Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MERKILEGT FRAMTAK
Velflestir sparisjóðir landsinshafa tekið höndum saman ummerkilegt framtak til styrktar
geðheilbrigðismálum. Stefna spari-
sjóðirnir að því að safna 25 milljónum
króna til átta félagasamtaka, sem
starfa á þessu sviði.
Viðskiptavinir sparisjóðanna eru
hvattir til að velja eitt af átta verk-
efnum eða félagasamtökum til þess
að styrkja. Í kjölfarið leggur spari-
sjóður þúsund krónur til viðkomandi
verkefnis eða félags. Hver og einn
viðskiptavinur er svo hvattur til að
leggja fram viðbótarframlag til verk-
efnisins. Ennfremur verður opnaður
söfnunarsími þar sem landsmenn
geta lagt sitt af mörkum.
Þetta er eftirtektarvert framtak.
Sparisjóðirnir eru grasrótarfyrir-
tæki og þeir taka að sér að styrkja
grasrótarsamtök sem hafa sprottið
upp á síðustu árum til þess að starfa
að geðheilbrigðismálum.
Framtak sparisjóðanna er til
marks um að geðheilbrigðismálin eru
að draga að sér athygli þeirra sem
hafa bolmagn til að láta gott af sér
leiða með fjárframlögum. Sennilega
er þetta framtak vísbending um stór-
aukinn skilning á nauðsyn þess að
efla mjög það starf sem unnið er á
þessu sviði.
Um allan hinn vestræna heim
a.m.k. eru nú verulega auknar um-
ræður um mikilvægi þess að athygl-
inni verði beint að geðheilbrigðismál-
um. Í Bandaríkjunum er vísað til þess
að mikill árangur hafi náðst í baráttu
við krabbamein með því að stofna
krabbameinsmiðstöðvar um öll
Bandaríkin. Nú er rætt um að setja
upp sambærilegar stöðvar vegna
þeirra sem þjást af geðsjúkdómum.
Þetta er ekki sízt athyglisvert fyrir
þá sök að ekki er ýkja langt síðan
geðsjúkdómar voru feimnismál sem
helzt mátti ekki tala um.
Framtak sparisjóðanna getur orðið
til þess að fleiri fylgi í kjölfarið og
sýni áhuga á því að styðja við bakið á
þeim sem starfa að geðheilbrigðis-
málum. Fyrir nokkrum árum lögðu
nokkur einkafyrirtæki fram verulega
fjármuni til þess að gera svonefnt
Geðræktarverkefni að veruleika. Það
er því fordæmi fyrir slíkum stuðningi
einkafyrirtækja.
Sparisjóðirnir leggja nú áherzlu á
að virkja viðskiptavini sína í þessu
skyni. Það er vel til fundið og telja má
víst að þeirri hugmynd verði vel tek-
ið. Fjölmargar fjölskyldur á Íslandi
hafa kynnzt geðsjúkdómum af eigin
raun, fleiri en flesta grunar.
Framtak sparisjóðanna er óvenju-
legt en ánægjulegt. Yfirleitt hafa
grasrótarsamtökin á geðheilbrigðis-
sviði þurft að sækja eftir stuðningi,
þótt myndarleg dæmi séu um að fé-
lagasamtök og klúbbar hafi komið til
þeirra færandi hendi. Nú taka þessar
öflugu fjármálastofnanir sem starfa
næst öllum almenningi frumkvæðið
að því að bjóða fram krafta sína til
fjáröflunar. Sparisjóðirnir eiga mikl-
ar þakkir skildar. Frumkvæði þeirra
getur valdið þáttaskilum.
ÍBÚAKOSNINGAR Í HAFNARFIRÐI
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri íHafnarfirði, hefur falið svo-
nefndri lýðræðis- og jafnréttisnefnd í
Hafnarfirði að undirbúa íbúakosn-
ingar í bænum um stækkun álversins
í Straumsvík. Þessi ákvörðun hefur
legið nokkuð í augum uppi um skeið
en engu að síður er ánægjulegt að
málið skuli komið í fastan farveg.
Í Hafnarfirði eru komnar upp þær
óvenjulegu aðstæður að álverið í
Straumsvík er að komast inn í bæinn.
Þar er álverinu ekki um að kenna
heldur hafa skipulagsyfirvöld í Hafn-
arfirði og bæjarstjórnin tekið
ákvarðanir sem hafa leitt til þessarar
stöðu.
Það er þó ekki einungis þess vegna
sem æskilegt er að kosið verði um
stækkun álversins í Straumsvík.
Smátt og smátt hefur aukizt stuðn-
ingur við þá hugmynd að meiriháttar
ákvarðanir í sveitarfélögum verði
teknar í almennum kosningum íbúa
viðkomandi sveitarfélags og að ör-
lagaríkar ákvarðanir á landsvísu
verði teknar í þjóðaratkvæða-
greiðslum.
Í ljósi allra aðstæðna liggur beint
við að hugsanleg stækkun álversins í
Straumsvík verði lögð undir atkvæði
íbúa Hafnarfjarðar.
Þessar kosningar verða nokkur
prófsteinn á það hvernig staðið verð-
ur að slíkum kosningum. Mun fyrir-
tækið sjálft hafa sig mikið í frammi til
þess að kynna sinn málstað?
Hvernig bregðast stjórnmálaflokk-
arnir við. Taka þeir beinan þátt í slík-
um kosningum eða standa þeir utan
við þær? Má búast við að til verði sér-
stakar félagsmálahreyfingar í kring-
um einstök mál eins og t.d. stækkun
álversins í Straumsvík sem ýmist
berjast með eða á móti?
Ekki er ósennilegt að kosningarn-
ar í Hafnarfirði um stækkun álvers-
ins gefi fólki nokkra hugmynd um
hvernig slíkar kosningar koma til
með að þróast.
Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði
efndu til fundar um þetta mál í fyrra-
kvöld. Málflutningur talsmanns Al-
cans á fundinum vekur nokkra at-
hygli. Hann lagði áherzlu á að
fyrirtækið hefði áhuga á breyttum
skattareglum sem mundu leiða til
þess að í stað þess að greiða 100 millj-
ónir króna á ári til bæjarfélagsins
mundi Alcan greiða 800 milljónir
króna. Það er vissulega óvenjulegt að
fyrirtæki hafi frumkvæði að tillögu-
gerð sem mundi auka greiðslur þess í
bæjarsjóð svo mjög. En jafnframt
eru hugmyndir Alcan vísbending um
að fyrirtækið vilji nokkuð á sig leggja
til þess að Hafnfirðingar taki því vel
og ekkert nema gott um það að segja.
En kannski eru þessar hugmyndir
Alcans um að margfalda greiðslur í
bæjarsjóð Hafnarfjarðar líka til
marks um hvernig fyrirtæki muni við
slíkar aðstæður haga málflutningi
sínar gagnvart kjósendum.
Yfirleitt hefur þurft að ganga á eft-
ir fyrirtækjum með greiðslur í opin-
bera sjóði. Kannski er þetta að breyt-
ast og það er fagnaðarefni.
Þegar yfirstandandi stór-framkvæmdahrina var íuppsiglingu og ákvarð-anir voru teknar um
stóriðju- og virkjanaframkvæmdir
á árunum 2002 og 2003 varaði
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð ítrekað við afleiðingunum,
ekki bara fyrir náttúru og um-
hverfi landsins, heldur einnig
vegna áhrifa á efnahagslíf og
vinnumarkað. Við mæltum þá
varnaðarorð en fengum lítinn
stuðning og fáir urðu til að taka
undir með okkur. Vissulega voru
umhverfisspjöllin samfara bygg-
ingu Kárahnjúkavirkjunar mest
áberandi í umræðunni, en við vör-
uðum einnig við því að stór-
framkvæmdunum
bæði eystra og syðra
myndi fylgja mikið
jafnvægisleysi á
vinnumarkaði og í
hagkerfi landsins.
Óumflýjanlegt yrði
að hingað kæmi er-
lent vinnuafl í tals-
verðum mæli því ís-
lenskur
vinnumarkaður
myndi ekki ráða við
slíkt framkvæmda-
magn og þá eft-
irspurn eftir vinnu-
afli sem það myndi
skapa. Allt hefur þetta komið á
daginn.
Mörg undangengin ár hefur er-
lent vinnuafl í talsverðum mæli
fyllt í skörðin á vinnumarkaði þar
sem starfsmenn hefur vantað
svæðisbundið eða í einstökum at-
vinnugreinum svo sem í fisk-
vinnslu. Ýmis árstíðabundin starf-
semi eins og sauðfjárslátrun á
haustin er orðin algerlega háð því
að hingað komi erlent starfsfólk
og vandséð hvernig farið yrði að
ef það ekki fengist. Vinnu-
málastofnun, verkalýðshreyfingin
og aðrir sem hafa með þessi mál
að gera staðfesta engu að síður að
tímamót hafi orðið í þessum mál-
um 2003, í raun sprenging. Til við-
bótar stórframkvæmdunum hefur
orðið gríðarleg þensla í bygging-
ariðnaði og almennt í efnahags- og
atvinnulífi landsmanna sem hefur
bæst við og magnað upp áhrifin.
Strax og framkvæmdir hófust við
Kárahnjúka var ljóst að við Ís-
lendingar vorum að ganga inn í
nýja tíma. Aðalverktaki Lands-
virkjunar, Impregilo, kom hingað
með einbeittan ásetning um að
gera út á atvinnuleysi og eymd
verkamanna í láglaunalöndum,
flytja þá hingað og bjóða þeim
kjör sem væru langt undir því
sem gerist og gengur á íslenskum
vinnumarkaði. Hingað kom sem-
sagt alþjóðlegt stórfyrirtæki,
verktakarisi, og hóf umsvifalaust
að ástunda svokölluð félagsleg
undirboð (social dumping). Sú
saga er vel þekkt úr fjölmiðlaum-
fjöllun undangenginna ára og
hana þarf ekki að rifja upp hér.
1. maí 2006 eða
1. janúar 1994?
Nokkur umræða hefur orðið um
þær breytingar sem urðu 1. maí
sl. þegar opnað var fyrir hing-
aðkomu fólks frá hinum nýju að-
ildarríkjum Evrópusambandsins
án þess að til þyrfti atvinnuleyfi.
Ríkisstjórnin stóð illa að und-
irbúningi þess máls og kom með
frumvarp til Alþingis á síðustu
stundu sem þar með stóð frammi
fyrir tveimur vondum kostum.
Annars vegar að samþykkja frum-
varp ríkisstjórnarinnar sem felldi
niður skilyrði um atvinnuleyfi til
handa ríkisborgurum nýju aðild-
arlandanna en hélt eftir skráning-
arskyldu. Hins vegar að fella
frumvarpið og þá hefðu engin að-
lögunarákvæði, ekki einu sinni
skráningarskylda gilt. Var mjög
miður að menn skyldu ekki taka
þá er það stóriðjustefnan og
aðstæður sem hér hafa veri
ar til í hagkerfinu og á vinn
markaði af mannavöldum. V
hreyfingin – grænt framboð
að ræða þessi mál nú á þeim
um að vandamálið sé það er
verkafólk sem hingað hefur
sótt í störf sem urðu til við
aðstæður í hagkerfinu. Það
hér á okkar ábyrgð. Það er
hingað vegna þess að búið v
ástand og mögnuð upp þen
skapaði þörf fyrir mörg þús
manns utan frá inn á íslens
vinnumarkað. Það eru þær
stæður sem hafa sogað allt
fólk hingað.
Áhyggjur eru skiljanleg
Það er meira en skiljanle
fólki bregði í brún þegar tö
birtast um snögga og mjög
fjölgun fólks af erlendum u
sem flutt hefur til landsins
dvelur hér tímabundið vegn
vinnu. Slíkir snöggir búferl
ingar, hvort sem er innanla
eða milli landa, valda alltaf
sínu ákveðnu umróti. Það e
sjálfsögðu ekki æskilegt að
streymi erlends vinnuafls e
ferlaflutningar fólks utanla
og hingað gerist í miklum h
skeflum og ástandið sé stjó
laust. Við í Vinstrihreyfingu
grænu framboði erum okku
meðvituð um það að hér he
lenskt samfélag fengið gríð
viðfangsefni á sínar hendur
umræða um þessi mál er hi
ar ákaflega viðkvæm og van
söm. Því miður vill verða gr
andúð og hræðslu hjá þeim
fyrir eru í landinu, ekki bar
um og barnfæddum Íslendi
marga ættliði heldur líka þv
af erlendum uppruna sem h
hefur komið undangengin á
áratugi, er hér búsett og fy
vinnumarkaði. Fólk óttast a
harðnar á dalnum á vinnum
verði vinnan e.t.v. tekin af þ
Menn hafa áhyggjur af því
erlendis frá setjist hér upp
verði byrði á velferðarkerfi
o.s.frv. Þeim mun mikilvæg
að umræða um þessi mál sé
irveguð, uppbyggileg og by
velvilja og virðingu fyrir þv
sem í hlut á. Það er ekki við
komandi einstaklinga að sa
Það er einnig mikilvægt að
alhæfingar og gera greinar
og blanda ekki ólíkum hlutu
saman. Mikilvægast af öllu
að forðast að umræðan mag
hræðslu og æsi upp andúð o
greiningarhyggju. Gerist þ
ef við missum tökin á umræ
verða allir þolendur, við sem
það fólk af erlendum uppru
er löngu orðið að íslenskum
isborgurum, orðið Íslending
ættleiddu börnin af erlendu
runa, erlendir makar Íslend
og svo auðvitað það fólk sem
að flyst til búsetu eða tímab
innar dvalar á komandi áru
Slæleg frammistaða
stjórnvalda
Því er ekki að neita að fr
staða ríkisstjórnarinnar er
slök þegar kemur að því að
á við það ástand sem hún sj
mesta ábyrgð á að skapast
Þær eftirlitsstofnanir og þe
framkvæmda- og stjórnsýs
sem ættu að vera burðarási
viðbrögðum íslenskra stjór
og íslensks samfélags við þ
sér meiri tíma til að skoða það mál
a.m.k. til næstu áramóta eins og
Samfylking og við Vinstri græn
lögðum til. Nauðsynlegt er þó að
hafa í huga að 1. maí sl. varð í
raun engin grundvallarbreyting á
stöðu þessara mála. Þar var ein-
ungis verið að fjalla um með hvaða
hætti aðlögun nýrra aðildarríkja
Evrópusambandsins yrði að hin-
um sameiginlega evrópska vinnu-
markaði sem Ísland var þegar að-
ili að. Grundvallarákvörðun um
þessi mál var tekin fyrir meira en
áratug þegar aðild okkar að hinu
Evrópska efnahagssvæði var
ákveðin. Með gildistöku EES-
samningsins 1994 urðu Íslend-
ingar aðilar að hinum sameig-
inlega vinnumarkaði Evrópusam-
bandsins og EES-ríkjanna og
þangað er í raun að rekja rót
þeirra aðstæðna sem
við búum nú við. Við
erum sem sagt hluti
af hinum stóra sam-
eiginlega evrópska
vinnumarkaði sem
stækkar sjálfkrafa
með stækkun Evr-
ópusambandsins.
Spurningin um
hvernig það gerist er
eingöngu spurning
um aðlögun. Á það
hefur einnig verið
bent að ef reynt væri
að takmarka hing-
aðkomu vinnuafls af
Evrópusambandssvæðinu með at-
vinnuleyfum væri leiðin gegnum
starfsmannaleigur opin svo lengi
sem skortur er á vinnuafli og síst
væri það betra að erlendir starfs-
menn kæmu hingað á þeim for-
sendum.
VG einn flokka
með skýra stefnu
Vinstri græn hafa skýra og
mótaða stefnu í málefnum inn-
flytjenda og eftir því hefur verið
tekið. Við höfum fylgt þeirri
stefnu eftir m.a. með marg-
víslegum frumvarps- og til-
löguflutningi á Alþingi. Má nefna
frumvarp til laga um útlendinga
þar sem lagt er til að víkja megi
frá skilyrðum um tímalengd hjú-
skapar, sambúðar eða samvistar
og lögheimilis og veita dvalarleyfi
ef skilnað má rekja til ofbeldis
maka útlendings. Einnig hefur á
okkar vegum verið flutt frumvarp
um atvinnuréttindi útlendinga,
sem felur í sér að niðji útlendings
18 ára og eldri sé undanþeginn
kvöð um að sýna fram á sjálfstæða
framfærslu gegn yfirlýsingu for-
ráðamanns. Við höfum flutt frum-
varp um atvinnuréttindi útlend-
inga sem kveður á um beint
ráðningarsamband milli útlend-
ings og vinnuveitanda og að at-
vinnuleyfið fylgi einstaklingnum
en ekki vinnuveitenda. Við höfum
lagt fram mörg fleiri þingmál, fyr-
irspurnir og staðið fyrir umræðum
um efni sem málið varðar. Við höf-
um krafist þess að komið sé sóma-
samlega fram við það erlenda
verkafólk sem hingað er fengið til
starfa, því borguð laun og búið að
því í samræmi við íslenska kjara-
samninga, lög og reglur. Með því
væri um leið reynt að tryggja að
koma þeirra yrði síður til að grafa
undan launakjörum og réttindum
almennt á vinnumarkaði. Stjórn-
völd bera hér mikla ábyrgð. Það
er ríkisstjórnin með stóriðjustefnu
sinni, orkuiðnaðurinn og atvinnu-
rekendur sem hafa leynt og ljóst
stutt þá stefnu, framan af reyndar
með velþóknun og stuðningi
stærsta hluta verkalýðshreyfing-
arinnar og jafnvel stjórn-
málaflokka í stjórnarandstöðu.
Það er óhjákvæmilegt að rifja
þessa forsögu málsins aðeins upp
þegar rætt er um ástandið eins og
það er orðið á íslenskum vinnu-
markaði í dag. Það er nauðsynlegt
til þess að menn átti sig á hvar
ábyrgðin liggur. Ef við einhverja
er að sakast er það ríkisstjórnin,
Þjóðarátak um stærsta v
efni íslensks samfélags n
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
Steingrímur J.
Sigfússon
» Leggjum grunn
þjóðarátaki um
þetta risavaxna ve
efni, eitt stærsta e
stærsta samfélags
efni sem við Íslend
höfum staðið fram
fyrir í mjög langan
tíma.