Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 45
dægradvöl
1. f4 c5 2. b3 Rf6 3. Bb2 g6 4. Bxf6 exf6
5. c4 d5 6. g3 d4 7. Rh3 Bg7 8. Rf2 Bd7
9. Bg2 Bc6 10. 0-0 f5 11. Ra3 0-0 12.
Hb1 He8 13. Rc2 a5 14. a3 Bxg2 15.
Kxg2 Rc6 16. Rd3 Bf8 17. Hf2 He4 18.
Dh1 Bd6 19. Kf1 De7 20. Df3 a4 21.
Rb2 axb3 22. Dxb3 He8 23. Df3 Dc7 24.
Db3 De7 25. He1 Kh8 26. Ra4 g5 27. d3
He6 28. fxg5
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Klakksvík í
Færeyjum. Sænski alþjóðlegi meistar-
inn Emil Hermansson (2.454) hafði
svart gegn stórmeistaranum Henrik
Danielsen (2.524). 28. ... f4! 29. gxf4
Bxf4! svartur brýst nú í gegnum
varnarmúr hvíts og við það verður lífi
hvíta kóngsins ekki bjargað. 30. Hxf4
Dxg5 31. Hf3 Hg8 32. Hg3 Df4+ 33.
Kg2 Hxg3+ og hvítur gafst upp enda
fátt til varnar eftir 34. hxg3 Hg6.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Bent á útspil.
Norður
♠K103
♥G4
♦K8765
♣874
Vestur Austur
♠7 ♠ÁD6
♥K862 ♥10973
♦ÁD1093 ♦G42
♣D102 ♣G95
Suður
♠G98542
♥ÁD5
♦–
♣ÁK63
Suður spilar 4♠
Spil dagsins er frá landsliðskeppni
Bandaríkjamanna í fyrra. Aðeins hjarta
upp í gaffalinn gefur sagnhafa tíu slagi í
fjórum spöðum og það gerðist á flestum
borðum. Skýringin lá í sögnum. Suður
vakti á einum spaða, vestur doblaði og
norður hækkaði í tvo spaða. Frá sjónar-
hóli austurs gætu sagnir hæglega koðn-
að niður í tveimur spöðum, svo það er
freistandi að berjast í þrjú hjörtu og
reyna að ýta NS þrepinu ofar. Í reynd
stökk suður yfirleitt í geim og vestur sá
ekki ástæðu til annars en að kom út
með hjarta „í lit makkers“. Einn
austurspilari sá þessa útspilshættu fyr-
ir og meldaði 2G við tveimur spöðum (til
úttektar). Góð hugmynd, en hún var
ekki verðlaunuð, því vestur kom eftir
sem áður út með hjarta.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 slyngir,
4 galdra, 7 vindhviðum,
8 kvendýrið, 9 samkoma,
11 ójafna, 13 röskur,
14 rækta, 15 bera illan
hug til, 17 geð, 20 stefna,
22 truflar, 23 svikull,
24 gripdeildin, 25 heyið.
Lóðrétt | 1 versna,
2 bert, 3 sterk, 4 gangur,
5 óvildin, 6 hinn,
10 hættulaust, 12 vætla,
13 frostkemmd, 15 höfuð-
föt, 16 blásturshljóðfær-
ið, 18 forræði, 19 skepn-
urnar, 20 tímabilið,
21 autt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 handaskol, 8 skráp, 9 golan, 10 ugg, 11 kækur,
13 sefur, 15 svell, 18 slúta, 21 átt, 22 lagið, 23 aftan,
24 harðfisks.
Lóðrétt: 2 afrek, 3 dapur, 4 seggs, 5 oflof, 6 ósek, 7 knár,
12 ull, 14 ell, 15 sýll, 16 eigra, 17 láðið, 18 stapi, 19 úrtak,
20 asni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1Mýrin sópaði að sér verðlaunumá Edduhátíðinni. Hversu mörg
verðlaun hlaut myndin?
2Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur erkomin út. Hver er höfundurinn?
3 Þróunarsamvinnustofnun Ís-lands hefur gengið frá samn-
ingum um stærsta einstaka verkefni
stofnunarinnar til þessa. Í hvaða
landi?
4 Garðar Jóhannsson knatt-spyrnumaður þurfti undanþágu
frá FIFA til að geta gengið til liðs Fred-
rikstad vegna þess að hann hafði
leikið með tveimur liðum á Íslandi eft-
ir 1. júlí sl. Hvað íslensku lið voru
það?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Íslandsmóti kvenna í skák er lokið. Hver
varð Íslandsmeistari? Svar: Lenka Plácní-
ková. 2. Al-Anon-samtökin héldu opinn af-
mælis- og kynningarfund sl. laugardag.
Hvaða samtök eru þetta? Svar: Félags-
skapur vina og ættingja alkahólista. 3.
Dagsbrún hefur verið skipt upp í tvö fyrir-
tæki. Hvað heita nýju fyrirtækin? Svar:
Fjölmiðlafyrirtækið heitir 365 og fjarskipta-
og tæknifyrirtækið Teymi. 4. Norskt fyrir-
tæki hefur hafið starfsemi á Íslandi á nýj-
an leik. Hvað heitir það? Svar: Norsk
Hydro.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
SÉRA Jón Oddsson Hjaltalín (1749–
1835) var lengst af prestur í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd. Hann var af-
kastamikill rithöfundur, sálmaskáld
og þýðandi. Eftir Jón hefur marg-
víslegt efni varðveist og liggur það í
handritum, s.s. rímur, tækifæris-
vísur og bæði frumsamdar og þýdd-
ar sögur. Matthew J. Driscoll, sér-
fræðingur við Árnasafn í Kaup-
mannahöfn, hefur tekið saman úrval
sagna frá hendi Jóns og birt í einni
bók ásamt ágætum inngangi og
nokkrum ljósmyndum af handrit-
unum. Útgáfan er hin vandaðasta í
hvívetna. Sögurnar eru fjórar tals-
ins: Sagan af Marroni sterka, Ágrip
af Heiðarvíga sögu, Sagan af Zadig
og Fimmbræðra saga en engin sagn-
anna hefur áður verið prentuð. Texti
sagnanna er skrifaður upp stafrétt
eftir handritum, þ.e. upphaflegri
stafsetningu er haldið til haga.
Leyst er úr styttingum (skammstöf-
unum skrifarans) með svigum og
greinamerkjasetning er færð til nú-
tímahorfs. Í Ágripi af Heiðarvíga
sögu eru einnig birt lesbrigði við tvö
önnur handrit og í Sögunni af Zadig
fyllir danska þýðingin upp í eyður í
handritinu og er jafnframt birt
neðanmáls.
Sagan af Marroni sterka og
Fimmbræðra saga eru frumsamdar
í riddara-, rómönsu- eða lygisagna-
stíl. Formgerð slíkra sagna er hefð-
bundin; karlhetja leggur upp í ferð
eða leit, lendir í ýmsum raunum en
snýr aftur sigurvegari. Jón fyllir upp
í sögur sínar með ýmsum sagna-
minnum og formúlum (xv). Marron
sterki er settur í fóstur hjá fjölkunn-
ugri ömmu sinni og verður fílsterkur
og vitur enda alinn á ljónamjólk.
Hann lendir í margvíslegum ævin-
týrum, fer m.a.s. til Blálands og
heggur þar mann og annan áður en
hann verður konungur og deyr í
hárri elli. Fimmbræðra saga segir
frá jarli einum sem á fimm fram-
úrskarandi syni. Þar sem jarlssynir
hafa allir hrifist af mismunandi
trúarbrögðum sendir hann þá til
þess lands þar sem þau trúarbrögð
eru iðkuð og segir þeim að snúa ekki
aftur fyrr en að sjö árum liðnum og
segja þá hinum hvers þeir hafi orðið
vísari. „Hlítur nú frásagan að filga
eínumm í senn“ (140) en niðurstaða
sögunnar er vitaskuld fyrirsjáanleg,
bræðurnir uppgötva einn af öðrum
hvaða hégómi og hindurvitni eru í
trúarbrögðum heimsins – nema
kristni. Sagan sýnir vel hvernig séra
Jón bræðir saman fjölmargar ólíkar
heimildir, innlendar og erlendar,
gamlar og nýjar, og hvernig hann
tekst á við formið og veitir inn nýj-
um straumum, sögulegum tíma og
sögulegri orðræðu. Sagan af Zadig
er þýðing á danskri þýðingu á
frönsku skáldsögunni Zadig où la
Destinée eftir Voltaire sem birtist
fyrst árið 1748, tólf árum á undan
Birtingi. Þýðing Jóns er vönduð að
mestu en allvíða hefur hann stytt
söguna og sleppt úr, einkum köflum
þar sem Voltaire fer á flug í heim-
spekinni (xxv). Ágrip af Heiðar-
vígasögu er merkilegt fyrir margra
hluta sakir. Jón setti það saman á
grundvelli endursagnar Grunnavík-
ur-Jóns á þeim hluta sögunnar sem
brann glatt í Kaupmannahöfn 1728
og eftirrits Hannesar Finnssonar
biskups af því handritsbroti frá mið-
öldum sem hann rambaði á í Stokk-
hólmi. Við þetta bætti Jón svo ýmsu
kryddi, s.s. munnmælasögum og
samtölum, svo úr verður býsna heil-
leg saga.
Á átjándu öldinni mátti virðast
sem um skeið væru íslenskar bók-
menntir að deyja út í móðuharðind-
um, hallærum og andlegum doða.
Það er mönnum eins og séra Jóni að
þakka að svo varð ekki, fátækum al-
múgapresti, bónda og bókabéusi
sem bograði krókloppinn við skriftir.
Menn sóttu m.a. kraft og innblástur
til erlendra fyrirmynda í anda upp-
lýsingarinnar en Jón hafði haft
kynni af ritum evrópskra upplýsing-
armanna. Hann varð augljóslega
fyrir áhrifum af verkum þeirra og
sögur hans veita góða innsýn í hug-
myndaheim átjándu aldar manna.
Óþarft er að taka fram hversu mikill
hvalreki svona bók er, t.d. fyrir
áhugamenn um þýðingar og upphaf
skáldsagnagerðar á þessu tímabili í
íslenskri bókmenntasögu og ekki
síður fyrir málsögu- og bókmennta-
kennara og nemendur þeirra í fram-
halds- og háskólum. En mikið getur
blessaður bókmenntaarfurinn verið
lengi á leiðinni til okkar. Séra Jón
Hjaltalín hripaði niður sögur sínar
um aldamótin 1800, Matthew J.
Driscoll hóf grunnvinnu á verkum
hans á árunum 1993–1995 og lauk
við að búa sögurnar fjórar til prent-
unar árið 2004. Og nú, í nístings-
köldum nóvember árið 2006, kemur
verkið fyrir almenningssjónir.
Fræðimenn sem annast um fornar
sögur og stoppa í götin í íslenskri
bókmenntasögu ætti að verðlauna
hressilega fyrir þrautseigju þeirra
og ótrúlega þolinmæði.
Fjórar fornar sögur
BÆKUR
Safnrit
Matthew J. Driscoll bjó til prentunar.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
177 bls. 2006.
Fjórar sögur frá hendi Jóns Oddssonar
Hjaltalín.
Steinunn Inga Óttarsdóttir