Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 9 FRÉTTIR GRAFARVOGSKIRKJA var þétt- setin á sunnudagsmorguninn þegar Sigurbjörn Einarsson biskup pré- dikaði þar við messu klukkan 11. Prédikun Sigurbjörns fór fram að lokinni sérstakri dagskrá, Degi Orðsins, sem helguð var honum. Biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, séra Vigfús Þór Árnason, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Lena Rós Matthíasdóttir og séra Sigurður Arnarson þjónuðu fyrir altari. Fjögur erindi voru flutt á dag- skránni um morguninn. Dr. Sigurð- ur Árni Þórðarson, prestur í Nes- kirkju, fjallaði um „prestinn og guðfræðinginn“; dr. Svanur Krist- jánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, fjallaði um „pólitíkina“; dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsókna- prófessor í íslenskum fræðum á Stofnun Árna Magnússonar , fjallaði um „sálmaskáldið“ og Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrver- andi forseti Alþingis, flutti erindið „Eins og ég sá/sé hann“. Morgunblaðið/Kristinn Predikaði 95 ára Sigurbjörn Einarsson prédikaði í Grafarvogskirkju á sunnudag, en Karl Sigurbjörnsson biskup (t.h.), séra Lena Rós Matthíasdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnason voru meðal þeirra sem þjónuðu fyrir altari. Fjölmenni hlýddi á prédikun Sigurbjörns Einarssonar biskups í Grafarvogskirkju Eftir Andra Karl andri@mbl.is STJÓRN Sambands íslenskra sveit- arfélaga þarf að taka upp viðræður við fagstjórnir skólafólks um fram- tíðarsýn skólanna og vinnulag innan þeirra sem byggist á auknu sjálf- stæði og sveigjanleika í starfi, segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingar, og telur að samstaða verði að nást utan við hefðbundinn vettvang kjaradeilna. „Á fjármálaráðstefnu sveitarfé- laganna beindi ég þeim orðum til stjórnar sambandsins að hún taki upp viðræður við kennara um hvern- ig standa skuli að þessum málum og einnig að hefja þurfi viðræður fljót- lega, enda rennur kjarasamningur við kennara út eftir rúmt ár,“ segir Stefán og bætir því við að góður rómur hafi verið gerður að orðum hans á ráðstefnunni. Stefán segist hafa farið að huga að þessum málum eftir verkfall kenn- ara árið 2004 og fékk þá óháðan hóp til að fara ofan í forsögu og undir- búning kjaradeilunnar. Meðal þess sem kom fram var að framtíðarsýn og vinnutilhögun blönduðust inn í kjaradeiluna. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að í raun sé verið að svara kalli frá félaginu um að breyta þurfi samskiptum milli sveitarfélaganna og félagsins. „Á rúmu ári er ég búinn að ræða við mjög marga sveitarstjórnarmenn, bæði einstaklinga í sveitarstjórnum og forsvarsmenn sveitarstjórna, um að það þurfi að gera eitthvað,“ segir Ólafur sem fagnar því að menn vilji setjast niður og ræða málin af fullri alvöru, annars vegar skólamálin og hins vegar kjaramálin. Hann tekur undir orð Stefáns Jóns um að lítill tími sé til stefnu og telur að sátt verði að ná við kennara til lengri tíma litið, svo hægt sé að vinna af meiri festu, meiri heilindum og reyna að hámarka það sem hægt er að fá út úr annars ágætum grunn- skóla. Hefja þarf við- ræður fljótlega Í HNOTSKURN » Stefán Jón hefur lagt tilað sveitarfélög leitist við að ná samstöðu við fagstéttir skólafólks um framtíðarsýn skólanna, og vinnulag innan þeirra. » Orð hans hlutu góðanhljómgrunn hjá ráðstefnu- gestum, m.a. Halldóri Hall- dórssyni, formanni sambands- ins og bæjarstjóra Ísafjarðar. Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Skyrtur Mussur St.38-56St. Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Ný sending af ROBEL buxum svörtum og brúnum, 2-3 síddir Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Glæsilegur silkináttfatnaður til jólagjafa Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. silfurhudun@simnet.is, www.silfurhudun.is - - Jólin nálgast! Silfurhúðum gamla muni 20% afsláttur af úlpum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Síðumúla 11 - 108 Reykjavík - S. 575 8500 Pálmi Almarsson, löggiltur fasteignasali í 20 ár Laugavegi 25, sími 533 5500 www.olsen.de Úlpur Stuttar frá kr. 9.800 Síðar frá kr. 12.900 Gjöfin sem vermir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY No. 1 í Ameríku Laugavegi 63 • S. 551 4422 Peysuúrval Kasmír, silki Margir litir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.