Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 31 MINNINGAR ✝ Gunnhildur Ingi-björg Georgsdóttir frá Miðhúsum í Breiðu- vík á Snæfellsnesi fæddist á Stóra- Kambi í Breiðuvík 11. janúar 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 10. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Georg Júlíus Ásmundsson, f. á Knerri í Breiða- víkurhreppi 8. september 1891, d. 5. maí 1983, og Lára Guðmunda Guðmundsdóttir, f. á Vatnagörðum í Landsveit 11. nóvember 1895, d. í Miðhúsum í Breiðuvík 27. nóv- ember 1973. Systkini Gunnhildar eru: Guðmundur Kristófer, f. 7.12. 1921, d. 8.4. 1997; Aðalheiður Ása, f. 28.6. 1924; Sigríður Guðný Bjarn- veig, f. 23.7. 1926; Þorbjörg, f. 17.3. 1928; Sveinn Haukur, f. 17.12. 1929; Pálína, f. 30.11. 1932; Guð- rún, f. 19.11. 1933; og Reimar, f. 6.3. 1937. Hinn 31. des. 1948 giftist Gunn- hildur Júlíusi Pálssyni, f. 12. júlí 1977, og eiga þau tvö börn. b) Sól- veig, f. 1975, og á hún eitt barn. c) Júlíus, f. 1982. 4) Ingibjörg, f. 1954, maki Bárður Guðmundsson, f. 1953, börn þeirra: a) Þorsteinn, f. 1975, maki Ingibjörg Kristín Krist- jánsdóttir, f. 1975, og eiga þau þrjú börn. b) Kristinn, f. 1977, dáinn sama ár. c) Jóhanna Kristín, f. 1978, og á hún tvö börn. d) Vignir Már, f. 1982. 5) Georg Júlíus, f. 1956, maki Rósa Kristín Gísladótt- ir, f. 1962, börn þeirra: a) Gunn- hildur Ingibjörg, f. 1981, maki Stef- án Þór Borgþórsson og eiga þau eitt barn. b) Þórdís, f. 1985, og á hún eitt barn. c) Kristín, f. 1992. Gunnhildur var alin upp í Mið- húsum í Breiðuvík. Árið 1940 flutt- ist hún til Reykjavíkur og fór í vist til föðurbróður síns, Sveinbjörns Árnasonar. Haustið 1948 kynntist hún eiginmanni sínum og hófu þau búskap á Vitastíg 6 en bjuggu lengst af á Öldugötu 6 og Hraun- brún 3 í Hafnarfirði. Frá árunum 2003–2004 bjuggu þau á dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík. Gunn- hildur bjó á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi síðustu árin. Gunnhildur starfaði við ýmis störf, t.d. á Hótel Borg, í eldhúsinu í Kaupfélagi Hafnarfjarðar, í eldhúsinu á Sól- vangi, en lengst af vann hún hjá Síld og fiski þar til hún lét af störf- um vegna aldurs. Útför Gunnhildar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1922, d. 9. september 2004. Foreldrar hans voru Páll Þorgilsson, f. 14. maí 1890, d. 12. apríl 1939, og Ósk Sigríður Jónína Guð- mundsdóttir, f. 11. ágúst 1898, d. 15 nóv- ember 1987. Fóstur- foreldrar Júlíusar voru Bjarni Ólafur Árnason og Steinunn Árnadóttir. Börn Gunnhildar og Júlíus- ar eru: 1) Sigurður Thoroddsen, f. 1944. 2) Steinunn, f. 1949, gift Hafsteini Björnssyni, f. 1949, börn þeirra eru: a) Júlíus Björn, f. 1968, maki Lisa Jenny, f. 1972, og eiga þau eitt barn. b) Gunnhildur Kristný, f. 1970, maki Gunnar Bergmann Traustason, f. 1965, og eiga þau tvö börn. c) Viðar Páll, f. 1974, maki Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir, f. 1974, og eiga þau þrjú börn. d) Hlynur, f. 1976, maki Elín Sigur- veig Jónsdóttir, f. 1975, og eiga þau þrjú börn. 3) Bjarni Ólafur, f. 1951, maki Regína Magnúsdóttir, f. 1949, börn þeirra eru: a) Hilmar Brynjar, f. 1974, maki Ulrika Erikson, f. Mig langar í fáum orðum að minn- ast elskulegrar tengdamóður minnar Gunnhildar Ingibjargar Georgsdótt- ir. Kynni mín af henni hófust þegar ég kynntist konuefni mínu árið 1967 er ég stundaði nám við vélskóla Ís- lands og fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna á Öldugötu 6 í Hafnarfirði. Hidda eins og hún var kölluð tók mér vel. Fljótlega tókust með okkur vinátta og trúnaður sem hélst alla tíð. Hidda bar mikla um- hyggju fyrir sínu fólki. Eftir að við hjónin fluttumst vestur á Rif og komum í heimsókn var elduð kjöt- súpa og teknar fram dýnur til að sofa á. Hidda og Júlli tóku að sér hlutverk uppalenda á veturna þegar elsti son- ur okkar sótti skóla fyrir sunnan og bjó hann þá hjá þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þá umhyggju og ást- úð sem ég naut hjá Hiddu og þær góðu stundir sem ég hef átt með þeim hjónum á heimili þeirra, í bú- staðnum og ekki síst á heimili okkar. Sigurður, Steinunn, Bjarni, Ingi- björg, Georg og fjölskyldur, ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð og biðja góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Hafsteinn Þ. Björnsson. Elsku amma. Sem mér þótti svo vænt um. Nú er afi hættur þessu flakki og búinn að ná í þig. Hidda amma, þú varst svo sterk og dugleg kona og þér var svo margt til lista lagt og hef ég litið upp til þín í gegnum árin og viljað verða lík þér. Þú og afi voruð mjög samrýnd og hafðir þú stundum áhyggjur af hon- um ef þú varst ekki nærri . Ykkar heimili var griðastaður margra í gegnum tíðina bæði í styttri og lengri tíma. Ég var ein af þeim sem bjuggu hjá ykkur um tíma. Ég veit að það eru margir sem geta þakkað ykkur fyrir hjálp og stuðning af ein- hverju tagi í gegnum tíðina. Heimili ykkar bar þess vott hversu mikil húsmóðir og handavinnukona þú varst, það eru ófáir sem var hlýtt í ullarsokkum eftir þig. Þér þótti svo vænt um blómin þín og gafstu þér góðan tíma til að hugsa um þau og varð ég oft vitni að því að þú talaðir við þau, þú sagðir að það væri gald- urinn til að fá þau til að vera svona falleg . Ég man hvað okkur systk- inunum fannst gaman að fá ykkur afa vestur því þá áttum við von á ein- hverju góðu, annaðhvort dóti eða nammi. Jafnvel eftir að ég varð ung- lingur varstu oft að gauka að manni nammi eða pening. Þú passaðir að enginn færi svangur frá þér, þú varst góður kokkur, enginn steikti eins góðan fisk eins og þú gerðir og alltaf var tilbúið pönnsudeig í ísskápnum eða nýjar kleinur. Svona gæti ég tal- ið upp langan lista. Þegar ég var 17 ára reddaðir þú mér vinnu þar sem þú varst að vinna í Síld og fisk þar barst þú ábyrgð á kæfugerðinni, ég var svo stolt af að eiga svona ömmu. Sparsöm varstu en ekki nísk. Þú áttir það til að labba á eftir okkur og slökkva alltaf ljósin, þú varst líka svolítill safnari, þú áttir símaskrár og freemanslista mörg ár aftur í tímann og ef ég var að fárast yfir þessu drasli sagðir þú alltaf að þetta væri í lagi því þetta borðaði ekki mat. Svo seinni ár þegar ég var að klippa þig eða gera eitthvað fyrir þig þakkaðir þú fyrir með að kyssa mig og segja að það væri létt í vasa. Það eru mörg ár síðan þú spurðir mig hvort hægt væri að lita þig silfr- aða því þig langaði til að vera með silfurgrátt hár eins og systur þínar, sem við barnabörnin köllum silfur- skotturnar okkar á milli en þú náðir ekki að verða alveg hvít . Ef ég ætti að telja upp allt það sem annaðhvort þú gerðir eða kenndir mér yrði það langur listi. Það breyttist ýmislegt þegar þú svo veiktist en gestrisin varstu alltaf og þótti þér leitt ef þú gast ekki boð- ið okkur eitthvað þegar við komum í heimsókn. Ekki grunaði mig að þeg- ar ég heimsótti þig daginn áður en þú fórst að þarna væri ég að kveðja þig í síðasta skiptið en ég veit að þú ert sátt. Við áttum saman yndislegt aðfangadagskvöld fyrir tveimur ár- um. Þú barst alltaf sterkar tilfinn- ingar vestur í Miðhús. Vildir þú að við notuðum bústaðinn meira. Þegar þú varst orðin veik var þér alltaf svo illt í höfðinu, vildir að við gæfum þér nýjan haus. Gat ég ekki orðið við ósk þinni en ég veit að núna er þér hætt að vera illt og líður vel hjá afa. Þín dótturdóttir Gunnhildur Kristný. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur og komin í faðminn hans afa eins og Kristinn Már sagði. Núna getur langamma kysst og knúsað langafa. Ef að ég ætti að telja upp allar góðu minningarnar um þig og afa þá kæmi heil bók. Þú varst of- boðslega hjartahlý og raunsæ kona og tókst alltaf á móti mér með opinn faðminn. Ég gat alltaf leitað til þín og afa og þið vilduð alltaf allt fyrir mig gera. Mér fannst alltaf svo gam- an þegar afi var að stríða þér og þú varst alltaf svo pirruð en ég sá alltaf þessa sterku ást skína úr augum þín- um. Þið voruð alltaf svo ástfangin. Ég man hvað það var erfitt þegar afi dó fyrir tveimur árum þá dó stór hluti úr þínu hjarta með honum, hvað það var sárt. Ég er ofboðslega þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þig daginn áður en þú fórst, hvað það var mikil værð og ró yfir þér. Ég veit að þú varst löngu tilbúin að kveðja þennan heim. Þú og afi munuð alltaf eiga stóran hluta í mínu hjarta og ég fyllist alltaf sterkri hlýju þegar ég hugsa til ykk- ar og allra stundanna sem ég átti með ykkur. Elsku amma, við – ég og strák- arnir – munum sakna þín sárt. Jóhanna Kristín. Elsku amma mín, nú ertu farin og ég get varla trúað því eða sætt mig við það að fá aldrei aftur að faðma þig. Ég gleðst jafnframt yfir því að þessari áralöngu baráttu þinni sé lokið og þú loksins komin til hans afa. Ég veit að þú ert komin á betri stað og þér líður betur en ég sakna ykkar mjög mikið. Ég á svo margar góðar minningar um þig, amma mín, svo erfitt er að velja úr og koma þeim á prent. Það sem mér er minnisstæðast þegar ég hugsa til baka er þegar þið bjugguð á Hraunbrún 3 í Hafnar- firði. Þegar við vorum að koma suður í heimsókn var alltaf tekið svo vel á móti okkur og þú hafðir alltaf áhyggjur af því hvort við værum svöng eða þreytt og galdraðir fram hinar ýmsu kræsingar á einu auga- bragði og svo var auðvitað kandísinn á sínum stað. Mér er það mjög minnisstætt þeg- ar við vorum að fara á ættarmót, við vorum í tjaldi en þið í brúna tjald- vagninum ykkar sem var alltaf eins og hálfgert samkomutjald og allir voru svo hjartanlega velkomnir, öll- um var boðið sæti og nýbakað bakk- elsi. Sérstaklega man ég eftir klein- unum og vínarbrauðunum sem mér fannst svo æðislega gott. Ekki má nú gleyma ullarsokkun- um sem þú varst svo dugleg að prjóna, þeir voru bestu ullarsokkar í heimi. Þegar ég minnist hennar ömmu minnar hlýnar mér um hjartaræt- urnar því hún var svo ljúf og góð kona, vildi allt fyrir mann gera og var alltaf til staðar þegar maður þurfti á henni að halda. Það er svo erfitt að kveðja þá sem maður elskar en svona er nú þetta líf, ég mun hitta ykkur þegar minn tími kemur. Með þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, guð blessi þig, elsku amma mín. Hlynur Hafsteinsson. Elsku Hidda mín, nú ertu loksins búin að finna hann Júlla þinn, en við hin eigum eftir að sakna ykkar mjög mikið. Ég gleymi aldrei okkar fyrstu kynnum, við Hlynur vorum nýbyrjuð að vera saman og heimsóttum ykkur á Hraunbrúnina. Það var nú vel tekið á móti okkur og þegar Hlynur missti það út úr sér að ég ætti afmæli eftir örfáa daga stökkst þú á fætur og náðir í ullarsokka því almennilega af- mælisgjöf skyldi ég nú fá frá ykkur. Oft hef ég hugsað með mér, ef ég hefði nú bara fengið að kynnast ykk- ur fyrr eða gefið mér meiri tíma til að heimsækja ykkur því tíminn leið alltof hratt. Mér hefur reyndar verið sagt hvernig þú varst hér á árum áð- ur en ég á mínar góðu minningar um þig sem ég held fast í. Þú varst mér svo góð og við gátum svo sannarlega sprellað, það kom nú fyrir í örfá skipti að þú sagðir mér til syndanna en það þótti mér bara vænt um. Hann Jón Viðar man sko eftir Hiddu ömmu og á vonandi alltaf eftir að gera það en hinir piltarnir eru svo litlir að þeir náðu því miður ekki að kynnast þér. Elsku Hidda mín, við Jón Viðar, Kristján Snævarr og Eyþór Júlíus kveðjum þig hinstu kveðju. Guð geymi þig. Elín S. Jónsdóttir. Nú er hún amma langamma farin og mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Hiddu, eins og hún var kölluð, hitti ég fyrst fyrir 15 ár- um þegar ég kom heim til tilvonandi tengdaforeldra minna í fyrsta sinn. Það runnu á mig tvær grímur þegar mér var boðið til borðs með ömm- unni og afanum líka. Það var kjúlli í matinn eins og þeim þótti svo góður. Ég var 16 ára krakki og hef ekki enn þann dag í dag tekist að borða kjúk- lingalæri með hnífapörum þetta var einn erfiðasti matartími sem ég hef lent í. En fljótlega var þessi matar- tími fjarlæg minning því mér var tekið eins og einu af barnabörnun- um. Það voru ófáar Reykjavíkurferð- irnar sem voru farnar og alltaf gat maður stólað á að koma að uppábúnu rúmi á Hraunbrúninni og mat fyrir heila hersveit. Henni var mjög um- hugað um að maður færi aldrei svangur frá þeim. Eftirminnilegustu stundir hjá henni voru þegar ég var að bíða eftir að fara á fæðingardeildina árið 1997. Í heila viku nánast hljóp hún á eftir mér til að vita hvort ég væri svöng, þreytt, kalt eða bara eitthvað. Hidda var ákveðin persóna og ábyrg og fannst greinilega að hún bæri ábyrgð á mér á meðan ég dveldi hjá henni. Hún var komin í herbergis- hurðina ef ég svo mikið sem bylti mér hvort sem það var dagur eða nótt, hún var alltaf á vaktinni. Ég held að henni hafi ekki komið dúr á auga fyrr en barnið var fætt. Hidda var ákveðin og sterkur per- sónuleiki, stjórnaði eiginmanni sín- um, heimili og börnum með stakri prýði. Það hefur verið erfitt fyrir hana þegar að bera fór á sjúkdómi hennar og stjórnin var ekki lengur í hennar höndum heldur annarra. Hún sagði svo oft um dætur sínar að þær væru ferlega frekar og hún þyldi ekki þetta ráðstjórnarríki í þeim. Ég á margar minningar um Hiddu og eftir því sem sjúkdómur hennar ágerðist og hún flutti vestur urðu til fleiri minningar, margar hverjar frekar spaugilegar, sem all- ar verða geymdar í huga mér. Elsku Hidda, þú ert kominn í faðminn hans Júlla þar sem þú vilt vera. Það hefur sennilega verið beðið eftir þér hinum megin og vel verið tekið á móti þér. Hidda, ég mun allt- af hugsa til þín er ég baka pönnukök- ur. Án þín hefði mér aldrei tekist að gera það. Hvíl í friði, Hidda mín, þín er sárt saknað. Ættingjum sendi ég samúðar- kveðjur. Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir. Elsku amma langamma. Þú sem alltaf varst svo góð við okkur. Þú gafst okkur alltaf Kandý og sagðir: „Ekki taka stóru bitana, þeir geta hrokkið ofan í ykkur.“ Svona varstu góð. Við vonum að hausverkurinn sé farinn og þér líði betur hjá afa lang- afa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Kysstu afa fyrir okkur. Þín langömmubörn Viktoría, Hafsteinn og Stefanía Viðarsbörn. Elsku langamma. Nú ert þú farin upp til Guðs og orðin engill eins og langafi. Við munum sakna þín. Jóhann Steinn og Trausti Leó. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ljósmóðir frá Gemlufalli í Dýrafirði, húsfreyja á Hálsi í Kjós, lést aðfaranótt laugardagsins 16. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 24. nóvember kl. 13:00. Guðmundur Gíslason, Nína Björnsdóttir, Jón Gíslason, Sólrún Þórarinsdóttir, Halldór Gíslason, Vilborg Sigurðardóttir, Ágústa Gísladóttir, Sigríður K. Gísladóttir, Gísli Ö. Gíslason, Andrés F. Gíslason, Svana Lísa Davíðsdóttir, Hjörtur Gíslason, Guðrún Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.