Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 317. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is BÍTLIÐ LIFIR FIMMTI BÍTILLINN HEFUR GEFIÐ ÚT SITT SÍÐASTA VERK >> 40 ÖMMUSTELPUR SNUÐRA OG TUÐRA EIGA FYRIRMYNDIR ORÐNAR FULLORÐNAR >> 20 ?? Opinn framhaldsfundur SI um nýja skýrslu auðlindanefndar á Grand Hótel þriðjudaginn 21. nóv. nk. Sjá dagskrá á www.si.is Er sátt í sjónmáli? SUMIR lesa í skýin og leika sér að því að sjá þar hinar skraut- legustu fígúrur, hvort heldur það eru dýr eða hlutir. Ferða- langanna sem leið áttu um Skógarfoss í gær beið hins vegar skjaldbaka í klakaböndum þeim sem myndast höfðu í úðanum frá fossinum tignarlega. Hvort fleiri dýr hafi látið á sér kræla í kuldanum skal hins vegar ósagt látið. Morgunblaðið/RAX Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra fagnar áhuga norskra stjórnvalda á að auka samstarf sitt við Íslendinga í öryggis- og varnarmálum. „Ég fagna því og tel að það þurfi að fylgja því eftir með formlegum viðræðum en það eru hins vegar líka fleiri aðilar sem fylgjast vel með þessu,“ segir Geir og kveðst m.a. hafa rætt þessi mál við forsætisráð- herra Dana, sem hafi mikilla hags- muna að gæta á Norður-Atlantshaf- inu. Einnig telji hann að áhugi sé hjá Bretum og Kanadamönnum á að fylgjast með þróun mála hér og jafn- vel taka þátt í samstarfi. Geir segir að sá viðbúnaður sem samningurinn við Bandaríkin og Atl- antshafssamningurinn færi Íslend- ingum, eigi fyrst og fremst við um spennu- og ófriðartíma. „Þarna er- um við að tala um möguleikana á því að hafa reglubundið eftirlit og árétta fullveldi okkar á hefðbundnum frið- artímum,“ segir hann. Fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu sl. sunnudag að Norðmenn eru jafnvel reiðubúnir að senda orrustuþotur og eftirlitsflug- vélar til Íslands með reglulegu milli- bili. Geir segir að honum lítist alls ekki illa á það, „og [ég] teldi mjög heppilegt ef til dæmis norskar orr- ustuflugvélar myndu æfa hér á landi í einhverjum mæli,“ segir forsætis- ráðherra í viðtali við Morgunblaðið. Hann kveðst aðspurður telja lík- legt að viðræður við aðrar þjóðir um samstarf muni eiga sér stað á næst- unni. „Ég tel að við þurfum að ræða við öll þessi lönd og koma jafnvel á reglulegum fundum með þeim,“ seg- ir hann. Fylgja eftir áhuga Norð- manna með viðræðum Í HNOTSKURN »Norsk stjórnvöld erureiðubúin að senda bæði orrustuþotur og eftirlitsflug- vélar til Íslands með reglulegu millibili að því er fram kom í Morgunblaðinu um helgina. »Stjórnvöld og sérfræð-ingar um öryggis- og varn- armál í Noregi telja að hern- aðarlegt mikilvægi N-Atlantshafsins fari vaxandi á ný.  Fagnar áhuga Norðmanna | 10 Mexíkóborg. AP. | Tugir þúsunda manna söfnuðust saman á aðal- torgi Mexíkóborgar í gærkvöldi til að fylgjast með því þegar Andres Manuel Lopez Obrador, forseta- efni vinstrimanna, lýsti því yfir að hann væri „lögmætur forseti“ landsins. Forsetaefni hægrimanna, Felipe Calderon, var lýstur sigurvegari forsetakosninga í Mexíkó 2. júlí en Lopez Obrador viðurkenndi ekki úrslitin og sakaði hægrimenn um kosningasvik. Lopez Obrador sór í gærkvöldi embættiseið forseta fyrir framan stuðningsmenn sína á aðaltorgi Mexíkóborgar. „Forsetalindi“ var lagður yfir axlir hans til tákns um að hann væri orðinn þjóðhöfðingi Mexíkó. Hann segist einnig hafa myndað ríkisstjórn. Með þessu vonast Lopez Obrador til þess að geta komið í veg fyrir að Calderon taki við völdunum 1. desember. Reuters Valdabarátta Lopez Obrador sver embættiseið forseta Mexíkó. Obrador tekur sér forsetatign Bagdad. AP. | Stjórnvöld í Íran hafa boðið for- setum Íraks og Sýrlands til fund- ar um helgina í Teheran með Mahmoud Ah- madinejad, for- seta Írans, í því skyni að ræða leiðir til að koma á friði í Írak. Jalal Talabani, forseti Íraks, hefur þegið boðið en ekki var ljóst í gær hvort Bashar Assad, forseti Sýr- lands, færi til Teheran. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins lét í ljós efasemdir um að ráðamennirnir í Íran og Sýr- landi hygðust í raun og veru reyna að binda enda á blóðsúthellingarnar í Írak. „Vandamálið er ekki það sem þeir segja heldur það sem þeir gera,“ sagði talsmaðurinn. Íranar boða leið- togafund um Írak Mahmoud Ahmadinejad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.