »Stillt var upp á lista Sam-fylkingarinnar fyrir fjór- um árum og var þá Jóhann Ár- sælsson í fyrsta sæti en hann gaf ekki kosti á sér í ár. »Anna Kristín Gunn-arsdóttir skipaði annað sæti listans fyrir fjórum árum og Gísli S. Einarsson, bæj- arstjóri á Akranesi, það þriðja. » Samfylkingin á tvo þing-menn í Norðvest- urkjördæmi. Prófkjör Frambjóðendur sem gáfu kost á sér í prófkjöri Samfylking- arinnar í NV-kjördæmi en á myndina vantar Björn Guðmundsson. ANNA Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður, lenti í þriðja sæti í prófkjörinu og segir hún að niðurstaðan sé von- brigði fyrir sig, enda hafi hún sóst eftir 1.–2. sæti. „Þetta eru ákveðin vonbrigði fyrir mig, það er ekki hægt að neita því,“ segir hún. Aðspurð hvort hún ætli sér engu að síður að taka sætinu segir hún að langt sé í kosningar og hún hafi ekki tekið neina ákvörðun hvað það varðar. Hún segir að staðið hafi verið sérstaklega vel að próf- kjörinu og að möguleikar flokksins í vor séu góðir. „Það var ánægjulegt að vinna í þessu og ég vona bara að þetta komi vel út þegar upp er staðið,“ segir Anna en bætir við að niðurstaðan varðandi kynjahlutföllin sé hins vegar ekki jákvæð, enda þrír karlar í efstu fjórum sætunum. Hún sagðist vera þakklát stuðningsmönnum sínum og öðrum sem að- stoðuðu sig í baráttunni. Anna Kristín Gunnarsdóttir „Ákveðin vonbrigði “ GUÐBJARTUR Hannesson skólastjóri sigraði í prófkjör- inu og var að vonum kátur með niðurstöðuna. „Ég er mjög ánægður enda voru það fimm sem sóttust eftir fyrsta sætinu og allt úrvalsfólk þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ segir hann. Guðbjartur er nú að sækjast eftir þingsæti í fyrsta skipti. Hann sat í 12 ár í bæjarstjórn Akraness en hætti afskiptum af bæjarmálunum árið 1998. Aðspurður hvað hafi skilað þessum árangri sagði hann erfitt að segja til um það. „Sjálfsagt vegur Akranes þungt í þessu og að ég er vel kynntur varðandi skólamál en það eru margar ástæður og erfitt að átta sig á þessu.“ Hann segir hópinn sterkan og segist hann hlakka mjög til að taka þátt í baráttunni í þingkosningunum í vor. „Mjög ánægður“ Guðbjartur Hannesson KARL V. Matthíasson, prestur og fyrrverandi þing- maður, hafnaði í öðru sæti listans og segist hann vera glaður og þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hlaut. Karl sat á þingi fyrir Samfylkinguna 2001-2003 og hafði komið inn sem varamaður á þing af og til áður. Aðspurður hverju hann þakki þennan árangur, segist hann fyrst og fremst þakka þetta því að hann hafi lif- að og starfað í kjördæminu í 30 ár. „Ég hef verið hér með fólki við ýmsar aðstæður í gleði og sorg sem kennari, prestur og sjómaður,“ segir Karl. Hann telur að hið nýja fyrirkomulag prófkjörsins að hafa engar auglýsingar og kostnað þar af leiðandi í lágmarki hafi gefist afar vel. „Það var mjög gott hvernig við fórum í þetta. Ég efast um að nokkuð prófkjör í landinu verði jafnódýrt og þetta prófkjör. Þetta var mjög gott fyrir flokkinn.“ „Gott fyrir flokkinn“ Karl V. Matthíasson GLITNIR gekk nýlega frá samn- ingi um að gerast aðalstyrktaraðili Kaupmannahafnarmaraþonsins og því munu hlauparar þreyta Glitn- ismaraþon í þremur af fimm höf- uðborgum Norðurlanda á næsta ári. Bankinn hefur um hríð verið að- alstyrktaraðili Reykjavík- urmaraþonsins og í sumar gerðist hann aðalstyrktaraðili Oslóarm- araþonsins. Bæði maraþonin eru kennd við bankann, líkt og raunin verður á í Kaupmannahöfn. Í Nor- egi heitir hlaupið „Glitnir Oslo Maraton“ og svo koll af kolli. Sömu auglýsingamyndir og slag- orðið „Allir sigra“ hefur verið not- uð til að kynna öll hlaupin. Samn- ingurinn við maraþonið í Kaupmannahöfn er til eins árs en með möguleika á framlengingu í tvö ár til viðbótar og samningur við Oslóarmaraþonið er til þriggja ára. Pétur Þorsteinn Óskarsson, for- stöðumaður kynningarmála hjá Glitni, sagði að bankinn vildi með þessu styrkja mjög gott málefni en jafnframt væri þetta gott tækifæri til að vekja athygli á bankanum. Líkt og í Reykjavíkurmaraþon- inu hét Glitnir á starfsmenn sína sem hlupu í Oslóarmaraþoninu og tókst þeim að safna um fimm millj- ónum íslenskra króna sem runnu til góðgerðarmála, að sögn Péturs. Sami háttur verður hafður á í Kaupmannahöfn. Pétur benti á að mörg fyrirtæki hefðu farið að for- dæmi Glitnis og heitið á starfs- menn sem hlupu í Reykjavík- urmaraþoni og að vonast væri til að hið sama myndi gerast í Osló og Kaupmannahöfn. Glitnir er með starfsstöðvar í Reykjavík, Osló og Kaupmanna- höfn en einnig í London, Lúx- emborg og Halifax og því vaknar sú spurning hvort bankinn ætli líka að styrkja maraþon þar. Að- spurður sagði Pétur að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um að styrkja fleiri hlaup. Morgunblaðið/Jim Smart 42,2 kílómetrar eftir Fjöldi þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst fór fram úr öllum vonum. Glitnir styrkir maraþon í þremur höfuðborgum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.