Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 39 úr vesturheimi Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp og stuðlar að hreysti og góðri heilsu. Manitobafylki var sem lítið frí- merki, um 33.000 ferkílómetrar, þegar fyrstu Íslendingarnir komu þangað 1875. Fyrir norðan var norðvestursvæðið (North-West Territories) sem nú tilheyrir að stærstum hluta Alberta, Saskatc- hewan og Manitoba. Íslensk sendi- nefnd valdi land fyrir Íslendinga við vesturströnd Winnipegvatns, frá mörkum Manitoba og norð- vestursvæðisins nálægt núverandi Winnipeg Beach norður fyrir nú- verandi Íslendingafljót. Strand- lengjan var um 60 km löng og svæðið ásamt Heclu-eyju var nefnt Nýja Ísland. Fyrsti íslenski hópurinn kom til Winnipeg 11. október 1875 og rúmri viku síðar eða 21. október tóku Íslendingar land á Willow Point á Víðinesi, rétt sunnan við þar sem nú er Gimli. Íslensku landnemarnir kusu sér fljótlega fimm manna stjórn til að sinna málum íbúanna. 1877 var Nýja Íslandi skipt í fjögur svæði, Víðinesbyggð, Árnesbyggð, Fljóts- byggð og Mikleyjarbyggð, og var kjörin fimm manna sveitarstjórn í hverju þeirra, auk þess sem sér- stök stjórn hafði yfirumsjón með öllu svæðinu. 1881 varð Nýja Ís- land hluti af Manitoba og um sex árum síðar voru stjórnarhættir í Nýja Íslandi lagaðir að fyr- irkomulaginu eins og það var ann- ars staðar í Manitoba. Einstöku stjórnarfyrirkomulagi í Kanada var lokið. Í tilefni 100 ára afmælis ís- lensks landnáms á Víðinesi var efnt til göngu frá Gimli að Willow Point 21. október 1975. Síðan hef- ur gangan verið árlegur viðburður og hefur oft verið fjölmennt í hana. Svo var í ár enda ákveðin tímamót. Annars vegar 125 ár frá því Nýja Ísland sameinaðist Mani- toba og auk þess stóð undirbún- ingur sveitarstjórnarkosninga sem hæst. Um kvöldið lék Sinfón- íuhljómsveit Winnipeg fyrir fullu húsi í Fraserwood og viðamikil dagskrá var í Riverton daginn eft- ir. Þar var meðal annars minnst Íslendinga og frumbyggja sem lét- ust í bólusóttinni á svæðinu vet- urinn 1876 til 1877. Atli Ásmundsson, aðalræð- ismaður Íslands í Winnipeg, hefur fyrir hönd íslensku ríkisstjórn- arinnar unnið ötullega að auknum samskiptum milli Íslands og Mani- toba og lagði lið Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja Ís- landi, The New Iceland Heritage Museum, vegna hátíðardagskrár- innar um liðna helgi. Þar bar hæst skemmtun Ragnheiðar Gröndal í Riverton. 125 ár frá sameiningu Nýja Íslands og Manitoba Um þessar mundir eru 125 ár síðan Nýja Ís- land sameinaðist form- lega Manitobafylki í Kanada og af því tilefni var viðamikil menning- ardagskrá í Nýja Ís- landi um liðna helgi. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með viðburð- um. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Fjölmenni Gangan frá Gimli suður í Víðines tekur um 40 mínútur og á meðal göngugarpa að þessu sinni voru Helga Skúladóttir skiptinemi frá Háskólanum á Bifröst, Austfirðingurinn Helgi Skúlason frá Gimli, Selfyssing- urinn Grétar Axelsson frá Gimli, Peter Bjornson menntamálaráðherra Manitoba, og Brent Johnson frá Gimli. Gleði Atli Ásmundsson og Þrúður Helgadóttir glaðbeitt með dóttursyn- inum Þór Elíassyni eftir gönguna frá Gimli að Willow Point. RAGNHEIÐUR Gröndal, söng- kona, gerði góða ferð til Manitoba á dögunum, vakti mikla at- hygli og tilheyr- endur klöppuðu henni lof í lófa fyrir sönginn og píanóleikinn. „Ég er mjög ánægð með við- tökurnar,“ sagði Ragnheiður við Morgunblaðið eftir loka- tónleikana í Riverton. Fyrir tónleikana í Riverton kom Ragnheiður fram á veit- ingastaðnum Inn at the Forks við ármót Rauðár og Assinniboineár í Winnipeg þrjú kvöld í röð. Gestir kunnu vel að meta tilþrifin og fjölmiðlar gerðu henni góð skil. Ragnheiður fyllti síðan samkomu- húsið í Riverton og lék og söng í rúman klukkutíma við mikinn fögnuð viðstaddra. „Ég er svo ánægð, þetta var svo gaman,“ sagði hún eftir tónleikana. Þessi tæplega 22 ára söngkona bætti við að hún hlakkaði til að koma aftur til Manitoba, en hún stund- ar nú nám við New School of Jazz and Contemporary Music í New York. Morgunblaðið/Steinþór Þakkir Gestir í Riverton kunnu vel að meta framlag Ragnhildar og fyr- ir hönd þeirra færði Carrigan John- son henni gjöf að skilnaði. „Mjög ánægð með viðtökurnar“ Sigur Ragnheiður Gröndal, söng- kona, gerði góða ferð til Manitoba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.