Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 41
menning
IN
TE
RN
ET
M
AR
KE
TIN
G
IN
TE
RN
ET
M
AR
KE
TIN
G
Scope stendur fyrir tveggja daga námskeiði í markaðssetningu
á Internetinu dagana 22.-23. nóvember á Hótel Nordica.
Fyrirlesari er starfandi ráðgjafi og höfundur fjölda
bóka um markaðssetningu á Internetinu eins og “3G Marketing on
the Internet” og “Internet Marketing for Your Tourism Business”.
Náðu forskoti í samkeppninni!
Á námskeiðinu er farið yfir helstu aðferðir til að hámarka
árangur af markaðsstarfi á Internetinu og þátttakendum
kennt að nýta sér alla þá möguleika og nýjungar sem netið
býður upp á til markaðssetningar.
Kynntu þér dagskrána og skráðu þig á www.scope.is/bootcamp.
Félagar í eftirtöldum félögum njóta sérstakra afsláttarkjara:
Ímark, SAF, SAU, FVH, LHM.
INTERNET MARKETING BOOTCAMP
Er vefurinn þinn að skila sínu?
KYNNIR
SCOPE
Susan Sweeney,
Í samstarfi við
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
FYRSTA platan er óneitanlega afar
mikilvæg í hugum allra tónlistar-
manna. Þar er hljómurinn settur og
þaðan er lagt af stað. Góð innkoma
er lykilatriði.
Hér verða skoðaðar þrjár ungar
íslenskar sveitir sem eru ýmist ný-
búnar eða við það að fæða frum-
burðinn og allar eiga þær það sam-
eiginlegt að meðgangan hefur verið
ansi löng. Um er að ræða hljóm-
sveitirnar Seabear, Benny Crespo’s
Gang og Bob en þær eru þegar
orðnar nokkuð áberandi og umtal-
aðar í innlendri tónlistarumræðu og
þótt víðar væri leitað.
Í Berlín
Hljómsveitin Seabear hóf líf sitt
sem eins manns verkefni Sindra
Más Sigfússonar en hann gaf
reyndar út sína fyrstu plötu, Sing-
ing Arc, árið 2004. Sú plata lét þó
heldur lítið fyrir sér fara enda kom
hún út í mjög takmörkuðu upplagi.
Platan náði þó athygli þýsku útgáf-
unnar Tomlab sem hreifst af
hljómnum og setti eitt lag plötunnar
í sjötommuseríu sem kom út í
kringum jólin 2005. Í kjölfarið spil-
aði Seabear í berlínska leikhúsinu
Volksbuhne á undan hljómsveitinni
The Books sem gefur út hjá Tom-
lab. Fyrir þennan konsert fékk
Sindri til liðs við sig þau Örn Inga
og Guðbjörgu Hlín sem síðan hafa
verið fastir meðlimir. Í Berlín hélt
sveitin tvenna tónleika til viðbótar
og mætti Thomas Morr, eigandi
plötuútgáfunnar Morr Records, á
aðra þeirra og varð yfir sig hrifinn
af tríóinu. Hann beið ekki boðanna
heldur gerði við það þriggja platna
útgáfusamning á staðnum. Þess má
geta að Morr-útgáfan hefur einnig
gefið út plötur múm og Benna
Hemm Hemm.
Tónleikahald Seabear hefur verið
með minna móti miðað við það sem
gengur og gerist í þessum bransa
en hugsanlega má telja tónleikana
sem sveitin hefur haldið hér heima
á fingrum annarrar handar. Síðast
mátti sjá hana á Airwaves-hátíðinni
í október síðastliðnum en þá spiluðu
með henni þeir Dóri og Kjartan úr
Kimono.
Fljótlega eftir áramót er svo að
vænta til Íslands fyrstu plötu
Seabear á vegum Morr. Hún ber
heitið The Ghost That Carried Us
Away en hennar hefur verið beðið
með töluverðri eftirvæntingu, enda
liðin rúmlega tvö ár síðan Singing
Arc kom út.
Platan er einnig sú fyrsta sem
Seabear gefur út í núverandi mynd
og jafnframt sú fyrsta sem hlýtur
almenna dreifingu, en eins og áður
sagði var Singing Arc aðeins gefin
út í takmörkuðu upplagi. Sindri
hannar sjálfur umslag plötunnar í
samvinnu við hönnuð frá Morr-
útgáfunni.
Vandaður gripur
Tónleikar Benny Crespo’s Gang á
síðustu Airwaves-hátíð vöktu mikla
lukku og hlutu þeir jafnframt tölu-
verða umfjöllun í hérlendum og er-
lendum fjölmiðlum. Bandið hóf
starfsemi sína og hljómþróun árið
2003 og hefur allar götur síðan get-
ið sér gott orð fyrir kraftmikla
sviðsframkomu. Og hingað til hafa
aðdáendur Benny Crespo’s Gang
þurft að láta sér nægja lifandi tón-
listarflutning sveitarinnar og nokk-
ur lög á Myspace-síðu hennar þar
sem plata með henni hefur ennþá
ekki litið dagsins ljós. Það mun þó
breytast í byrjun næsta árs þegar
frumburðurinn, sem enn hefur ekki
hlotið nafn, verður gefinn út undir
merkjum Cod-útgáfunnar.
Lovísa Elísabet, fjórðungur sveit-
arinnar, segir að vinnsla plötunnar
hafi í rauninni hafist þegar sveitin
fór að starfa saman fyrir rúmum
þremur árum síðan en þau spýttu
svo í lófanna fyrir rúmu ári og núna
er platan nánast fullbúin. Lovísa
segir að mjög hafi verið vandað til
verksins en trommugrunnurinn var
að minnsta kosti tekinn upp þrisvar
sinnum og hitt ekki sjaldnar sem of-
an á var lagt. Það verður því spenn-
andi að sjá hvernig endanleg útgáfa
hljómar.
Allt er þegar þrennt er
Frumburður hljómsveitarinnar
Bob, dod qoq pop, hefur fengið
mjög góðar viðtökur og hlaut platan
meðal annars fjórar stjörnur í afar
lofsamlegum dómi Helgu Þóreyjar í
Morgunblaðinu. Þar segir hún með-
al annars: „Þeir eru eins og annað
afbrigði af þeim frumleika sem
kemur fram hjá virkilega góðum
hljómsveitum sem eru ekki hrædd-
ar við tilraunastarfsemi.“
Bob er skipuð fjórum vinum sem
hófu saman spilamennsku árið 2001.
Ýmislegt tafði útgáfu plötunnar en
það var ekki fyrr en núna í haust
sem dod qoq pop leit loksins dags-
ins ljós. Svo virðist sem diskurinn
hafi verið biðarinnar virði enda er
um að ræða afar vandaðan og góðan
grip, en öll útgáfan er í höndum
hljómsveitarinnar.
Finnur gítarleikari segir að þeir
hafi í rauninni klárað að taka upp
tvær plötur á undan þessar en þeir
hafi aftur á móti aldrei verið nægi-
lega ánægðir með þær, og því hafi
þeir farið af stað með þriðju plöt-
una. Þá gekk allt upp.
Skömmu eftir vel heppnaða tón-
leika á Airwaves og útgáfutónleika í
Stúdentakjallaranum héldu þeir
Friðrik trommari og Skúli bassa-
leikari til Englands í nám og því
verður eitthvað takmarkað tónleika-
hald hjá þeim á næstunni. Þó lofar
Finnur dúndurtónleikum um jólin.
Hugað að innkomunni
Morgunblaðið/Jim Smart
Bob Skúli Agnarr, Matthías Arnalds, Finnur Pind og Friðrik Helgason.
Morgunblaðið/Golli
Benny Crespo’s Gang Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Björn Sigmundur Ólafsson, Helgi Rúnar Gunnarsson og
Magnús Árni Öder Kristinsson. Frumburður sveitarinnar verður gefinn út á næsta ári á vegum Cod-útgáfunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Seabear Sindri, Guðbjörg Hlín og Örn Ingi.
Þrjár íslenskar hljómsveitir stíga fram