Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TAMMY Simone Axelsson hafði mikla yfirburði í bæjarstjórakosningu í „Íslendingabænum“ Gimli í Kanada fyrir helgi og auk fráfarandi bæjarstjóra var bæjarstjórn undanfarið kjör- tímabil hafnað. „Ég átti von á sigri en ekki svona miklum yf- irburðum,“ sagði Tammy við Morgunblaðið eft- ir að endanlegar tölur lágu fyrir. Kjörsókn var yfir 60% og fékk Tammy 2.711 atkvæði eða um 62% atkvæða, Kevin Chudd fékk 1.268 atkvæði (um 29%) og Daphne Mark- usson 330 atkvæði (um 9%). Fyrir fjórum árum sameinaðist Gimli þétt- býliskjarnanum í kring og þá var Kevin Chudd, þáverandi sveitarstjóri, kjörinn bæjarstjóri, hafði betur í kosningu við Bill Barlow, sem hafði verið bæjarstjóri Gimli í þrjú kjörtímabil. Að þessu sinni gáfu 14 manns kost á sér í fjög- urra manna bæjarstjórn auk bæjarstjóra og náði Bill Barlow kjöri, fékk 1.297 atkvæði. Bri- an McKenzie fékk 1.438 atkvæði, Ross Bailey 1.895 atkvæði og Glen Brooks 2.185 atkvæði og mynda þeir næstu bæjarstjórn ásamt Tammy. „Góð kosningaþátttaka er sérstakt ánægju- efni,“ segir Tammy. Hún bætir við að lengi hafi legið í loftinu að breytinga væri þörf og þar sem hún hefði fund- ið fyrir miklum meðbyr hefði hún tilkynnt framboð sitt í júní, fyrst allra. Framundan væri að skipuleggja starfið og forgangsraða verk- efnum með skammtíma- og langtímamarkmið í huga. Tammy Axelsson hefur verið ræðismaður Ís- lands í Gimli í rúmlega þrjú ár, tók við af Neil Bardal í júní 2003. Hún er framkvæmdastjóri Safns íslenskrar menningararfleifðrar í Nýja Íslandi, The New Iceland Heritage Museum. Eiginmaður hennar er Jón Grétar Axelsson frá Selfossi og eiga þau tvö börn, Daníel Jón og Fionu Lillian. Tammy Axelsson nýr bæjar- stjóri í Gimli í Manitoba 14 manns gáfu kost á sér í fjögurra manna bæjarstjórn auk bæjarstjóra Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sigurvegari Tammy Axelsson hefur verið áber- andi í Gimli að undanförnu og kosningaherferð hennar vakti mikla athygli. Um liðna helgi talaði hún m.a. við gesti og gangandi við minnisvarð- ann um íslensku landnemana sem komu til Nýja Íslands 21. október 1875. Samgönguráð- herra hefur skip- að Pétur K. Maack í embætti flugmálastjóra frá 1. janúar 2007. Í tilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu kemur fram að Pétur hefur í tæpan áratug starfað sem fram- kvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands. Hann er rekstrarverkfræðingur með meistarapróf í vélaverkfræði frá Danmarks tekniske Höjskole og doktorspróf í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Reynsla í alþjóðlegu samstarfi Í tilkynningunni er einnig nefnt að reynsla Péturs spannar nánast öll svið flugmála, meðal annars vottunar- og viðhaldsmál, flug- rekstur, þjálfun flugliða, rekstur flugvalla, flugverndarmál og al- þjóðaflugmál. Þá býr hann einnig yfir reynslu í alþjóðlegu samstarfi bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu á háskólastigi sem og í flugheiminum. Um árabil var hann dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands og seinna prófessor við sömu deild. Skipaður flugmála- stjóri Pétur K. Maack STÓRUM malarflutningabíl, svo- kallaðari búkollu, var stolið í ná- grenni IKEA í Garðabæ í fyrrinótt og fannst hún yfirgefin fyrir austan Heiðmörk um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði tilkynnti vegfarandi um að búkolla sæti föst á kafi í drullu við línuveg við Grunnuvötn, austan við Heiðmörk. Þar hafði bílnum verið ekið fyrir utan veg og töluverð spjöll unnin á gróðri. Það var ekki fyrr en með tilkynn- ingu vegfarandans sem það upp- gvötaðist að bílnum hefði verið stol- ið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Bíllinn er nýr og hann er sjálfskiptur. Lögreglan í Hafnarfirði biður vitni eða aðra sem hafa upplýsingar um málið um að hafa samband. Búkollu stolið HVALVEIÐISKIPIÐ Hvalur 9 veiddi fimmtu langreyðina, sem veiðst hefur frá því hvalveiðar hóf- ust að nýju, um klukkan eitt í gær- dag. Dýrið, sem er tarfur, veiddist á svipuðum stað vestur af Snæfells- nesi og síðasta dýr. Þetta er fyrsti tarfurinn sem veiðist að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, er dýrið um 62 fet að lengd, að mati áhafnarinnar en langreyðartarfar eru minni en kýrnar. Gert er ráð fyrir að tarf- inum verði landað um hádegi á morgun. Fimmta langreyð- urin veidd LANDSBANKINN opnaði í gær sýningu á verkum þriggja af fremstu listamönnum Færeyja í aðalbank- anum í Austurstræti. Landsbankinn sýnir í Færeyjabankanum verk eftir þá Jóhannes Kjarval, Eggert Pétursson og Kristján Davíðsson en fær í staðinn til sýninga verk í eigu Færeyjabankans eftir Ingálv af Reyni, Sámal Joensen- Mikines og Zacharias Heinesen. Sá síðastnefndi er sá eini sem er lifandi af færeysku listamönnunum og mætti hann á opnunina. Á myndinni má sjá listamann- inn Braga Ásgeirsson taka ljósmynd af Heinesen fyrir framan eitt verka þess síðarnefnda. Mynd tekin af myndlistarmanni Ljósmynd/Hilmar Þór ♦♦♦ Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is SKÝRAR reglur og markmið skortir hér á landi um ávísun sýkla- lyfja, sér í lagi hjá börnum. Þetta er mat Vilhjálms Ara Arasonar, doktors í heimilislæknisfræði. Vilhjálmur hefur síðastliðin 10 ár rannsakað notkun sýklalyfja og sýk- ingar sem ónæmar eru fyrir mörgum helstu sýklalyfjum. Niðurstöður hans benda til að ofnotkun sýklalyfja hér á landi hafi gert það að verkum að al- varlegar sýklalyfjaþolnar sýkingar hafa náð að festa rætur hér á landi. Hlutfallslega nota Íslendingar Norð- urlandaþjóða mest af sýklalyfjum og segir Vilhjálmur að í framtíðinni gæti svipað ástand skapast hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem sýklar væru orðnir það ónæmir að læknar ávísuðu lyfjaskömmtum sem jöðruðu við að valda eituráhrif- um í sjúklingum. Þegar einstak- lingur tekur sýklalyf er sýklaf- lóra líkamans brotin niður og aðstæður skapast fyrir ónæma sýkla til að koma sér fyrir. Ástæða sé því til að læknar ávísi sýklalyfjum einungis þegar nauðsyn beri til en margt bendi til að slíkt sé ekki alltaf hátt- urinn hér á landi „Við höfum t.d. reynt að finna ástæður fyrir því af hverju hér er mun meira um eyrna- bólgu en annars staðar, og þá sér í lagi börn sem fá rör því þau börn hafa verið með töluverðan vanda. Hugs- anlega erum við að búa til fleiri eyrnabólgur með því að meðhöndla þær alltaf með sýklalyfjum,“ segir Vilhjálmur. Annað sem rannsóknir Vilhjálms hafa beinst að er útbreiðsla ákveðins stofns svokallaðra ónæmra pneumó- kokka sem upphaflega kom hingað til lands frá Spáni í kringum árið 1989. Á fyrri hluta síðasta áratugar voru um 60 börn lögð inn á spítala vegna slíkra sýkinga til að þau næðu að sigrast á sýkingunni. Börn of oft sett á sýklalyf Vilhjálmur bendir á að merkilegt þyki að stofninn hafi tekið sér ból- festu hér á landi en líklegast sé að mikil notkun sýklalyfja sé orsökin. Rannsókn hans sýndi að tíðni sýk- inga frá stofninum hefur minnkað mjög þar sem sýklalyfjum er ávísað í minna mæli en sums staðar þar sem lyfjunum sé gjarnan ávísað komi enn upp tilfelli. „Þetta ætti að vera okkur víti til varnaðar því það eru fjölmargir fjöló- næmir sýkingastofnar sem banka á dyrnar hjá okkur núna. Mér hefur fundist lítið gert í þessu af hálfu stjórnvalda og mér finnst vanta skýr- ari leiðbeiningar og skýr markmið,“ segir Vilhjálmur. Börn eru sá hópur sjúklinga sem oftast eru gefin sýkla- lyf vegna veikinda og segir Vilhjálm- ur mikilvægt að gætt sé varúðar í þeim efnum. Læknar og foreldrar verði að sýna meiri ábyrgð vegna veikinda barna og of oft séu börn sett á sýklalyf vegna sýkinga sem líkam- inn sjálfur gæti fyllilega ráðið við. „Við eigum mörg góð sýklalyf og við viljum að þau geti virkað þegar virki- lega er þörf á þeim. Þeim mun oftar sem barn er sett á sýklalyf, þeim mun líklegra er að það beri með sér fjöló- næman sýkil sem getur valdið vand- ræðum síðar meir.“ Notum of mikið af sýklalyfjum Í HNOTSKURN » Í hvert sinn sem ein-staklingur tekur inn sýklalyf er hin eðlilega sýk- laflóra líkamans drepin niður og rými skapast fyrir ónæma sýkla sem geta valdið sýk- ingum í framtíðinni. » Vilhjálmur Ari Arasontelur mikilvægt að læknar sýni hófsemd í ávísun sýkla- lyfja og þá sér í lagi til barna sem hlutfallslega neyti þeirra mest. » Hann telur að fræðaþurfi foreldra um hvers vegna sýklalyf séu skyndi- lausnir sem geti gert ógagn til lengri tíma. Vilhjálmur Ari Arason Doktor í heimilislæknisfræði kallar eftir stefnumótun stjórnvalda og fræðslu til foreldra MAÐUR drukknaði í sundlaug Sel- foss á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Ekki er á þessari stundu ljóst hverjar orsakir slyssins voru en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi, sem varðist allra frétta af málinu að öðru leyti. Drukknaði í Sundlaug Selfoss ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.