Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 32

Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún LillýSteingríms- dóttir fæddist á Sveinsstöðum við Nesveg í Reykjavík 6. maí 1931. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 12. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Steingrímur Sveinsson verk- stjóri, f. í Reykjavík 18. febrúar 1888, d. 6. janúar 1986, og Gunnhildur Sigurjónsdóttir, f. í Keflavík 23. september 1902, d. 5. maí 1984. Systkini Lillýar eru Sig- urjóna, f. 25. apríl 1923, Guðný Hulda, f. 14. ágúst 1924, Hildur Ís- fold, f. 2. mars 1926, d. 31. janúar 2004, Guðrún Sveinbjörg, f. 20. september 1929, d. 17. apríl 2004, og Sveinn Bergmann, f. 27. des. 1936. Hinn 25. nóvember 1950 giftist Guðrún Lillý Jóni Ísleifssyni fyrr- verandi útibússtjóra, f. 4. mars 1930. Foreldrar Jóns voru Ísleifur Jónsson kaupmaður, f. 4. apríl 1899, d. 1. mars 1981, og Svan- laug Bjarnadóttir, f. 11. október 1905, d. 18. mars 1982. Börn Guð- rúnar Lillýar og Jóns eru: 1) Ís- leifur, f. 23. janúar 1951, kvæntur Steinunni Stefaníu Magnúsdóttur, f. 22. maí 1951. Son- ur Ísleifs er Jón, f. 16. september 1975, uppeldissynir eru Ómar Djermoun, f. 4. okt. 1978 og Ka- rim Djermoun, f. 10. mars 1986. 2) Svan- laug, f. 6. janúar 1953, gift Ólafi Egg- ert Júlíussyni, f. 11. júlí 1951. Börn þeirra eru Lovísa Rut, f. 4. janúar 1973, Elvar, f. 4. júní 1977, Brynjar, f. 14. apríl 1983 og Fannar Óli, f. 11. október 1988. 3) Hildur Nanna, f. 17. mars 1961, sambýlis- maður Sigtryggur Leví Krist- ófersson, f. 16. sept 1962. Dætur hennar eru Júlía, f. 26. apríl 1979, og Katrín Lillý, f. 12. janúar 1989, og sonur þeirra Kristófer Leví, f. 31. júlí 2000. Langömmubörnin eru sex. Guðrún Lillý ólst upp í Reyka- vík og bjó þar, þar til hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Kefla- víkur í október 1973. Ung að ár- um starfaði Lillý við verslunar- störf en var jafnan heimavinnandi og hugsaði um heimili og börn og síðar barnabörn. Guðrún Lillý verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Engin björg er í að barma sér, brátt mun sólin aftur ylja mér. Ljóðlínur sem ég lærði einhvern tímann en man ómögulega eftir hvern, og finnst mér þær vel við eiga núna. Hún elskuleg móðir mín er lát- in. Vissulega átti andlát hennar ekki að koma okkur fjölskyldu hennar á óvart, en aldrei er maður nægilega tilbúin fyrir þann aðskilnað. Gamall orðskviður segir að menn eigi að gera góðverk sín í kyrrþey því annars geti þau orðið að hroka og sjálfsupphafn- ingu. Mér finnst þau orð eiga nokkuð vel við um hana mömmu mína. Hún var kannski ekki allra en raun- og bóngóð var hún svo sannarlega. Mamma er konan sem ég hef lært hvað mest af, og því hef ég reynt að reynast börnum mínum það sem hún reyndist mér. Hún hafði ómælda trú á mér í því sem ég tók mér fyrir hendur og studdi mig einu og öllu. Honum Óla mínum var hún besta tengdamóðir sem hugsast getur. Alla þá aðdáun og elsku sem hún sýndi honum bar aldrei skugga á, ekki einu sinni í vanmætti sínum sl. 2 mánuði eftir að lífsskilyrði hennar breyttust til muna. Hún ljómaði öll um leið og hann birtist við sjúkrabeð hennar fram á síðasta dag. Takk fyrir það, mamma mín. Mömmu þótti líka svo sjálfsagt að vera til staðar fyrir börnin okkar þegar við Óli brugðum okkur í frí, að enn brosum við að því þegar elsti sonurinn svaraði í símann einhverju sinni fyrir u.þ.b. 15 árum „að pabbi sinn væri ekki kominn heim úr vinnu en trúlega væntanlegur von bráðar“. Mamma spurði hann þá hvort hann vissi ekki að við hefðum farið til London þá um morguninn? Nei, það hafði alveg farið fram hjá honum en hann hafði samt tekið eftir að hún hefði tekið sér stöðu í eldhúsinu og því væri von á góðu. Þar var hún á heimavelli, í eldhúsinu að framreiða kræsingar hvort sem var til daglegra neyslu eða hátíðarbrigða, og svo við saumavélina. Mamma hafði yndi af laxveiði hér á árum áður og bridge spilamennska var í uppáhaldi hjá henni þar sem hún naut sín vel í góðum félagsskap við spilaborðið. Ein af síðustu óskum mömmu rættist á þessu ári þegar hún bauð okkur systrunum til Lond- on í vor, í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Við höfðum ætlað í „stelpuferð“ en vegna veikinda hennar fannst okkur öllum notalegra og tryggara að hafa pabba með, sem var bara frábært. Ferðin var okkur systrunum ómet- anleg og vonandi þeim líka. Skilning- ur okkar á veikindum mömmu og hlutverki pabba var skýr. Pabbi minn, þú hefur verið klett- urinn í lífi mömmu og reynst henni vel á allan hátt, ætíð. Við gerum okk- ur fulla grein fyrir missi þínum eftir hartnær 60 ár og munum reyna að hugsa vel um þig. Hér vil ég nota tækifærið og þakka þá frábæru umönnun sem einvala starfsfólk á Sjúkrahúsi Suðurnesja veitti henni mömmu í veikindum hennar. Takk fyrir allt. Notalegt er að heyra börnin mín minnast þess hve það var alltaf gam- an og gott að vera með þér og að lok- um vil ég bara segja, takk fyrir allt, mamma mín, og guð veri með þér. Þín Svanlaug og Ólafur. Það er gríðarlega sárt að þurfa að sætta sig við það að elskulega amma mín er farin. Það er kannski það sem þú vildir, enda varstu orðin mjög veik og það er ekkert gaman að því að lifa svoleiðis lífi. Leiðinlegt verður að hafa ekki ömmu gömlu til að heim- sækja þegar foreldrar mínir skreppa út á við. Í hvert einasta skipti sem þau fóru út, fengum við Brynjar sím- tal á stundinni, og við spurðir hvort við vildum ekki koma í mat, í kvöld, á morgun, hinn og hinn og hinn. Nú fær greyið mamma mín það hlutverk að baka fyrir allt liðið, þú sem varst alltaf með nóg af pönnu- kökum, skúffukökum og síðast en ekki síst, minni uppáhalds, sem var Sjónvarpskakan. Mér fannst hún svo himnesk að ég var farinn að fá heim- sendingar þegar ég var veikur og slíkt, það var alveg frábært. Þú og afi Jón eruð hetjur fyrir að hafa þolað öll lætin í okkur krökk- unum þegar þið voruð að passa okk- ur. Hvað þá þegar þið voruð vön að taka okkur með upp í bústað á sumr- in, það var ótrúlega gaman að eiga nokkra daga með „gamla settinu“. Mér finnst ósköp erfitt að koma upp í Þverholt til afa núna og fá ekki að heilsa þér, þú sem varst alltaf til í að spila og gera allt fyrir mann bara af því að ég kom í heimsókn. Mikil spilakona varstu og ég grunaði þig lengi um svindl, því þú vannst mig alltaf. Elsku amma mín, þú sem varst alltaf svo góð kona og ljúf, þú áttir þetta svo alls ekki skilið að lenda í svona veikindum. Mér finnst mjög leiðinlegt að heyra fólk segja, svona er lífið, því þótt svona gerist, er það nú samt rosalega sárt að missa ömmu sína. Ef ég mætti ráða þá vær- irðu enn hér og myndir örugglega ekkert fá að fara á undan mér, það er svo gott að eiga góða ömmu, og ég fékk þá bestu. Ég veit innst inni að þú ert komin á betri stað, og ég vona að þú hafir auga á okkur hér niðri og passir okk- ur, við munum líka hugsa um afa Jón og passa að honum leiðist ekki. Elsku amma Lillý, takk fyrir að hafa verið hluti af mínu lífi og fyrir að leyfa mér að vera hluti af þínu. Ég mun aldrei gleyma þér og ég hlakka til að sjá þig síðar. Fannar Óli. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Takk fyrir að hafa verið alltaf til stað- ar, alltaf tilbúin að spila við mann, bjóða okkur í mat eða bjóða okkur kökur og sérstaklega fyrir að hafa alltaf verið hress, meira að segja þeg- ar þú varst fárveik. Ég man ekki eftir að hafa fengið skammir frá þér, né séð þig reiða. Ef eitthvað er, þá varstu of góð við okkur, ég tók bara ekki eftir því fyrr en of seint. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Við reynum að vera góð við afa eins og þú varst góð við okkur. Þinn Brynjar. Amma Lillý var einstök kona. Hún var ótrúlega barngóð og óspör á tíma sinn og hlýju. Frá fæðingu minni eyddi amma nær öllum sínum tíma í að passa barna- og barnabarnabörn- in. Maður var dekraður uppúr skón- um hjá ömmu. þar var alltaf skemmtilegt „prógram“ fyrir börnin hvort sem það var heima eða uppi í sumarbústað. Í frítíma sínum settist hún við saumavélina og saumaði allt frá fötum á okkur niður í barbie- og dúkkuföt sem við fengum gjarnan að sníða með henni. En amma var ekki bara besta pössunarpían í fjölskyldunni heldur var hún líka snillingur í eldhúsinu. það mátti enginn eiga afmæli í fjöl- skyldunni þá var mín kona mætt, hlaðin kræsingum. Aldrei heyrði ég ömmu kvarta hvorki yfir veikindum né vinnu. Hún var líka ótrúlegur kar- akter, mikill húmoristi og kaldhæðn- in var aldrei langt undan. Ég man að hún sagði mér fyrir stuttu yfir kaffi- bolla að ef hún hefði ekki haft öll barnabörnin þegar hún kom til Keflavíkur hefði hún sennilega farið í sérríið. Þetta var dæmigert „kom- ment“ frá ömmu. Ég á svo margar góðar minningar um ömmu Lillý. Við eyddum ófáum stundum saman í eldhúsinu á Hafn- argötunni. Þar var dundað við að elda, sauma, púsla, leira, spila og svo var sungið saman: „Ég skal mála all- an heiminn, elsku mamma“ og fleiri skemmtileg lög. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa fengið flottasta leikskólaplássið í bænum og þótt víð- ar væri leitað. Ómetanlegur fjársjóð- ur það. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess að það sé ekki lengur hægt að hringja í ömmu og spjalla um allt og ekki neitt. Síðustu dagana þótti mér ótrúlega erfitt að heimsækja hana og horfa á hana svona vanmáttuga og ósjálfbjarga. Og þó svo að við mætt- um vita í hvað stefndi virðist aldrei vera rétti tíminn til að kveðja góða ástvini. Við Magdalena huggum okk- ur við það að eiga fallegan og skemmtilegan engil á himnum sem við getum alltaf leitað til. Blessuð sé minning elskulegrar ömmu minnar, Lovísa. Elsku Lillý mín, ég má til með að skrifa smákveðju til þín, fyrst ég komst aldrei til að kveðja þig áður en þú fórst í þessa ferð. Ætlunin var að koma við hjá þér á spítalanum þegar ég kæmi heim frá Belgíu í jólafrí 2. desember nk. Þó svo að við séum frænkur kynnt- ist ég þér ekki fyrr en ég var orðin 12 ára, þegar þið Jón og Hildur Nanna fluttuð hingað suður með sjó. Mamma sagði mér að frænka mín, jafnaldra úr Reykjavík, væri að koma í skólann minn og ég yrði að vera góð við hana. Auðvitað hlýddi ég því og tók hana uppá mína arma og er vin- skapur okkar traustur enn þann dag í dag. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór fyrst heim með Hildi í kaffi á Hafn- argötuna eftir skóla. Þú varst mikil húsmóðir og listakokkur og áttir allt- af heimabakað með kaffinu og mér, bakaradótturinni, fannst æði að fá heimabakaðar kökur. Alla vega, þennan dag var nýbökuð skúffukaka með ískaldri mjólk á boðstólum og þú sást hvað mig langaði í og bauðst mér að sjálfsögðu, en lést samt fylgja með að ég mætti nú ekki fá mér margar, því ég væri nú ekki beint horuð. Ég át nú samt á mig gat. – Þarna urðum við vinkonur og er ég varð eldri kom ég oft í heimsókn til þín með fóta- töskuna. Fengum við okkur þá kaffi þegar að ég var búin að taka á þér lappirnar einsog ég kallaði það, skiptust við þá iðulega á uppskriftum og spjölluðum um heima og geima. Læddir þú oft í töskuna hjá mér heimalagaðri rifsberjasultu eða ein- hverju álíka þegar ég fór. En svona varst þú góð, hjartahlý, stríðin og hreinskilin. Vil ég með þeim orðum kveðja þig og segi „takk fyrir allar spjallstundirnar“ elsku Lillý, mín frænka og vinkona. Elsku Jón, Hildur, Svana, Ísleifur og fjölskyldur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Helga Ragnarsdóttir. Það er sunnudagsmorgunn, Nonni sonur minn hringir og segir mamma, amma Lillý er dáin. Eftir símtalið kveiki ég á kerti og hugsa um liðin ár og fyllist sorg og söknuði, en eftir 40 ára kynni á ég bara góðar minningar um Lillý. Hún var mér einstaklega góð tengdamóð- ir og ekki síður vinkona. Það var allt- af gott að koma í heimsókn til hennar og Jóns. Mér ef efst í huga þakklæti fyrir öll góðu símtölin sem við áttum í gegn um árin, öll matarboðin, allar gjafirnar og alla aðstoðina við mig og strákana mína. Þau studdu mig svo sannarlega á erfiðum stundum í mínu lífi. Ég mun virkilega sakna hennar. Elsku Jón, Ísleifur, Svana, Hildur Nanna, Nonni minn og aðrir aðstand- endur. Ég samhryggist ykkur innilega og bið góðan Guð að vera með ykkur. Kristrún Þórisdóttir. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Svo kvað stórskáldið Einar Bene- diktsson. Það var í raun líknandi hönd sem dauðinn rétti kærri vinkonu okkar, henni Lillý, eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Það er næsta víst að síst af öllu hefði hún viljað lifa þá raun að verða öðrum háð, bundin hjálp annarra, slíkur dugnaðarforkur sem hún var, skapmikil og ákveðin. Hún var veitandi allt sitt líf og mátti ekkert aumt sjá. – Um áratuga skeið höfum við notið einstakrar vináttu þeirra hjóna Lillýjar og Jóns. Gest- risni á heimili þeirra var viðbrugðið enda naut sín þá vel einstakur mynd- arskapur Lillýjar, hvort heldur var í matargerð eða öðru sem að húsmóð- urstörfum laut. Við lok samferðar hrannast upp minningar frá áratuga löngum og skemmtilegum kynnum, hvort held- ur var hér heima eða á ferðalögum í útlöndum. Lognmolla var víðsfjarri en gáski og gleðibragur ríkti, ekki hvað síst þegar sest var við brids- borðið sem var ætíð við höndina. All- ar eru þessar minningar bjartar og góðar, engan skugga ber þar á og þær eru okkur kærar. Söknuður sækir að en minningarnar ylja. Nú er skarð fyrir skildi í Þverholtinu. Við og fjölskylda okkar sendum Jóni, börnum þeirra og fjölskyldum, innilegustu samúðarkveðjur okkar og biðjum þann drottin sem öllu ræð- ur og yfir okkur vakir að styðja þau og styrkja á sorgarstundu. Lillý þökkum við langa og trygga vináttu og óskum henni góðrar heimkomu á lönd fyrirheitsins. Halldís og Tómas. Guðrún Lillý Steingrímsdóttir Ég vona að í himnaríki verði allir aftur lítil börn sem leiki sér með gullna bolta og svífi um á skýjahnoðrum og haldist í hendur inn í eilífðina. (Gullbrá, 1986.) Kveðja, Magdalena og Óliver St. HINSTA KVEÐJA ✝ Kær frændi okkar, JÓN STEFÁN BJERKLI JÓNSSON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. nóvember. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Fjölskyldan. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ E. ÞORSTEINSSON leikari, Víðilundi 20, Akureyri lést laugardaginn 18. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Marinósson, Bryndís Guðnadóttir, Ingibjörg M. Marinósdóttir, Óli Þór Ragnarsson, Guðrún Marinósdóttir, Kristján Lilliendahl, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TÓMAS JÓNSSON skipasmiður frá Sandvík, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist sunnudaginn 19. nóvember. Sigrún Stefánsdóttir, Eygló Tómasdóttir, Þorgils Sigurþórsson, Tómas Rúnar Andrésson, Hallmundur Andrésson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.