Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austlæg átt 5–
10 m/s vestan til,
annars hæg norð-
læg eða breytileg
átt. Þykknar upp suðvest-
antil síðdegis. » 8
Heitast Kaldast
0°C -10°C
FORSETI Indlands, A.P.J. Abdul Kalam,
lýsti því í gær yfir við Sólveigu Péturs-
dóttur, forseta Alþingis, að hann hefði
áhuga á því að koma aftur til Íslands þeg-
ar kjörtímabili hans sem forseta lyki og
hann vildi gjarnan kenna tímabundið í ís-
lenskum háskóla.
Kalam kom hingað til lands í júní 2005
og minntist hann heimsóknar sinnar þegar
hann ræddi við Sólveigu í gær en hún er
stödd á Indlandi í opinberri heimsókn
ásamt sendinefnd frá Alþingi. Sólveig seg-
ir að Kalam hafi haft sérstakan áhuga á
samstarfi við Íslendinga á þremur sviðum;
jarðskjálftavarna, úthafsveiða og fjárfest-
inga.
„Það var mjög áhugavert að ræða við
hann um þau vandamál sem Indland, þetta
stærsta lýðræðisríki í heimi og fjölmenn-
ingarsamfélag, er að fást við en um 230
milljónir Indverja lifa undir fátækramörk-
um. Ríkisstjórnin vinnur markvisst að því
að auka hagvöxt og ná þeim verst settu
upp úr fátæktinni en það er ljóst að mikið
átak þarf í heilbrigðis- og menntamálum,“
sagði Sólveig. | 11
Hefur áhuga
á að kenna
á Íslandi
Morgunblaðið/Þorkell
Áhugasamur Dr. Abdul Kalam, forseti
Indlands, telur samstarf við Íslendinga
fýsilegt á ýmsum sviðum.
BRESKIR fjölmiðlar
greindu frá því í gær að
íslenskir fjárfestar með
Eggert Magnússon, for-
mann KSÍ, í broddi fylk-
ingar mundu ganga frá
kaupum á enska úrvals-
deildarliðinu West Ham
í dag.
Eggert fundaði með
stjórn félagsins um
liðna helgi þar sem gengið var frá lausum
endum í viðræðunum sem hafa staðið yfir í
nokkrar vikur. | Íþróttir
Eggert nálgast
West Ham
Eggert Magnússon
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
GARÐAR Thór Cortes tenórsöngvari hefur
gert stormandi lukku á tónleikaferð sinni um
Bretlandseyjar með velsku söngkonunni Kat-
herine Jenkins. Þótt aðeins átta tónleikar af
tuttugu og sjö séu að baki hafa gagnrýnendur
fjölmiðla á borð við The Evening Chronicle,
The Herald og Evening Times hlaðið söngv-
arann lofi og tónleikagestir hafa risið úr sætum
að söng hans loknum.
Einn gagnrýnandi gengur svo langt að segja
það hápunkt tónleikanna þegar Katherine
Jenkins steig af sviðinu til að rýma fyrir
Garðari og annar segir að Garðari hafi tekist
það sem mjög fáum gestasöngvurum tekst, að
varpa skugga á aðalsöngvara kvöldsins. Hans
bíði björt framtíð ef allt gangi eftir.
Garðar Thór var á leið frá Birmingham til
Preston þegar Morgunblaðið náði tali af honum
í gær. Hann sagðist hafa heyrt af þessum um-
sögnum en ekki haft tíma til að lesa þær sjálfur.
Segir móttökurnar koma á óvart
„Þetta er mjög jákvætt og það er greinilegt
að fólk tekur þessu vel. Tónleikaferðin gengur
vel og það er húsfyllir á hverju kvöldi þannig að
ég er mjög ánægður.“
Aðspurður hvort móttökurnar komi honum á
óvart segir hann þær vissulega gera það.
„Það kemur manni ávallt á óvart þegar fólki
líkar það sem maður gerir og það á líka við í
þessu tilviki.“
Garðar sagðist ekki hafa rætt dómana við
Katherine Jenkins sem á hallar í umfjöllun
gagnrýnendanna en sagði afar litlar líkur á
að hún tæki slíkt nærri sér.
„Við erum góðir félagar og gerum bæði
okkar besta þegar við komum fram og meira
getum við ekki gert.“
Síðustu tónleikar þeirra Garðars Thórs og
Katherine Jenkins fara fram í Colston Hall í
Bristol hinn 21. desember en von er á
Garðari til landsins daginn eftir. Segist hann
fastlega búast við því að hann komi fram hér
á landi yfir hátíðarnar en vill þó ekki tiltaka
nánar hvar eða hvenær.
Garðar Thór fær lofsamlega dóma
Gagnrýnendur fjölmiðla í Bretlandi keppast við að ausa tenórsöngvarann lofi og kveða sýnt að hans
bíði björt framtíð Húsfyllir er á hverju kvöldi og Garðar Thór segir viðtökurnar afar ánægjulegar
Morgunblaðið/RAX
Slær í gegn Garðar Thór og Katherine
Jenkins eru á tónleikaferðalagi um Bretland.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
TILLÖGU Þyrpingar hf. um 22
þúsund fermetra landfyllingu norð-
an við Eiðsgranda á Seltjarnarnesi
hefur verið hafnað af skipulags- og
mannvirkjanefnd Seltjarnarnes-
bæjar. Að sögn Ingimars Sigurðs-
sonar, formanns nefndarinnar,
voru einkum tvær ástæður fyrir því
að tillögunni var hafnað; annars
vegar að bæjaryfirvöld höfðu ný-
lokið við gerð aðalskipulags sem
gerði ekki ráð fyrir landfyllingu og
hins vegar var það mat meirihlut-
ans að ekki væri áhugi meðal bæj-
arbúa á slíkri landfyllingu. Ingimar
segir að fundargerð nefndarinnar
verði tekin fyrir á næsta fundi bæj-
arstjórnar og staðfest.
Á landfyllingunni stóð til að reisa
um 6.500 fermetra verslanahús-
næði undir verslanir Hagkaupa og
Bónuss og varð það niðurstaða
Þyrpingar eftir að hafa skoðað
ýmsa kosti, m.a. frekari uppbygg-
ingu á Eiðistorgi, að landfylling
væri besti kosturinn þar sem nú-
verandi húsnæði þessara verslana
væri ekki fullnægjandi.
G. Oddur Víðisson, fram-
kvæmdastjóri Þyrpingar hf., segir
að félagið uni þessari niðurstöðu
nefndarinnar og muni ganga til við-
ræðna við bæinn um hugsanlega
uppbyggingu á Eiðistorgi. Félagið
hafi hins vegar kannað þann kost á
sínum tíma en talið hann óhentug-
an. Fyrir liggi að Bónus þurfi 1.200
fermetra verslun en ekki sé unnt að
koma henni með góðu móti fyrir á
Eiðistorgi. Hann bendir á að bæj-
aryfirvöld hafi þegar skilgreint
Hrólfsskálamel, þar sem Bónus-
verslunin er til húsa nú, sem íbúa-
svæði og því liggi fyrir að verslunin
þurfi nýtt húsnæði, þar sem núver-
andi húsnæði verði rifið. G. Oddur
segist ekki sjá í fljótu bragði hvar
ný verslun ætti að rísa í bænum.
Hafna tillögu Þyrping-
ar um landfyllingu
Í HNOTSKURN
» Tillaga Þyrpingar hf.var lögð fram í ágúst en
fljótlega myndaðist töluverð
andstaða meðal íbúa við hug-
myndina og var m.a. staðið
fyrir undirskriftasöfnun
gegn framkvæmdinni.
» Klasi hf. lagði í sumarfram tillögu um landfyll-
ingu fyrir 3.500–4.000 manna
byggð út af Bakkagranda á
sunnanverðu nesinu en henni
var hafnað.
MIKIL mildi þykir að engin slys urðu á fólki í gær þegar festingar á
hitaveiturörum slitnuðu með þeim afleiðingum að þau féllu af palli
flutningabíls í götuna á mótum Kringlumýrar- og Suðurlandsbrautar.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík þurfti að kalla út
gröfu til þess að lyfta rörunum aftur upp á pall bílsins og festa þau nið-
ur með fullnægjandi hætti en þau stóðu engu að síður fimm metra aftur
af bílnum. Talsverðar umferðartafir urðu meðan þessu fór fram. Að
sögn lögreglu verður ökumaður flutningabílsins að öllum líkindum
kærður fyrir brot á umferðarlögum með því að vanrækja skyldur um
frágang á farmi.
Morgunblaðið/Golli
Farmurinn illa festur eina ferðina enn