Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Seyðisfjörður | Bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar hefur ákveðið að ljúka
skuli skólabyggingu við Grunn-
skóla Seyðisfjarðar. Brýnt þykir að
ljúka við byggingu skólans og talið
að aðstöðuleysi í gömlu skólabygg-
ingunni hamli skólastarfi. Á næsta
ári verður gamli skólinn 100 ára. Á
þeim tímamótum þykir bæjarstjórn
ekki seinna vænna en að hefja
framkvæmdir aftur við Nýja-skóla
en framkvæmdir við hann hafa leg-
ið niðri í tæp 20 ár. Gert er ráð fyrir
að framkvæmdir hefjist á næsta ári
og ljúki á árinu 2008. Vinna við
endurskoðun á teikningum stendur
yfir. Endanlegur byggingarkostn-
aður liggur ekki fyrir en stefnt að
því að halda honum innan við 280
milljónir króna og verður leitað til
lánastofnana um fjármögnun á
grundvelli samnings við ÍOVS
vegna virkjunar í Fjarðará.
Hefja á vinnu við
skólabyggingu
eftir 20 ára hlé
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | Leikfélag Seyð-
isfjarðar er nú á lokaspretti í æf-
ingum fyrir frumsýningu söngleiks-
ins Allra meina bót, sem bræðurnir
Jón Múli og Jónas Árnasynir sömdu
árið 1961 ásamt Stefáni Jónssyni.
Meðal þekkra laga úr verkinu er
t.d. Það sem ekki má, Augun þín blá
og Gettu hver hún er.
Leikstjóri verksins er Snorri Em-
ilsson og tónlistarflutningi stýrir
María Gaskell.
Leikritið verður frumsýnt í fé-
lagsheimilinu Herðubreið n.k.
föstudagskvöld kl. 20.30 og er gert
ráð fyrir að sýningar verði fimm
talsins; þær næstu 26. nóvember og
1. desember n.k.
Seyðfirðingar
setja svingið í
Allra meina bót
Djúpivogur | Töluvert hefur verið
af flækingsfuglum á Djúpavogi í
haust og hafa þeir í síauknum mæli
sótt í húsgarða hjá íbúunum, sér-
staklega þar sem einhver trjá-
gróður er og von á æti. Sjá hefur
mátt gransöngvara, fjallafinkur,
svartþresti, stara, músarindla og
hefðbundna fugla eins og skóg-
arþröstinn.
Fuglaverndunarfélag Íslands
segir að gefa megi smáfuglum
haframjöl, epli, perur, melónur og
melónufræ, vínber og önnur ber,
rúsínur, brauðmolar, kökur og kex,
kjötsag, fituafskurð, smjör og
smjörlíki, matarafganga, hveiti-
korn, kurlaðan maís, hirsi, sól-
blómafræ, fræblöndur fyrir gára,
finkufræ og sesamfræ.
Snjótittlingar sækja í hveitikorn,
kurlaðan maís og brauðmola, skóg-
arþrestir og starar í ávexti, korn-
meti og fitu og finkur í fræ. Auðnu-
tittlingar koma lítið í fóður meðan
þeir hafa birkifræ, en sækja hins
vegar í fóður þegar hagleysi er.
Matarafgangar nýtast þannig vel til
fóðrunar og gamalt brauð og dýra-
fita eru t.d. mesta lostæti í goggi
smáfugla á tímum harðinda.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Veisla Þessi skógarþröstur kýldi sig út af eplabitum einn daginn og kemst
víst ekki alla daga í svo feitt nema fólk verði duglegra að henda út æti.
Smáfuglarnir leita
ætis í harðindum
Sjaldgæf Fimm sinnum hefur tek-
ist að mynda þistilfinku á Íslandi.
Egilsstaðir | Sl. föstudag
stóð vegaHÚSIÐ á Egils-
stöðum fyrir kynningu á
hefðbundinni úkraínskri mat-
argerð með því að fá Olenu
Yushchenka ásamt manni
sínum Jóaquim De La Cuesta
og dótturinni Yuliya til að
framreiða fjölbreytta rétti
frá Úkraínu, heimalandi
Olenu. Þau hjónin starfa við
Brúarásskóla og Yuliya er í
Menntaskólanum á Egils-
stöðum. Ýmislegt gott bar á
góma og maturinn seðjandi
og mjúklega kryddaður, borinn fram
með olíu, floti og majonesi og til þess
fallinn að gefa orku í köldu veðurfari,
en vetur eru oft fimbulkaldir í Úkra-
ínu þó sumur geti verið heit. Sýnd
var úkraínsk teiknimynd með þjóð-
legri tónlist og sýndar myndir frá
landinu, m.a. frá borginni Kiev.
Spriklandi starfsemi
Það er Kristín Scheving forstöðu-
maður vegaHÚSSINS sem stóð fyr-
ir kynningunni en hún hefur gert
þetta áður í þeirri viðleitni að kynna
heimafólki þau þjóðabrot og menn-
ingu þeirra útlendinga sem búa í
sveitarfélaginu. Í vegaHÚSINU er
starfrækt ungmennahús fyrir ald-
urshópinn frá 16 ára til 25 ára og
leggur áherslu á fjölbreytta dagskrá
og þægilegt andrúmsloft. Þar er
notalegasta kaffihús, allskyns nám-
skeið, tónleikahald, klúbbastarfsemi,
mömmumorgnar og listahátíðar.
Úkraínskt góðgæti
í vegaHÚSINU
Bragðlaukaboð Úkraínskt á diskana.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Egilsstaðir | Á föstudag verður opn-
uð í gamla sláturhúsinu á Egilsstöð-
um sýningin Dýrið í mér. Sjö lista-
menn leiða saman hesta sína á
ólíkum sviðum listsköpunar. Þetta
eru þau Svandís Egilsdóttir listmál-
ari, Kristín Scheving vídeólistakona,
Ingunn Þráinsdóttir grafíker, Ólöf
Björk Bragadóttir listmálari, Ag-
nieszka Sosnowska ljósmyndari,
Bjartmar Guðlaugsson tónlistar-
maður og listmálari og Sigurður Ing-
ólfsson prófessor í franskri ljóða-
gerð. Svandís Egilsdóttir
sýningarstjóri segir listamennina
túlka dýrið í sér með ólíkum hætti
sem birtast muni í ljósmyndum, víd-
eóverki, málverkum, innsetningu
ljóss og hljóða, gjörningi og ljóði.
Sýningin, sem verður formlega
opnuð kl. 20 á föstudagskvöld, stend-
ur til 26. nóvember, þ.e. í tvo daga.
Sjö listamenn tjá sitt
dýrslega eðli í sláturhúsinu
DRENGURINN á myndinni virtist undrandi og forvit-
inn þegar hann kom út af lóðinni við Síðuskóla síðdegis
í gær enda ekki algengt að sjá ljósastaur standa út úr
skafli á gangstéttinni. Ökumaður hvíta jeppans missti
stjórn á bílnum í hálkunni og ekki vildi betur til en svo
að hann ók niður ljósastaurinn. Enginn slasaðist.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ljósastaur stóð út úr skaflinum!
LÖGREGLAN á Akureyri lagði
hald á 84 e-töflur ásamt öðrum fíkni-
efnum um helgina þegar hún hand-
tók þrjá menn og er þetta mesta
magn e-taflna sem menn þar á bæ
hafa náð í einu. Talið er að efnin hafi
verið ætluð til sölu á Akureyri.
Það var á laugardagsmorgun að
lögreglunni á Akureyri var tilkynnt
um fólksbíl utan vegar í Öxnadaln-
um. Aðstæður til aksturs voru ekki
eins og þær gerast bestar vegna
snjókomu dagana á undan og hálku.
Þegar lögreglan kom á staðinn
reyndust þar vera þrír karlmenn í bíl
sem lent hafði út í vegbrúnina og sat
þar fastur.
Fljótlega kom í ljós að ekki var allt
með felldu en mennirnir voru allir í
annarlegu ástandi og ekki vel áttað-
ir, eins og lögreglan orðar það. Þre-
menningarnir, allt karlmenn á þrí-
tugsaldri, voru handteknir og færðir
á lögreglustöðina á Akureyri. Við
nánari rannsókn fundust 84 e-pillur,
um 60 grömm af amfetamíni og um 5
grömm af hassi á mönnunum og í bíl
þeirra. Mennirnir gistu fanga-
geymslur en voru látnir lausir að
loknum yfirheyrslum, sem stóðu alls
yfir í um það bil sólarhring, og telst
málið upplýst. Þremenningarnir
voru á leið til Akureyrar á bílnum og
þykir nokkuð ljóst að fíkniefnin hafi
verið ætluð til sölu í bænum.
Einnig kemur fram á heimasíðu
lögreglunnar á Akureyri í gær að bif-
reiðin OB-481 sem auglýst var stolin
hinn 10. nóvember sl. er fundin og
komin til réttra eigenda.
Náðu fleiri e-töflum en áður í einu
Fíkniefni fannst á þremur mönnum sem sátu fastir í skafli í bíl í Öxnadalnum
MARINÓ Eðvald Þorsteinsson leik-
ari lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri á laugardaginn eftir
skamma sjúkdómslegu. Hann fædd-
ist á Dalvík 30. ágúst 1920. Foreldrar
hans voru Þorsteinn Jónsson verka-
maður og María Eðvaldsdóttir en
Marinó ólst upp hjá frænda sínum og
alnafna föður síns eftir að móðir Mar-
inós lést frá þremur ungum drengj-
um þegar hann var á fyrsta ári.
Marinó flutti frá Dalvík til Akur-
eyrar árið 1964 og hóf þá störf hjá
súkkulaðiverksmiðjunni Lindu.
Hann tók á yngri árum virkan þátt
í starfi Leikfélags Dalvíkur, lék síðan
lengi með Leikfélagi Akureyrar og
leiklistin var hans aðalstarf um tíma,
eftir að LA varð atvinnuleikhús. Mar-
inó var þá einn þekktasti leikari LA,
hann sat einnig um skeið í stjórn fé-
lagsins og var heiðursfélagi Leik-
félags Akureyrar.
Eiginkona Marinós var Lára
Loftsdóttir frá Böggvisstöðum í
Svarfaðardal, f. 30. ágúst 1923. Hún
lést 1988. Þrjú börn þeirra lifa for-
eldra sína, Ingibjörg María, Guðrún
Sigríður og Þorsteinn Eðvalds.
Andlát
Marinó
Þorsteinsson
ÚTSENDINGAR Útvarps Norður-
lands skipta miklu máli að mati lið-
lega 70% Norðlendinga, samkvæmt
nýrri Gallup-könnun. Frá þessu er
greint á heimasíðu Ríkisútvarpsins.
Hlutfallið nú er hærra en fyrir
tveimur árum þegar sambærileg
könnun var gerð.
Könnunin varð gerð frá því í júlí
og fram í oktober. Í úrtakinu voru
hátt í 1400 manns og svarhlutfallið
61%. Lagðar voru tvær spurningar
fyrir svarendur, eins og undanfarin
ár.
„49% sögðust hafa hlustað á Út-
varp Norðurlands síðustu sjö daga.
Karlar hlusta frekar en konur en
munurinn er þó ekki ýkja mikill,“
segir í fréttinni.
Sé hlustun borin saman við sam-
bærilega könnun sem gerð var 2004
virðist hlustun hafa aukist lítillega.
Árið 2004 sögðu 56% að útsending-
arnar skiptu frekar miklu eða mjög
miklu máli. Nú er hlutfallið komið
upp í 73 %. Árið 2004 sögðu 18% að
útsendingarnar skiptu mjög litlu
máli, en nú 3%.
Telja Rúvak
skipta máli