Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður MárGestsson fædd- ist á Akureyri hinn 10. júní 1944. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 12. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gestur Magnússon, f. 12. apríl 1918, d. 3. febrúar 2000, og Rut Ingimarsdóttir, f. 20. júlí 1928. Bróðir Sigurðar Más er Viktor Már Gestsson, f. 8. janúar 1948, maki Edda Hjörleifsdóttir, f. 22. apríl 1950, og eiga þau fjögur börn. Hinn 15. júní 1966 kvæntist Sigurður Már Önnu Karelsdóttur, f. 14. desember 1943, dóttur ber 1995, Andrea María, f. 11. janúar 2001, og Björgvin Dagur, f. 16. ágúst 1997. Sigurður Már ólst upp á Akur- eyri en fluttist 18 ára gamall í Borgarnes og hóf þar búskap með Önnu. Sigurður Már lærði húsasmíði og starfaði við fagið allt til ársins 1995. Sama ár flutt- ust þau hjónin til Reykjavíkur og hóf Sigurður Már störf hjá Sec- uritas og vann þar til hinsta dags. Sigurður Már hafði alla tíð mik- inn áhuga á íþróttum og stundaði fimleika á unglingsárum. Árið 1973 stofnaði hann ásamt nokkr- um félögum Golfklúbb Borgar- ness og átti golfið hug hans alla tíð. Hann var virkur í félagsstarfi golfklúbbsins og sat m.a. í stjórn klúbbsins um árabil. Sigurður Már var um ára bil besti kylfing- ur klúbbsins og varð Íslands- meistari 1975 og klúbbmeistari 13 sinnum á sextán ára tímabili, síðast árið 1987. Sigurðar Már verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hjónanna Karels Einarssonar og Guð- nýjar Halldórs- dóttur. Börn Sigurð- ar Más og Önnu eru: 1) Gestur Már Sig- urðsson, f. 1. janúar 1963, maki Harpa Þorleifsdóttir, f. 19. maí 1966, börn þeirra Alexander Gunnarsson, f. 24. nóvember 1990, og Sigurður Már Gests- son, f. 6. september 2001. 2) Guðný Sig- urðardóttir, f. 5. júní 1968, barn Lýdía Rún Sófusdóttir, f. 4. ágúst 1993. 3) Maríanna Sigurðardóttir, f. 22. desember 1975, maki Tómas Bentsson, f. 16. ágúst 1971, börn þeirra Stefán Már, f. 21. desem- Hversu ósanngjarnt getur lífið verið? Á einu augnabliki hrynur veröldin og þú, elsku pabbi minn, ert tekinn frá okkur. Eftir sitjum við og spyrjum: Af hverju þú? Það er ólýsanlegur sársauki sem nístir hjarta mitt núna þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð. Ég er mjög þakklát fyrir þau skipti sem ég tók utan um þig og sagði þér hversu mikið mér þætti vænt um þig. Þú varst svo yndisleg- ur pabbi og afi, ég gat alltaf leitað til þín og mömmu ef eitthvað bjátaði á og alltaf voruð þið tilbúin að hjálpa mér og aðstoða mig á allan hátt. Það eru margar minningar sem leita á huga minn núna, sérstaklega samverustundirnar okkar á golfvell- inum í Borgarnesi. Þetta voru dýr- mætar stundir og allar minningarn- ar um þig, elsku pabbi minn, ylja mér um hjartarætur á þessum erf- iðu tímum. Barnabörn þín sakna þín sárt því þú varst svo góður og ynd- islegur afi og hafðir alltaf tíma til að vera með þeim og þú naust þess svo innilega að geta stjanað í kringum þau og dekrað við þau. Ég, Guðný og Gestur pössum upp á ömmu og mömmu fyrir þig núna. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo sárt. Þín Maríanna. Afi, elsku afi, munum við augun þín, í þeim lásum við alla elskuna til okkar. Afi, elsku afi, munum við þína hönd, bar hún okkur og benti björt á dýrðarlönd. Afi, elsku afi, munum við brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta okkar. Afi, elsku afi, okkur í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Afi, elsku afi, munum við lengst og best hjartað blíða, heita -- hjarta, er söknum við mest. Elsku afi, þín er sárt saknað. Kveðja. Barnabörn. Látinn er á heimili sínu í Reykja- vík, Sigurður Már Gestsson. Sigurð- ur fæddist og ólst upp á Akureyri. Að sögn Sigurðar sagðist hann hafa tengst Svarfaðardal afar sterkum böndum. Þar mun hann hafa verið í sveit ungur að aldri. Hann minnist þess með gleði að hafa hjólað úr Svarfaðardal til venslafólks á Dal- vík. Sigurður hóf nám í húsgagna- smíði á Akureyri. Eftir að hafa kynnst Önnu Karelsdóttur flytur Sigurður til Borgarness og lýkur þar sveinsprófi í húsasmíði. Þau Anna og Sigurður gengu í hjónaband og hófu búskap þar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Öll hafa þau börnin komið sér vel áfram í lífinu, þó svo að eins og hjá öðru fólki hafi skipst á skin og skúrir. Sigurður og Anna fluttu frá Borg- arnesi til höfuðborgarsvæðisins, í kjölfar þess að Sigurður hafði lent í alvarlegu slysi. Eftir að Sigurður hafði náð sér eftir slysið hóf hann störf hjá Securitas, fyrst í Búnaðar- bankanum við Hlemm, síðar í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu. Sigurður var heiðarlegur og rækti störf sín vel af hendi. Hann var ágætur smiður og kom oft auga á einfaldar og góðar lausnir. Síðustu árin fór heilsu Sigurðar hrakandi. Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Securitas tókst góð vinátta milli okkar öryggisvarðanna Ásgeirs, Hafliða og mín og Sigurð- ar. Ég sendi Önnu, börnum hennar og barnabörnum sem og aldraðri móður Sigurðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Júlíus. Góður vinnufélagi er fallinn frá, og hans er sárt saknað. Á stórum vinnustað verður það oft þannig að fólk grúppar sig sam- an. Þannig var það hjá okkur líka- .Við vorum þrír sem héldum ágætu sambandi, með því að hringjast á tvisvar í hverri vinnuviku. Það var mjög mikil regla á þessu hjá okkur. Ég hringdi annað símtalið og hann hitt, vissa daga, svo starfið liði ekki fyrir. En nú er skarð fyrir skildi. Við höfðum líklega lengstan starfsaldur í staðbundinni gæslu hjá Securitas, og því bar starfið oft á góma. En Siggi Már var líka vinur í raun, og í fríum hjálpsamur, ef svo bar við. Hann var smiður að mennt og vann slík verk af stakri prýði og með fús- leik.Við félagarnir tókum okkur saman og fórum á þorrablót í nokk- ur skipti, þegar þau bar upp á frí- viku, ásamt konum okkar. Það voru indælar stundir, enda þau hjón sér- lega prúð og viðkunnanleg. Ég þakka góðum vini samfylgd- ina og bið Önnu og fjölskyldunni allri blessunar Guðs. Og minni þau á að þó þau gangi nú þennan dimma dal, þá þurfa þau ekkert að óttast, því Drottinn Guð er hjá þeim og hughreystir þau. Samúðarkveðja. Ásgeir Þorvaldsson. Kveðja frá Golfklúbbi Borgarness Fyrir hönd okkar félaga í Golf- klúbbi Borgarness langar mig í ör- fáum orðum að minnast Sigurðar Más Gestssonar. Sigurður var einn að stofnendum Golfklúbbs Borgarness og var virk- ur félagi í klúbbnum um 25 ára skeið, eða allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Sigurður var einn „frumherjanna“ sem stóðu að stofn- un klúbbsins, frumherjanna sem ruddu veginn, byggðu upp fyrsta völlinn, innréttuðu skálann og slógu völlinn fyrir mót eins og gera þurfti á árdögum klúbbsins. Sigurður gegndi mörgum trúnað- arstöfum fyrir klúbbinn, var fyrsti ritari klúbbsins og sat í stjórn og nefndum á vegum klúbbsins um margra ára skeið. Sigurður var af- burða kylfingur, hann vann til fleiri meistaratitla en nokkur annar í sögu klúbbsins. Alls varð hann klúbbmeistari 13 sinnum á 16 árum og vann til fjölda annarra verðlauna á öðrum mótum, bæði stórum og smáum. Siggi Már, eins og við félagarnir kölluðum hann, var sannur „bolta- maður“. Hann hafði mikla tilfinn- ingu fyrir hinum litla hvíta bolta og var meistari í að skipuleggja leik sinn. Hann var sönn fyrirmynd þeirra kylfinga sem voru að stíga sín fyrstu spor í þessari skemmti- legu íþrótt. Siggi Már var góður fé- lagi og vinur, var hrókur alls fagn- aðar í starfi klúbbsins meðan hans naut við. Því háttaði svo til að Siggi slasaðist illa við störf sín árið 1994 og átti eftir það erfitt með að leika golf af þeim „standard“ sem hann gerði kröfur til. Það var eitthvað sem Siggi sætti sig ekki við og hætti hann golfiðkun eftir það að mestu. Við félagar í Golfklúbbi Borgar- ness sem áttum svo mörg ár með Sigga kveðjum hann með söknuði um leið og við vottum ykkur, Anna, Gestur, Guðný og Marianna og ykk- ar fjölskyldum, dýpstu samúð. Ingvi Árnason. Sigurður Már Gestsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Kær vinur, REINHARD A. OLSEN, Klapparstíg 5a, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Almarr Gunnarsson. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, systir, tengdadóttir og mágkona, SIGURBORG SIGURÐARDÓTTIR, Lautasmára 39, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 22. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurður Sigurðsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BJÖRGVINSSON, sem lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fimmtudag- inn 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Bakka- gerðiskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 14.00. Laufey Jónsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Sesselja Einarsdóttir, Halldóra Guðlaugsdóttir, barnabörn, langafabörn og aðrir vandamenn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MÁLFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 14.00. Tómas Runólfsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Jón Rafns Runólfsson, Inga Harðardóttir og ömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, sonur okkar og bróðir, PÉTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON leiðsögumaður, Grófinni 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Sveinn Haraldsson, Guðmundur Pétursson, Ásdís Steingrímsdóttir, Bergljót Guðmundsdóttir Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson. ✝ Ástkær faðir okkar, afi og langafi, HJALTI SIGURBJÖRNSSON fyrrum bóndi, Kiðafelli, Kjós, sem lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Þorkell Gunnar Hjaltason, Dagbjört Helgadóttir, Sigurbjörn Hjaltason, Bergþóra Andrésdóttir, Kristín Hjaltadóttir, Gunnar Ovell, Björn Hjaltason, Katrín Cyrusdóttir, Einar Þorvarðarson, Hallfríður Bjarnadóttir, Sigríður Þorvarðardóttir, Paul Newton, Margrét Þorvarðardóttir, Guðbjörg Anna Þorvarðardóttir, Juliette Marion, Þorsteinn Þorvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.