Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heldur liðunum liðugum! Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg. Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is LANGFLESTAR þeirra kvenna, sem sækja mæðraeftirlit hjá Mið- stöð mæðraverndar (MM) í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, eru kon- ur sem skilgreindar hafa verið með áhættu af einhverju tagi á með- göngu, hvort sem hún telst andleg, líkamleg eða félagsleg. Einnig eru einhverjar konur í skoðun hjá okk- ur, sem af einhverri ástæðu hafa ekki viljað sækja þjónustuna á sína heilsugæslustöð. Þetta segir Sigríður Sía Jóns- dóttir, yfirljósmóðir á MM, sem undanfarin ár hefur sérhæft sig í eftirliti við þessa hópa þungaðra kvenna. Í lok vikunnar mun starf- semi miðstöðvarinnar flytjast úr Heilsuverndarstöðinni í sérhannað húsnæði fyrir miðstöðina í Mjódd- inni, sem þó mun ekki verða nýtt nema að hluta þar sem miðstöðin hættir að sinna eftirliti með þung- uðum konum í þessu nýja húsnæði, en mun áfram sinna ráðgjöf og fræðslu og vera stuðningsaðili fyrir heilsugæsluna um mæðravernd. Þær konur sem hafa leitað til MM og teljast vera eðlilega meðgöngu eða lítilli áhættu munu framvegis sækja þjónustu á sinni heilsugæslu- stöð, en konur í áhættumeðgöngu munu sækja eftirlit á LSH. Sigríður Sía og Arnar Hauksson, dr. med. og yfirlæknir á MM, segj- ast ekki telja að heilbrigðisyfirvöld hafi kynnt sér til hlítar það starf sem farið hefur fram á MM, áður en ákvörðunin um að leggjast í um- fangsmiklar skipulagsbreytingar á henni var tekin. Mikil sér- fræðiþekking hafi skapast þau sjö ár sem miðstöðin hefur verið starf- rækt og hún sinni þjónustu við við- kvæman hóp þungaðra kvenna. Sérhæfing gengið vel Að sögn Sigríðar Síu er hætt við að konur sem skilgreindar hafa verið með áhættu á meðgöngu fái styttri tíma í skoðunum á LSH en þær hafa fengið á MM, eða tuttugu mínútur í stað þrjátíu mínútna. Hætt sé við að ekki gefist mikill tími til fræðslu, verði tíminn stytt- ur og þá liggi ekki fyrir hvort kon- urnar fái ávallt að hitta sömu ljós- móðurina á LSH. Mæðravernd hefur verið rekin við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur frá því stöðin var byggð. Kvenna- deild LSH hafði jafnframt verið meðgöngudeild fyrir konur sem voru í áhættu á meðgöngu en upp úr 1994 hafi verið ákveðið að sam- eina deildirnar og samtímis byggja upp og efla aðstöðu til mæðraeft- irlits á heilsugæslustöðvum. Þann- ig var, að sögn Arnars, stefnt að því að MM væri sem mest deild fyr- ir konur sem skilgreindar hefðu verið með áhættuþætti á með- göngu. Þegar deildirnar voru sam- einaðar fékk MM aukið húsnæði á jarðhæð Heilsuverndarstöðv- arinnar. Sett var í gang endurnýj- un á öllu húsnæðinu og það sér- hannað með tilliti til þungaðra kvenna. Þau Sigríður Sía og Arnar telja bæði að sérhæfing MM hafi gengið vel og benda á að þar hafi verið unnið öflugt þróunarstarf. Þar má nefna bæklinga um ákveðin vanda- mál í þungun, námsefnisgerð fyrir verðandi foreldra, brjóstaráðgjöf, ráðgjöf fyrir heilsugæsluna, auk reglulegra fræðslufunda. Þá hefur MM tekið þátt í gerð vinnureglna um eftirlit þungaðra kvenna án áhættu og haldið árlega fræðslu- ráðstefnu. Nýlega sagði LSH upp samningi sínum við heilsugæslu um rekstur MM, en LSH lagði til eina stöðu sérfræðings í áhættumeðgöngu. „Þegar sala heilsuverndarstöðv- arinnar varð ljós með flutningi í Mjódd vildi LSH segja upp þessum samningi og að þær konur sem teldust í „hreinni áhættu“ ættu að sækja skoðanir á kvennadeild LSH. Þar með var grunnur að því að reka deild utan sjúkrahúss, Mjódd, liðinn. Að hluta til er um mismun- andi framtíðarsýn, en einnig veldur mannekla á kvenndeild, sem taldi sig þannig geta nýtt betur sérfræð- inga sína,“ segir Arnar LSH bar fyrir sig að flutningar MM í Mjódd- ina réði ákvörðun þess og að LSH gæti ekki varið það að senda starfs- menn sína svo langt út í bæ. Þá taldi heilsugæslan ekki hægt að reka deild í Mjódd í samkeppni við kvennadeild LSH. Sigríður Sía kveðst telja það afskaplega sér- stakt að yfirstjórn LSH geti tekið ákvörðun um að rifta samningnum sem gerður hafði verið við MM að því er virðist án þess að hafa rætt málið við heilbrigðisyfirvöld. Miklar skipulagsbreytingar hjá Miðstöð mæðraverndar Morgunblaðið/ÞÖK Flutningar Arnar Hauksson og Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirlæknir og yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar. Yfirvöld ekki kynnt sér starfið Í HNOTSKURN »Mæðravernd hefur veriðrekin við Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur frá því stöðin var byggð. »Miðstöð mæðraverndarhefur verið rekin í Heilsu- verndarstöðinni í sjö ár. »Hún hefur sérhæft sig íeftirliti mæðra sem skil- greindar hafa verið með áhættu á meðgöngu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UNICEF stendur fyrir dreifingu á 180.000 flugnanetum til varnar mal- aríu í Gíneu-Bissá í Afríku um þessar mundir og er um 80% átaksins greitt af íslenskum fyrirtækjum. Dreifingin hófst í tveimur héruð- um landsins í síðustu viku. 25. nóv- ember hefst síðan seinni hluti átaks- ins og er gert ráð fyrir að búið verði að dreifa netunum í öllum níu hér- uðum landsins 9. desember. Samfara dreifingunni fá öll börn A-vítamín dropa og lyf gegn ormum. Mikil áhrif Flugnanetin eru hengd yfir rúm og ætluð til að verja börn og barns- hafandi konur. Stefán Ingi Stefáns- son, framkvæmdastjóri Unicef Ís- land, segir að undir hverju neti sofi nokkur börn og óhætt sé að segja að að minnsta kosti 300.000 börn komi til með að sofa undir þessum netum. „Þetta er gríðarlega stórt átak,“ segir hann og bætir við að malaría sé helsti valdur barnadauða í landinu. Mjög ánægjulegt sé að taka þátt í þessu verkefni vegna þess að átakið komi til með að hafa mjög mikil áhrif til að lækka ungbarnadauða. Sam- kvæmt opinberum tölum í landinu deyi um 20% barna áður en þau ná fimm ára aldri og því megi gera því skóna að netin komi í veg fyrir dauða um 4.000 barna vegna malaríu, eða ámóta margra og fæðist árlega á Ís- landi. „Það er mjög magnað og ánægju- leg upplifun að sjá þetta,“ segir Stef- án um fyrstu viðbrögð heimamanna við átakinu og bætir við að Baugur, FL-Group og Fons séu helstu bak- hjarlar verkefnisins. Dreifa 180.000 flugna- netum gegn malaríu Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Átak Stefán Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, gefur barni a-vítamín. HVÖSS aust- anátt varð til þess að snjóinn sem féll í Blá- fjöllum um helgina festi ekki í brekkunum heldur fauk út í buskann. Ekki var einu sinni til- efni til að fara með snjótroðara um svæðið. Hið sama gerðist í Skálafelli. Aðspurður sagði Grétar Hallur Þorsteinsson, forstöðumaður skíða- svæðanna, að „með góðum“ vilja gætu gönguskíðamenn rakið sig eftir sköflum en færið væri þó mjög tæpt. Hann vonast til þess að úr snjóleysinu rætist á miðvikudag. Þrjár skíðalyftur eru á höfuð- borgarsvæðinu, ein í Breiðholti, önnur í Grafarvogi og sú þriðja í Ártúnsbrekku. Í gær voru lyfturnar lokaðar vegna snjóleysis og skemmdarverka. Snjórinn fauk úr Bláfjöllum Bláfjöll eiga sína góðu daga. TVÖ fíkniefnamál komu upp á Litla - Hrauni í síðustu viku. Fyrra málið tengdist strokufanga sem gaf sig fram fyrir helgi. Hann var sendur í röntgenmyndatöku eftir komu í fangelsið. Kom þá í ljós að í enda- þarmi hans voru aðskotahlutir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi reynd- ust það vera um 40 grömm af am- fetamíni og nokkuð magn af stera- töflum. Á föstudag var kona sem kom í heimsókn í fangelsið færð til rönt- genmyndatöku og reyndist hún hafa nokkur grömm af amfetamíni og eitthvað af læknalyfjum innvort- is. Strokufangi með fíkniefni HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð tveggja lögreglu- manna í janúar sl. Maðurinn játaði sök en ástæða handtökunnar var slagsmál og heimilisófriður heima hjá honum.. Maðurinn sagðist ekki hafa meint neitt með hótun sinni en í dómi seg- ir að hann hafi verið mjög æstur þegar hann lét orðin falla og ekki hafi verið ástæða til annars fyrir lögreglumennina en að taka hót- unina alvarlega. Ástríður Gríms- dóttir héraðsdómari dæmdi málið. Hótaði lög- reglumönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.