Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI                                                                                                                                   !"   #" $%  & '  !  ( %!"  #" %  $      # ) % *% ("  +     #, -  .'# #, -  .'#  #, -  .'#     / / / / /    !"   #" %% $%0  & $      ,! - ! !   $!   $ " 1  $ ! !  23                       !    EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að aft- urkalla heimild til flottrollsveiða á síld á grunnslóð úti af Snæfellsnesi. Ástæðan er of mikill meðafli í afla síldveiðiskipanna. Ákvörðunin tekur til alls svæðisins sem opnað var og tekur gildi um næstu helgi um leið og skyndilokun hluta svæðisins fellur úr gildi. Einar rifar upp að ákvörðun hans um að heimila þessar veiðar hafi byggst á því að þarna gætu skipin veitt stóra og verðmæta síld. Veið- arnar hafi verið háðar ströngu eft- irliti og með því skilyrði að ekki væri um að ræða meðafla. Í þeim tilgangi hafi veiðarnar aðeins mátt fara fram á nóttunni. Heimamenn mótmæltu Fimm til sex skip stunduðu þessar veiðar, þegar mest var. Vegna of mikils meðafla var stórum hluta svæðisins lokað fyrir rúmri viku með svokallaðri skyndilokun. Einkum var um að ræða ýsuseiði sem reyndust langt umfram viðmiðunarmörk. Skyndilokunin átti að falla úr gildi um næstu helgi. Mikil andstaða hefur verið við undanþágu sjávarútvegsráðherra. Þannig hafa félög smábátasjómanna og útvegsmanna á Snæfellsnesi mót- mælt henni harðlega, sömuleiðis bæjarráð Grundarfjarðar og bæjar- stjórn Stykkishólms. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segist vissulega hafa hlustað á sjónarmið heimamanna en ákvörðun hans um að afturkalla und- anþágu til flottrollsveiða á þessu svæði byggðist á því að grundvöllur hennar væri brostinn. Meðafli væri einfaldlega of mikill. Heimild til flottrollsveiða á grunnslóð afturkölluð Morgunblaðið/Þorkell Ráðherra segir að meðafli sé of mikill ÚR VERINU Eftir Örnu Schram arna@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði aðspurður á Alþingi í gær að hann teldi að jafnræðisreglan gilti fyrir íslenskum dómstólum. „[Ég] hef ekki orðið var við annað en að hún gildi þar,“ sagði ráðherra m.a. í svari sínu við fyrispurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu. Jóhanna gerði nýlega Morgun- blaðsgrein Arnars Jenssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, að umtalsefni í fyrirspurnartíma. Jóhanna fór yfir greinina og sagði: „Hér er í raun ver- ið að halda því fram af háttvirtum yf- irmanni lögreglunnar að jafnræðis- regla réttarríkisins virki ekki og að borgurum sé mismunað í réttar- kerfinu sem eru mjög alvarlegar ásakanir.“ Hún vísaði einnig til for- ystugreinar Þorsteins Pálssonar, rit- stjóra Fréttablaðsins, en þar segir ritstjórinn m.a. að hafi Arnar rétt fyrir sér, þurfi án tafar að leysa dóm- ara sem komu að Baugsmálinu frá störfum og endurreisa dómstólana með nýrri löggjöf. Jóhanna spurði ráðherra út í gagnrýni Arnars og svaraði Björn því til, eins og áður sagði, að hann teldi að jafnræðisreglan gilti fyrir ís- lenskum dómstólum. „Varðandi hins vegar réttarfarið í landinu,“ sagði ráðherra, „sérstaklega opinbera réttarfarið, liggur fyrir og hefur ver- ið til kynningar á vef dómsmálaráðu- neytisins frumvarp til laga um með- ferð sakamála.“ Frumvarpið yrði lagt fram, vonandi á yfirstandandi þingi, og þar hlytu álitamál af þess- um toga að koma til skoðunar. Jóhanna taldi að ráðherra væri að skauta fram hjá spurningum hennar og spurði hann aftur hvort hann hefði, með orðum sínum, verið að lýsa yfir trausti á dómstóla landsins en um leið að brigsla háttsettum lög- reglumanni um að fara með rangt mál. Ráðherra svaraði því þá til að það ríkti skoðanafrelsi í landinu og að menn gætu látið skoðanir sínar í ljós án þess að ráðherra þyrfti að tjá sig um þær í þingsalnum. Ráðherra vísaði síðan í ræðu sína á aðalfundi Dómarafélags Íslands á dögunum, þar sem hann hefði m.a. fjallað um það hvort nauðsynlegt væri að koma á laggirnar þriðja dómstiginu. Jó- hanna taldi enn að ráðherra væri að koma sér hjá að svara spurningum hennar en því vísaði hann á bug. Morgunblaðið/Sverrir Umræður á Alþingi Þingmenn Frjálslyndra og Vinstri grænna fylgjast með umræðum á þingi. Jafnræðisreglan gild- ir fyrir dómstólum Í HNOTSKURN »Björn Bjarnason dóms-málaráðherra sagði á Al- þingi í gær að hann teldi að jafnræðisreglan gilti fyrir ís- lenskum dómstólum. »Björn svaraði þar fyr-irspurn um nýlega grein Arnars Jenssonar yfirlög- regluþjóns. „ÉG hef ekki tekið ákvörðun um það hvort ég fari í aðra flokka í framtíð- inni eða ekki,“ segir Valdimar L. Friðriksson, 9. þingmaður Suðvest- urkjördæmis, en tilkynnt var í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær að hann hefði sagt sig úr þingflokki Samfylkingarinnar. Jafnframt hefur hann sagt sig úr Samfylkingunni. Valdimar mun því starfa utan flokka út kjörtímabilið, gangi hann ekki til liðs við aðra þingflokka. Hann mun heldur ekki starfa í fasta- nefndum á vegum þingsins og var upplýst í upphafi þingfundar í gær, að Helgi Hjörvar og Einar Már Sig- urðarson, Samfylkingu, myndu taka sæti hans í félagsmálanefnd og land- búnaðarnefnd. Valdimar hafnaði í 14. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi á dögunum og var þar með langt frá því að ná öruggu þing- sæti. Hann kveðst ósáttur við próf- kjör; þau séu í raun ólýðræðis- leg og ekki besta leiðin til að velja frambjóðendur. Ungir jafnað- armenn, ungliða- hreyfing Sam- fylkingarinnar, sendu frá sér til- kynningu í gær, þar sem þeir harma umrædda ákvörðun Valdi- mars. Þeir beina því til rúmlega 70 einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjörum Samfylkingarinnar að virða niðurstöður þeirra. „Kemur á óvart að forystumaður í íþróttastarfi skuli ekki kunna að taka tapi betur en raun ber vitni og sjá ekki sóma sinn í því að láta af þingmennsku fyrst hann telji sig ekki eiga lengur samleið með flokknum,“ segir m.a. í tilkynningunni. Óvíst hvort hann fari í aðra flokka Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun Valdimars L. Friðrikssonar Valdimar L. Friðriksson SAMTALS 518 Íslendingar féllu fyrir eigin hendi á árunum 1990 til 2005. Þar af voru karlmenn í miklum meiri- hluta, þ.e. 409 karlmenn létust af völdum sjálfsvígs á þessu tímabili en 109 konur. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar, þing- manns utan flokka. Upplýsingarnar eru fengnar frá Landlæknisembætt- inu. Í svarinu er farið yfir fjölda þeirra sem létust af völdum sjálfsvíga á ár- unum 1990 til 2005. Fram kemur að á þessu tímabili hafi á bilinu 25 til 50 manns; konur og karlar, fallið fyrir eigin hendi á ári hverju. Alls 25 létust af völdum sjálfsvígs á árinu 1994, svo dæmi sé tekið; 21 karl og fjórar kon- ur, og fimmtíu létust af völdum sjálfs- vígs á árinu 2000; 42 karlar og átta konur. Þar af var yngsti einstakling- urinn á aldursbilinu tíu til fimmtán ára, að því er fram kemur í svarinu. Í svarinu kemur fram að alls 33 ein- staklingar hafi fallið fyrir eigin hendi á síðasta ári; 24 karlar og níu konur. Þar af voru flestir á aldursbilinu 41 til 60 ára, eða alls 20. Yngstu einstak- lingarnir voru á aldrinum 16 til 20 ára og elsti einstaklingurinn var á aldurs- bilinu 61 til sjötíu ára. Mun fleiri karlar en konur falla fyrir eigin hendi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.