Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 23
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 23 Tíðarfarið að undanförnu, norð- austan stórviðri dögum saman, hefur óneitanlega haft áhrif á at- vinnulífið á stað sem byggir mest alla tilveru sína á sjósókn og afla- brögðum. Í fyrsta sinn um árabil þurfti að senda fólk heim hjá fisk- vinnslu Guðmundar Runólfssonar þar sem ekkert hráefni var til vinnslu. Stórviðrin hafa valdið því að stærstu skip liggja í vari eða bundin við bryggju þar til slotar. Fiskiðjan hefur hins vegar getað haldið sinni vinnslu stöðugri enda unnið úr frosinni rækju sem verk- smiðjuskip landa með ákveðnu millibili. Hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. verður saltfiskvinnslan stopul þegar svona viðrar. En það er langt í frá að menn missi móðinn enda vanir því að þurfa að takast á við óblíð náttúruöflin.    Smábátum hefur fækkað mikið í Grundarfirði sl. tvö ár og með þeim hefur horfið töluverður kvóti til annarra hafna á landinu. Þessi fækkun smábáta hefur óneitanlega sett svip sinn á bryggjulífið en á móti kemur að þeir verða færri eftir til að bölva ógæftum og afla- leysi. Þeir sem seldu stóðu frammi fyrir því að fjárfesta í stærri bát- um til að geta elt fiskinn á þær slóðir sem hann heldur sig hverju sinni ellegar fá í hendur dálaglega summu fyrir kvótann sinn og hverju sinni halda menn að kvóta- verð hafi náð hámarki og því besti tíminn til að selja. Þeir örfáu sem enn þrjóskast við að gera út sinn smábát horfa þó á stöðugt hækk- andi kvótaverð og láta sig dreyma meðan ekki gefur á sjó.    Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem nú er á sínu þriðja starfsári full- skipaður af nemendafjölda horfa stjórnendur fram á spennandi verkefni á næsta skólaári en þá mun verða starfrækt undir stjórn skólans framhaldsdeild á Patreks- firði í Vesturbyggð. Slík skipan mála þótti ákjósanleg sökum kennslufyrirkomulagsins í hinum nýja fjölbrautaskóla og samgöngu- legra tengsla sem væru mun betri en norður á Ísafjörð.    Mitt í ótíðinni varð síðan Orkan til þess að brúnin léttist á mörgum Grundfirðingnum þegar farið var að bjóða upp á annan og ódýrari valkost við eldsneytistöku en tíðk- ast hefur á staðnum frá upphafi. Gamla Essó reynir hins vegar að sporna við og býður í fyrsta sinn í sögunni upp á 20% lækkun á elds- neytinu og leggur áherslu á að sá afsláttur gildi einnig á vörum inn- an dyra þar sem jafnframt megi búast við óvæntum glaðningi milli kl. 16 og 18 hvern dag, sem er þeirra svar við því að hjá Orkunni eru bara strípaðir sjálfsafgreiðslu- tankar en athygli vekur að afslátt- urinn hjá Essó mun aðeins gilda fram til 1. desember. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Veðrasamt Stórviðrin undanfarna daga hafa valdið því að stærstu skip liggja í vari eða bundin við bryggju þar til slotar.      !  " !# $%%&&&'                                     !!" #     "     $       %  &   '       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.