Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þegar ég lít til baka
finnst mér eins og það
sé ekki svo langt síðan Jóhanna
fæddist. Það var miðvikudagsnótt
hinn 21. nóvember 1976 eða fyrir 30
árum í dag. Það var ólýsanleg gleði
og hamingjutilfinning sem fyllti huga
minn þegar ég leit á hana.
Þegar hún var nokkurra vikna
gömul lá hún einhverju sinni í rúminu
við hlið mér. Það greip mig einkenni-
leg hræðslutilfinning gagnvart varn-
arleysi hennar þar sem ég hélt utan
um þessa agnarlitlu mannveru með
koparrauða hárið sitt. Sú heita ósk
kviknaði í huga mér að ég gæti vernd-
að hana frá öllu því sem gæti mögu-
lega skaðað hana í lífinu. Því miður
átti ég eftir að upplifa vanmátt minn í
þeim efnum til hins ýtrasta. Hvorki
ég né aðrir sem þykja vænt um hana
fengu tækifæri til að njóta nærveru
hennar lengur en til 29 ára aldurs
hennar, því hún lést hinn 1. maí sl. En
ég er þakklát Guði fyrir að hafa gefið
mér þessa stóru gjöf og þessi ár sem
hann leyfði mér að hafa hana hjá mér.
Jóhanna greindist með krabba-
mein í september 2004. Hún hringdi í
mig og mér fannst heimurinn hrynja
þegar hún sagði mér frá greiningunni
og bað mig að koma. Jóhanna var
strax staðföst í að „vinna þetta verk-
efni“ eins og hún kallaði það. Hún
gerði það og vann það svo sannarlega
eins vel og hugsast gat, eins og önnur
verkefni í lífinu sem hún tók sér fyrir
hendur. Með sinni óþrjótandi bjart-
sýni leitaðist hún við að njóta þeirra
daga sem hún átti. Hún vakti aðdáun
þeirra sem umgengust hana fyrir
kraftinn sem geislaði af henni.
Haustið 2005 var útlit fyrir að lækna-
vísindin gætu ekki gert meira fyrir
hana í baráttunni. Vopnin voru á
þrotum.
Um svipað leyti fæddist Matthild-
ur litla systurdóttir hennar þremur
mánuðum fyrir tímann. Matthildi
litlu var bjargað fyrir tilstuðlan
læknavísindanna og Jóhanna sagði
að það væri ekki hægt að biðja um tvö
kraftaverk í einu. Vonin yfirgaf hana
samt aldrei. Hún kærði sig ekki um
að velta sér mikið upp úr því hvernig
komið var fyrir heilsu sinni og vildi
heldur nota tímann til einhvers sem
henni þótti skemmtilegt.
Við mæðgurnar fórum tvær saman
í ferðalag á Snæfellsnes um miðjan
febrúar sl. Það var sá staður sem
hana langaði mest til að skoða, því
hún hafði aldrei komið þangað. Það
var ógleymanleg ferð í sólskini, roki
og snjókomu. Á leiðinni töluðum við í
einlægni um allt milli himins og jarð-
ar sem hjarta okkar stóð næst, jafn-
hliða því að njóta þess að horfa á
þessa stórbrotnu náttúrufegurð sem
blasti við. Hún naut þess greinilega
að horfa á brimið og jökulinn og sagð-
ist skynja orkuna í þessum náttúru-
fyrirbærum. Ég fékk sem betur fer
tækifæri til að eiga með henni marg-
ar stundir síðustu mánuðina. Hún var
ekki eingöngu dóttir mín, heldur var
líka djúp vinátta og skilningur sem
ríkti milli okkar.
Þegar Jóhanna var barn kom fljótt
í ljós hversu íhugul hún var og næm
fyrir umhverfi sínu. Hún var að öllu
jöfnu fremur hæglát í fasi, fróðleiks-
fús og varð snemma læs. Bækur voru
hennar líf og yndi. Ósjaldan kom ég
að henni, með vasaljós undir sæng-
inni seint að kvöldi þar sem hún var
að lesa eftir að hún átti að vera sofn-
uð. Hún las sig í gegn um heilu bóka-
söfnin og bjó yfir undraverðum lestr-
arhraða. Það voru margs konar
bækur sem heilluðu hana, fræðibæk-
Jóhanna Helga
Hafsteinsdóttir
✝ Jóhanna HelgaHafsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 21. nóvember
1976. Hún lést af
völdum krabba-
meins á heimili sínu,
Birkihlíð 42 í
Reykjavík, hinn 1.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 8. maí.
ur jafnt sem ævintýra-
bækur. Pollýönnubæk-
urnar trónuðu með
þeim efstu á vinsælda-
listanum. Jóhanna sjálf
tileinkaði sér aðferðir
Pollýönnu og leitaðist
ávallt við að finna
björtu hliðarnar á mál-
unum, hversu erfið
sem þau annars virtust
og lék þannig Pollý-
önnuleikinn. Hún lagði
alla sína krafta í að
berjast fyrir hverjum
einasta degi sem hún
fékk.
Jóhanna hóf sína skólagöngu í
barnaskólanum í Hveragerði. Síðan
var hún einn vetur í Ölduselsskóla og
tvo vetur í Melaskóla. Þá fluttum við
til Akureyrar, þaðan sem hún lauk
grunnskólaprófi úr Síðuskóla. Leið
hennar lá í Menntaskólann á Akur-
eyri. Hún lauk stúdentsprófi þaðan
með sóma vorið 1997.
Hún flutti til Reykjavíkur og
stundaði nám í ferðamálafræðum og
íslensku við Háskóla Íslands. Þar
kynntist hún Gustav Péturssyni og
þau eignuðust saman hana Katrínu
litlu hinn 17. apríl 2003. Þau giftu sig
síðan hinn 12. október 2005. Móður-
hlutverkinu sinnti hún af alúð og naut
þess innilega. Hana langaði einfald-
lega mest til að nýta tímann sinn
heima með Gústa og Katrínu og lifa
eins eðlilegu lífi og unnt var. Jóhanna
ákvað að skrá sig aftur í Háskólann
sl. áramót eftir hlé vegna veikind-
anna. Með þeirri ákvörðun var bar-
áttuanda hennar og bjartsýni best
lýst.
Á afmælisdegi hennar fyrir ári
langaði hana svo mikið til að bjóða
vinum sínum í heimsókn og halda upp
á daginn með þeim. Veikindin komu
þó í veg fyrir það. Við sem stöndum
henni næst munum halda upp á af-
mælisdaginn hennar í dag í huganum
og rifja upp allar góðu og skemmti-
legu minningarnar sem hún bjó til
með okkur. Og hver veit nema hún
fylgist með. Ég á auðvelt með að sjá
kankvísa brosið hennar fyrir mér við
tilhugsunina.
Í sumar fannst mér áleitin spurn-
ingin um hvers vegna Guð hafi gefið
Jóhönnu alla þá hæfileika sem hún
bar, fyrst hann gaf henni ekki lengri
tíma til að njóta þeirra en raun bar
vitni. Ég vil trúa því að það sé æðri
tilgangur með lífi hennar.
Minningin um Jóhönnu er mér
dýrmæt minning um einstaka, hæfi-
leikaríka og víðsýna dóttur sem elsk-
aði lífið svo heitt og barðist af öllum
mætti fyrir hverjum degi af hug-
rekki, bjartsýni og þrautseigju. Ég er
og verð alltaf stolt af henni. Guð varð-
veiti elsku Jóhönnu mína og blessi
minninguna um hana.
Salvör Jóhannesdóttir.
Þrítugsafmælið hennar Jóhönnu
er runnið upp. Ótrúlegt hvað tíminn
líður hratt. Mér finnst oft eins og við
höfum verið tvítugar í hitteðfyrra.
Okkur fannst það báðum og við töl-
uðum stundum um það í gríni hvað
við værum orðnar settlegar, hálf-
gerðar kerlingar eins og okkur fund-
ust svo glataðar fyrir nokkrum árum,
ja kannski fyrir um áratug ef betur er
að gáð. Þá var lífið rétt að byrja.
Menntaskólaárunum fyrir norðan að
ljúka og endalausir möguleikar fram-
undan.
Það er svolítið skondið hvað við
völdum oft að fara svipaðar leiðir og
hvernig hlutirnir æxluðust oft á svip-
aðan hátt hjá okkur. Við fluttum báð-
ar suður með skömmu millibili og
þegar kom að því að velja háskóla-
nám leit um tíma út fyrir að við
myndum báðar fara í sama nám en á
endanum valdi Jóhanna íslenskuna
og ég bókmenntafræðina. Dæturnar
komu svo í heiminn með tæplega árs
millibili og aðeins einn dagur var á
milli brúðkaupsdaganna okkar.
Svona var þetta með margt, stórt og
smátt, við virtumst fylgjast að með
ótrúlegustu hluti þó við værum á
margan hátt ólíkar og með ólíkan
smekk. Við vorum einhvern veginn á
sömu bylgjulengd og ég held við höf-
um fundið það strax við fyrstu kynni.
Það var ekki margt sem við vorum
ósammála um. Í fljótu bragði er það
eina sem kemur upp í hugann mis-
jafnar skoðanir á ágæti hvíts súkku-
laðis, sem Jóhönnu fannst gott en
mér vont. Kannski er ástæðan fyrir
því að ég man ekki eftir fleiru sú að
við bárum virðingu fyrir skoðunum
hvor annarrar. Það er eitt af því sem
gerði Jóhönnu að þeirri sterku og
einstöku persónu sem hún var. Hún
bar virðingu fyrir skoðunum annarra
þó hún væri ekki endilega sammála
þeim og hún fór heldur ekkert í felur
með það ef hún var ekki sammála.
Sumir áttu e.t.v. erfitt með að meta
hreinskilni hennar og gáfu til rök-
ræðna en það var eitt af því sem mér
fannst svo frábært í fari hennar.
Maður gat ætíð gengið að því vísu að
fá hreinskilin svör og ráð frá henni og
þó þau væru kannski ekki alltaf þau
sem mann langaði að heyra þá voru
þau allavega oftast það sem maður
þurfti að heyra. Þau voru ófá sam-
tölin og símtölin sem fóru okkar á
milli þar sem við spurðum hvor aðra
ráða eða álits og þau samtöl áttu til að
verða löng því við gátum látið móðan
mása um allt og ekkert. Það var sama
um hvað var talað, yfirleitt enduðu
samtölin með hlátri því umræðan var
komin út í einkabullhúmor sem var
ekki fyrir hvern sem er enda dálítið
svartur og kaldhæðinn.
Við gerðum stundum grín að því
hvað við værum orðnar heimakærar,
að spennandi laugardagskvöld fælust
nú í einhverju góðu að borða, góðri
mynd eða spilastund og umræðurnar
snerust í seinni tíð oftar en ekki um
einkadæturnar, Katrínu og Auði, og
framtíðarplön, vonir og væntingar
varðandi þær og fjölskyldurnar tvær.
Það var svo margt sem okkur langaði
að gera saman með stelpunum; baka
kökur, leika saman, fara í útilegur,
sumarfrí til útlanda og alls kyns æv-
intýraferðir nær og fjær. Múmíndal-
inn í Finnlandi átti að m.a. að heim-
sækja. Ég veit samt ekki hvort það
var meira fyrir okkur eða stelpurnar.
Ég man að löngu áður en Jóhanna
veiktist barst tal okkar nokkrum
sinnum að minningargreinum og að
sjálfsögðu hafði hún skoðanir á þeim.
Háfleygar lofræður og harmakvein
voru henni ekki að skapi né einka-
bréfastíll. Ég vona að ég geri henni
ekki stóran grikk þó ég minnist
nokkrum orðum á mannkosti hennar,
ég veit mér verður fyrirgefið ef ég
verð ekki of háfleyg.
Jóhanna hafði þann hæfileika að
koma auga á það jákvæða, jafnvel í
hinum erfiðustu aðstæðum, sem kom
henni vel í veikindum sínum. Hún
smitaði jákvæðni og bjartsýni útfrá
sér og missti aldrei vonina eða beitt-
an húmorinn þó á móti blési. Það var
ekki síður hún sem stappaði stálinu í
fjölskyldu sína og vini en þeir í hana.
Hún var jafn raungóð og hún var
ráðagóð og alltaf til í að gera manni
greiða ef hún mögulega gat. Hún var
svo sannarlega manneskja sem gaf af
sér. Jóhanna var líka eldklár og ein-
staklega góður penni, hún gat leikið
sér að tungumálinu og átti oft hnyttin
tilsvör. Hún átti auðvelt með að koma
auga á skemmtilegar hliðar á mönn-
um og málefnum og fékk mann oft til
að líta á hlutina frá nýju sjónarhorni.
Síðast en ekki síst hafði hún góða
nærveru, það var einfaldlega þægi-
legt að vera í návist hennar.
Þegar svona stórbrotinn persónu-
leiki og góð vinkona kveður langt fyr-
ir aldur fram situr maður uppi með
spurningar sem engin svör fást við og
nú er enginn Jóhanna til að hringja í
og spyrja ráða. En það er hægt að
taka hana sér til fyrirmyndar og ein-
beita sér að því jákvæða og leyfa tím-
anum að græða sárin. Ég rakst á
kveðju sem hún hafði skrifað í gesta-
bók á heimasíðu þar sem velgengni
hafði verið til umræðu; „Velgengni er
í mínum huga það að fara að sofa á
kvöldin sáttur við það hvernig maður
upplifði daginn í dag og hvernig mað-
ur tókst á við vandamálin og hvort
maður tók eftir öllum tilefnunum til
þess að gleðjast.“ Í tilefni afmælis Jó-
hönnu ætla ég að fara að ráðum henn-
ar og gleðjast og sendi hjartans
kveðjur til fjölskyldu hennar.
Una Björk.
Vegna mistaka
slengdust þessar tvær
greinar um Guðmund Inga saman í
Morgunblaðinu laugardaginn 18.
nóvember. Hlutaðeigandi eru beðnir
velvirðingar á þessu.
Það var mikil harmafregn þegar
okkur var sagt að hann Guðmundur
hans Óla bróður lægi óvænt milli
heims og helju og mundi líklega eiga
skammt eftir. Þetta var svo ótrúlegt
að það hlaut að vera einhver mis-
skilningur. Ungir og hraustir strákar
eins og hann deyja ekki. Þeir eiga allt
lífið framundan. En svo var þetta
staðfest – og skömmu síðar var hann
dáinn. Það var eins og dimmdi snögg-
lega. Baráttan var stutt en hetjuleg.
Þetta var allt svo óvænt og hratt.
Guðmundur var glæsilegur ungur
maður. Nýorðinn 17 ára og búinn að
eignast fyrsta bílinn. Dugnaður hans
lýsti sér kannski best í því að hann
var búinn að eiga 3 vélhjól sem hann
borgaði sjálfur og bílinn sem hann
átti svo góða daga á síðustu vikurnar
borgaði hann líka sjálfur. Með dugn-
aði lét hann drauma sína rætast. Há-
vaxinn, myndarlegur, með augu eins
og stjörnur og seiðandi bros, hvers
manns hugljúfi. „Sæti frændinn“
kölluðu frænkurnar hann. Það fyrsta
sem ókunnugir sáu var hve hæglátur
hann var og hlýr piltur. Draumason-
ur hverra foreldra. Guðmundur var
góður vinur og víst er að þeir sem
áttu vináttu hans eiga nú um sárt að
binda. Skarðið sem hann skilur eftir í
hópnum verður ekki fyllt en vinirnir
eiga eftir dásamlegar minningar um
samveru sína með honum. Þær eru
gjöf hans til okkar sem eftir lifum.
Guðmundur Ingi
Ólafsson
✝ GuðmundurIngi Ólafsson
fæddist á Akureyri
21. október 1989.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
8. nóvember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Hóla-
neskirkju á
Skagaströnd 18.
nóvember.
Við þökkum fyrir þær.
Dauðinn kvaddi dyra
með miklum ofsa og öll
heimsins tæki og tól
voru notuð til að reyna
að bjarga lífi Guð-
mundar en maðurinn
með ljáinn hafði sigur
að þessu sinni.
En við eigum minn-
ingarnar og myndin af
Guðmundi leikur ljós-
lifandi í hugskoti okk-
ar. Feimnislegt og
góðlátlegt brosið lýsa
af þeirri mynd og hana
geymum við í hjarta okkar.
Sorgin er ekki bara dimm og sár. Hún er hin
hliðin á björtum dögum og gleði sem ég fékk
að njóta. Hún segir mér að sárið hafi orðið til
vegna gleði og ástar sem ég syrgi og sakna.
Guð kemur til mín gegnum sárið.
(Jóna Lísa Þorsteinsdóttir)
Hrönn, Óli, Árný Guðrún, Re-
bekka og Brynjar Max hafa misst
meira en nokkur getur gert sér í hug-
arlund en þau voru líka gæfusöm að
eiga son og bróður eins og Guðmund.
Meðan hann lifði gaf hann þeim gjöf
sem enginn annar gat gefið. Sjálfan
sig. Þau eru góð fjölskylda og víst er
að þau hafa líka gefið honum gott
veganesti. Við erum viss um að það
nýtist honum vel á nýjum slóðum.
Jóhann, Árni, Kristmundur,
Sigríður, Hlíf og fjölskyldur.
Drottinn Guð, þú hefur tekið að
þér yndislegan dreng, Guðmund
Inga, góðan og traustan son, bróður,
frænda og vin. Verndaðu hann, lýstu
honum veginn að himnaríki svo þið
getið saman verndað og vakað yfir
fjölskyldu hans og ástvinum.
Elsku litli frændi og vinur, Guð-
mundur Ingi, þú fórst frá okkur allt
of fljótt en nú ertu í góðum faðmi
ömmu þinnar og afa og systur.
Elsku Hrönn, Óli, Árný, Rebekka
og Brynjar Max, megi Guð og allir
hans englar hjálpa ykkur að horfa
fram á veginn.
Kveðja
Ólína, Andrés og
Andrea Kristín.
Það er komið að því
að kveðja merkilegan
mann fyrir margra
hluta sakir. Við nutum
báðir þeirrar gæfu að fá að búa hjá
afa og ömmu í Rauðu á menntaskóla-
árunum. Sú vist var mikill skóli. Það
var ógleymanlegt að koma heim síðla
nætur og finna afa í eldhúsinu þar
sem hann mundaði vasahnífinn góða
og skar sér væna flís af súrmeti.
Hann var þá kominn á fætur enda
vissi hann að hann yrði varla lang-
lífur í þessum heimi og ætlaði sann-
arlega ekki að eyða tímanum í svefn.
En hann varð harla langlífur, sér-
staklega ef tekið er tillit til hins óeir-
andi og lamandi sjúkdóms sem herj-
aði á hann hátt á annan áratug.
Seigla var hans aðalsmerki alla tíð.
Stirður og ellimóður rauk hann út á
stétt að moka snjó eða raka lauf ef á
þurfti að halda og það varð litlu tauti
við hann komið er hann klifraði
skjálfandi upp á þak með skófluna yf-
ir öxlinni til að moka snjóinn af þak-
inu.
Anton Kristinn
Jónsson
✝ Anton KristinnJónsson fæddist
í Bolungarvík 8.
september 1924.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 23. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrar-
kirkju 30. október.
Rauðamýrin (og síð-
ar Mýrarvegurinn) var
góður staður að búa á.
Það voru íbúarnir sem
gerðu staðinn góðan.
Þar var afi sívakandi
yfir áhugamálum okk-
ar („Hvernig er það
strákur, á ekki að fara
að ná sér í stelpu?“),
mataræði („Ég sé að
það er kattaláfujafn-
ingur í kvöldmatinn
hjá þér og drulluspað í
eftirmat“) og umkvört-
unum („Koma niður úr
stiganum? Heldurðu að ég geti ekki
mokað þakið á húsinu mínu sjálfur!“).
Hjá afa lærðum við margt. Hann
kenndi okkur að smíða hamra og
nota hamrana til að smíða báta og
bæi. Hann kenndi okkur að grafa
tjörn og nota hana síðan til að vinna
sér inn tíkall fyrir að liggja í ísköldu
vatni í eina mínútu. Hann kenndi
okkur að taka í nefið og láta það síðan
eiga sig það sem eftir er. Hann
kenndi okkur að horfa á Tomma og
Jenna til að komast í rétta hugar-
ástandið til að horfa á fréttir. Hann
kenndi okkur að lifa og hann kenndi
okkur að deyja.
Það síðasta sem afi kenndi okkur
var þetta: Ef þú liggur banaleguna
og læknirinn segir að þú munir
örugglega deyja um helgina, ekki
láta þér detta í hug að deyja fyrr en á
mánudegi.
Ragnar Þór og Ólafur Sindri.