Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 40
Nýjasta Bítlaplatan, Love, kom út íBretlandi í gær. Platan sker sig fráendurútgáfum síðustu ára að þvíleyti að um er að ræða tilrauna- kenndar endurhljóðblandanir tuttugu og sex kunnra Bítlalaga í stað eiginlegrar safnplötu. Þar að auki er maðurinn á bak við gripinn eng- inn annar en George Martin, oft kallaður „fimmti bítillinn“, og hefur hann tilkynnt að Love sé sitt síðasta verk. Verkefnið er harla óvenjulegt. Dagskipun Martins var að klæða hin klassísku Bítlalög í nýjan búning en þó einungis úr gömlu efni. Hann mátti með öðrum orðum aðeins notast við gamlar Bítlaupptökur. Að öðru leyti voru hend- ur hans frjálsar og hafði hann ótakmarkað leyfi til að nota hvert það hljóð sem Bítlarnir hafa tekið upp í gegnum tíðina. Frá þessu stranga skilyrði er aðeins einu sinni vikið á Love, en ný strengjaútsetning Martins hljómar í laginu „While My Guiter Gently Weeps“. Til samstarfs við sig fékk George Martin svo son sinn, Giles Martin, sem einnig er hljóð- upptökumaður. Saman hófu þeir feðgar að setja saman, hluta í sundur og endurgera lög hinna fjóru fræknu. Efniviðurinn: upprunalegu upp- tökurnar úr Abbey Road-hljóðverinu ásamt nokkrum áður ónotuðum hljóðbútum. Sgt. Pepper hittir Mr. Kite Sem dæmi um starf þeirra feðga má nefna að í hinu fallega lagi „Eleanor Rigby“ getur að heyra gítarspil úr „Julia“; gítarspil í upphafi „Blackbird“ leiðir óvænt inn í „Yesterday“; söngur úr „Nowhere Man“ hljómar yfir hljóm- borði og sellói úr „Blue Jay Way“ og „Straw- berry Fileds Forever“ byrjar á órafmagnaðri demóupptöku Lennons en hleður svo smám saman utan á sig flókinni hljóðmynd sem sam- anstendur m.a. af brotum úr lögunum „Hello Goodbye“, „Baby You’re a Rich Man“, „Penny Lane“ og „Piggies“. Þá má til gamans geta að söngurinn í „Sun King“ er spilaður aftur á bak og segir tónlistargagnrýnandi Chicago Tribune það óneitanlega minna á tilbúið tungumál Sigur Rósar. Endurhljóðblandanir Martins-feðga á Love eru gerðar fyrir samnefnda Las Vegas-sýningu alþjóðlega nútímasirkussins Cirque du Soleil (Sólarsirkussins). Forsaga verkefnisins teygir sig til ársins 2000 þegar George Harrison heit- inn og vinur hans Guy LaLibreté, einn af stofn- endum Cirque du Soleil, fengu þá hugmynd að búa til sýningu helgaða stemningu sjöunda ára- tugarins og sögu Bítlanna. Verkefnið komst svo á koppinn þremur árum seinna, eftir andlát Harrisons, og naut frá upphafi stuðnings hinna eftirlifandi Bítla, Ringo og Pauls, ásamt ekkj- unum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Þykir hvoru tveggja heyra til tíðinda, að tekist hafi að fá leyfi fyrir endurvinnslu af þessu tagi og eins að það hafi verið samþykkt að lögin yrðu notuð í Las Vegas-sýningu. Um sextíu lista- menn taka þátt í umræddri sýningu sem er einhvers konar blanda af dansi, loftfim- leikum, áhættu- atriðum og gamanleik. Ferli Bítlanna er gróflega fylgt eftir, en á draumkenndan hátt, þar sem skáldaðar persónur úr textum þeirra skjóta upp kollinum. Sjálfur Pepper liðþjálfi er þar í aðalhlutverki og verða á vegi hans t.d. Lucy (á himninum), Eleanor Rigby, Lady Ma- donna og að sjálfsögðu Mr. Kite, úr sirkuslaginu „Being for the Benefit of Mr. Kite“. Fengu frjálsar hendur Eftir því sem Paul McCartney og Ringo Starr segja var upprunalega hugmyndin einungis sú að leyfa Cirque du Soleil að nota valin lög í venju- bundnum útsetningum. Á seinni stigum málsins hafi hins vegar sú hugmynd skotið upp kollinum að gefa George Martin lausan tauminn til að „hugsa þau upp á nýtt,“ eins og haft er eftir Ringo í nýlegu viðtali. Um aðkomu sína og Pauls segir hann að þeir hafi sáralítið skipt sér af verk- efninu og nánast gefið George og Giles frjálsar hendur eftir að hafa hrifist af fyrstu drögunum. Sjálfir láta George og Giles vel að samstarfinu við Paul, Ringo, Yoko og Oliviu og segja þau öll hafa verið mjög áfram um verkefnið. Um leið og hann ítrekaði að það hefði verið mikill heiður að starfa fyrir Bítlana með þessum hætti sagði Giles við fréttamann BBC í gær að fjórmenningarnir hefðu hvatt þá feðga til dáða og eins til að ganga sífellt lengra. Platan mælist misvel fyrir hjá gagnrýn- endum. Flestir virðist þeir þó sammála um að það megi hafa gaman af uppátækinu og að út- koman sé Martin-fegðum til sóma. Á hinn bóg- inn þykir mörgum sem það hefði verið ólíkt áræðnara hefðu utanaðkomandi listamenn verið fengnir til að fikta í klassíkinni í stað hins inn- vígða Martins. Ný Bítlaplata George Martin hefur notað gamalt efni til að setja tuttugu og sex Bítlalög í nýjan búning Feðgar George Martin og sonur hans Giles Martin hafa endurhljóðblandað kunn lög Bítlanna. Sirkus Love var forsýnd í júní sl. og mættu hinir eftirlifandi Bítlar ásamt Yoko Ono og Oliviu Harrisons á sérstaka hátíðarsýningu. Reuters Bítlarnir Nýj- asta Bítlaplat- an, Love, var gefin út í Bret- landi í gær og kemur út vest- anhafs í dag. 40 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands í listapistli dagsins. » 43 af listum Bond-myndin Casino Royale skaust beint í efsta sæti ís- lenska aðsóknarlistans eftir sýningar helgarinnar. » 43 kvikmyndir Fjallað er um þrjár upprennandi hljómsveitir sem nú stíga fram og gefa út sína fyrstu plötu fyrir jólin. » 41 tónlist Nýtt barna- og unglingaleikhús Borgarbörn, frumsýnir annað kvöld nýtt leikrit í Borgarleik- húsinu. » 44 leiklist Töframaðurinn David Blaine er ekki af baki dottinn og kynnti í gær nýjustu brellu sína sem er af frumlegri gerðinni. » 49 fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.